Morgunblaðið - 20.07.2009, Page 1
M Á N U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
195. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«FLUGAN FLÖGRAÐI VÍÐA
Á STRÖNDINNI OG Í
FORNUM KAUPSTAÐ
«LEIKUR MIKAEL BLOMKVIST
Afþakkaði hlut-
verkið í upphafi
KR-ingar minnkuðu forskot FH-
inga í úrvalsdeild karla í fótbolt-
anum niður í tíu stig í gærkvöld
með því að sigra Fjölnismenn, 2:1, í
Grafarvoginum.
ÍÞRÓTTIR
Forysta FH komin
niður í 10 stig
Hinn 59 ára gamli Tom Watson
missti naumlega af sigri á opna
breska meistaramótinu í golfi en
Stewart Cink lagði hann að velli í
bráðabana.
Watson brást á
síðustu holu
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„ÞAÐ má ekki samþykkja samninginn óbreytt-
an,“ segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um
Icesave-samninginn. „Það verður að gera fyrir-
vara um að þær reglur sem gengið er út frá um
úthlutun úr búi Landsbankans upp í kröfur
vegna Icesave verði endurskoðaðar.“
Hann segir að samningnum verði ekki breytt
einhliða af hálfu Íslendinga. „En spurningin er
hvort íslenska ríkið ætlar að lögfesta ábyrgð
ríkissjóðs á greiðslu, sem er víðtækari en okkur
nokkurn tíma bar greiða. Þess vegna finnst mér
að við verðum að stöðva þetta. Menn sömdu af
sér,“ segir Ragnar.
Hann segir sinn skilning hafa beina stoð í til-
skipun ESB um innstæðutryggingasjóði. Hann
sé einnig í samræmi við íslensk lög.
„Ég held að þess vegna hafi náðst sam-
komulag um aðra uppgjörsaðferð, því með því er
vikið frá því sem ætti að vera samkvæmt ís-
lenskum lögum,“ segir Ragnar.
Menn rugla tvennu saman
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla
Íslands, tekur undir með Ragnari og báðir vísa
þeir á bug þeirri gagnrýni, að þeirra túlkun
brjóti í bága við neyðarlögin. „Menn rugla
tvennu saman,“ segir Eiríkur.
„Neyðarlögin kveða aðeins á um að allar inn-
stæðukröfurnar, án tillits til fjárhæðar, njóti for-
gangs. Það þýðir að þær eru jafnsettar þegar
kemur að úthlutun úr búi Landsbankans, sama
hvort þær eru háar eða lágar.
Ef ein innstæða er 20 þúsund evrur, og við
gefum okkur að 75% komi upp í kröfurnar, þá
koma inn 15 þúsund af þeirri innstæðu. Þar sem
íslenski innstæðutryggingasjóðurinn tekur á sig
lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur, þá fellur
mismunurinn á hann. Fyrsta greiðslan ætti því
auðvitað að ganga upp í okkar lágmarkstrygg-
ingu.
Ef við gefum okkur að innstæðan sé 100 þús-
und evrur, þá koma inn 75 þúsund evrur, sem
mætir að fullu okkar skuldbindingum. Það sem
umfram er rennur til breska og hollenska trygg-
ingasjóðsins og síðan koma kröfuhafarnir síð-
astir.“
Eiríkur segir neyðarlögin engu breyta þar
um. „Þau segja aðeins að 100 þúsund evra
reikningurinn eigi rétt á að fá hlutfallslega
greitt úr þrotabúinu, ekkert síður en 20 þúsund
evra reikningurinn. Um það er enginn ágrein-
ingur. En þau segja ekkert um það til hverra
þessir fjármunir eiga svo að renna. Ef Íslend-
ingar fá ekki fyrstu greiðslu úr búi Landsbank-
ans upp í lágmarkstrygginguna, þá erum við í
reynd að taka á okkur meiri ábyrgð en kveðið
er á um í Evróputilskipuninni.“
„Menn sömdu af sér“
Icesave-samningurinn kveður á um víðtækari greiðslur en Íslendingum bar nokk-
urn tíma að greiða, að mati Ragnars Hall hrl. og Eiríks Tómassonar lagaprófessors
Deilt um Icesave | 4, 11
Í HNOTSKURN
»Icesave-samningurinn er nú til umfjöll-unar í nefndum Alþingis. Fjárlaganefnd
kemur saman til fundar í dag en samning-
urinn hefur einnig verið til skoðunar í utan-
ríkisnefnd og efnahags- og skattanefnd.
