Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
✝ Súsanna Hall-dórsdóttir
(Sunna) fæddist í
Vestmannaeyjum 19.
maí 1929. Hún lést á
líknardeild Landspít-
ala, Landakoti að-
faranótt 6. júlí sl.
Foreldrar hennar
voru Elín Sigurð-
ardóttir, f. 1899, d.
1966, og Halldór Jón
Einarsson, f. 1894, d.
1972. Þau voru bæði
ættuð frá Rauðafelli
undir Austur-
Eyjafjöllum, en bjuggu allan sinn
búskap í Vestmannaeyjum. Systk-
ini Sunnu voru Sigríður Jakobína,
f. 1921, d. 1977, og Einar, f. 1923,
d. 2007.
Fyrri eiginmaður Sunnu var Jón
Atli Jónsson, vélstjóri, f. 1924, og
áttu þau saman gott og farsælt líf
frá 1952, þar til hann lést árið
1975. Seinni eiginmaður hennar
var Haukur Benediktsson Gröndal,
f. 1912, en hann lést 1979, tæpu ári
eftir giftingu þeirra.
Sunna fór í Húsmæðraskólann í
Reykjavík, og vann síðan við versl-
unar- og skrifstofustörf, m.a. í
bókabúðinni Helgafelli á Njáls-
götu, þaðan sem margar góðar
sögur um fjölbreytt mannlíf þess
tíma áttu uppruna
sinn. Starfsferli sín-
um, utan heimilis,
lauk hún hjá Heyrn-
ar-og talmeinastöð-
inni, þar sem hún
undi hag sínum vel.
Hún starfaði lengi
með Kvenfélaginu
Heimaey, og var
gjaldkeri þess um
tíma, auk þess sem
hún var sjálfboðaliði í
þjónustumiðstöðinni í
Hafnarbúðum eftir
gosið í Eyjum.
Handavinna gaf henni margar
ánægjustundir og ekki síður þeim,
sem ávaxta þeirrar vönduðu og fal-
legu vinnu nutu.
Sunna og Atli byggðu sér sum-
arbústað við Álftavatn árið 1963,
sem varð þeirra sælureitur, og
áfram hennar eftir lát Atla. Gestir
voru ávallt velkomnir og jafnan
kátt í kotinu.
Sunna eignaðist ekki börn sjálf,
en börnin í fjölskyldunni nutu
gæsku hennar og glettni í ríkum
mæli. Hún var stoð og stytta í
dagsins önn, og hrókur alls fagn-
aðar á hátíðarstundum.
Útför Súsönnu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, mánudaginn 20.
júlí, og hefst afhöfnin kl. 13.
Við sitjum á pallinum í Álftarhól
og rifjum upp minningarnar, ein af
skemmtilegustu minningunum er
þegar við komum hingað fyrir tutt-
ugu árum sem ungt par og mál-
uðum húsið og pallinn. Stundirnar
sem við áttum þá eru okkur
skemmtileg minning en við borð-
uðum úti og nutum góða veðursins
ásamt því að mála. Við vorum líka
svo heppin að fá að fara með ömmu
Sunnu, eins og hún var alltaf kölluð
á okkar heimili, til Ameríku árið
2006. Þegar við komum á flugvöll-
inn var henni skellt í hjólastól og
brunað með hana um alla flugvelli
sem við þurftum að fara um og litla
fjölskyldan fór fram fyrir allar raðir
á öllum flugvöllunum með ömmu
Sunnu í broddi fylkingar. Við hlóg-
um mikið að því að nú yrði amma
Sunna höfð með í allar ferðir fjöl-
skyldunnar hér eftir.
Eitt sinn þegar einn af strákun-
um okkar hafði vaknað kvöld eftir
kvöld grátandi mætti Sunna og fór
með okkur á Heyrnar- og talmeina-
stöðina þar sem hún vann áður, en
þar var hún búin að koma okkur að
hjá lækni og reyndist tilgáta hennar
rétt – barnið var með eyrnabólgu.
Sunna var líka stór partur af jóla-
haldi fjölskyldunnar, en seinni árin
eyddi hún jólunum í Safamýrinni.
