Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
✝ Jóhann Hálfdán-ardóttir var
fædd á Neðri-
Fitjum í Víðidal, A-
Hún. 23. janúar 1921.
Hún lést á öldr-
unarlækningadeild
Landspítala, Landa-
koti, 9. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Elín
Jónsdóttir frá Strönd
í Landeyjum, f.
11.10. 1888, d. 29.5.
1982, og Hálfdán
Árnason frá Stóra-
Hvarfi í Víðidal, A-Hún., f. 15.3.
1897, d. 20.12. 1959. Systkini Jó-
hönnu eru Sigríður Hálfdán-
ardóttir, f. 12.2. 1920, d. 30.8.
1999, Helgi Júlíus Hálfdánarson, f.
19.7. 1927, Júlíana Svanfríður
Hálfdánardóttir, f. 4.5. 1932. Jó-
hanna giftist 29.3. 1945 Hauki
Svanberg Guðmundssyni frá
Reykjavík, f. 4.7. 1920, d. 12.7.
2007. Foreldrar hans voru Ingi-
björg Gísladóttir frá Syðri-Brúna-
völlum á Skeiðum, f. 4.11. 1882, d.
25.6. 1965, og Guðmundur Magn-
ússon frá Ánanaustum í Reykjavík,
f. 15.11. 1883, d. 29.1. 1932. Börn
Hauks og Jóhönnu eru 1) Ingvar,
f. 1.9. 1945, kvæntur Sigríði Axels-
dóttur, f. 29.10. 1946, börn þeirra
eru Jóhanna, f. 19.8. 1967, og Ax-
el, f. 4.12. 1971. 2)
Elín, f. 5.8. 1955, gift
Svavari Helgasyni, f.
12.8. 1951, börn
þeirra eru Helgi
Guðlaugur, f. 6.10.
1979, Dóróthea, f.
30.10. 1981, og Ka-
milla, f. 30.10. 1981.
3) Guðmundur Vign-
ir, f. 8.3. 1957,
kvæntist Kristínu
Höllu Daníelsdóttur,
f. 17.10.1957, þau
skildu. Synir þeirra
eru Haukur Svan-
berg, f. 17.6.1976, Kristinn Dan, f.
23.6.1981. Sambýliskona er Lilja
Guðmundsdóttir, f. 5.2. 1951, börn
hennar eru Jessica Tómasdóttir, f.
18.5. 1971, og John Tómasson, f.
12.12. 1974. 4) Sigurdís Jóhanna, f.
5.4. 1958.
Jóhanna ólst upp á Valdaráseli,
Víðidalstungusókn, V-Hún. Um
fermingaraldur fluttist hún á Vals-
hamar á Mýrum. Jóhanna fluttist
til Reykjavíkur um tvítugt til að
læra að sauma og vann við sauma-
skap og var heimavinnandi hús-
móðir. Hún bjó lengsta hluta ævi
sinnar í Sigluvogi 8 og síðustu tíu
árin á Skúlagötu 20.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
Elsku mamma.
Það er erfitt að trúa því að þú sért
búin að kveðja okkur. Daginn fyrir
andlátið varstu kát og hress en
næsta morgun varstu búin að
kveðja. Efst í huga okkar systra er
þakklæti fyrir það hvað þú varst
okkur góð móðir, alltaf tilbúin að
gera allt fyrir okkur. Þú hafðir gam-
an af að sauma á okkur, hvort sem
það var fyrir böllin eða utanlands-
ferðir og hvort sem það voru glæsi-
kjólar, bikiní, dragtir eða kápur –
það var alveg sama hvað það var, við
þurftum bara að lýsa því hvernig það
átti að vera og þú töfraðir það fram.
Það var gott að alast upp í Siglu-
voginum í húsinu sem þið pabbi
byggðuð. Að halda garðinum falleg-
um var þitt líf og yndi og minnumst
við þess að garðurinn angaði af næt-
urfjóluilmi.
Þú varst af þeirri kynslóð kvenna
sem flestar voru heimavinnandi hús-
mæður og þú varst ein af þeim sem
elduðu tvær heitar máltíðir með eft-
irmat á dag og alltaf bakaðir þú
margar sortir af kökum í hverri
viku. Minnumst við þess að hafa
fengið volgar kökur með kaffinu
þegar við komum heim úr skólanum.
