Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 23

Morgunblaðið - 20.07.2009, Side 23
Velvakandi 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BÍDDU NÚ HÆGUR... VARÚÐ! TÝNDUR HUNDUR VARÚÐ! TÝNDUR HUNDUR VARÚÐ! TÝNDUR HUNDUR ÉG HORFÐI Á LIÐIÐ ÆFA, OG ÞAU VORU HRÆÐILEG! EKKERT ÞEIRRA GAT SLEGIÐ BOLTANN LENGRA EN NOKKRA METRA! Í LIÐINU ER KJAFTFOR STELPA SEM KANN EKKI AÐ GRÍPA... ÞAU ERU LÍKA MEÐ EITTHVAÐ SKRÍTIÐ DÝR SEM GETUR EKKI KASTAÐ, OG KASTARINN ÞEIRRA ER EINN SÁ VERSTI SEM ÉG HEF SÉÐ! ÞÚ NJÓSNAÐIR UM ÞITT EIGIÐ LIÐ!!! PABBI, ÉG VEIT AÐ ÞÚ BAÐST MIG AÐ MOKA INNKEYRSL- UNA... EN ÉG ER MEÐ BETRI HUGMYND ÉG GET BÚIÐ TIL RISASTÓRAN STÖKKPALL ÚR ÖLLUM SNJÓNUM, OG SÍÐAN GETUR ÞÚ SPÓLAÐ ÚT ÚR BÍLSKÚRNUM OG FLOGIÐ YFIR INNKEYRSLUNA! VIÐ GETUM SETT TUNNUR Í INNKEYRSLUNA TIL AÐ SJÁ HVAÐ ÞÚ GETUR STOKKIÐ YFIR MARGAR! ÉG SKIL EKKI AF HVERJU SUMT FÓLK KAUPIR SÉR BÍL HELGA, ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ NÁ Í BJÓR HANDA MÉR, FYRST ÞÚ STENDUR? ÉG ER BARA MEÐ TVÆR HENDUR !! EF ÞÚ MYNDIR HENGJA ÞVOTTINN Á HORNIN Á ÞÉR ÞÁ GÆTIR ÞÚ NÁÐ Í TVO BJÓRA HANDA MÉR! VELTU ÞÉR LALLI, VARSTU ÚTI? ÉG SKAUST BARA ÚT Í BÚÐ AÐ KAUPA SPAGETTÍ OG HVAR ERU KRAKK- ARNIR? INNI... ÉG VAR BARA KORTER Í BURTU SKILDIR ÞÚ ÞAU EIN EFTIR HEIMA?!? ÉG ÞURFTI AÐ ELDA MAT FYRIR KLUKKAN SJÖ! ÉG VARÐ... ÞANNIG AÐ ÞETTA VAR UPP Á LÍF OG DAUÐA? ÉG HEFÐI MISST AF KÖRFU- BOLTANUM! KÓNGULÓARMAÐURINN, VERÐIRNIR OG FANGINN ERU FASTIR INNI Í BÍLNUM... OG NÚ ER ÁSTANDIÐ ORÐIÐ MUN VERRA... GAS! SOFÐU VÆRT, LITLA PADDA UNGLINGARNIR á Ingólfstorgi sýna oft snilldartakta á hjólabrettum. Eflaust er ekki síður vandasamt að velja réttu tónlistina meðan á æfing- unum stendur. iPodinn fær alla athygli unga mannsins á bekknum. Morgunblaðið/Heiddi Vandasamt að velja rétta tónlist? Hvað er sjúkranudd? SJÚKRANUDD er viðurkennd heilbrigð- isstarfsgrein og ber sjúkranuddurum að starfa samkvæmt reglugerð nr. 204/1987 með síðari breytingum og fara að læknalögum. Ekki er hægt að læra sjúkranudd á Íslandi og eru þeir skólar sem heilbrigðisráðuneytið viðurkennir í Þýska- landi og Kanada. Nám- ið, sem tekur þrjú ár og er á háskólastigi, bygg- ist m.a. á líffærafræði, lífeðlis- og líf- efnafræði, sjúkdómafræði, hreyfing- arfræði, meinafræði, siðfræði, taugafræði, taugalífeðlis- og líf- efnafræði og innkirtlafræði. Einnig æfingum, kennslu í skoðun og mati á líkamlegu ástandi sjúklings, vatns- meðferðum og sérhæfðum sjúkra- nuddaðferðum. Þar sem ekki er hægt að læra sjúkranudd á Íslandi gerir sú staðreynd það m.a. að verk- um að ekki fjölgar hratt í stéttinni. Starfandi sjúkranuddarar á Íslandi í dag eru um 30 sem ekki þykir mikið. Nú virðist vera í tísku að fara í nudd og er það sannarlega af hinu góða. En nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi þessa stétt. Í munni fólks eru t.d. sjúkraþjálfar oft nefndir nuddarar, sem er auðvitað rang- nefni, og eins hafa hinir ýmsu nudd- arar gefið sig út fyrir að vera sjúkra- nuddarar. Kínverskt nudd og fleira í þeim dúr er til að mynda ekki sjúkranudd. Fólk ætti að vera með- vitað hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast eftir. