Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.07.2009, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13 OG 14 Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI / ÁLFABAKKA HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 1 - 2D - 4 - 5D - 7 - 8D - 10:10 - 11:10D 10 DIGTAL BRÜNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 8:30 - 10:10 - 10:30 - 12:10 14 HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 örfá sæti laus í VIP, tryggðu þér miða LÚXUS VIP TRANSFORMERS kl. 2 - 5 10 / KRINGLUNNI HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2D - 5D - 8D - 10D - 11:10D 10 DIGITAL BRÜNO kl. 6D - 8D - 10:10 - 12 14 DIGITAL ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 23D - 43D L DIGTAL 3D THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6 - 8 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI STÆRSTA KVIKMYNDASERÍA ALLRA TÍMA ER KOMIN Í BÍÓ! HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 HHHH „ÞESSI KYNNGIMAGNAÐA RÆMA ER SÚ BESTA Í RÖÐINNI.“ „YFIRBURÐAFÍNT SJÓNARSPIL MEÐ SNILLDARLEGRI TÓNLIST OG HLJÓÐMYND.“ Ó.H.T. – RÁS 2 Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÉG þverneitaði þegar mér var fyrst boðið hlutverkið. Ég var full- ur fordóma gagnvart þessari mynd og hélt að hún yrði alger klisja,“ byrjar leikarinn Michael Nyqvist samtal sem fram fer í hádegishléi hans á tökustað í Danmörku. Nyq- vist snæðir hádegismatinn sinn í rólegheitum á meðan blaðamaður rekur úr honum garnirnar um nýj- ustu mynd hans, Karlar sem hata konur, sem frumsýnd verður hér á landi á miðvikudag. Þar fer Nyq- vist með hlutverk nafna síns, Blom- kvists, rannsóknarblaðamannsins slynga. „Ég var eini maðurinn í Svíþjóð sem ekki hafði lesið bækur Stiegs Larsons, ég er svo snobbaður og hélt að þetta væri ekkert fyrir mig,“ heldur leikarinn áfram um aðkomu sína að myndinni. „Þegar Niels Arden Oplev, leikstjóri fyrstu myndarinnar, kallaði mig svo á sinn fund small eitthvað saman. Við tengdumst alveg ótrúlega vel og ég treysti honum fullkomlega til að gera góða mynd. Þegar ég svo loks- ins las bókina og svo handritið varð ég sannfærður um að við værum með stórkoslegt efni í höndunum.“ Bjóst ekki við góðum viðtökum Bækur Stiegs Larssons um þau blaðamanninn Blomkvist og tölvu- þrjótinn Lisbet Salander hafa selst í bílförmum á Norðurlöndum og víðar. Skyldi Nyqvist ekkert hafa verið efins um að taka að sér hlut- verk manns sem svo margir hafa lesið um og hafa skoðanir á hvernig eigi að vera? „Ég hugsaði ekkert mikið um það í byrjun. Ég reyndi bara að gera mitt besta í að kafa ofan í per- sónu Blomkvists og gera honum sem best skil. Það var ekki fyrr en að tökum myndanna lauk sem það rann upp fyrir mér hvað við hefð- um verið að gera. Ég uppgötvaði að 13 milljónir manna hafa keypt sér bókina, og svo lánað hana hugs- anlega einum eða tveimur svo að ég var að leika karakter sem um 30 milljónir manna höfðu lesið allt um og höfðu væntanlega skoðun á hvernig ætti að vera. En þá var of seint fyrir mig að gera nokkuð í því,“ segir leikarinn. Hann þarf þó varla að örvænta því líkt og bókin virðist myndin hafa unnið hug og hjörtu almenn- ings á Norðurlöndum, þar sem henni hefur verið afar vel tekið. „Já, ég bjóst satt að segja alls ekki við því. Það er svo sjaldgæft að eitthvað sé varið í kvikmyndir sem gerðar eru eftir