Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með
sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 24. júlí.
Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði.
Allra síðustu sætin !
Barcelona
24. júlí
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á flugsætum aðra leiðina til Barcelona 24. júlí.
Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og
fjölbreytni í menningu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og endalausu
úrvali veitingastaða og verslana.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HÖRÐUR Geirsson, safnvörður á
ljósmyndadeild Minjasafnsins á Ak-
ureyri, sýnir á Ísafirði í hádeginu í
dag áður ókunn myndbrot frá heim-
sókn Evu Braun, eiginkonu Adolfs
Hitlers, til Ísafjarðar og Akureyrar
fyrir um 70 árum.
„Ég fann tvo kvikmyndabúta í
þekktu efni Evu,“ segir Hörður og
bætir við að kvikmyndir eftir Evu
Braun hafi fundist eftir seinni
heimsstyrjöldina í Arnarhreiðrinu,
skammt frá Salzburg í Austurríki,
og séu geymdar í þjóðskjalasafni
Bandaríkjanna með öðru merkilegu
efni eins og fyrstu ferðinni til tungls-
ins. Hann hafi komist yfir efnið þeg-
ar hann skoðaði þýskan sjónvarps-
þátt. „Annars vegar fann ég búta frá
Akureyri sem enginn hafði greint
áður, fimm svart-hvít myndbrot, og
síðan fann ég þrjá búta frá Ísafirði,
sem voru innan um efni frá Hamm-
erfest í þessum þýska sjónvarps-
þætti,“ segir hann.
Skýin vísuðu á Ísafjörð
Hörður segist hafa tekið eftir því
að myndefnið frá Hammerfest var
tekið í sól en síðan hafi komið bútur
þar sem loft hafi verið skýjað. Í kjöl-
farið hafi aftur skinið sól á mynd-
unum. „Þá uppgötvaði ég að þessi
bútur er frá Ísafirði,“ segir Hörður
og bætir við að þeir sem hafi klippt
efnið saman hafi greinilega ekki átt-
að sig á því að sumt var frá Ham-
merfest og þessi stutti bútur frá Ísa-
firði.
Eva Braun kom til landsins með
skemmtiferðaskipinu Milwaukee og
eru kvikmyndir hennar með elstu
litkvikmyndum teknum hérlendis. Í
þeim eru meðal annars áður kunn
myndbrot frá Vestmannaeyjum,
Reykjavík, Gullfossi og Geysi.
Bók um ferðina
Árið 1996 hitti Hörður Edith
Gartner, sem var með Evu Braun á
skipinu til Íslands, og þá kviknaði
áhugi hans á ferðinni. Með í för var
líka Elisabeth Dick, sem tók ljós-
myndir og gaf út í bók um ferðina. Í
fyrirlestri sínum um konurnar þrjár
les Hörður þýðingu á efninu sem
fjallar um Ísafjörð og Akureyri.
Hörður rifjar upp að Eva Braun
hafi verið algerlega óþekkt þegar
hún kom til Íslands, því hún hafði þá
ekki birst opinberlega.
Fyrirlestur Harðar um konurnar
þrjár verður í Háskólasetri Vest-
fjarða. Hann er öllum opinn og hefst
klukkan 12.10 stundvíslega.
Fann óþekkta búta
Áður ógreind myndbrot fundust frá heimsókn Evu Braun, eiginkonu Adolfs
Hitlers, til Ísafjarðar og Akureyrar fyrir um 70 árum Sýnd á Ísafirði í dag
Eva Anna
Paula Braun
hitti Adolf
Hitler fyrst
1929, þá 17
ára fyrir-
sæta hjá
einka-
ljósmyndara
hans. Þau
tóku upp
nánara sam-
band um tveimur árum síðar
og giftu sig daginn áður en
þau fyrirfóru sér, 30. apríl
1945.
Eva Braun var áhuga-
ljósmyndari og tók meðal ann-
ars margar litmyndir af Hitler
sem hafa varðveist.