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkranuddara innanborðs sem reynist svo ekki rétt þegar betur er að gáð. Þar sem löggiltur sjúkra- nuddari starfar á að hanga uppi á vegg löggildingarpappír frá heil- brigðisráðuneyti þar sem segir að viðkom- andi hafi löggildingu í sinni grein. Og ef ein- hver er að fara í sjúkranudd á hann heimtingu á að sjá lög- gildingarpappíra áður en meðferð hefst. Sjúkranuddarafélag Íslands (SNFÍ) hefur verið að taka á þessum málum og biðjum við almenning að vera vak- andi því það er ekki það sama nudd og sjúkranudd. Sjúkra- nudd er meðferð- arform, viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi. Nokkuð hefur einnig verið um það að fólk álíti, vegna þess að Sjúkra- tryggingar Íslands hafa ekki nið- urgreitt meðferð hjá sjúkranuddara, að sú stétt sé þar með ekki löggild heilbrigðisstétt. Það er auðvitað al- rangt og má benda á að fram undir hið síðasta hafa hvorki iðjuþjálfar né sálfræðingar verið inni í niður- greiðslukerfi Sjúkratrygginga Ís- lands þótt enginn efist um að þetta séu löggiltar heilbrigðisstéttir. Það er markmið Sjúkranudd- arafélags Íslands að afla sjúkra- nuddi sömu virðingar og viðurkenn- ingar og það nýtur í öðrum löndum innan vestrænna læknavísinda svo og að auka samstarf við aðrar heil- brigðisstéttir. Nú þegar eru sjúkra- nuddarar starfandi víða, t.d. á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og á eigin stofum. Það er því von okkar að þessi stétt haldi áfram að þróast við hlið og í samvinnu við aðr- ar heilbrigðisstéttir í landinu, lands- mönnum öllum til hagsbóta. Elsa Lára Arnardóttir, formaður Sjúkranuddarafélags Íslands.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður vegna sumarlokunar. Hádegismatur kl. 12-13. Næsta sumarferð verður 5. ágúst. Rangárvellir, Keldur, Landeyjar. Brottför kl. 8.30 frá Aflagranda, verð 6.300 kr., hádegismatur innifalinn. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna kl. 9-16, félagsvist kl. 13.30, pútt- völlur opinn. Dalbraut 18-20 | Brids kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Ferð til Vestmannaeyja 22.-24. júlí. Brottför kl. 10 frá Gullsmára og kl. 10.15 frá Gjábakka með rútu til Þorláks- hafnar. Siglt með Herjólfi til Eyja. Gist í tvær nætur í gistihúsinu Heimi. Skoð- unarferð um Heimaey og ekið um eld- stöðvarnar frá 1973. Bátsferð í umhverfi Heimaeyjar. Leiðsögn. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofa opin, ganga kl. 10, matur kl. 11.40, félagsvist kl. 20.30, púttvöllurinn opinn. Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er op- in kl. 9-14, matur kl. 12. Hæðargarður 31 | Opið í allt sumar. Morgunspjall kl. 9, Stefánsganga kl. 9.10, gáfumannakaffi kl. 15, „hot spot“ og tölvur, 18 holu púttvöllur, ljóðabók skapandi skrifa til sölu, hugmyndabank- inn opinn, málverkasýning Erlu og Stef- áns og félagsvist alla mánudaga kl. 13.30. Upplýsingar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á menningarflötinni við Gerðarsafn í Kópa- vogi kl. 13. Upplýsingar í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar æfingar kl. 10.30, Handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, Kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og sam- verustund kl. 15. Fótaaðgerðastofa opin, s. 552-7522. Vesturgata 7 | Blöðin og kaffi í setu- stofu kl. 9, handavinna kl. 9-15.30, leik- fimi kl. 11 (júní-ágúst). Matur kl. 11.30 og kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir og hár- greiðsla kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, handavinnustofan op- in, spilað, stóladans. Fótaaðgerðarstofan opin alla daga. Uppl. í síma 411-9450.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.