Morgunblaðið - 14.07.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 14.07.2009, Síða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Þ egar þú kemur út af læknastofunni líður þér eins og dauðinn andi of- an í hálsmálið á þér. Fyrir utan læknastofuna situr fólk í rólegheitum og blaðar í tímariti og starfsfólk sinnir sínum störfum. Það er eins og ekkert hafi í skorist. Enginn huggunarríkur faðmur bíður þín,“ segir Haukur Lárus Hauksson sem var greindur með blöðruhálskrabbamein fyrir þremur árum Ólýsanlegt áfall Haukur hefur flutt fyrirlestra um sjúkdóminn og áfallið sem er óhjá- kvæmilegur fylgifiskur þess að vera greindur með lífshættulegan sjúk- dóm. Hann er gagnrýninn á skort á aðstoð við sjúklinga og aðstandendur í kjölfar hinna vondu fregna. „Ég er ekki að setja út á hvernig læknir færir fólki þessu skelfilegu tíðindi. Þeir eru flestir nærfærnir og skiln- ingsríkir. En áfallið er bara svo ólýs- anlega mikið. Ef ég á að segja eins og er þá man ég hreinlega ekki eftir heimferðinni, til allrar lukku sat kon- an mín undir stýri. Flestir setjast bara upp í bílinn í hálfgerðu óráði, og eru náttúrlega ófærir um að aka í þessu ástandi,“ segir Haukur og bætir hlæjandi við: „Þú ert hreinlega hættulegur umhverfi þínu.“ Haukur segist undrast af hverju fólki sé ekki veitt áfallahjálp strax. „Læknir sem er að fara að færa fólki alvarleg tíðindi ætti að hafa samband við sálfræðing eða félagsráðgjafa á sjúkrahúsinu sem gæti veitt sjúk- lingnum áfallahjálp. Þá eru upplýs- ingar um hvert hægt sé að leita í framhaldinu tilviljanakenndar. Það blasir alveg nýr raunveruleiki við og maður veit ekkert hvert maður á að snúa sér. Ég var heppinn því að í gegnum kunningsskap heimsótti mig hjúkrunarfræðingur frá Krafti, samtökum ungs fólks með krabba- mein, og hjálpaði mér yfir versta áfallið. Það getur einfaldlega ekki átt að vera þannig að þú fáir hjálp í gegnum kunningsskap! Það á að vera regla en ekki undantekning að veita áfallahjálp. Síðar komst ég að því að Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins veitir mikla og góða hjálp. Vandamálið er að það er til- viljun háð hvort þér er leiðbeint þangað.“ Þegar dauðinn andar ofan í háls- málið þarf huggunarríkan faðm Að greinast með lífs- hættulegan sjúkdóm er mikið áfall. Mikilvægt er að sjúklingurinn, sem oft er í losti, fái áfallahjálp. Morgunblaðið/Heiddi Bubbinn Haukur Lárus Hauksson með „bubbann“ eins og hann kallar skallann sem er afleiðing lyfjameðferðar Fólk sem greinist með lífshættu- legan sjúkdóm þarf áfallahjálp Ráðgjafarþjónusta krabbameins- félagsins www.krabb.is S. 8004040 8004040@krabb.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is F ullkomnunarárátta get- ur haft hamlandi áhrif á okkur sjálf sem og fólkið í kringum okkur. Enda mikill miskiln- ingur að leiðin að lífshamingju sé í gegnum fullkomnun. Þetta segja sálfræðingarnir Sóley Dröfn Davíðs- dóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigs- dóttir, sem standa fyrir námskeiði um fullkomnunaráráttu sem er að hefjast við Kvíðameðferðarstöðina. „Það er gott að hafa metnað og vilja gera hlutina vel, en aðeins upp að vissu marki,“ segir Sóley. „Þegar farið er yfir strikið getur fullkomn- unarárátta haft hamlandi áhrif.“ Kröfurnar sem viðkomandi gerir til sjálfs sín verði t.a.m. það miklar að verkefni virðast óyfirstíganleg og því aldrei byrjað, verki ekki skilað eða þá að vinnan verður miklu meiri en umfang verkefnisins gerir ráð fyrir. Fullkomnunarárátta getur svo haft slæm áhrif á aðra og valdið árekstrum ef kröfurnar sem gerðar eru til fjölskyldu eða vinnufélaga eru of miklar. „Það getur verið erf- itt að eiga foreldri eða yfirmann sem haldinn er mikilli fullkomnunaráráttu,“ segir Sig- urbjörg og Sóley bendir á að besta fyrirmyndin sé sú sem er nógu góð – ekki sú sem er fullkomin, því að þannig sendum við frá okkur þau skilaboð að það sé í lagi að gera mis- tök. Á kostnað fjölskyldunnar „Fullkomnunarárátta getur raun- ar líka gert það að verkum að fólk stendur sig mjög vel á ýmsum svið- um, en það er hins vegar sjaldnast ánægt með árangurinn. Það skilar kannski góðu verki og nær árangri í sínu fagi, en það er þá á kostnað ann- ars, til dæmis fjölskyldunnar,“ segir Sigurbjörg. Það er líka mikil pressa að þurfa að skila öllu 100% enda getur það valdið streitu, kvíða og vanlíðan. Sú einfalda athöfn að senda frá sér tölvupóst getur þannig tekið virki- lega á því að pósturinn þarf að vera rétt orðaður, engin hætta má vera á misskilningi og stafsetningin verður að vera til fyrirmyndar. Þunglyndi getur síðan verið annar fylgifiskur, sérstaklega ef viðkom- andi er aldrei sáttur við útkomu eig- in verka. Fullkomnunarárátta skar- ast enda oft við aðrar geðgrein- ingar, t.d. almenna kvíðaröskun, áráttu- og þráhyggju, félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Meira svigrúm en við höldum „Það er óttinn sem drífur okkur til að gera hlutina 100%, oftast er það óttinn við álit annarra, jafnvel höfn- un ef við stöndum okkur ekki. Því að það þarf stundum meiri kjark til að gera eitthvað bara 50-60%,“ segir Sóley. „Við segjum fólki stundum að æfa sig í að gera hlutina til hálfs. Skrifa t.d. slæma ritgerð og sjá hvaða áhrif það hefur. Nú eða senda frá sér tölvupóst þar sem stafsetn- ingarvillum er jafnvel leyft að slæð- ast með.