Morgunblaðið - 20.07.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
Auglýsing um yfirfærslu vátryggingastofns
Vakin er athygli á auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu 9. júlí sl. vegna fyrirhugaðr-
ar yfirfærslu vátryggingastofns Sjóvár-Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf., nýs fé-
lags sem taka mun við vátryggingarekstri Sjóvár-Almennra trygginga. Texti auglýsingar-
innar er svohljóðandi:
Sjóvá Almennar tryggingar hf. (kt. 701288-1739) og SA tryggingar hf. (óskráð félag) hafa
sent Fjármálaeftirlitinu umsókn um leyfi til yfirfærslu vátryggingastofns Sjóvár Almennra
trygginga hf. Hluthafar SA tryggingar hf. eru eftirtaldir:
1. Glitnir banki hf. (kt. 550500-3530) 17,67%
2. Íslandsbanki hf. (kt. 490108-0160) 9,30%
3. SAT eignarhaldsfélag hf. (kt. 450500-3720) 73,03%
Vátryggingafélagið Sjóvá Almennar tryggingar hf. hefur í hyggju að hætta vátrygginga-
starfsemi og flytja vátryggingastofna sína yfir til nýs vátryggingafélags sem mun bera heit-
ið SA tryggingar hf. Nafni vátryggingafélagsins (nú Sjóvá Almennar tryggingar hf.) verður
við yfirfærsluna breytt í SJAL Fasteignir hf. Fjármálaeftirlitið vinnur við athugun á um-
sókn hins nýja vátryggingafélags.
Með vísan til 86. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, með síðari breytingum, til-
kynnist hér með fyrirhuguð yfirfærsla á vátryggingastofni Sjóvár Almennra trygginga hf.
til hins nýstofnaða vátryggingafélags. Fyrirhugað er að yfirfærsla vátryggingastofna miðist
við 1. júní 2009.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. munu fá nýtt nafn sem fyrr segir og hætta vátryggingastarf-
semi að fengnu starfsleyfi hins nýja vátryggingafélags.
Með vísan til 4. mgr. 86. gr. nefndra laga munu réttindi og skyldur vátryggingataka, vá-
tryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við
flutninginn. Vátryggingatakar munu geta sagt upp vátryggingasamningum sínum við félag-
ið frá þeim degi er flutningur stofnsins á sér stað tilkynni þeir uppsögn skriflega innan
mánaðar frá flutningsdegi.
Áður en Fjármálaeftirlitið tekur afstöðu til máls þessa og með vísan til 2. mgr. 86. gr.
nefndra laga óskar Fjármálaeftirlitið eftir skriflegum athugasemdum vátryggingataka og
vátryggðra við fyrirhuguðum ráðstöfunum innan eins mánaðar frá birtingu þessarar til-
kynningar. Fjármálaeftirlitið veitir fyllri upplýsingar ef óskað er.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og SAT tryggingar hf.
HÆSTARÉTTARDÓMARI í Ontario-fylki í
Kanada úrskurðaði á föstudag að félag í eigu at-
hafnamannsins Ottos Spork, Sextant Capital
Management Inc., og önnur systurfélög þess
skyldu tekin til gjaldþrotaskipta. Spork er m.a.
gefið að sök margvísleg lögbrot og stórfelld fjár-
svik. Þetta kom fram í kanadískum fjölmiðlum um
helgina. Meðal eigna félagsins er Iceland Glacier
Products – fyrirtæki sem gert hefur samning við
Snæfellsbæ um kaup á vatni og er ætlunin að
flytja út íslenskt vatn. Fyrirtækið reisir nú vatns-
verksmiðju á Snæfellsnesi. Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir ekki vitað hvort
og þá hvaða áhrif fréttirnar frá Kanada hafa á
samninginn sem gerður var við Iceland Glacier
Products um vatnskaup árið 2007.
„Það er meðvituð ákvörðun hjá sveitarfélaginu
að skipta sér ekki af rekstri ákveðinna fyrirtækja
eða félaga sem það gerir samninga við, hvort sem
það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða hvaðeina.“
Kristinn segir jafnframt að hann hafi ekki orðið
var við að hægt hafi á framkvæmdum við verk-
smiðjuna. „Við höfum engar áhyggjur á meðan
þeir standa við samninginn. Framkvæmdir standa
yfir núna og við höfum ekki orðið vör við að neitt
hafi breyst enn sem komið er.“
Hann segir aldrei hafa verið meiri áhuga á ís-
lenska vatninu. „Það hafa margir sýnt áhuga og
við höfum því engar sérstakar áhyggjur af þess-
um samningi.“ haa@mbl.is
Óvissa um vatnsverksmiðjuna
Móðurfélag Iceland Glacier Products tekið til gjaldþrotaskipta í Kanada
Eigandinn, Otto Spork, sakaður um ýmis lögbrot og stórfelld fjársvik
ÞRÍR piltar klifr-
uðu upp í Hall-
grímskirkju í
fyrrinótt. Pilt-
arnir komu niður
er lögregla kom
á staðinn og kall-
aði til þeirra.
Að sögn lög-
reglu er þetta
ekki í fyrsta
skipti sem ölvað
fólk fer inn á vinnusvæði við kirkj-
una og klifrar þarna upp.
Klifruðu upp í Hall-
grímskirkjuturninn
Hallgrímskirkja er
jafnan eftirsótt.
