Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GENGISHRUN íslensku krónunnar hefur
orðið til þess að eftirspurn erlendra ferðamanna
eftir bílaleigubílum hefur aukist til muna. Brjál-
að er að gera á bílaleigunum og í raun skortur
orðinn á bílum. Bókanir hafa verið mjög góðar
það sem af er sumri og horfurnar fram eftir
ágústmánuði betri en fyrirtækin þorðu að vona.
Eru flestar leigur uppbókaðar fram í miðjan
ágúst.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast geta
tekið við fleiri pöntunum ef ekki væri líka víða
orðið fullbókað í hótelgistingu og sömuleiðis
flug frá ákveðnum áfangastöðum í Evrópu.
Dæmi eru um bílaleigur sem eru hættar að taka
við bókunum þar sem nægt gistirými er ekki til
staðar í júlímánuði.
Snarminnkandi sala á nýjum bílum og al-
mennur samdráttur á innanlandsmarkaði hefur
einnig orðið til þess að draga úr framboði á bíla-
leigubílum. Þeir munu hafa verið vel á sjöunda
þúsundið þegar best lét á síðasta ári en eru nú á
bilinu 5.500 til 6.000. Þannig keyptu stærstu
leigurnar hátt í 2.500 nýja bíla á síðasta ári,
samkvæmt upplýsingum blaðsins, en í ár er tal-
ið að 200-300 nýir bílar hafi verið keyptir.
Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri
hjá Höldi á Akureyri, segir að júní hafi verið
óvenjugóður, fullbókað sé í júlí og stefni í góðan
ágúst. Hins vegar sé nauðsynlegt að ná að
dreifa viðskiptunum yfir árið frekar en að vera
með einn topp yfir sumarið.
Höldur er með álíka marga bíla og í fyrra,
rétt um 2.000. Steingrímur segir þá hafa ætlað
að vera með færri bíla en vegna mikilla bókana í
sumar náðist að halda í nær sama bílaflota.
Hann segir hlutfall erlendra ferðamanna
meðal viðskiptavina vera mun hærra en á sama
tíma í fyrra, eða um 80% í stað 60-70% áður.
Fyrirtæki og stofnanir hafi greinilega minnkað
viðskipti sín með bílaleigubíla og Íslendingar
versli almennt ekki við þá yfir sumarið, nema þá
vegna tjóna á eigin bílum.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Avis,
og Björgvin Njáll Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Hertz, taka undir með Steingrími og
segja sumarið koma mjög vel út þó að færri
bílar séu í umferð miðað við síðasta sumar. Síð-
an í júní hafi bókanir verið mjög góðar og mörg-
um hafi verið vísað frá.
„Við höfum lent í kreppunni eins og önnur
fyrirtæki. Erfiðara hefur verið að útvega fjár-
magn og við höfum ekki getað keypt það magn
af bílum sem við vildum,“ segir Björn en Avis er
í sumar með um 25% færri bíla en í fyrra.
Björgvin segir bílana hjá Hertz vera 15%
færri en í fyrra. Allt sé komið á fulla ferð þó að
bókanir hafi komið seinna inn en oft áður.
Brjálað að gera hjá bílaleigunum
Flestar bílaleigur uppbókaðar fram í miðjan ágúst Hægt væri að taka við fleiri bókunum ef ferða-
menn fengju gistingu eða flug til landsins Bílaumboðin orðin eigendur að æ fleiri bílaleigum
Morgunblaðið/Ómar
Bílaleigur Erlendir ferðamenn geta leigt bíla
hér á landi í sumar á góðum kjörum.
Í HNOTSKURN
»Stærstu leigurnar eru Höldur á Ak-ureyri, Hertz, Avis, Budget (áður
Alp), Sixt og einnig má nefna Átak, SS-
bílaleigu og Dollar Thrifty (áður Saga
Car Rental), sem er í eigu Brimborgar
og hefur verið að auka hlut sinn.
»Bílaumboðin hafa í auknum mælikomið að eignarhaldi á bílaleigum,
ekki síst eftir að sala á nýjum bílum fór
að dragast saman.
»Þannig er Hertz í eigu Toyota, Sixt ávegum Bílabúðar Benna og Ingvar
Helgason á 50% hlut í Avis. Þá hafa
Hekla og Höldur verið í samstarfi með
umboð fyrir Europcar á Íslandi, svo ein-
hver dæmi séu tekin.