“ Slíkar hugmyndir falli þó oft í misgóðan jarðveg, enda ekki allir tilbúnir að láta af kröfum sín- um. „Við höfum meira svigrúm og fólk er umburðarlyndara en við höldum. Flestir eiga líka nóg með sitt og veita okkur mun minni at- hygli en við höldum.“ Þegar allt kemur til alls eru það enda sjaldnast þeir hlutir sem mest- um tíma er eytt í að gera vel sem veita mestu ánægjuna. „Með því að láta af fullkomnunaráráttunni getur fólk skapað sér svigrúm til að gera fullt af hlutum sem það hafði aldrei tíma til áður,“ segir Sigurbjörg og Sóley bendir á að litlu hlutirnir, eins og t.d. það að borða ís á sólskinsdegi eða bregða sér í hjóltúr, veiti flest- um margfalt meiri ánægju en verkin sem streðað er við að skila fullkomn- um. „Við höldum oft að leiðin að lífs- hamingju liggi í gegnum full- komnun og því getur verið freist- andi að fara þá leið, en hún veldur oftast bara óhamingju. Besta leiðin til að fara í gegnum lífið er ekki endilega sú að vera alltaf að, því það er allt í lagi að leyfa sér líka að vera meðal-Jón, enda alls ekki rétt að við séum einskis virði ef við skörum ekki fram úr,“ segir Sóley. Veldur bæði streitu og vanlíðan Morgunblaðið/Heiddi Sérfræðingarnir Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir og Sóley Dröfn Davíðs- dóttir segja fullkomnunaráráttu geta haft hamlandi áhrif. Það getur verið erfitt að eiga foreldri eða yfirmann með fullkomnunaráráttu Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins að- stoðar þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra við að ná jafnvægi í lífinu og átta sig á nýjum raunveruleika. Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur er for- stöðumaður þjónustunnar. „Við bjóðum fólki að hitta hjúkrunarfræðing, félagsráðgjafa og fleira fagfólk, eða hreinlega fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. Þá erum við með námskeið, höldum utan um sjálfshjálp- arhópa og fleira. Hins vegar getum við ekki veitt áfallahjálp strax og sjúklingurinn fær greininguna þar sem við erum ekki hluti af Landspítalanum. Við höfum ekki möguleika á að ná til fólks en það er hægt að beina fólki til okkar.“ Ragnheiður segist telja að flestum krabbameinssjúkl- ingum sé bent á þjónustu fé- lagsins en það sé ekki sjálf- gefið. Hún kveðst vita að einhverjum læknum finnist ekki þörf á þjónustunni; það sé mál lækna og spítalans að sinna sjúklingum. „Þetta kemur þó til af misskilningi. Einhverjir læknar óttast að við séum að ráðleggja fólki um meðferð og meðhöndlun sjúkdómsins. Það er alls ekki það sem okkar þjónusta gengur út á. Vissulega útskýrum við fyrir fólki helstu meðferðarleiðir og í hverju þær felast en við beinum ekki fólki á neina ákveðna braut.“ Ráðgjafarþjónustan er ekki bara fyrir höf- uðborgarbúa. „Það eru krabbameinsfélög úti um allt land sem veita mikla þjónustu. Þá ferð- umst við heilmikið um landið og höldum fyrir- lestra og námskeið. Fólk getur einnig hringt ókeypis eða sent tölvupóst. Ef fólk er í útlönd- um þá notum við oft Skype-tölvusíma.“ Ragn- heiður segir að það séu ekki bara þeir sem greinast með krabbamein sem þurfi á aðstoð að halda heldur einnig fjölskylda, vinir og jafn- vel samstarfsmenn. „Við fáum oft til okkar samstarfsfólk sjúklinga og yfirmenn sem vilja vita hvernig þeir geti hjálpað og hvernig best sé að haga málum á vinnustað. Það er dýrmætt fyrir þann sem veikist að mæta umhyggju.“ Þegar neyðin er stór er hjálpin góð Ragnheiður Alfreðsdóttir Jákvæð svör við spurningunum hér að neðan kunna að benda til fullkomnunaráráttu. Alltaf er síð- an matsatriði hvort fullkomnunar- áráttan hefur hamlandi áhrif á líf okkar eða fólksins í kringum okk- ur.  Finnst þér afar slæmt að gera mistök og hefurðu miklar áhyggjur af þeim eftir á?  Gerirðu miklar kröfur til þín?  Fyllistu oft efasemdum um að þú hafir ekki gert hlutina nógu vel og þarftu þá að fara ítrekað yfir þá?  Veldur það þér uppnámi ef hlut- irnir eru ekki fullkomnir?  Finnst þér þú vera misheppn- aður ef þú hefur ekki gert hlutina rosalega vel? Gátlisti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.