Saman í 14 ár
Foringinn
Adolf Hitler
MAÐURINN sem slasaðist þegar
hann lenti á milli bíls og tengivagns
í gær á Gæsavatnaleið er á gjör-
gæsludeild. Líð-
an hans er eftir
atvikum ágæt að
sögn vakthafandi
læknis.
Hann var bíl-
stjóri hóp-
ferðabíls með 10
frönskum ferða-
mönnum og var
fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á Landspít-
alann í Fossvogi um klukkan 17:23 í
gær.
Björgunarsveitin Hérað sem var í
hálendisgæslu norðan Vatnajökuls
var fyrst á vettvang slyssins sem
varð á Gæsavatnaleið skammt vest-
an við Kistufell.
Björgunarsveitarmenn hlúðu að
manninum á meðan beðið var eftir
þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Varð á milli bíls
og tengivagns á
Gæsavatnaleið
GÍSLI H. Friðgeirsson kajakræðari
lagði upp frá Hverfisfjöru á Skeið-
arársandi um kl. 4.30 í gærmorgun
og eftir 58 km róður kom hann að
ósum Kúðafljóts um sexleytið í gær.
Vegna komandi norðanáttar ákvað
hann að halda áfram að Vík, um 43
km í viðbót.
Takmark Gísla er að verða fyrsti
Íslendingurinn til að róa kajak um-
hverfis landið og setja í leiðinni ald-
ursmet á róðrarleiðinni, en Gísli
verður 66 ára í haust. Hann hóf
ferðina á Geldinganesi 1. júní og
þegar hann kom að Kúðafljóti hafði
hann róið 1.596 km – 357 km eftir.
steinthor@mbl.is
Gísli ræðari búinn
að róa 1.596 km
TVEIR bílar eru óökufærir eftir að
þeir rákust saman í Ljósavatns-
skarði um klukkan fimm í gær.
Engin slys urðu á fólki en óhapp-
ið varð er annar bíllinn var að taka
fram úr hjólreiðamanni og náði
ekki að sveigja bifreiðina frá hinni
sem þá kom aðvífandi.
Umferð í átt til höfuðborgar-
innar var þung í gær bæði um Vest-
urlandsveg og Suðurlandsveg en
gekk að mestu áfallalaust.
Tveir bílar óökufærir
eftir árekstur
HESTAKERRA með þremur klár-
um innanborðs valt skammt frá
Skíðaskálanum í Hveradölum í
gærdag. Þrjú hross voru í kerrunni,
en lögreglan á Selfossi gat ekki
svarað neinu til um afdrif þeirra né
um tildrög óhappsins. Þá valt bíll í
Ásaskógi í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi í gær, en ekki urðu nein slys
á fólki. Að öðru leyti gekk umferð
austanfjalls áfallalaust þrátt fyrir
að hún væri býsna þétt.
Hestakerra valt í
Hveradalabrekku
Morgunblaðið/Eggert
Ljósmynd/Eva Braun
Listakona Þórdís Egilsdóttir, veflistakona á Ísafirði, fyrir um 70 árum.
Ljósmynd/Eva Braun
Blómagarðurinn Úr Jónsgarði við Seljalandsveg á Ísafirði 1939.
Á siglingu Eva Braun kom til Íslands á skemmtiferðaskipinu Milwaukee.
ÞYRLA frá danska varðskipinu Hvítabirninum fór í gær í sjúkraflug í eyj-
una Knarrarnes á Faxaflóa. Þyrluflugmenn Gæslunnar voru á sama tíma í
öðru verkefni og önnur áhöfn var ekki tiltæk. Því var leitað til Dananna,
sem oft hafa sinnt verkefnum sem þessum. Þeir flugu í Knarrarnes, sóttu
þar veikan sjúkling og komu til baka síðdegis.
Danirnir aðstoðuðu
Ljósmynd/Baldvin Örn Berndsen