»Háværari krafa er um það á Alþingi aðsamningurinn verði ekki samþykktur í
óbreyttri mynd og þingið taki sér lengri
tíma til umfjöllunar.
»Formaður fjárlaganefndar, GuðbjarturHannesson, segir í Morgunblaðinu í dag
að málinu verði helst að ljúka í vikunni og
áður en sumarþinginu lýkur.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson og
Sigrúnu Birnu Birnisdóttur
STÓRHÆTTA skapaðist í mikilli
umferð á Vesturlandsvegi í gær-
kvöldi þegar lögreglan veitti öku-
níðingi á þrítugsaldri eftirför. Eftir-
förin hófst um sjöleytið við
Suðurfell í Breiðholti í Reykjavík,
þegar ábending barst um athug-
unarvert aksturslag bifreiðar. Þar
reyndist á ferð bíll sem var stolið á
bensínstöð Skeljungs í Árbænum
síðdegis, á meðan ökumaður hennar
fór inn á stöðina til að greiða fyrir
eldsneyti. Voru lögreglumenn að
svipast um eftir bílnum þegar
ábendingin barst.
Ökumanni beint inn Hvalfjörð
Eltingarleikurinn barst vítt og
breitt um Breiðholt, Elliðaárdal og
inn á Stekkjarbakka þaðan sem
ökumaðurinn ók inn Reykjanes-
brautina, upp Ártúnsbrekkuna og
áfram Vesturlandsveg. Reynt var
að stöðva ökumanninn í hring-
torgum, sem hann sinnti í engu.
Þegar komið var á Kjalarnes ók
maðurinn inn Hvalfjörð, en þá þeg-
ar höfðu verið gerðar ráðstafanir til
að hann kæmist ekki ofan í Hval-
fjarðargöngin.
Þar sem ökumaðurinn ók inn
fjörðinn var hann á allt að 160 km
hraða, eins og við einbreiðar brýr
þar sem ekkert mátti út af bregða.
Lögreglu tókst að stöðva manninn
norðanvert í Hvalfirði, við afleggj-
arann inn í Svínadal, þar sem bíllinn
hafnaði úti í skurði. Þess má geta að
hundur mannsins var með í för.
Lögreglan á Akranesi var einnig
kölluð til aðstoðar og tveimur
stórum jeppum var lagt við gatna-
mót vegarins úr Hvalfirði inn á
Vesturlandsveg við Akrafjall. Lög-
reglumenn á alls sex bílum tóku
þátt í aðgerðinni auk mótorhjóla.
Jafnframt fylgdi sjúkrabíll eins og
jafnan er í tilvikum sem þessum.
Þegar tekist hafði að stöðva öku-
manninn, var hann fluttur á Sjúkra-
húsið á Akranesi til skoðunar. Bíll-
inn stolni er talsvert skemmdur.
Stórhætta skapaðist í eftirför
Morgunblaðið/Júlíus
Í Hvalfirði Bíllinn endaði úti í skurði við Svínadalsafleggjara eftir eftirför fjölda lögreglubíla og mótorhjóla.
Ökuníðingur eltur
af lögreglunni upp
í Hvalfjörð
EINS og skýringarmyndirnar að
ofan sýna lá leið ökuníðingsins
fyrst um íbúðagötur og göngustíga
í Breiðholtinu, síðar um fjölfarnar
umferðaræðar og loks Vesturlands-
veg og þaðan inn Hvalfjörð. Á þess-
um tíma, um kvöldmatarleytið, var
þungur umferðarstraumur inn í
höfuðborgina og mildi að ekki urðu
slys á öðrum ökumönnum.
1
2
Lögreglan sér bílinn við
Select við Suðurfell kl. 19.00
Um göngustíga
Um Vesturlandsveg
áleiðis í Hvalfjörð
Vegartálmar
lögreglu
Bíllinn stöðvaður
við Svínadals-
afleggjara kl. 19.50
ESJAN
HVALFJÖRÐUR
KJALARNES
ELLIÐAÁR
VESTURLANDSVEGUR
RAUÐAVATN
SUÐURLANDS-
VEGUR
Æsilegur
eltingarleikur