Einnig minnumst við stóru jóla-
boðanna sem þú hélst þar sem fjöl-
skyldan kom saman. Þau byrjuðu á
kaffihlaðborði með heitu súkkulaði
um miðjan daginn og um kvöldið var
hamborgarhryggur með öllu tilheyr-
andi.
Okkur er sérstaklega minnisstæð
Kanaríeyjaferðin sem þið pabbi fór-
uð með okkur jól og áramót 2005, þú
kveiðst mikið fyrir ferðinni en hafðir
svo mikla gleði og ánægju af. Það
var mikið áfall fyrir þig þegar pabbi
dó fyrir tveimur árum, því hann var
stoð þín og stytta í lífinu.
Elsku mamma, þá ertu komin til
pabba og við eigum eftir að sakna
þín mikið. Við vonum að guð geymi
þig vel.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Elín og Sigurdís.
Nú þegar elskuleg tengdamóðir
mín Jóhanna Hálfdánardóttir er lát-
in hrannast upp minningar, allar
jafn góðar.
Það er margs að minnast þegar ég
kveð mína kæru tengdamóður eftir
34 ára kynni. Nanna eins og hún var
kölluð af fjölskyldunni var einstök
kona. Frá fyrsta degi tók hún mér
sem syni sínum. Þar sem ég hafði
misst móður mína ungur drengur
var það dýrmætt að finna móður-
kærleikann aftur, en það fann ég svo
sannarlega hjá tengdamóður minni.
Hlýja og kærleikur ríkti í Sigluvogi
8, sem var heimili fjölskyldunnar í
mörg ár.
Jóhanna og Haukur tengdafaðir
minn voru mjög samrýnd. Ég bjó
hjá þeim í þrjú ár meðan við hjónin
vorum að koma okkur upp heimili.
Ég minnist þess hvað þau stjönuðu
við okkur. Á þessum tíma voru flest-
ar konur heimavinnandi og það átti
auðvitað um Jóhönnu. Heitur matur
kvölds og morgna og alltaf var eitt-
hvað nýbakað með kaffinu.
Ég á góðar minningar frá mörg-
um jólum í Sigluvoginum. Þar voru
stórar fjölskylduveislur haldnar sem
þótti sjálfsagt. Börn, tengdabörn og
barnabörn komu saman og húsmóð-
irin var þannig að hverjum fannst
hann vera á stórstjörnu hóteli.
Á haustin var sjálfsagt að taka
slátur og setja niður kartöflur. Jó-
hanna lærði saumaskap og saumaði
öll föt á börnin og síðar barnabörnin.
Þetta var mikill sparnaður og kom
sér vel fyrir okkur að fá frí föt á
börnin þegar við stóðum í því eins og
aðrir að byggja og koma okkur upp
heimili. Þetta verður seint þakkað.
Þess má geta að hún saumaði ekki
aðeins barnaföt, hún saumaði kjóla,
kápur, buxur, jakka o.fl. á fullorðna
fólkið líka. Þegar hún var 70 ára
sagðist hún vera hætt að sauma.
Haukur og Jóhanna byggðu sér
fallegt heimili að Sigluvogi 8 í
Reykjavík. Það var líka það sem ég
tók eftir þegar ég kom inn á heimilið
hve allt var snyrtilegt og vel hugsað
um allt, bæði úti og inni. Garðurinn
og berin voru hennar yndi. Hún
vann öllum stundum í garðinum og
ég var settur í stígvél og færð skófla
í hönd og vann í beðunum með
tengdaforeldrunum.
Ég man hvað það var erfitt fyrir
Jóhönnu að yfirgefa Sigluvoginn,
þetta yndislega hús sem þau byggðu
og garðinn fallega sem þau hjónin
voru búin að leggja svo mikla rækt
við.
Haukur og Jóhanna fluttu á
Skúlagötu 20 fyrir 10 árum. Haukur
tengdafaðir minn lést 12. júlí 2007.
