Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
Sudoku
Frumstig
6 9
8
4 8 7 1
5 3
5
3 7 2 6
9 6 5 7 4
9 8
3 2 1 5
4 1
2 4 9 7
6
1 7
6
8 1 2 9 5 6
7
9 3
6 8 4 5 3
8 1
9
6 8
5 9
4 8 3
1 5 6
9 7 1
3 4 2
6 5 3 2
5 8 1 3 2 6 9 7 4
7 2 6 9 1 4 3 8 5
3 4 9 5 8 7 1 6 2
8 7 3 6 9 5 4 2 1
9 1 4 7 3 2 6 5 8
6 5 2 1 4 8 7 3 9
2 3 5 4 6 1 8 9 7
4 6 8 2 7 9 5 1 3
1 9 7 8 5 3 2 4 6
8 7 4 1 2 3 5 9 6
1 5 3 6 9 7 4 2 8
2 9 6 4 5 8 7 3 1
9 3 2 5 1 4 6 8 7
6 8 1 9 7 2 3 5 4
7 4 5 3 8 6 2 1 9
3 2 8 7 6 1 9 4 5
4 6 9 8 3 5 1 7 2
5 1 7 2 4 9 8 6 3
5 9 1 4 7 8 2 3 6
6 3 7 1 5 2 4 8 9
4 8 2 6 3 9 7 1 5
1 5 4 2 9 7 3 6 8
8 7 6 5 4 3 9 2 1
3 2 9 8 1 6 5 4 7
9 1 8 3 2 5 6 7 4
7 6 3 9 8 4 1 5 2
2 4 5 7 6 1 8 9 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla út
í reitina þannig að í hverj-
um 3x3-reit birtist tölurnar
1-9. Það verður að gerast
þannig að hver níu reita lína
bæði lárétt og lóðrétt birti
einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röð-
inni.
Í dag er mánudagur 20. júlí, 201. dagur
ársins 2009
Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drott-
inn mér: „Með ævarandi elsku hef ég
elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð
mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.)
Víkverji játar að eiga það stundumtil að kvarta yfir hinu og þessu.
Auðvitað á sumt rétt á sér. Máltækið
góða, vinur er sá er vamms segir, á
oft vel við. Þó oft megi líka satt kyrrt
liggja.
x x x
Þess vegna langar Víkverja að rifjaupp hvað hugarfar getur skipt
miklu máli. Víkverji hefur að vísu
stundum verið áminntur fyrir óþol-
andi bjartsýni. Þó svo að margir hafi
líka talið hann óþolandi svartsýnan.
Með þetta í huga, þá er hugarró
eiginleiki sem sumir virðast fá í
vöggugjöf. Eiginleiki sem að mati
Víkverja er gulli betri. Það skiptir
ekki máli hvaða áföll dynja yfir. Alltaf
er öllu tekið með ró og spekt
x x x
Víkverji hefur alltaf dáðst að fólkisem getur tekist á við vanda-
málin af æðruleysi. Þá er Víkverji
ekki að tala um hið víðfræga „þetta
reddast“ hugarfar Íslendinga. Held-
ur frekar hina bjargföstu sannfær-
ingu sem virðist búa í brjóstum þess-
ara einstaklinga um að það verði allt í
lagi. Á meðan að „þetta reddast ein-
staklingurinn“ er stressaður og í sí-
felldu kapphlaupi. Kapphlaupi sem
snýst um að sjá til þess, að þetta
reddist.
x x x
Þegar Víkverji spyr rólega ein-staklinginn, hvort hann sé ekki
áhyggjufullur, finnst þetta jafnvel
óeðlilegt kæruleysi á köflum, þá á við-
komandi alltaf sama svarið. „Það
breytir engu þó ég hafi áhyggjur af
þessu. Það eina sem myndi breytast
væri að mér liði illa.“
Yfir þessu fólki hvílir ákveðin ró.
Það kann að lifa í núinu.
x x x
Það var ekki ætlun Víkverja aðvera með einhverja predikun.
En eftir að hafa verið samvistum við
einstakling sem er að vinna einmitt
svona úr erfiðum aðstæðum, sem
hefðu ekki komið upp í eðlilegu ár-
ferði, þá verður hann að játa að hann
er fullur aðdáunar á viðkomandi.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 tælir, 8 breiðir
firðir, 9 er fær um, 10
ílát, 11 búa til, 13
óskertur, 15 þref, 18
hvöss, 21 bæklingur, 22
lesta, 23 snagar, 24
stuttir dagar.
