Morgunblaðið - 20.07.2009, Page 17

Morgunblaðið - 20.07.2009, Page 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 ✝ Gunnar KristinnÞorvaldsson fæddist 5.8. 1945 í Lambhúskoti, Bisk- upstungum. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 13. júlí sl. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guð- mundsson bóndi í Lambhúskoti, síðar Syðri-Gróf í Villinga- holtshr., f. 25.9. 1900 á Bryggju í Bisk- upstungum, d. 26.6. 1975, og Lovísa Aðalbjörg Egils- dóttir frá Galtalæk í Bisk- upstungum, f. 7.9. 1908, d. 8.2. 1994. Systkini hans eru: 1) Haf- steinn Þorvaldsson, f. 28.4. 1931, kona hans var Ragnhildur Ingv- arsdóttir, f. 13.8. 1929, d. 2006; 2) Eysteinn Þorvaldsson, f. 23.6. 1932; og 3) Svavar Þorvaldsson, f. 5.8. 1937, kona hans er Hrafnhildur Árnadóttir, f. 27.8. 1953. Elsta barn Gunnars er Hafsteinn Þór, f. 26.6. 1964, barnsmóðir Rannveig Jónsdóttir. Árin 1966- 1989 var hann kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur, f. 27.11. 1946. Dæt- ur þeirra eru: 1) Andrea, f. 24.11. 1964, maður hennar er Sturla Ör- lygsson og börn þeirra: Margrét Kara og Sigurður Dagur. Andrea átti áður dótturina Elenu, barns- faðir Lars Underland. 2) Brynja, f. 8.12. 1965, sambýlismaður hennar er Gunnar Örn Erlingsson. Börn Brynju eru: Hörður, Gréta og Brynjar Úlfur, barnsfaðir Ásbjörn Morthens. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Guðríður Steindórs- dóttir, f. 9.12. 1956. Foreldrar hennar voru þau Steindór Mar- teinsson gullsmiður, f. 6.11. 1923, d. 31.7. 1996, og Jóhanna María Bjarnadóttir, f. 16.6. 1919, d. 22.2. 1992. Börn þeirra eru: Þorvaldur, f. 19.6. 1991, Gunnar Þorbjörn, f. 13.6. 1994, Steindór Kári, f. 13.6. 1994, d. 14.6. 1994, og Þorlákur Snær, f. 18.6. 1994. Fósturdætur Gunnars eru: 1) Jóhanna María Elena Matthíasdóttir, f. 11.9. 1975, unnusti Torfi Jónasson, f. 20.8. 1967. Börn Jó- hönnu eru: Guðríður Jana og Egill Ólafur, barnsfaðir Arnar Hrólfsson. 2) Sunja Gunnarsdóttir, f. 8.5. 1985, unnusti Áskell Geir Birgisson, f. 12.1. 1981. Gunnar var eitt ár í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Hauka- dal. Fjölskylda hans flutti að Selfossi 1961 og var hann þá 16 ára gamall og hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna, nam þar mjólkurfræði en hvarf frá því og hóf nám í rafvirkjun, tók sveinspróf 1970. Gunnar var sjálfstætt starf- andi á Eyrarbakka 1972-77, vann sem fangavörður og bílstjóri við fangelsið á Litla-Hrauni 1977-78. Var rafmagnseftirlitsmaður á Suð- urlandi 1978-96. Einnig gegndi hann stöðu hreppstjóra í Gaulverja- bæjarhreppi 1996-97 og húsvarð- arstöðu í Félagslundi Gaul.v.b.hr. 1995-96, þá búsettur í Arabæj- arhjáleigu í Gaulv.b.hr. Hann var búsettur í Noregi frá 1997-2004 og vann þar sem rafvirki hjá PEC/Bravida. Við heimkomuna fluttist hann til Akureyrar og hóf störf hjá Ljósgjafanum á Akureyri þar sem hann vann til dauðadags. Gunnar var flugáhugamaður og tók einkaflugmannspróf 1981. Hann starfaði ötullega að ýmsum félagsmálum. Má helst nefna störf við flugklúbb Selfoss þar sem hann kom að uppbyggingu flugvallar og flugkennslu á Selfossi, var hann um skeið formaður Ungmennafélags Eyrarbakka, sat í trúnaðarráði raf- virkjafélags Norðurlands og var ætíð virkur í félagsstarfi barna sinna. Nú síðast var hann sér- greinastjóri glímu á nýafstöðnu landsmóti ungmennafélaganna. Útför Gunnars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, mánudaginn 20. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hann pabbi okkar er dáinn. Það eru erfið orð að segja, en enn erf- iðara að trúa að það sé satt. Pabbi var alltaf með okkur, hjálpaði okkur og studdi, leiðbeindi og hvatti. Minn- ingarnar eru svo ótal margar og alls staðar er pabbi. Að lyfta okkur á hestbak á Grána gamla meðan við bjuggum í Arabæjarhjáleigu, í fjall- göngu upp á Gaustatoppen í Noregi með Gunnar Þorbjörn á bakinu, á áhorfendabekkjunum við alla fót- boltaleiki Þorvaldar og Þorláks þótt honum þætti fótbolti ekkert skemmtilegur. Að hjóla með okkur eða skokka eða synda. Alltaf við- staddur þegar við spiluðum með lúðrasveitinni og vorum á ferðalög- um með henni eða spiluðum einleik á tónleikum. Í sumarfríunum okkar þegar við keyrðum um alla Evrópu eða upp til fjalla í Noregi. Pabbi var allt í öllu með okkur og það var gaman að vera með honum, ferðast með honum og vinna með honum. Margar minning- ar okkar tengjast húsinu okkar við Raveien í Kirkebakken þar sem við bjuggum í Noregi. Eins og þegar öll fjölskyldan sameinaðist við að stækka og endurbyggja eldhúsið svo hjólastóllinn hans Gunnars Þor- bjarnar kæmist að við eldhúsborðið og pabbi stríddi okkur og lék við okk- ur samtímis. Eða þegar hann var á haus í bílaviðgerðum með Þorvaldi. Pabbi fór líka margt með okkur og sagði okkur frá og útskýrði. Þorvald- ur fór með honum ásamt eldri bróður okkar á flugsafnið í Flórída og þar var pabbi í essinu sínu og vissi stund- um meira en safnvörðurinn. Sunja flaug með honum og hann hafði gam- an af fiðringnum sem hún fékk í mag- ann og hló með henni. Hann hjálpaði Þorláki áfram í glímunni, kenndi honum og jafnvel þjálfaði hann sjálf- ur. Og Gunnari Þorbirni fylgdi hann eftir á sjúkrahúsið og talaði hann í gegn um erfiðar stundir, þjálfaði hann og örvaði. Við nýleg veikindi Þorvaldar var hann við hlið hans og studdi á sama hátt og hann hafði áður hvatt hann í námi. Þegar eitthvað var sem við tókumst á við með hálfum huga hvatti hann okkur áfram og notaði oft orðatiltækið sitt: „Hvað, ertu eymingi með ypsiloni?“ Síðustu dögunum eyddi hann með fjölskyldunni og átti ánægjulegar samverustundir með okkur sem náðu að spanna áhugamál okkar allra, vann samhliða okkur krökkun- um á Landsmóti Ungmennafélag- anna, fór ferð á flugsafnið á Akureyri með systur okkar og kærastanum hennar, hjálpaði mömmu að setja upp fyrstu sýninguna sína, fór ferð á bílasafnið að Ystafelli með Þorvaldi sem hann hafði lengi langað til og svo í reiðhjólatúr með Þorláki. Hann pabbi var góður pabbi og hann lifir að eilífu í hjörtum okkar. Sunja Gunnarsdóttir, Þorvaldur Gunnarsson, Gunnar Þorbjörn Gunnarsson og Þorlákur Snær Gunnarsson. Elsku Gunnar, ég á þér svo margt að þakka. Svo margar góðar stundir og óbilandi stuðning þinn og um- hyggju í gegnum erfiðustu tíma lífs míns þegar ég gekk í gegnum um- brotasöm unglingsárin. Hvernig þú tókst mig upp á arma þína sem þitt eigið barn og gerðir hvað sem til þurfti til að skapa mér eðlilegt líf eft- ir mikil áföll og stóðst traustur við hlið mér í gegnum öll mín stríð. Um- hyggju sem snart mig svo djúpt að ég öðlaðist tiltrú á lífið