Það var mikill missir fyrir Jó-
hönnu þegar Haukur lést, sérstak-
lega vegna þess hve samrýnd þau
voru alla tíð. Hún varð aldrei söm
eftir lát mannsins síns. Hennar líf
varð daufara. Heilsu hennar hrakaði
jafnt og þétt eftir lát Hauks. Ég held
að ég halli ekki á neinn þó ég segi
það að dætur Jóhönnu, þær Elín og
Jóhanna
Hálfdánardóttir✝ Hreiðar G. Viborgfæddist á Flateyri
við Önundarfjörð 3.
febrúar 1923. Hann
lést á Vífilsstöðum 30.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru María Hálfdán-
ardóttir húsmóðir, f.
28.10. 1889, d. 1980,
og Guðmundur Pjet-
ursson trésmíða-
meistari, f. 10.3. 1891,
d. 1993. Systkini
Hreiðars eru: Guð-
rún, f. 1911, d. 1956;
Hálfdán, f. 1913, d. 1999; Jens, f.
1915; Garðar, f. 1917, d. 2009; Elís,
f. 1918, d. 1998; Marinó, f. 1920.
Hreiðar kvæntist 20. apríl 1946
Jónu Helgadóttur, f. 9.7. 1924 á Ísa-
firði. Foreldrar hennar voru Helgi
Þorbergsson vélsmiður, f. 2.10.
1895, d. 1964, og Sigríður Jón-
asdóttir húsmóðir, f. 24.12. 1897, d.
1981. Börn þeirra eru: 1) Helgi Þór,
f. 6.8. 1950, kvæntur Hildi Sveins-
dóttur. Dætur þeirra eru a) Eva
Bryndís, f. 19.5. 1972. Maður henn-
ar er Stefán Þór Bjarnason. Synir
þeirra eru Oddur, f. 14.10. 2001, og
Ari, f. 1.8. 2006. b) Ásthildur, f. 9.5.
1976. Í sambúð með Hirti Hann-
essyni. Sonur þeirra er Hannes, f.
29.5. 2009. c) Þóra Björg, f. 5.5.
1981. 2) Guðmundur, f. 11.10. 1953.
Sambýliskona hans var Sjöfn Arn-
finnsdóttir, þau slitu samvistir.
Dóttir þeirra er Þórdís, f. 31.10.
1978. Sambýlismaður hennar er
Jón Arnar Benediktsson. Börn
þeirra eru Freydís Glóð, f. 24.2.
2003, og Hrafnkell Goði, f. 19.3.
2009. 3) Sigríður María, f. 31.3.
1958. Synir hennar eru Ásgeir Hall-
dórsson, f. 4.12. 1983,
og Brynjar Freyr
Halldórsson, f. 31.8.
1989.
Hreiðar, sem hét
fullu nafni Þór Hreið-
ar Guðmundsson Vi-
borg, ólst upp og bjó á
Flateyri til tvítugs, en
flutti þá til Ísafjarðar
með fjölskyldunni.
1943 fór hann til
Reykjavíkur og hóf
nám í klæðskeraiðn
hjá fataverksmiðj-
unni Gefjun. Að loknu
námi starfaði hann sem klæðskeri, í
fyrstu hjá Gefjun og síðan hjá Fata-
verksmiðju Magnúsar Víglunds-
sonar hf. sem verkstjóri.
Hann stofnaði sína eigin sauma-
stofu árið 1965 í Barmahlíð 34. Þar
starfaði hann sem klæðskeri það
sem eftir var starfsævinnar.
Hann átti stóran hóp viðskipta-
vina sem lögðu leið sína með reglu-
bundnu millibili í Barmahlíðina
enda fóru saman verð og gæði.
Hann var lipur í að sauma á kúnna
sem þurftu á sérsaumuðum fötum
að halda, annaðhvort vegna starfs
síns eða vaxtarlags.
Hreiðar var í Frímúrarareglunni
og starfaði innan reglunnar með
miklum áhuga á meðan heilsan
leyfði.
Hann bjó í Barmahlíð 34 allt til
ársins 2004 þegar þau hjónin fluttu
í íbúð fyrir aldraða á Hraunvangi 3
sem er í tengslum við DAS í Hafn-
arfirði, en síðustu tvö árin var hann
á Vífilsstöðum.