Síðustu jól vorum við svo lánsöm að
hafa þau hjá okkur á aðfangadags-
kvöld.
Sunna fylgdist með vinahópnum
okkar og spurði reglulega um
þeirra hagi. Sunna passaði oft fyrir
okkur yngsta drenginn þegar við
vorum bæði orðin útivinnandi og
ekki var málið að taka við litlum
gutta sem alltaf þótti jafn gaman að
fá að fara til ömmu Sunnu og oft
fengum við að heyra það ef hann
fékk hita „Má ég þá fara til ömmu
Sunnu á morgun“ og þó það stæði
til að annað okkar væri heima var
meira sport að fá að fara til ömmu
Sunnu en hafa annað okkar heima.
Þegar strákarnir okkar voru litlir
og komu í sveitina til afa Ödda og
ömmu Laugu sá maður fljótt undir
iljarnar á þeim þar sem þeir hlupu
kerlingarskarð yfir til ömmu Sunnu
til að fá nammi, því alltaf átti hún
rúsínur eða gúmmíbangsa til að
stinga í litla munna. Við vorum
sannarlega heppin að fá að hafa
hana sem ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Bergur Ingi Arnarson.
Sigrún Björnsdóttir.
Elskuleg mágkona mín, Súsanna
Halldórsdóttir eða Sunna eins og
hún var alltaf kölluð, er látin.
Ég minnist þess þegar elskulegur
bróðir minn, Jón Atli, kom glaður
heim til foreldra okkar með glæsi-
lega stúlku frá Vestmannaeyjum.
Þar var Sunna komin. Hún stundaði
þá nám við Húsmæðraskólann í
Reykjavík. Fjölskyldan tók Sunnu
fagnandi, enda augljóst að þau voru
ástfangin. Hún var hin útvalda hjá
Jóni Atla.
Jón Atli og Sunna voru samrýnd
og samvalin hjón með sömu áhuga-
mál. Fyrstu hjúskaparárin var Jón
Atli á sjónum. Langvarandi fjar-
vistir voru hvorugu að skapi, enda
gerði sjómennskan þeim erfiðara
um vik að stunda fjölmörg áhuga-
mál þeirra. Jón Atli hætti því á
sjónum og fór að starfa í landi.
Næstu árin ferðuðust þau um allt
landið á sumrin. Jón Atli smíðaði
þeim sjálfur húsvagn, einn hinn
fyrsta sem farið var með um
óbyggðir landsins.
Laxveiði var þeim hugleikin. Úti-
veran, náttúran og félagsskapurinn
laðaði þau að því áhugamáli.
Á vetrum var tónlistin aðaláhuga-
mál þeirra. Í þessu sem öðru voru
Jón Atli og Sunna samhent. Fáir
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og Tónlistarfélagsins fóru
framhjá þeim. Heima áttu þau jafn-
an bestu tæki til hljómflutnings.
Jón Atli og Sunna keyptu sér
fagurt land í Grímsnesi með útsýni
yfir Álftavatn. Jón Atli bæði teikn-
aði og byggði sjálfur sumarhús í
landinu og kölluðu þau sumarbú-
staðinn Álftahól. Á nokkrum árum
gróðursettu þau og ræktuðu saman
sannkallaða sumarparadís, sem vin-
ir og ættingjar nutu, og móttökur
ávallt frábærar hjá þeim. Þar
dvöldu þau löngum stundum.
Í byrjun áttunda áratugarins
hófu Jón Atli og Sunna sjálfstæðan
atvinnurekstur þegar þau keyptu
sumarið 1973 Lakkrísgerðina
Krumma. Jón Atli sá um framleiðsl-
una, Sunna um sölu og bókhald, al-
vön slíkum störfum eftir að hafa
starfað um margra ára skeið í Ban-
anasölunni. Þau ráku fyrirtækið af
miklum myndarskap í nokkur miss-
eri og settu metnað sinn í vörugæði
á Krumma-lakkrís.
Alvarleg veikindi Jóns Atla urðu
til þess að rekstrinum urðu þau að
hætta. Sunna var Jóni Atla ómet-
anlegur stuðningur í hans erfiðu
veikindum. Jón Atli lést langt fyrir
aldur fram 19. mars 1975.