bókum. Sjáðu bara Da Vinci-lykilinn. Einu tilvikin sem það hefur heppnast eru The Godfather og Harry Potter, og núna vonandi Karlar sem hata kon- ur,“ segir Nyqvist. Uppgjör við fortíðina Sem kunnnugt er náði Stieg Larsson að skrifa þrjár bækur áður en hann lést og verða þær allar fluttar yfir á hvíta tjaldið. Búið er að taka þær allar, þær voru teknar í einum rykk, og verða önnur og þriðja myndin sýndar síðar á þessu ári. Nyqvist hefur því eytt um tveimur árum ævi sinnar sem nafni sinn Blomkvist. Hann segist eiga eftir að sakna hans. Tökur fóru fram víðsvegar um Svíþjóð. Fann Nyqvist ekki fyrir því að fólk væri áhugasamt um verkefnið á meðan á tökum stóð? „Jú, mikil ósköp. En við vorum í sjálfskipuðu fjölmiðlabanni og töl- uðum ekki við neinn um myndina. Ég talaði ekki einu sinni um verk- efnið við konuna mína og börnin mín,“ segir Nyqvist og hann segist ganga sáttur frá verkefninu. „Það sem er svo gott við bæk- urnar hans Stiegs er hve mikið uppgjör felst í þeim, uppgjör sænsks samfélags við meðal annars samvikskubit frá seinni heimsstyrj- öldinni, um morðið á forsætisráð- herranum okkar og spillingarmál tengd Sósíaldemókrataflokknum. Hann skrifaði þetta svo vel og það er án efa lykillinn að velgengninni.“ Rithöfundurinn Nyqvist Það er nóg framundan hjá Nyq- vist því auk þess að standa í kynn- ingum á myndunum þremur kemur hans fyrsta bók út í september. „Hún segir frá þeirri erfiðu æsku sem ég átti en ég ólst upp á mun- aðarleysingjahæli,“ segir Nyqvist um bókina, sem heitir When the Child is Sleeping. „Ég er því ein taugahrúga yfir viðtökunum á þessu öllu saman. Bókin verður gefin út í Svíþjóð, Noregi og Danmörku auk Þýska- lands. Ég vona að hún komi út á Ís- landi líka. Ég veit að þið bæði skrif- ið og lesið mikið af bókum,“ bætir hann við að lokum.  Sænski leikarinn Michael Nyqvist fer með hlutverk Mika- els Blomkvists í Karlar sem hata konur  Afþakkaði hlut- verkið í upphafi, sannfærður um að myndin yrði klisja Tvíeykið Þau Noomi Rapace og Michael Nyqist í hlutverkum sínum sem Lisbet Salander og Mikael Blomkvist í Karlar sem hata konur. Leikarinn „Ég var eini maðurinn í Svíþjóð sem ekki hafði lesið bækur Stiegs Larsons, ég er svo snobbaður og hélt að þetta væri ekkert fyrir mig.“ Karlinn sem leikur Blomkvist NÚ stendur yfir ljósmynda- samkeppni mbl.is og Canon. Mynd vikunnar að þessu sinni ber yfirskriftina „Beðið eftir póstinum“. Ljósmyndarinn nefnist Magnús Már Haraldsson og er hann búsettur í Mosfellsbæ. Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum áhugamönnum um ljósmyndun. Allar upplýsingar um keppnina má finna á mbl.is. Mynd vikunnar BANDARÍSKA leikkonan Sandra Bullock segir að breska hljómsveitin Spice Girls hafi fengið hana til að verða ástfangin af eiginmanni sín- um. Bullock gekk að eiga mót- orhjólakappann Jesse James árið 2005, en hún segir að hún hafi ekki orðið almennilega ástfangin af hon- um fyrr en hún heyrði hann syngja með lagi með Spice Girls. „Hann var alltaf að hlusta á Slayer eða Metal- lica en svo heyrði ég hann allt í einu vera að hlusta á Spice Girls. Þá fyrst hugsaði ég með mér að þetta væri maðurinn sem ég elskaði, og að hann væri ekki eins og ég hafði áður hald- ið,“ segir hin 44 ára gamla leikkona. Spice Girls hjálpuðu Reuters Undarleg Sandra Bullock.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.