Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GALLERÍ Ágúst er myndlist- argallerí með áherslu á samtíma- myndlist og kynnir og selur mynd- list eftir íslenska sem erlenda listamenn. Þar er einnig veitt fag- leg ráðgjöf og aðstoð varðandi fjár- festingar í myndlist, af eiganda þess og framkvæmdastjóra, Sig- rúnu Söndru Ólafsdóttur. Galleríið hefur verið starfrækt í um tvö ár og er engan bilbug að finna á Sig- rúnu í kreppunni. Hún gerir þó ekki lítið úr áhrifum hennar og seg- ist finna fyrir því að fólk haldi að sér höndum. Ásókn listamanna í að sýna í rýminu er eftir sem áður mikil. Galleríið er við við fallegt torg á Baldursgötu, í miðju íbúðarhverfi en þó stutt í verslunargötur mið- bæjarins. Sigrún segir aðsókn að sýningum góða, fólk geri sér sér- staka ferð í galleríið að skoða sýn- ingar og leita ráðgjafar um lista- verkakaup. Hún er með BA-gráðu í mannfræði og á stutt í að ljúka list- fræðinámi við Háskóla Íslands og myndlistin er hennar líf og yndi. Hægist á uppbyggingunni Sigrún velur listamenn til sýn- ingahalds í galleríinu, tekur sölu- þóknun af verkum og hefur auk þess úrval verka til sölu utan sýn- inga. Hún veitir listamönnum ákveðna þjónustu, í samstarfi við þá, sér m.a. um kynningarmál og samskipti við fjölmiðla. „Náið sam- starf listamanns og gallerís skapast með tíð og tíma og með samvinnu,“ segir hún. Með söluþóknun og styrk frá Reykjavíkurborg tekst henni nokkurn veginn að ná endum saman í rekstrinum og hafa mynd- ast ákveðin tengsl milli hennar og valinna listamanna. „Galleríið er ungt, það er lítið og það gerir það að verkum að það er mjög lítil yfirbygging. Stærðin veit- ir mér vissan sveigjanleika, ég er ekki eins og gallerí í New York sem er með tugi manna í vinnu og þarf að segja upp helmingnum. En í ljósi aðstæðna – ég er ekkert að segja að allt sé í himnalagi – þá hafa hlutirnir breyst. Ég hef þurft að endurskoða plönin,“ segir Sig- rún. Það hafi ekki verið skemmti- legt fyrir ungt fyrirtæki í menning- argeiranum að lenda í kreppu eftir eins árs rekstur. „Sérstaklega þar sem þessi tegund af starfsemi byggist mikið á orðspori og að byggja upp viðskiptavinahóp. Þann- ig að ég geri mér alveg grein fyrir því að hraðinn á uppbyggingunni verður hægari.“ Margt spennandi framundan Sigrún segist bjartsýn á framtíð- ina og það sé einkum að þakka þeim frábæru listamönnum sem hafi sýnt hjá henni. „Ég er að vinna með listamönn- um sem ég hef mikla trú á og hef áhuga á að vinna með áfram. En mitt starf snýst m.a um að ráð- leggja fólki við kaup á myndlist og þar er það fagmennska og heið- arleiki sem skipta máli.“ Spurð að því hvort sýningar hjá henni hafi leitt til annarra verkefna hjá listamönnum segist Sigrún ekki vilja fullyrða neitt um það en nefnir þó að Andrea Maack hafi verið með sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Ágúst, sýnt á eftir í Listasafni Reykjavíkur og farið þaðan á tísku- tvíæring í Hollandi, þar sem hún sýndi með heimsþekktum hönn- uðum. Þá var Katrín Elvarsdóttir tilnefnd til Deutsche Börse-ljós- myndaverðlaunanna fyrir sýningu sína Equivocal í Gallerí Ágúst og hafa þau verk vakið athygli á sýn- ingum erlendis. „Það er erfitt að segja hvar þræðirnir liggja