á ný og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er. Ég veit að ég átti ávallt stað í hjarta þínu og ég get aðeins vonað að mér hafi auðnast að endurgjalda þér brot af því sem þú veittir lífi mínu. Ég á ótal minningar sem ég mun ætíð varðveita. Ég man óteljandi ferðirnar sem þú keyrðir mig hingað og þangað til að ég gæti stundað allt sem ég hafði hug á. Þegar þú tókst mig með þér að fljúga, minnisstæð- ast er mér þegar ég fór með þér og kunningja þínum í fluginu austur á firði til að dæma á flugmóti. Versl- unarmannahelgarnar í Múlakoti. Hringferðina um landið þegar við lentum í hríð og fórum snjógöngin austur á fjörðum í júlímánuði. Af- mælið þitt vestur á fjörðum þegar ég dröslaðist með tertuna í skottinu frá Reykjavík og alla leið á Ísafjörð, hún var örlítið hrist og skekin, en góð var hún og kom þér skemmtilega á óvart eins og til var ætlast. Litla flugvélin sem ég færði þér á sama tíma sem ég sagði þér að vökva til að hún stækk- aði. Þetta virðist allt vera fyrir svo óra- löngu, en samt eins og það hafi verið í gær. Lífið er óútreiknanlegt og áföll- in sækja okkur heim þegar síst er að vænta. Þú fékkst þinn skerf af þeim, en lést ekkert buga þig heldur brett- ir staðfastur upp ermarnar og tókst á við allt sem að höndum bar. Alltaf áttirðu í handraðanum skemmtilegar sögur af fólki og atvikum, oft hugsaði ég að þú værir eins og gangandi þjóðsagnakver. Hvar sem þú hefur komið við hefurðu skilið eftir mark þitt og þín er minnst. Ég þakka guði fyrir síðustu daga þína þar sem þér auðnaðist að eiga góðar stundir og njóta lífsins með okkur, ástvinum þínum og fjöl- skyldu, stundir sem ylja hjarta okkar við þennan fyrirvaralausa missi. Ég kveð nú að sinni fegurstu sál sem mér hefur hlotnast að kynnast. Ég bið Guð að blessa þig og alla ástvini þína. Jóhanna María Elena Matthíasdóttir (Hannela). Sumarið skartar sínu fegursta í byggðum Eyjafjarðar. Á Akureyri er að ljúka einu glæsilegasta Lands- móti Ungmennafélags Íslands, sem haldið hefur verið á Íslandi, minning- armóti um 100 ára sögu landsmót- anna, en fyrsta mótið var þar haldið árið 1909. Miðvikudaginn 8. júli þeg- ar ég mæti til mótsins á nýja glæsi- lega leikvanginn við Hamar, er fyrsti maður sem ég mæti á svæðinu Gunn- ar (litli) bróðir minn, kátur og hress að vanda, en hann var sérgreina- stjóri fyrir glímukeppni landsmóts- ins. Landsmótsdagana naut hann þess að vera aðili að þessari myndarlegu framkvæmd Akureyringa og Eyj- firðinga. Síðla sunnudagsins eftir mótsslit fer hann út að hjóla með yngsta syni sínum, en það reyndist hans lokaferð í þessu lífi. Við vorum fjórir bræðurnir, Gunnar Kristinn, var yngstur, en undirritaður elstur. hinir bræður okkar eru Eysteinn og Svavar. Við eldri bræðurnir erum fæddir Hafnfirðingar, en vorið 1945 fluttu foreldrar okkar austur í Biskups- tungur, þann 5. ágúst um sumarið fæddist Gunnar. Árið 1948 flutti fjölskyldan að Syðri-Gróf í Flóa, þar sem við bjugg- um til 1961, er við fluttum að Selfossi. Gunnar hóf nám í mjólkurfræði en hætti því fljótlega og lærði rafvirkj- un og vann síðan við það alla tíð, nú síðast hjá Ljósgjafanum á Akureyri. Fyrri kona Gunnars var Sigríður Kristjánsdóttir og áttu þau tvær dætur, Andreu og Brynju. Seinni kona Gunnars er Guðríður Steindórsdóttir, eignuðust