Útför Hreiðars fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi og hefst at-
höfnin kl. 15.
Það er margs að minnast þegar lit-
ið er yfir farinn veg við tímamót sem
þessi. Pabbi búinn að kveðja þessa
jarðvist, eftir erfiða sjúkdómslegu.
Ég var því miður stödd erlendis, gat
ekki kvatt hann almennilega og verið
hjá honum undir það síðasta. En
svona var pabbi, hægur og hlédræg-
ur, vildi aldrei gera mál eða láta hafa
fyrir neinu, ekki fyrir hann sjálfan.
Alltaf var hann þó tilbúinn til að
rétta öðrum hjálparhönd, sama hvað
hann var beðinn um, allt lék í hönd-
unum á honum. Þau voru ófá skiptin
sem ég gerði mér ferð út á sauma-
stofu til að spjalla eða til að dunda
mér með honum þegar ég var stelpa.
Þar var saumuð hver flíkin af ann-
arri eftir tískustraumum hvers tíma.
Síðar þegar ég fór að búa var gott að
eiga pabba að þegar fara átti út í
framkvæmdir. Hann var alltaf til í að
gefa góð ráð og aðstoða. Aldrei
þurfti að kaupa iðnaðarmenn til
verka, þetta gerði maður sjálfur.
Pabbi var ákaflega heimakær
maður og það var gott að líta inn í
Barmahlíðinni þegar maður átti leið
framhjá í spjall um daginn og veg-
inn, því ekki var komið að tómum
kofunum þegar fréttir og pólitík
voru annars vegar, oft var fjölmennt
og fjörugar umræður við eldhús-
borðið yfir kaffi og meðlæti sem
mamma hafði galdrað fram. Hann
fylgdist vel með okkur krökkunum,
hafði kannski ekki fullan skilning á
því hvers vegna maður var alltaf að
flækjast upp um fjöll og firnindi jafnt
að sumri sem vetri, honum fannst
miklu notalegra að vera heima og
hlusta á útvarpið eða líta í dagblöðin.
Ferðasöguna vildi hann heyra og
vita hvort allir hefðu skilað sér heilir
heim.
En nú er tími til að kveðja og
þakka fyrir góða samveru og allan
þann mikla stuðning sem hann veitti
mér, hann var alltaf til staðar þegar
á reyndi og fyrir það vil ég þakka.
Sigríður María (Sigga Mæja).
Undanfarna daga hafa leitað á mig
ótal minningar og minningabrot um
afa. Sú mynd sem er sterkust er af
honum gangandi fram og tilbaka á
rósótta teppinu í Barmahlíðinni í
gráu vesti með keðjuna af gullúrinu
festa í hnappagatið. Afi var alltaf vel
til fara og snyrtilegur, meira að
segja þegar hann var að smíða, mála
eða múra. Enda klæðskeri. Þessa
mynd af afa mun ég varðveita en hún
er óneitanlega gerólík því hvernig afi
var orðinn löngu áður en hann fór frá
okkur.
Ég var mikið hjá ömmu og afa
þegar ég var lítil og naut forréttinda,
sem elsta barnabarnið, með einka-
rétt á athygli fyrstu árin. Þegar ég
fæddist bjuggu mamma og pabbi í
risíbúðinni fyrir ofan ömmu og afa
sem við fluttum svo aftur í ellefu ár-
um síðar á meðan mamma og pabbi
byggðu húsið sitt. Þá skall á kreppa
eins og núna og hjálp ömmu og afa
skipti eflaust sköpum um að mamma
og pabbi héldu sjó. Afi var alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa til í húsinu og
reyndist pabba ómetanleg hjálp.
Sjálfur hafði afi byggt Barmahlíðina
ásamt pabba sínum og bræðrum
þegar fjölskyldan fluttist frá Vest-
fjörðum. Löngu fyrir mína tíð.
Afi kenndi mér ótalmargt, eins og
til dæmis að skræla kartöflur og tala
ekki þegar hádegisfréttirnar voru í
útvarpinu. Allt er þetta mikilvægt.