en ég reyni að leggja mitt af mörkum. Ég er enn að læra,“ segir Sigrún að lokum. „Ég er enn að læra“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Að Baldursgötu 12 Frá sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur í Gallerí Ágúst í júní síðastliðnum. Sigrún Sandra, eigandi gallerísins, segir að hún sé afskaplega ánægð með sýningarrýmið í Gallerí Ágúst og þyki gaman hversu vel listamenn hafi nýtt það og þá með fjölbreyttum hætti. Ljósmynd/Anna Ellen Douglas Sigrún Sandra Frábærir listamenn veita ástæðu til bjartsýni.  Sigrún Sandra hefur rekið Gallerí Ágúst í nær tvö ár og segir reksturinn ganga vel þrátt fyrir kreppuna  Smæð gallerísins veitir sveigjanleika HREIÐAR Ingi Þor- steinsson barítón- söngvari og Steinunn Halldórsdóttir píanó- leikari halda tónleika í Norræna húsinu á mið- vikudaginn kemur, hinn 22. júlí, klukkan 20. Tónleikarnir eru af- rakstur ársdvalar í Jy- väskylä í Finnlandi, en Hreiðar Ingi og Steinunn eru bæði í framhalds- námi í tónlist erlendis. Á efnisskránni verða pí- anóverk eftir Johann Sebastian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart og Jean Sibelius og íslensk og finnsk sönglög. Tónlist Hreiðar og Stein- unn leika og syngja Steinunn og Hreiðar Ingi HLJÓÐBÓKIN Ég hef nú sjaldan verið algild - ævisaga Önnu á Hesteyri eftir Rann- veigu Þórhallsdóttur er komin út í fáguðum upplestri Þór- unnar Hjartardóttur. Einnig má hlýða á stuttar upptökur af Önnu þar sem hún segir frá ævi sinni. Hljóðbókin er á sex geisladiskum og tekur rúmlega sjö klukkustundir í afspilun. Takmarkað upplag verður framleitt af hljóðbókinni, en hún fæst nú á sér- stöku kynningartilboði: 3.990 kr. Hægt er að panta eintök á netfanginu sagnabrunnur@- simnet.is eða í síma 866-2967. Bókmenntir Ævisaga Önnu á Hesteyri á hljóðbók Rannveig og Anna á Hesteyri BANDARÍSKI píanóleikarinn Mark Damisch kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld. Damisch leikur verk eftir Debussy, Chopin, Gershwin og Beethoven. Auk Damisch koma dætur hans fram á tónleikunum en að eigin sögn hefur hann lengi langað að koma með stúlkurnar, sem eru 14 og 19 ára, til Íslands. Damisch hélt sína fyrstu tón- leika árið 1975 í Bandaríkjunum og vill með tónlist sinni uppörva fólk á erfiðum tímum. Aðgangur er ókeypis á tónleikana en heimsókn Damisch er styrkt af sendiráði Bandaríkjanna hér á landi. Tónlist Mark Damisch í Norræna húsinu Ludwig van Beethoven Ég er því ein tauga- hrúga yfir við- tökunum á þessu öllu sam- an... 28 » Starfsemi gallerísins verður áfram með svipuðu sniði og spennandi sýningar framundan, að sögn Sig- rúnar Söndru. Má þar nefna af- mælissýningu í haust með nýjum verkum og á komandi sýningarári sýna m.a. Unnar Örn, Einar Gari- baldi og Hiroyuki Nakamura. „Það eru allir rosalega ánægðir með þetta rými sem koma að vinna í því. Flestir segja að það sé auðveldara en það lítur út fyrir. Ég er afskaplega ánægð með það sjálf og finnst gaman hvað listamenn hafa nýtt það vel og á ólíkan hátt á hverri einustu sýn- ingu,“ segir Sigrún um sýning- arrýmið. Listamenn sem hafa sýnt í gall- eríinu eru Andrea Maack, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Rakel Bernie, Davíð Örn Halldórsson, Hulda