LÚKAS Blær fékk góðan stuðning við stýrið frá vinkonu sinni, Marý Elísa-
betu, er þau spókuðu sig í góða veðrinu í Grasagarðinum í Laugardal á
dögunum. Tilbúin í garðyrkjuna ef á þyrfti að halda, eins og sjá má.
Morgunblaðið/Eggert
STUTT VIÐ BAKIÐ
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
HARALDUR Briem sóttvarnalækn-
ir býst fastlega við að svínaflensu-
smitum fari fjölgandi. „Við förum yf-
ir þetta allt saman í fyrramálið [í
dag] og þá sjáum við hverjar afleið-
ingar helginnar eru. Ég býst ekki við
öðru en að fleiri hafi smitast.“
Níunda tilfelli svínaflensu var til-
kynnt landlækni á föstudag.
Sá sem greindist með veiruna er
þrítugur karlmaður. Hann hefur
ekki verið erlendis nýlega og tengist
ekki öðrum sem hafa greinst með
veiruna hér á landi. Haraldur segir
nýjasta tilfellið benda til að veiran sé
að skjóta hér rótum.
„Þetta er ákveðin vísbending um
að veiran sé að
dreifast hér hægt
og bítandi án þess
að við vitum af
því. Við bjugg-
umst alveg við því
enda hafa svo
margir af þeim
sem hafa greinst
hér ekki verið
með áberandi ein-
kenni og jafnvel
hálfgerð tilviljun að þeir leituðu til
læknis. Það er því alveg gefið að við
missum af mörgum.“
Haraldur segir að það sé ákveðin
þumalputtaregla að margfalda þá
sem greinast með 20 og þá fáist tala
sem gæti verið nálægt þeim sem eru
smitaðir í raun.
Býst við að til-
fellum fjölgi ört
Haraldur
Briem
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„VIÐ fórum rösklega yfir, þótt oft
rifi vel í,“ segir Jóhanna Kristín
Malmquist á Reyðarfirði. Hún fór
fyrir vöskum hópi sem gekk á fimm
fjöll í Fjarðabyggð um helgina.
Göngugarparnir voru átta og
lögðu af stað um kl. sjö á laugar-
dagsmorgun. Þeir gengu fyrst á
Reyðarfjarðarfjöllin Kistufell og Há-
degisfjall. Þaðan á Hólmatind við
Eskifjörð og á Svartafell í Odds-
skarði. Á Goðaborg í Fannardal inn
af Norðfirði náði hópurinn kl. 03:15
aðfaranótt sunnudags, en þá höfðu
þrír helst úr lestinni.
„Alls vorum við rúma 22 tíma á
göngu og náðum í mark á betri tíma
en þeir sem fóru þessa leið í fyrra.
Árangurinn er því býsna góður,“
segir Jóhanna og bætir við að eftir
þetta sé fólk komið í prýðilega þjálf-
un og sé til í nánast hvað sem er.
Einhverjir ætli sér að arka á fjöll
eystra en mörg þeirra eru þekkt fyr-
ir sterkan svip og gott útsýni.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Gengu á fimm tinda í
Fjarðabyggð á sólarhring
Garpar Róbert Beck, Sigtryggur Hilmarsson, Gylfi Frímannsson, Halldór
Berg og Jóhanna Kr. Malmquist eru sannarlega vaskir göngugarpar.
STJÓRN Eyþings, sambands sveit-
arfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum, hafa sent samgöngu-
ráðherra og þingmönnum bréf þar
sem fagnað er áformum um að ráð-
ast í gerð jarðganga undir Vaðla-
heiði. Er ráðherra hvattur til að
standa fast við þau áform.
Harmar stjórn Eyþings „þá ómál-
efnalegu umræðu sem átt hefur sér
stað um Vaðlaheiðargöng og ákvörð-
un samgönguráðherra að undan-
förnu“. Það sé rangt sem haldið hafi
verið fram, að ákvörðun um göngin
muni tefja framgang annarra mik-
ilvægra samgönguframkvæmda,
einnig sé rangt að ákvörðun sam-
gönguráðherra hafi ekki verið tekin
á faglegum forsendum.
„Rétt er einnig að halda því sér-
staklega til haga að gert er ráð fyrir
að veggjöld standi undir að lág-
marki helmingi kostnaðar við gerð
Vaðlaheiðarganga. Það gerir fram-
kvæmdina enn fýsilegra en ella við
þær efnahagsaðstæður sem við bú-
um við í dag,“ segir m.a. í bréfi Ey-
þings.
Harma ómálefnalega um-
ræðu um Vaðlaheiðargöng
TVEIR ökumenn voru teknir á
Blönduósi á laugardagskvöld,
grunaðir um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Við húsleit hjá öðrum
þeirra fundust tæplega 30 grömm
af marijúana. Hjá hinum fannst lít-
ilræði af fíkniefnum. Í gærmorgun
var 16 ára stúlka tekin ölvuð og
próflaus við akstur.
Mikið fjölmenni var í bænum
vegna Húnavöku og fór sú hátíð að
öðru leyti mjög vel fram.
Fíkniefni fundust
við húsleit
FIMM ökumenn, grunaðir um ölv-
unarakstur, voru stöðvaðir í um-
dæmi lögreglunnar í Borgarnesi í
fyrrinótt og gærmorgun.
Fjórir ökumannanna voru teknir
í fyrrinótt og einn í gærmorgun.
„Þetta er í meira lagi,“ sagði lög-
reglumaður við mbl.is en mikil um-
ferð var í umdæmi lögreglunnar í
Borgarnesi um helgina.
Fimm stútar á ferð