Lóðrétt | 2 svipað, 3 til-
biðja, 4 vafra, 5 lauslegt
samkomulag, 6 eld-
stæðis, 7 púkar, 12 léleg
skrift, 14 endir, 15 gang-
flötur, 16 þrekvirki, 17
þyngdareining, 18 þjófn-
að, 19 auðna, 20 ávöxtur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 dugur, 4 fúkki, 7 máfur, 8 lítil, 9 tel, 11 róma,
13 þrír, 14 kálar, 15 bóla, 17 árós, 20 ára, 22 lekur, 23
ungar, 24 afræð, 25 nurla.
Lóðrétt: 1 dómur, 2 gæfum, 3 rýrt, 4 fúll, 5 kýtir, 6 illur,
10 eflir, 12 aka, 13 þrá, 15 bólga, 16 lúkur, 18 rægir, 19
syrta, 20 árið, 21 auðn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem
lauk fyrir skömmu í Purley í Englandi.
Portúgalski stórmeistarinn Luis Ga-
lego (2454) hafði svart gegn heima-
manninum Jack Rudd (2357). 16…
Dxf4! 17. Dxb6 Bb4+ 18. Kf1 Db8! og
hvítur gafst upp enda liðstap óumflýj-
anlegt þar sem svartur hótar að fanga
hvítu drottninguna með Ha8-a6. Loka-
staða mótsins varð þessi: 1.-2. Keith
Arkell (2517) og Alexander Cherniaev
(2423) 6 1/2 vinning af 9 mögulegum. 3.
Alexei Slavin (2308) 5 1/2 v. 4.-5. Peter
Poobalasingam (2240) og Luis Galego
(2454) 5 v. 6. Daniel Gormally (2487) 4
1/2 v. 7. Jack Rudd (2357) 4 v. 8. Simon
Ansell (2394) 3 1/2 v. 9. Guðmundur
Kjartansson (2388) 2 1/2 v. 10. Robert
Eames (2312) 2 v.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Eðli trompa.
Norður
♠Á54
♥752
♦Á53
♣Á1083
Vestur Austur
♠DG108 ♠732
♥10 ♥DG98
♦G974 ♦D10
♣KG42 ♣D976
Suður
♠K96
♥ÁK643
♦K862
♣5
Suður spilar 4♠.
Summa tapslaga og tökuslaga ætti
með réttu að vera þrettán, en svo er
ekki alltaf. Einkum gengur þessi sam-
lagning illa upp þegar tromplitur sagn-
hafa er götóttur. Lítum á spil dagsins.
Í þessari legu má telja fimm tapslagi:
einn á spaða, tvo á tromp og tvo á tígul.
Á hinn bóginn renna upp tíu tökuslagir
með tiltölulega einfaldri spilamennsku.
Útspilið er ♠D.
Best er að drepa á ♠K heima og taka
strax ♥Á-K. Leggja svo upp í þann
leiðangur að trompa þrjú lauf heima:
Spila laufi á ás og trompa lauf, taka ♦K
og ♦Á og stinga annað lauf, spila loks
spaða á ás og trompa síðasta laufið. Nú
eru tíu slagir í húsi.
Tapslagatalningin byggist á því að
trompin falli saman í sókn og vörn. En
það er auðvitað ekki megineðli trompa.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mikið skáld hélt því fram að lífið
væri jafn leiðinlegt og vísa sem kveðin er
of oft, sem ergir sljótt eyra syfjaða
mannsins. Svona er að sjá takmarkið fyrir
sér ljóslifandi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Mál sem tengjast ferðalögum, fram-
haldsmenntun og lögfræði ættu að ganga
sérlega vel á þessu ári. Leitaðu aðstoðar
ef eitthvað vefst fyrir þér. Haltu því vöku
þinni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Í dag er gott að tala um peninga
við nána ættingja eða félaga. Ekki vor-
kenna þér og reyndu að hressa aðra við
sem líður eins og þér í dag.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert eins og milli steins og
sleggju í ákveðnu máli. Notaðu tækifærið
til að koma ár þinni sem best fyrir borð.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er betra að fara sér hægt þegar
átt er við ókunnuga. Sýndu tilfinningum
þeirra tillit, en hugsaðu síðan um það sem
skiptir þig máli, sama hvað þeir segja.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er betra að hafa slæma áætlun
en enga. Mundu að það er undir þér kom-
ið að gera rútínuna þína nógu skemmti-
lega.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert uppfullur af hugmyndum og
fleiri streyma að þér úr öllum áttum.