Stef- ánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Katrín Elv- arsdóttir, Magnea Ásmundsdóttir, Magnús Helgason, Marta María Jónsdóttir, Sara Björnsdóttir og Steingrímur Eyfjörð. Ánægð með rýmið RAFMÖGNUÐ kórverk eruekki áberandi í tónleika-flórunni á Íslandi. Ogtrúarleg kórverk þar sem textinn er fenginn úr einhverju öðru en Biblíunni eru það ekki heldur. Rafmagnaða kórverkið Rauður hringur eftir Þuríði Jónsdóttur, þar sem textinn er úr Spámanninum eft- ir Kahlil Gibran, Útlegð eftir Saint- John Perse og La Ballata di Rudi eftir Elio Pagliarani, hefur því nokkra sérstöðu. Textinn er hugleið- ing um lífið, blóðið og náttúruna, en líka það sem er ósýnilegt. Rafhljóðin skapa ójarðneska stemningu, þau gera landamæri lífsins óskýr. Hið óáþreifanlega verður sýnilegt, og hið jarðbundna tapar festu sinni. Ég heyrði Rauða hringinn fyrst á tónleikum í Dómkirkjunni fyrir átta árum. Núna var það flutt aftur á tón- leikum í Skálholti, af Hljómeyki undir stjórn Magnúsar Ragnars- sonar. Flutningurinn heppnaðist ekki al- veg eins vel og síðast. Upplestur Nathalíu Druzin Halldórsdóttur á brotum úr textanum var óskýr og heyrðist illa. Og rafhljóðin blönd- uðust ekki kórsöngnum svo að það væri trúverðugt. Ef til vill hefðu þau mátt vera veikari. Útkoman var dá- lítið sundurlaus, þessi skemmtilegi annarleiki sem ég veit að einkennir tónlistina, skilaði sér ekki. Rafljóðin voru í einu boxi, kórsöngurinn í öðru án þess að heildarmynd skapaðist, án þess að tónlistin öðlaðist persónu- leika. Um Hvíld eftir Huga Guðmunds- son, sem einnig var á dagskránni, er ekki margt að segja. Verkið var samið í minningu Halldórs Vilhelms- sonar söngvara sem lést fyrir nokkru. Það er fallegt, ljóðrænt og innhverft og var notalegt áheyrnar á tónleikunum. Mun óvanalegri var ný tónsmíð eftir Atla Ingólfsson, sem bar ekkert nafn. Textinn var úr sendibréfum sem Lilja nokkur Magnúsdóttir í Ás- garði í Dölum skrifaði Guðborgu dóttur sinni fyrir hálfri öld. Bréfin eru í sjálfu sér ekkert merkileg, þau fjalla bara um hversdagslega hluti. Því má segja að tónverkið hafi verið dramatískara en efni stóðu til. Eða hvað? Jú, það var mjög fyndið í byrjun, hversdagslegar fréttirnar úr sveit- inni voru beinlínis fáránlegar í ritú- alískum búningi rytma og kóreó- grafíu. Svo liðu margar mínútur án þess að neitt annað gerðist. Þegar á leið hætti tónlistin að vera fyndin, hún varð óbærilega leiðinleg. Hugsan- lega var það með ráðum gert; er ekki hversdagurinn ömurlegur ef hann skortir afþreyingu? Kannski mætti verk Atla vera styttra. En þá væri tilgangsleysi þess ekki eins áþreifanlegt. Það end- urspeglaði ekki lengur fáránleika mannlegrar tilveru. Eins og er stendur tónlistin sem átakanlegur minnisvarði um daglegt líf flestra, minnisvarði sem maður vill helst ekki vita af. Minnisvarði um fárán- leika Skálholtskirkja Kórtónleikar bbbnn Hljómeyki flutti verk eftir Þuríði Jóns- dóttur, Huga Guðmundsson og Atla Ing- ólfsson. Stjórnandi: Magnús Ragn- arsson. Einsöngvarar: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Brynhildur Auðbjargar- dóttir og Guðmundur Arnlaugsson. Fimmtudagur 16. júlí. JÓNAS SEN TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.