þau fjóra syni: Þorvald, Gunnar Þorbjörn, Steindór Kára, sem lést skömmu eft- ur fæðingu, og Þorlák Snæ. Fyrir átti Guðríður dæturnar Hannellu og Sunju. Gunnar átti líka soninn Haf- stein Þór áður en hann giftist, með Rannveigu Jónsdóttur. Fjölskyldan að Eyrarvegi 2 á Ak- ureyri hefur orðið fyrir miklum missi. Það er von mín, að Guðríður, börnin hennar og makar megi í fram- tíðinni sjá ljósið skína á ný. Trúin á það góða í lífinu er allt sem þarf, lífið heldur áfram á hverju sem gengur. Gunnar bróðir var lengst af starfs- maður RARIK á Selfossi og vann við að þjónusta fólk í hinum dreifðu byggðum Suðurlands. Hann var vin- margur og ræðinn vel og kynntist því mörgu góðu fólki á þessum starfs- árum sínum. Hann var mikill sveitastrákur og segja má að hann hafi kannast við næstum hvern einasta mann á svæð- inu, kunni skil á flestum og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Gunnar bróðir hafði mikinn áhuga á íþrótta- og félagsmálum og fór ung- ur að árum í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Hann var fyrr á árum form. Umf. Eyrarbakka. Gunnar var mikill flugáhugamaður og vann vel að þeim málum, meðan hann bjó á Selfossi. Nú þegar Gunnar bróðir kveður svo óvænt, verður manni hugsað til þeirra sem áður hafa kvatt úr fjöl- skyldunni, mamma og pabbi munu taka fagnandi á móti litla stráknum sínum, sem var augasteinn móður sinnar í æsku, þrátt fyrir erfiðleika- kafla í hans lífi, eins og okkar hinna. Blessuð sé minning Gunnars bróð- ur. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum hans öllum innilegrar samúðar. Guð blessi ykkur öll. Hafsteinn Þorvaldsson. Kær bróðir Gunnar er látinn fyrir aldur fram. Gunnar fæddist í Lambhúskoti í Biskupstungum 5. ágúst 1945, á af- mælisdegi mínum. Þar sem Gunnar var yngstur okkar bræðra, skemmti- legur og fjörmikill krakki, kom það gjarnan í minn hlut að hafa eftirlit með honum þegar foreldrar okkar voru uppteknir við bústörfin, en þeg- ar Gunnar fæddist var fjölskyldan nýflutt í sveitina frá Hafnarfirði. Frá Lambhúskoti flutti fjölskyldan að Syðri-Gróf í Flóa og ólst Gunnar þar upp til unglingsára eða þar til for- eldrar okkar hættu búskap og fluttu á Selfoss. Gunnar fór ungur í rafvirkjanám og vann við það alla sína starfsævi ýmist sjálfstætt eða hjá öðrum, m.a. hjá Rarik sem rafmagnseftirlitsmað- ur. Í því starfi ferðaðist hann vítt um Suðurland og kynntist mörgu skemmtilegu fólki sem hann minntist oft á með þakklæti. Gunnar fluttist síðar með fjöl- skyldu sinni til Noregs og vann þar við rafvirkjun, en eftir nokkurra ára dvöl þar sneru þau heim og settust að á Akureyri. Samband okkar Gunnars var ávallt mjög gott og á ég eftir að sakna símtalanna sem við áttum reglulega og heimsóknanna. Þá koma einnig upp í hugann ánægju- legar ferðir sem við fórum á árum áð- ur, m.a. ferðalög erlendis, veiðiferðir og fleira. Hafðu þökk fyrir allt kæri bróðir, skemmtilegu frásagnargáfuna, já- kvæðnina og ljúfmennskuna. Við Hrafnhildur og fjölskylda sendum eiginkonu hans Dúddu og sonum þeirra, einnig Hafsteini, And- reu og Brynju, innilegar samúðar- kveðjur, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Svavar Þorvaldsson. Jæja Gunni minn, svona fór það. Ekki náðum við Nonni því að koma í heimsókn til þín á Akureyri eins og til stóð