Leggðu þig fram um að vingast við aðra.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Láttu það ekki slá þig út af
laginu þótt undirtektir annarra séu eitt-
hvað öðruvísi en þú helst vildir. Ef þér
finnst eitthvað ekki rétt skaltu rannsaka
málið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Bogamaðurinn fær gott tæki-
færi til þess að bæta sambandið við nána
vini og maka á næstunni. Minnstu allra
góðu stundanna með viðkomandi og láttu
þær létta þér lífið.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þróunin heldur stöðugt áfram
og þú verður að fylgjast með hvað sem
tautar og raular. Dragðu hvergi af þér í
þeirri viðureign.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er til mikils ætlast af þér í
vinnunni og þú þarft að leggja þig allan
fram. Mundu að sjaldan veldur einn þá
tveir deila, og vertu sanngjarn.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Láttu það ekki blekkja þig þótt þú
eigir auðvelt með að koma skoðunum þín-
um á framfæri. Láttu þær engin áhrif
hafa, heldur haltu þínu striki.
Stjörnuspá
20. júlí 1783
Eldmessan á Kirkjubæj-
arklaustri. Meðan séra Jón
Steingrímsson messaði í
Klausturkirkju stöðvaðist
framrás hraunsins úr Skaft-
áreldum stutt frá kirkjunni.
Vildu menn þakka það bæn-
hita Jóns.
20. júlí 1798
Alþingismenn yfirgáfu Þing-
velli sökum ónæðis og „heilsu-
spillandi dragsúgs í gegnum
gluggabrotið og opið lögréttu-
hús“, eins og lögmaður orðaði
það. Þar með lauk störfum Al-
þingis á Þingvöllum.
20. júlí 1947
Snorrahátíð var haldin í Reyk-
holti í Borgarfirði og voru þar
allt að átta þúsund manns.
Ólafur krónprins (síðar kon-
ungur) afhjúpaði styttu af
Snorra Sturlusyni en hún var
gjöf frá Norðmönnum. Styttan
er eftir Gustav Vigeland.
20. júlí 1968
Vatn til Eyja. Skrúfað var frá
vatnsleiðslunni sem lögð hafði
verið til Vestmannaeyja frá
Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum.
Áður höfðu Eyjamenn nýtt
regnvatn.
20. júlí 1969
Útvarpið lýsti lendingu fyrsta
mannaða geimfarsins á Tungl-
inu, kl. 20.17, og síðar tungl-
göngu Neil Armstrong og
Edwin Aldrin. Á forsíðu Vísis
daginn eftir stóð: „Það tókst!“
20. júlí 1997
Minnisvarði um franska heim-
skautafarann dr. Jean Char-
cot var afhjúpaður í Straum-
firði, en þar fórst hann með
Pourquoi Pas? rúmum sextíu
árum áður.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
„ÞAÐ er nú ekki verra að fá slíkan dag, að fá skírn
á afmælinu sínu verður yndislega gaman,“ segir
Jóhanna Davíðsdóttir, húsfreyja og bóndi á Grund
í Skorradal sem á 69 ára afmæli í dag.
Afmælið er þó ekki aðalatriði dagsins að hennar
mati því í dag hlýtur einnig nýr fjölskyldu-
meðlimur skírn. Reyndar fagnar stórfjölskyldan á
Grund miklu barnaláni því stúlkan er sjöunda
barnabarn Jóhönnu og bónda hennar Davíðs Pét-
urssonar, hið áttunda er einnig nýkomið í heiminn
og það níunda væntanlegt. „Þetta er ótrúleg fjölg-
un á stuttum tíma, innan við fjórum mánuðum.
Það er alveg frábært, sér í lagi þegar maður fer að hallast á þennan
aldur,“ segir Jóhanna hlæjandi. Hún segist jafnvel eiga von á ein-
hverri óvæntri uppákomu í skírninni í dag líkt og þegar hin nýbakaða
móðir gaf upp nafn fyrstu dóttur sinnar Dagmarar í bundnu máli við
skírn fyrir fjórum árum. Athöfnin og hin tvöfalda veisla fer að sjálf-
sögðu fram í Skorradalnum þar sem ríkt hefur einmuna veðurblíða og
heyskap lauk nýlega á mettíma. „Það kláraðist á átta dögum sem er
ótrúlegt og hefur aldrei verið síðan ég kom fyrst á Grund fyrir 35 ár-
um,“ segir Jóhanna sem hefur yfir mörgu að gleðjast í dag.
una@mbl.is
Jóhanna Davíðsdóttir, bóndi á Grund, 69 ára
Skírnarveisla í afmælisgjöf
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is