Nokkrum árum síðar giftist
Sunna Hauki Gröndal fram-
kvæmdastjóra. Þau áttu saman örfá
ár, ferðuðust mikið og voru ham-
ingjusöm. Hann lést haustið 1979.
Sunna varð þá ekkja öðru sinni á
stuttum tíma. Það var henni þung-
bær reynsla.
En Sunna var sterkur persónu-
leiki og studdist að auki við stóran
og sterkan hóp ættingja og vina.
Hún var félagslynd, gestrisin og
glaðlynd, ættrækin og eftirsótt af
öllum sem henni kynntust.
Sunna tók langvarandi veikindum
síðustu ára af æðruleysi og trú. Á
áttræðisafmælisdaginn hennar, fyr-
ir örfáum vikum, bar hún sig vel, þó
hún væri orðin helsjúk, umvafin
ættingjum, tengdafólki og vinum.
Síðast hitti ég Sunnu tveimur vik-
um fyrir andlát hennar. Hún var
sátt við Guð og menn. Saman lásum
við Faðirvorið að skilnaði.
Við Páll og öll tengdafjölskylda
Sunnu minnumst hennar með sökn-
uði. Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Jónsdóttir.
Hinn 6 júlí síðastliðinn lést á
Líknardeild Landspítalans, Landa-
koti, móðursystir mín og vinkona
Súsanna Halldórsdóttir, amma
Sunna eins og hún var kölluð af
barnabörnum okkar.
Við fráfall hennar eru viss þátta-
skil hjá okkur því genginn er á vit
feðranna síðasti náni meðlimur fjöl-
skyldunnar af elstu kynslóðinni.
Hún skipaði stóran sess í lífi okkar
fjölskyldu og tók virkan þátt í öllum
viðburðum sem upp komu og studdi
okkur dyggilega bæði í gleði og
sorg. Hún giftist Jóni Atla 1952.
Þau voru einstaklega glæsileg hjón
og höfðu yfirbragð mikilla heims-
borgara, höfðu mikinn áhuga á
menningu og voru tíðir gestir á
menningaviðburðum borgarinnar.
Jafnframt höfðu þau yndi af ferða-
lögum og veiðiskap. Jón Atli var
mikill listasmiður og langt á undan
sinni samtíð á mörgum sviðum. Eitt
af því sem hann gerði var að smíða
hjólhýsi sem þau ferðuðust á um
landið, en það var fátítt í þá daga að
sjá slíka gripi á vegum úti. Ein af
mörgum góðum minningum sem ég
á um Sunnu og Jón Atla er þegar
þau reistu sér sumarhús í Gríms-
nesi. Ég dvaldist um tíma hjá þeim
við að aðstoða við byggingu hússins.
Það var heldur betur upplit á
vinnumanninum úr Kópavogi þegar
þau hjón birtust með heilan kassa
af kók sem ég mátti ganga í að vild,
sem ekki var algengt í þá daga.
Þau undu hag sínum þar vel og
hlúðu að sælureitnum af einstakri
smekkvísi og útsjónarsemi. Jón
Atli lést langt um aldur fram árið
1975.
Sunna giftist Hauki Gröndal árið
1978 og stofnuðu þau fallegt heimili
við Melhaga. Þau áttu góðan tíma
saman sem þó var allt of stuttur
því Haukur lést 1979. Sagði Hauk-
ur að allir dagar með henni væru
„Sunnudagar“.
Eftir lát Hauks fluttist Sunna
aftur í Stigahlíðina þar sem hún
hafði áður búið með Jóni Atla. Upp
frá því tókust með okkur náin
kynni og ævarandi vinátta. Það var
okkur ómetanlegt lán árið 1994
þegar Sunna bauð okkur skika úr
landi sínu. Eftir að við reistum
sumarhús þar bjó hún ávallt hjá
okkur þegar við dvöldum þar og
áttum við góðar stundir saman.