eftir að þið Dúdda komuð heim aftur með fjölskylduna eftir Noregsdvölina. Ég var svo viss um að tíminn væri nægur og að þú myndir taka fagnandi á móti okkur loksins þegar þar að kæmi, en svona er lífið, það bíður ekki eftir duttlung- um okkar, almættið grípur fram fyr- ir hendurnar á okkur og tekur af okkur ráðin og núna var röðin komin að þér að fara í eilífðarferðina. Enginn veit og enginn sér hvar endirinn er né hvenær að ber og enginn vill víst vita það hvenær tími er til að leggja af stað. (S. Pétursson) Þessi kveðjuorð mín eru til að þakka þér fyrir liðna tíð, fyrir öll gömlu og góðu árin, þegar við hitt- umst nær daglega á heimili hvort annars í leik og starfi. Ýmislegt brölluðum við saman, og börnin okk- ar urðu líka góðir vinir, þetta voru góð ár með grín og gleði í fyrirrúmi og vináttan alltaf söm. Ég gæti talið upp svo mörg skemmtileg atvik og ævintýri sem fjölskyldur okkar gerðu saman og gaman hefði verið að hitta þig til að rifja upp með þér – manstu þegar við fórum norður yfir kaldan Kjöl til Akureyrar? Manstu þegar … Þessar minningar mun ég geyma í sjóði sem perlur til að orna mér við um ókomin ár, en í staðinn vil ég núna að leiðarlokum þakka þér fyrir tryggð þína og vináttu sem þú viðhélst í gegnum árin. Elsku Gunni minn, það er mikil eftirsjá að þér og brottför þín ótíma- bær, þú áttir svo margt eftir og þar á meðal að klára föðurhlutverk í upp- eldi yngstu sona þinna og er þeirra missir mikill. Megi góður Guð vera með þér um alla eilífð. Góða ferð heim vinur. Dúdda mín, þér og börnum ykkar öllum vottum við dýpstu samúð. Elsku Andrea og Brynja, okkar bestu kveðjur til ykkar og fjöl- skyldna ykkar. Hafsteinn og aðrir ættingjar og vinir, samúðarkveðjur sendum við Nonni P. ykkur öllum. Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý). Kveðja frá vinnufélögum Manstu sól og sumarblíðu sunnan undir hlíð, þar sem fossinn gamli geymir gull og dvergasmíð? Sólskinsmildan sunnudag við sátum þar í tó. Hinum megin hörpu skæra hamarsbúinn sló. Sástu æða öldur kvikar ofan í gljúfra þröng? Gegnum farveg feikna þröngan fram um hellugöng? Fannst þér ekki skikkjan skína skært við sólarglóð? Heyrðist þér ei harpan syngja himnesk gleðiljóð? Glói sól og glitri hlíð er gott að skemmta sér. Út með gili uxu víða eldrauð hrútaber. Upp af krónum ungra blóma ilmur þungur steig. Þegar glóey rósum rétti rauða himinveig. Sunnudagsins söngvakliður seiddi hverja þrá. Hrútaberin hárauð tíndi hönd þín brún og smá. Undir blárri hamrahöll þú hlóst og kysstir mig. Síðan á ég sumardraum um sólskinið – og þig. (Kári Tryggvason) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar. Fh. starfsfólks Ljósgjafans ehf. Randver Karlsson. Gunnar K. Þorvaldsson ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR INDRIÐI GUÐMUNDSSON bóndi og bifreiðarstjóri, Korná, Skagafirði, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 12. júlí. Útförin fer fram frá Goðdalakirkju miðvikudaginn 22. júlí kl. 14.00. Birna Hjördís Jóhannesdóttir, Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, Þórmundur Skúlason, Jóhannes Hjálmarsson, Ólöf Þórhallsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, María Bergþórsdóttir, Monika Björk Hjálmarsdóttir, Högni Elfar Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.