Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
05
/0
9
• Með virkjun jarðvarma til framleiðslu á rafmagni sparast jarðefnaeldsneyti til framleiðslu á rafmagni. www.or.is
Þriðjudaginn 21. júlí verður farin
fræðslu- og gönguferð á Hengils-
væðinu. Hugað verður að orkunni og
beislun hennar, orkujarð-
fræði, gróðri og sögu.
Mæting í Hellisheiðar-
virkjun við Kolviðarhól
kl.19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunn-
laugsson jarðfræðingur og Guðríður
Helgadóttir garðyrkjufræðingur.
Ganga
á Hengils-
svæðið
Breski blaðamaðurinn AndrewRawnsley skrifar grein í blaðið
The Observer í gær þar sem hann
veltir fyrir sér hvort nú séu að
verða straumhvörf í breskum
stjórnmálum. Hingað til hafi mátt
treysta á vegasaltslögmálið. Er
Verkamannaflokkurinn dalaði lyft-
ist Íhaldsflokkurinn og öfugt.
Nú hlýturVerka-
mannaflokk-
urinn enga náð
fyrir augum
kjósenda og í síð-
ustu 20 skoð-
anakönnunum,
sem birtar hafa
verið, hefur hann
fengið 25% fylgi eða minna í öllum
nema þremur.
Íhaldsflokkurinn nýtur vissulega
góðs af þessu, en ekki að því marki,
sem búast mætti við. Í síðustu 20
skoðanakönnunum, sem birtar hafa
verið, fer flokkurinn aðeins yfir
40% í sex og aldrei yfir 41%.
Þegar Verkamannaflokkurinn
var á leið til valda á ný árið 1997
mældist hann hins vegar yfirleitt
með tæp 50% og fór oft yfir þá tölu.
Rawnsley segir að Íhaldsflokk-urinn ætti í raun að standa mun
betur og leiðir getum að því hvers
vegna hann geri það ekki: „Sam-
drátturinn hefur hvorki gert kjós-
endur afdráttarlaust hægri sinn-
aðri né vinstri sinnaðri. Hann hefur
gert þá ákaflega tortryggna gagn-
vart öllu tilkalli til trausts þeirra.“
Hann vitnar í forkólf úr Verka-
mannaflokknum, sem hefur
áhyggjur af að flokkurinn komist
ekki upp úr hjólförum tuttugustu
aldarinnar í málflutningi sínum.
Það skyldi þó aldrei vera að yfir-færa mætti þessa greiningu á
íslenska kjósendur? Þeir gengu að
kjörborðinu fullir tortryggni í síð-
ustu kosningum og greiddu at-
kvæði eins og þeir gerðu af því að
þeir áttu ekki annars kost. Og hin
pólitíska umræða var eins og end-
urtekið efni frá liðinni öld.
Brown Óvinsæll.
Tortryggnir kjósendur
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 18 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Algarve 30 heiðskírt
Bolungarvík 12 léttskýjað Brussel 19 léttskýjað Madríd 34 heiðskírt
Akureyri 14 skýjað Dublin 14 skúrir Barcelona 25 léttskýjað
Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 15 skýjað Mallorca 26 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skýjað London 20 skýjað Róm 27 heiðskírt
Nuuk 9 léttskýjað París 21 skýjað Aþena 34 léttskýjað
Þórshöfn 14 léttskýjað Amsterdam 19 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað
Ósló 15 skúrir Hamborg 16 skúrir Montreal 20 skýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað Berlín 21 léttskýjað New York 23 heiðskírt
Stokkhólmur 20 léttskýjað Vín 22 skýjað Chicago 21 skýjað
Helsinki 22 heiðskírt Moskva 27 skýjað Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
20. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.36 3,3 10.48 0,7 17.04 3,8 23.30 0,6 3:58 23:11
ÍSAFJÖRÐUR 0.51 0,6 6.47 1,9 12.59 0,5 19.09 2,3 3:31 23:49
SIGLUFJÖRÐUR 2.53 0,3 9.22 1,2 15.04 0,5 21.23 1,4 3:12 23:33
DJÚPIVOGUR 1.38 1,7 7.44 0,5 14.17 2,1 20.37 0,6 3:20 22:48
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag og miðvikudag
Norðaustan 5-13 m/s og hvass-
ast norðvestanlands og við
suðausturströndina. Dálítil súld
eða rigning með köflum um
norðan- og austanvert landið
en annars yfirleitt þurrt og
bjart. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast
suðvestanlands.
Á fimmtudag og föstudag
Áframhaldandi norðlæg átt.
Kalt norðantil og víða rigning
eða súld af og til, en mildara og
bjart með köflum fyrir sunnan,
þó hætt við skúrum.
Á laugardag
Líklega hæg suðlæg eða breyti-
leg átt og víða skúrir, einkum
sunnanlands. Fremur svalt í
veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðaustan 3-10 m/s, hvassast
NV- og SA-til. Skýjað en úr-
komulítið austanlands, bjart á
Vesturlandi, annars skýjað með
köflum. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast
suðvestantil.
Reykjanesbær | Fjöldi fólks heiðr-
aði Herdísi Egilsdóttur, rithöfund
og kennara, á 75 ára afmæli hennar
á laugardaginn.
Herdís hélt upp á afmælið í helli
skessu sinnar við smábátahöfnina í
Gróf á Suðurnesjum. Komið hafði
verið uppi langborði með grillum
utan við hellinn og bakaðar lumm-
ur að hætti skessunnar. Lummu-
bakararnir höfðu vart undan enda
streymdi að í þá tvo tíma sem af-
mælisveislan stóð yfir. Herdís var
að vonum ánægð með daginn, fékk
óskaveðrið og alla þessa góðu gesti.
Innandyra sat skessan í sínum
ruggustól og lék tónlist úr leikriti
Herdísar, Holt og hæðir, sem Her-
dís fékk verðlaun fyrir árið 1974 og
byggði samnefnda bók á.
Herdís sagði í samtali við tíðinda-
mann Morgunblaðsins að hún hefði
viljað hafa allt heimagert og sem
heimilislegast.
Lummur bakaðar
að hætti skessunnar
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Lummukaffi Hin 75 ára og hressa Herdís Egilsdóttir tók á móti gestum og
gangandi við helli skessunnar við smábátahöfnina í Grófinni.