Aukinn straumur erlendra ferðamanna til
Íslands í sumar hefur skapað tímabundin,
jákvæð vandamál. Bílaleigur er flestar full-
bókaðar sem og gistirými víða um land.
AKUREYRINGAR og nærsveitungar þykja ef til vill gamal-
dags en um helgina keyrði sjálfsagt fram úr hófi þegar þeim
gafst kostur á að bregða sér til miðalda – og kunnu því vel.
Lífi var blásið í hinn forna Gásakaupstað við Eyjafjörð, helsta
verslunarstað Norðurlands, frá 12. öld og þar til verslun hófst
á Akureyri á 16. öld, að því talið er. Fjöldi fólks lagði leið sína
að Gásum, en Miðaldadagar, eins og umrædd hátíð er kölluð,
halda áfram í dag og á morgun. Verslunarmenn bjóða þar
ýmsa fagra muni og ef marka má það sem fyrir augu bar
gleymdi fólk til forna ekki að leika sér; grimmilega var barist
í knattleik sem er nútímamanninum býsna framandi, skotið
var af boga og gott ef vopnaglamur heyrðist ekki í fjarska.
Það var líf og fjör í hinum forna Gásakaupstað
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mannlíf á miðöldum rifjað upp við Eyjafjörð
HARMONIKKUHÁTÍÐ Reykjavíkur var haldin á Ár-
bæjarsafni í gær og mætti fjöldi fólks enda veðrið með
eindæmum gott. Hátt í þrjátíu harmonikkuleikarar
þöndu nikkur sínar og þeirra á meðal var hinn 85 ára
gamli Karl Jónatansson sem hefur spilað opinberlega á
nikkuna í 74 ár. Að hans sögn er það eflaust ansi ná-
lægt Íslandsmetinu.
Karl segir stemninguna á hátíðinni hafa verið mjög
góða. „Það voru allir mjög ánægðir en þetta er dálítið
óvenjuleg skemmtun,“ viðurkennir hann.
Karl hætti nýverið að kenna á harmonikku en kenn-
araferillinn spannaði 60 ár. Hann segir nemendur sína
skipta þúsundum en þeir búi víðsvegar um landið, í
Danmörku og á Englandi. ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
NIKKUR ÞANDAR Í BLÍÐVIÐRI
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„ÉG hef talað fyrir því að við ljúkum
Icesave í vikunni og að sumarþingi
verði ekki frestað fyrr en málið hefur
verið leitt til lykta,“ segir Guðbjartur
Hannesson, formaður fjárlaganefnd-
ar Alþingis. Ólíkar skoðanir eru uppi
á vettvangi nefndarinnar um hve
langan tíma taki að ljúka umfjöllun
um Icesave. Stjórnarandstaðan telur
ýmis gögn málinu viðvíkjandi skorta.
Meirihlutinn telur hins vegar að flest
sem máli skipi sé komið fram og
heildarmyndin sé að skýrast. Eftir
fund í fjárlaganefnd í dag, mánudag,
eigi því að verða ljóst hver fram-
vindan verði.
Guðbjartur segir að enn sé beðið
álits efnahags- og skattanefndar og
utanríkismála þingsins sem fjallar
um afmarkaða þætti málsins. Þá vilji
fjárlaganefnd skerpa á endurskoð-
unarákvæði samkomulagsins um Ice-
save og kanna fleiri þætti, með tilliti
til greiðslugetu Íslendinga ef for-
sendur í rekstri þjóðarbúsins breyt-
ast.
„Stjórnarflokkarnir geta tekið
málið út úr nefndinni í vikunni en
slíkt verður þá gert undir háværum
mótmælum okkar sjálfstæðismanna,“
segir Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki,
sem situr í fjárlaganefnd. Hún segir
að enn vanti gögn svo ljúka megi af-
greiðslu málsins, auk heldur sem
spurningum sé ósvarað en málsmet-
andi fólk hafi teflt fram röksemdum
um að verði fyrirliggjandi drög að
samkomulaginu um Icesave sam-
þykkt séu Íslendingar að undirgang-
ast skuldbindingar sem séu hundr-
uðum milljarða kr. hærri en ella
þyrfti að vera. Óþarft sé því að rasa
um ráð fram við afgreiðslu málsins.
Vill að Icesave af-
greiðist í vikunni
Sjálfstæðismenn boða hávær mómæli
Guðbjartur
Hannesson
Ólöf
Nordal