Sunna bjó yfir mikilli þekkingu
um frumbyggja svæðisins og var
gaman að eiga við hana samræður
um líf og störf þeirra. Við fráfall
Sunnu rifjast upp margar minn-
ingar um ferðalög sem við ásamt
henni fórum saman svo sem til
Kúbu, Bandaríkjanna og Evrópu.
Ferðin til Kúbu var Sunnu sér-
staklega minnisstæð en ég kom þar
oft vegna starfa minna hjá Arn-
arflugi. Á þessum tíma var ekki
auðfengin vegabréfsáritun til Kúbu
og var því eina leiðin að Lauga og
Sunna klæddust flugfreyjubúningi
og gengju samhliða áhöfninni í
land, og var Sunna titluð sem yf-
irflugfreyja félagsins. Það voru
tvær stoltar dömur sem gengu
hnarreistar í gegnum vegabréfa-
skoðun á Kúbu án athugasemda.
Með Sunnu og Laugu tókst mjög
kær vinátta og tryggð sem aldrei
bar skugga á og áttu þær sér
margar góðar og ómetanlegar
stundir saman. Að leiðarlokum er-
um við þakklát fyrir að hafa getað
aðstoðað og hlúð að Sunnu í veik-
indum hennar allt til hennar hinstu
stundar. Við munum ávallt varð-
veita minningu hennar.
Örn Sævar Ingibergsson og
Guðlaug Óskarsdóttir.
Elsku Sunna,
í dag kveðjum við þig og þökkum
þér svo innilega fyrir samleiðina.
Við vissum að kveðjustundin myndi
koma og þó maður væri undirbúinn
þeim fréttum, þá var það mikil
sorgarstund.
Hugur minn reikar til baka til
Vestmannaeyja á Skólaveg 25 þar
sem þú og systkini þín Sigga
frænka og Einar pabbi ólust upp
og þar sem við eldri systkinin nut-
um umhyggju afa og ömmu. Og þó
að þú værir á þeim tíma flutt til
Reykjavíkur, var ekki ósjaldan tal-
að um „hana Sunnu okkar“.
Ég minnist þess hversu hjálpleg
þú varst foreldrum okkar á ótal
stundum, þegar við krakkarnir vor-
um að alast upp. Einnig nutum við
þess innilega þegar þig Atli komuð
í heimsókn á Ljósvallagötuna – þið
voruð alltaf tilbúin að sýna okkur
áhuga og blíðu. Oft er minnst á
gamlárskvöldin þar og sérstaklega
þegar Atli mætti með ýmislegt
gríndót sem vakti lukku og kátínu
jafnt hjá börnum sem fullorðnum.
Minningar um skemmtileg jóla-
boð, ferðir á Þjóðhátíðina í Eyjum
og margar stundir þar sem þú
kenndir okkur handavinnu og fleira
nýtilegt, koma upp í hugann.
Seinna komu skemmtilegar ferðir í
sumarbústaðinn ykkar Atla við
Álftavatn, þar sem við nutum gest-
risni og glaðværðar ykkar.
Eftir að ég flutti til Ameríku,
naut ég þess að fá bréfin frá þér,
þú varst svo natin við að skrifa og
segja fréttir af fjölskyldunni. Í
ferðum heim var alltaf jafn gaman
að hitta þig, hressa og káta. Við
Rick erum þér sérstaklega þakklát
fyrir hvað þú sýndir börnum okkar,
Eileen og Ricky, mikla hlýju. Þau
minnast góðsemi þinnar og gæsku.
Sunna mín, þú varst tígulega
frænkan okkar – smart, skemmti-
leg og umhyggjusöm. Þú varst mitt
á milli okkar, staðföst og bjartsýn.
Þín verður sárt saknað, en minning
þín lifir og nafnið þitt verður nefnt
með hlýhug um ókomin ár. Við
þökkum þér fyrir allar ógleyman-
legu stundirnar.
Guð blessi þig og varðveiti þig.
Þórunn (Tota), Rick, Eileen,
Eric, Rick og Tara.
Elsku Sunna.