Mér varð ljóst smám saman að á
milli okkar afa væri strengur sem
aldrei myndi bresta. Ég sótti í að
vera í skúrnum hjá afa, sem var sér-
heimur með risastóru sníðaborði,
efnisströngum í hillum, brúnum
sníðablöðum og lykt af pressuðu
terlíni. Frammi var afgreiðsluborð,
mátunarklefi og tilbúnar buxur á
hringstatífi. Þetta bauð að sjálfsögðu
upp á ýmsar tegundir leikja hjá
ungri stúlku. Þar reyndi ég eflaust á
þolrif afa því ég flækti ítrekað og
endalaust saumavélarnar. En afi
stóð bara þegjandi upp, stundum
dæsandi, og losaði flækjurnar þann-
ig að ég gæti haldið áfram. Þegar ég
eltist kom ég með efni og bað hann
að sauma á mig föt, sem honum
fannst algjörlega fáránleg á köflum.
En afi gerði allt sem ég bað hann um.
Af öllum þeim fötum sem afi saumaði
á mig hef ég sérstaklega passað kjól-
ana sem hann saumaði þegar ég út-
skrifaðist úr menntaskóla. Það eiga
ekki margir afa sem sauma kjóla á
barnabörn sín. Það hlýtur að teljast
til forréttinda. Við sniðmátun flugu
líka stundum gullkorn frá afa sem
eru orðin klassísk milli mín og systra
minna en við erum sammála um það
að svarta hlutann af húmor okkar
höfum við erft frá afa. Afa fannst líka
mjög gaman þegar okkur systrunum
fannst hann fyndinn en þá brosti
hann með sérstöku glotti.
Þótt afi hafi verið orðinn gamall og
tilbúinn til þess að fara er núna
kveðjustund. Lífaldur og heilsufar
breyta ekki eðli þeirrar stundar.
Erfiðast er að horfa upp á ömmu
sína missa lífsförunaut sinn til
margra áratuga eftir að hafa staðið
með honum í gegnum löng og erfið
veikindi. Getur enginn sett sig í
hennar spor nema hafa staðið í þeim
sjálfur. Afa þakka ég allt gamalt og
gott. Blessuð sé minning hans.
Eva Bryndís Helgadóttir.
Nú hefur elskulegur vinur minn
og mágur, Hreiðar G. Viborg, kvatt
þennan heim eftir langvarandi veik-
indi.
Hreiðar var klæðskeri að mennt
og mjög laghentur, sannkallaður
þúsund þjala smiður. Má segja, að
allt hafi leikið í höndum hans. Nutu
margir þess, því að hann var afar
hjálpsamur. Hann var listfengur og
eiga ýmsir í fjölskyldunni fallegar
myndir, sem hann málaði.
Á skólaárum mínum bjó ég hjá
honum og Jónu, systur minni, að
Barmahlíð 34, og reyndust þau mér
sem bestu foreldrar. Í sama húsi og
því næsta bjuggu foreldrar Hreiðars
og fjögur systkini. Höfðu þau öll
unnið sameiginlega að byggingu
húsanna.
Á þessum árum var oft glatt á
hjalla á heimilinu. Hreiðar var mús-
íkalskur og spilaði ýmist á harmon-
ikku eða orgel, og ég reyndi að fylgja
með á saxófón. Mikið var sungið,
þegar fjölskyldan kom saman, enda
allir bræðurnir góðir söngmenn.
Hreiðar var hlédrægur maður og
heimakær en gekk snemma í Frí-
múrararegluna og sótti þangað fundi
og andlega upplyftingu á meðan
heilsan leyfði.
Þau hjónin voru góðir bridge-spil-
arar og við Þórunn minnumst ótelj-
andi skemmtilegra stunda við spila-
borð þeirra. Spilakvöldin voru oft
krydduð með tónleikum, þ.e. Hreið-
ar setti diska á fóninn með uppá-
haldssöngvurum, íslenskum og er-
lendum.
Það er erfitt að sjá á eftir góðum
vini eftir 63 ára samleið. Margs er að
minnast og margs að sakna, þegar
við kveðjum Hreiðar Viborg. Bless-
uð sé minning hans.
Erlingur Helgason.
Hreiðar G. Viborg
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn-
ingargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram,
eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar