Morgunblaðið - 14.07.2009, Qupperneq 32
HARRY Potter og blendingsprinsinn tekur upp
þráðinn þar sem hinn illi Voldemort er kominn úr
felum og framfylgja dráparar skipunum hans um
illvirki jafnt í muggaheimi og í heimi garldra-
manna. Á sama tíma vinna Dumbeldore og Harry
að því að varpa ljósi á fortíð hins illa galdramanns
með hjálp Horatios Slughorn, fyrrverandi yfir-
manns Slytherin-heimavistarinnar. Áhorfendur fá
einnig að fylgjast með Draco Malfoy sem reynir af
öllum mætti að framfylgja dulinni skipun Volde-
morts innan veggja Hogwarts. Sjötta myndin um
Harry Potter og félaga hans í Hogwarts er þó
fyndnari og rómantískari en fyrri myndirnar. Aðal-
persónurnar eru nú unglingar með öllum þeim
hormónasveiflum og skondnu aðstæðum sem þeim
aldri geta fylgt.
Fyndið og skemmtilegt
Aðspurð segir Emma Watson (Hermione Gran-
ger) að það hafi verið mjög spennandi að koma aft-
ur til starfa við Harry Potter, sérstaklega þar sem
Blendingsprinsinn sé meira í ætt við rómantískar
gamanmyndir en fyrri myndirnar. „Áherslan er
alla vega meiri á léttu hliðina. Þar sem myndirnar
geta stundum verið ansi dimmar og þungar þá
skemmtum við okkur vel við að gera þessa mynd
eins fyndna og skemmtilega og við gátum“.
Leikstjórinn David Yates stýrir hér sinni ann-
arri Harry Potter-mynd, en hann stýrði einnig
þeirri fimmtu um Harry Potter og Fönixregluna.
Hann lýsir Blendingsprinsinum sem mjög mik-
ilvægri mynd í heildarsögunni, í henni komi fram
lykilatriði í baráttunni milli góðs og ills. Það sé
einnig áhugavert að þegar hér er komið sögu eru
aðalpersónurnar að þroskast úr börnum í fullorðna
einstaklinga og samband Harrys við Dumbeldore
þróast að sambandi tveggja jafningja en ekki
kennara og nemanda.
Jim Broadbent gengur til liðs við leikarahópinn
sem Horatio Slughorn, fyrrverandi prófessor við
Hogwarts sem er að mati Dumbeldores lykillinn að
gátunni um fortíð Toms Riddle. Dumbeldore og
Harry fá Slughorn til að snúa aftur til Hogwarts
með það að markmiði að ná upplýsingum frá hon-
um sem þeir telja að geti skýrt hvernig Tom Riddle
tókst að verða að hinum volduga Voldemort. Jim
segir að það hafi í raun komið skemmtilega á óvart
hversu auðvelt og ljúft það hafi verið að ganga til
liðs við hópinn. „Það var yndisleg og einstök upp-
lifun að ganga til liðs við Potter-heiminn sem hefur
verið í gangi þetta lengi. Það er einnig einstaklega
skemmtilegt að vinna við stórmynd sem er vitað að
muni slá í gegn“.
Unglingsárin
Ungu leikararnir sammælast um að það hafi ver-
ið mjög gaman að fá að leika hormónafulla ung-
linga. Þau séu öll um það bil einu til tveimur árum
Hormónabomba í Hogwarts
Sjötta kvikmyndin um Harry
Potter verður frumsýnd hér á
landi á morgun. Sesselía Mar-
grét Árnadóttir sótti blaða-
mannafund í London þar sem
leikstjóri og aðalleikarar mynd-
arinnar sátu fyrir svörum.
Töfrandi Harry og Hermione í nýju myndinni.
Reuters
Aðalleikararnir Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe koma til heimsfrumsýningar á
Harry Potter and the Half Blood Prince á Leicester Square í Lundúnum hinn 7. júlí síðastliðinn.
eldri en persónurnar í myndunum og hafi því getað
nýtt sér eigin reynslu af unglingsárunum. Jessie
(Lavender Brown) segir að myndin nái mjög vel
hvernig unglingum líður. „Þegar ég var á þessum
aldri var ég rosalega spennt fyrir strákum, ég varð
alveg ótrúlega ástfangin og gat svo orðið rosalega
niðurdregin þegar sú ást var ekki endurgoldin.
Mín persóna, Lavender, er í raun bara venjulegur
unglingur með stórt hjarta sem er alveg heltekin af
Ron“.
Rupert Grint (Ron Weasley) og Jessie eru þó
sammála um að það hafi verið svolítið vandræða-
legt að leika í kossaatriðum, sérstaklega þar sem
þau hafi verið að hittast í annað sinn þegar taka átti
upp kossaatriði í herbergi fullu af fólki.
Aðspurð segjast þau ekki halda að kossaflensið
komi til með að valda óánægju hjá yngri aðdáend-
um Harrys Potter. Daniel Radcliffe (Harry Potter)
ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir kossum
að loka einfaldlega augunum og opna þau svo aftur
þegar kossinum er lokið. Tom Felton (Draco
Malfoy) og Daniel eru annars sammála um að það
sé kannski verið að gera of mikið úr meintu kossa-
flensi, það sé í rauninni bara einn og einn koss í
myndinni. „Það er ekki eins og það sé hálftími af
kossum, þegar litið er á heildina þá er þetta frekar
milt. Ef þú hugsar um venjulega unglingaskóla þá
er þetta líka ansi milt miðað við það sem gengur og
gerist.“
Líf eftir Harry Potter?
Aðspurð um framtíðaráform sín svara Rupert,
Emma og Daniel því til að þau langi til þess að
halda áfram í leiklistinni. Emma tekur fram að
bæði Rupert og Daniel hafi leikið í öðrum bíó-
myndum og leikritum fyrir utan Harry Potter.
Þeir séu því nú þegar að skapa sér nafn utan þeirra
mynda. Hennar leið til að aftengjast Hermione sé í
rauninni í gegnum tískuheiminn og módelstörf.
„Ég hef verið svo upptekin við námið mitt að ég hef
í rauninni ekki haft tíma til að vinna við aðrar
myndir, það getur líka verið mjög erfitt að fá um-
boðsstofur til þess að líta þig öðrum augum en sem
Harry Potter-persónuna þína.“
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Emma
á leið í háskóla í Bandaríkjunum í haust og segist
hún hlakka til að fá að vera venjulegur unglingur
um tíma. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að
læra, ég vil helst aldrei hætta því, það var draumur
minn að mennta mig áður en ég byrjaði að leika og
ég sé enga ástæðu til þess að láta frægðina koma í
veg fyrir að sá draumur rætist.“ Henni er þó mikið
í mun að leiðrétta það sem hefur heyrst í fjöl-
miðlum að hún sé hætt að leika, „hingað til hefur
mér tekist að sameina leikstörfin og námið og það
ætti ekki að breytast í framtíðinni“.
sesseliamargret@gmail.com
Ungu leikararnir eru allir
sammála um að það verði
mjög sorglegt að kveðja
Harry Potter eftir 10 ára
vinnu við myndirnar, en
tökum á áttundu og síð-
ustu kvikmyndinni á að
ljúka á næsta ári. Tilfinn-
ingarnar verði þó líklega
blendnar þar sem enda-
lokum Harry Potter-
myndanna fylgi ákveðið frelsi. Þau komi til
með að geta tekið að sér önnur verkefni og
þurfi ekki lengur að svara tilboðum á þá leið
að þau verði því miður upptekin næstu fjögur
árin. Tom Felton svarar því til að hann komi
alla vega ekki til með að sakna aflitaða hárs-
ins. „Ég veit það hljómar ótrúlega en þetta er
ekki raunverulegi háraliturinn minn, það verð-
ur gaman að geta tekið að sér verkefni án
ljósa kollsins,“ segir hann.
Munu sakna Potters
Tom Felton
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
HLJÓMSVEITIN Best fyrir á að
baki tæplega 15 ár, þó starfsemin
hafi verið slitrótt gegnum tíðina, að
því er segir í
bæklingnum sem
fylgir plötu þeirri
sem hér er tekin
til kostanna. Þar
kemur einnig
fram að sveitin
hafi þegar gefið út
eina breiðskífu,
árið 2003, og er henni hér fylgt eftir
sex árum síðar. Þar sem undirrit-
aður hefur ekki heyrt frumburðinn
eru engin tök á að segja til um fram-
eða afturför milli platna eða gegnum
framangreind starfsár, en hitt blasir
við að hér er fátt á boðstólum sem
líklegt er til auka á hróður sveit-
arinnar.
Platan telur tólf lög og eru laga-
smíðarnar jafnan heldur rislágar,
textarnir víðast torf og rímið í kveð-
skapnum svo ódýrt að á stundum
jaðrar það við atómljóð eða hreinan
súrrealisma. Má vera að það sé með
vilja gert, en vafinn þar á er bandinu
ekki í hag. Einu gildir hvort sungið
er um ástina, dauðann, raunir að-
fluttra Íslendinga eða aðrar óræðari
hliðar tilverunnar.
Tónlist Best fyrir er mestanpart
rokkskotið popp með rafgítar í aðal-
hlutverki og það er helst í hljóðfæra-
leiknum sem sveitin kemst þol-
anlega frá sínu, svo því sé haldið til
haga.
Stundum fara lögin langt með að
komast í heilan hring í þá átt að öðl-
ast óvart skoplega hlið. Lögin „Að-
eins“, „Sjái ég von“, „Draumakon-
an“ og „Rauðar varir“ eru af þessum
meiði. Hvað getur maður sagt við
eftirfarandi erindi úr síðastnefnda
laginu: „Um dali reika einn og særð-
ur./ Dimma dali með brostið hjarta./
Ör í hjarta, engin leið að ná úr./ Blóð
mitt frýs vegna þinna kossa.“ Það
var og.
Besta lag plötunnar nefnist „Ég
þrái að lifa“ og það syngur Rúnar
heitinn Júlíusson af sínum sígilda
sjarma.
Best fyrir hljómar út af fyrir sig
einlæg í sköpun sinni og það er að
sönnu virðingarvert. Sveitin er hér
með í jafnmikilli einlægni brýnd til
að taka sér tak fyrir næstu atrennu,
því betur má ef duga skal, hvert sem
litið er.
Best fyrir – Á augnabliki … lokar þú
augunum
bnnnn
JÓN AGNAR
ÓLASON
TÓNLIST
Best fyrir
... hvern?
SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI
SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF
HHHH
„BETRI EN BORAT
COHEN ER SCHNILLINGUR!“
– T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHH
„..BRÜNO NUMERO UNO
ON YOUR FUNNY-TIME LIST.“
– L.C. ROLLING STONES
HHH
„...ÞAÐ ERU EKKI LEIÐINLEGAR
30 SEKÚNDUR Í ÞESSARI MYND“
– ROGER EBERT
HHHH
„...CRAZIER AND FUNNIER, THAN BORAT“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHH
„...YFIRGENGILEGA
DÚLLULEGT VIÐUNDUR“
– S.V. MORGUNBLAÐINU
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
BRUNO kl. 4D - 6D - 8D - 9D -10D - 11D - 12D 14 DIGITAL
TRANSFORMERS 2 kl. 6D 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8- 10:20 12
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 DIGTAL
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L DIGTAL 3D