Morgunblaðið - 14.07.2009, Side 17
Í HNOTSKURN
»Methúsalem Methúsalemsson (1889-1969) lagði mikla rækt við að halda
til haga gömlum munum sem tilheyrt
höfðu bænum og Burstafellsættinni.
»Árið 1996 var sett upp sýning ásvefnlofti í tilefni þess að 30 ár voru
liðin frá búsetulokum í bænum. Svefn-
loftið er búið húsgögnum eins og það
var 1962.
»Burstafellsbærinn er í umsjá Þjóð-minjasafnsins.
Eftir Atli Vigfússon
Vopnafjörður | Það var engu líkara en menn
væru komnir meira en hundrað ár aftur í
tímann þegar gestir heimsóttu Minjasafnið
á Burstafelli á safnadeginum. Fjöldi gesta
sótti safnið heim sem fylgdust áhugasamir
með öllu því sem um var að vera.
Það voru heimamenn úr héraði sem sáu
um að skapa aldrúmsloft liðins tíma. Spenn-
andi er fyrir safngesti að sjá gamlar vinnu-
aðferðir glæddar nýju lífi. Það eru ekki allir
sem vita hvernig á að strokka smjör, vinna
með hrosshár, prjóna á prjónavél, slá með
orfi og ljá, smíða skeifur, vinna að ull-
arlitun, leika sér í hornabúi, heyja, raka í
garða, bjóða í nefið eða annað sem tengist
búskap frá gömlu árunum.
Gamall bær
Burstafellsbærinn geymir sögu búskapar
og breyttra lífshátta frá aldamótunum 1800
fram á miðja 20. öld. Hann er að stofni til
mjög gamall, jafnvel að hluta til frá því
hann var endurbyggður eftir bæjarbruna
1770. Um aldur einstakra bæjarhúsa er vit-
að að fremri stofa var byggð 1851 og mið-
baðstofa 1877. Ytri stofa og hlóðaeldhús eru
mikið eldri, en ýmsar breytingar voru gerð-
ar er tímar liðu og 1942 var sett upp vind-
rafstöð og 1943 var vatnsleiðsla lögð í bæ-
inn. Búið var í bænum til ársins 1966 og það
skemmtilega við daginn var að Elín Methú-
salemsdóttir sem var síðasta húsfreyja í
bænum var á staðnum og spjallaði við gesti
og sagði sögu hússins. Hennar ætt hefur
búið á Burstafelli allt frá árinu 1532 en afar
sjaldgæft er að sama ættin sitji jörð svo
lengi.
Gamlir búskaparhættir voru sýndir á Minjasafninu á Burstafelli
„Börnin í bænum“ höfðu mörgu að sinna í tilefni dagsins. Hér eru þau með kálf sem var til sýnis.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Búskapur barnanna Broddi Gautason og Laufey Erla Pétursdóttir í hornabúinu.
Smíða skeifur og strokka smjör
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
Mikið verður um dýrðir í Langanes-
byggð um næstu helgi því þá hefst
hin árlega hátíð Kátir dagar. Mikil
undirbúningsvinna er brátt að baki
og fjölbreytt dagskrá er framundan
svo allir ættu að finna eitthvað við
hæfi. Dæmi um viðburði eru listsýn-
ingar, lasertag, gönguferðir, dorg-
veiðikeppni, knattspyrnumót og
kassabílarall. Einnig eru dansleikir
og trúbadorar og hinir stór-
skemmtilegu Ljótu hálfvitar verða
með tónleika í Þórsveri. Í Sauðanes-
húsi á Langanesi opnar dr. Björg
Bjarnadóttir áhugaverða sýningu
sem tileinkuð er lífi Drauma-Jóa á
Langanesi og merkri draumgáfu
hans en hér um slóðir eru til margar
sagnir um óvenjulega hæfileika hans
og berdreymi. Hagyrðingakvöld
verður í Þórsveri þar sem fjórir
landsþekktir hagyrðingar láta til sín
taka og má þar búast við fjölmenni
og síðan er hægt að fara beint á
dansleik á Eyrinni. Stórdansleikur
helgarinnar verður í Þórsveri þar
sem Ingó og veðurguðirnir sjá um
fjörið og þess er vænst að þeir síð-
arnefndu komi með góða veðrið í far-
teskinu. Útimarkaðssvæðið vinsæla
verður á sínum stað við íþrótta-
miðstöðina og þar mun kenna
margra grasa en sjón er sögu ríkari.
Brottfluttir Þórshafnarbúar hafa
fjölmennt á Káta daga undanfarin ár
og er tækifærið oft notað til að halda
fermingar- og árgangamót.
Á hafnarsvæðinu eru stöðugar end-
urbætur og verið er að setja upp
nýjan löndunarkrana sem leysir af
hólmi þann gamla, sem kominn var
til ára sinna. Hafnarframkvæmdir
hafa staðið yfir í sumar en verið er
að lengja hafskipabryggjuna. Timb-
urhluti bryggjunnar var rifinn og
búið er að reka niður 100 metra stál-
þil en síðan er komið að malarfyll-
ingu á svæðinu og kantur síðan
steyptur. Heildarlengd hafskipa-
bryggju verður þá um 180 metrar en
athafnasvæði og rými verður mjög
gott í höfninni eftir þessar breyt-
ingar. Aðalkantur bryggjunnar er
nú í jaðri innsiglingarrennu og sam-
síða henni, svo jafnvel mjög stór skip
geta auðveldlega lagst þar að. Áætl-
uð verklok eru eftir tæpa tvo mánuði
en Íslenska gámafélagið sinnir verk-
inu.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Vinnuglaðar stúlkur María Valgerður og Karítas taka þátt í fegrun um-
hverfisins á Þórshöfn en um næstu helgi verður hátíðin Kátir dagar.
ÞÓRSHÖFN
Líney Sigurðardóttr fréttaritari
Úr bæjarlífinu