Sem barn var ég að koma úr
Sundhöllinni með pabba og þá hitti
þig í fyrsta sinn. Þú varst á hjóli en
fullorðnir voru ekki á hjóli á þess-
um árum. En þar sem þú varst vin-
kona uppáhalds frænda míns, Jóns
Atla, var þér fyrirgefið. Þú sagðir
mér seinna, að þú hefðir heyrt
börnin segja, að þú værir annað-
hvort dönsk eða vitlaus. Það háði
þér ekkert og lýsti þér vel. Þú fórst
þínar eigin leiðir.
Seinna urðum við góðar vinkon-
ur.
Pabbi las fyrir okkur systkinin
eina Íslendingasögu á hverjum
vetri, svo las hann ljóð og þjóðsög-
ur, sem tengdust þeim stað. Á
sumrin var svo farið á slóðir þess-
ara sagna. Farið var á tveim jepp-
um, við fjölskyldan á öðrum og þið
á hinum. Jón Atli hafði gengið svo
frá bílunum að þeir voru tilbúnir í
hvað sem var. Þannig fórum við á
slóðir Brennu-Njálssögu, Laxdælu,
Grettissögu, heimsóttum sögu
Skaftárelda, Sögu Höllu og Fjalla-
Eyvindar o.fl. Þessar ferðir eru
einn af bestu hlutum lífs míns og
ástæða fyrir því hvað ég elska land-
ið okkar mikið. Það var yndislegt að
hafa ykkur hjónin með, þið gerðuð
þessar ferðir ógleymanlegar. Jón
Atli kenndi okkur margt, m.a. að
veiða, en þú varst alltaf þarna þeg-
ar við þurftum að tala við einhvern.
Við systkinin vorum ótrúlega hepp-
in að fá að hafa ykkur með í þess-
um ferðum.
Þú misstir mikið þegar Jón Atli
dó.
Á menntaskólaárum mínum fór-
um við nokkrar vinkonur austur um
páskana til að lesa fyrir próf. Úti
var snjór og kalt. Fyrsta kvöldið
var bankað á dyrnar og þið voruð
mætt til að líta eftir okkur. Ég hélt
að þið væruð í ykkar bústað, en,
nei, þið keyrðuð bara austur til at-
huga hvernig okkur liði, hvort vatn
væri á húsinu og hvort kolaeldavél-
in virkaði.
Seinna ákváðum við Davíð að
fara vestur á Hornbjarg og hjálpa
Jóa vini okkar að flytja. Edda dóttir
okkar var nýfermd og varð að fara
með okkur. Hún var ekki til í það,
hélt að hún gæti verið ein heima, en
við hlustuðum ekki á það. Við buð-
um þér að koma með vegna þess að
við vissum að þér leið ekki vel og
Jói var vinur þinn líka. Edda þakk-
ar þér fyrir hvað var gott að hafa
einhvern til að tala við í þessari
ferð. Hún lærði að meta þig á sama
hátt og ég gerði mörgum árum
fyrr.
Eftir að Davíð dó, þurfti ég að
fara austur aftur og ég bað þig um
að koma með mér. Þú varst til í það
og fórst með mér hringinn. Ég
þakka þér fyrir það, þessi ferð var
erfið fyrir mig en þú gerðir hana
góða, eins og allt sem þú gerðir.
Samt held ég að sú ferð hafi verið
okkur báðum til góðs.
Elsku Sunna, ég vildi að ég hefði
alla þann fróðleik á tölvu, sem þú
hafðir, en því miður hverfur hann
með þér.
Elsku Sunna, þakka þér fyrir
allt.
Auður Ragnarsdóttir.
Elsku Sunna,
þú varst aðdáunarverð frænka,
alltaf með hlýlegt bros á vörum,
ilmandi pönnsur á borðum og góð
föndurráð fylgdu í kaupbæti. Þú
varst þolinmóð þegar við hlupum
um íbúðina þína sem krakkar og
sýndir okkur einlægan áhuga nú
þegar við sjálf erum að ala upp
börn.
Við elskum þig og biðjum Guð að
blessa þig, þar sem þú hvílir nú.
Eileen G. Kelley.
Elsku besta Sunna,
við þökkum þér fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum, þær
eru okkur ómetanlegar. Við þökk-
Súsanna Halldórsdóttir
(Sunna)
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram,
eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar