Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Side 4
máttarverk hans, skapandi og frelsandi hönd hans,
sannleiksorð hans. Orðið varð hold, og hann bjó
með oss fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð
hans, dýrð sem eingetins sonar frá föðurnum.
Börn urðu fyrstu píslarvottar sannleikskonungs-
ins, saklaus börn, deydd af hatursfullu ofríki vald-
hafans, sem sóttist eftir lífi Jesú, strax meðan hann
var nýfæddur.
Oft síðan hefur valdhafinn sótzt eftir að deyða
líf Jesú, deyða hann meðal þjóðanna. Sæl er sú
þjóð, þar sem valdhafinn óskar þess, að ljós Guðs
dýrðar skíni og segir: Ég og mínir ættmenn munum
Drottni þjóna.
Sálmurinn, Sjá himins opnast hlið, er uppfræð-
andi í senn og fagurt listaverk með einföldu, litríku
tungutaki. Hann er dýrlegur lofsöngur, líkt og lagið
við hann. Hann er sigur- og fagnaðarsöngur. Höf-
undar lags og ljóðs hafa skilið eftir hjá söfnuðinum
dýrustu reynslu hjarta síns: Ljós, sem glæðist og
lýsir inn í dimmt og hljótt rúm heims og hugar-
þels, — og glæðist. Það ljós Guðs dýrðar er.
Það er vert fyrir hvern þann, sem ekki kann
þennan sálm, að læra hann. Hann gleður. Hvort
tveggja er jóla-auðlegð, ljóð og lag, þekking á guð-
spjallinu og kynni við fögnuðinn. Ég held glaður
jól. — Látið börnin læra þennan sálm.
Lesið guðspjallið upphátt fyrir börn á aðfanga-
dagskvöld. Hljóðlát helgistund, sem allir heimilis-
menn taka þátt í, helgistund guðspjallsins og heim-
ilisins, kennir börnunum hvernig jól eru haldin
helg.
Þá má einnig minna á það, að hugarfar það, sem
stendur á bak við jólagjafirnar, er sprottið af því
kærleikshugarfari, sem Jesús innrætti mönnunum.
Þess vegna varð það eðlilegt að minnast fæðingar
hans með því að láta eitthvað af hendi rakna til
þess að gleðja hver annan í Jesú minningu, líka til
þess að minna á þá miklu gjöf, sem Guð gaf oss.
Allir kristnir menn vilja gleðja eiiihvern á jólum
með ýmsu móti. Þess vegna er það ekki rétt að
amast við umstangi húsmæðra fyrir jól, aðeins að
þess sé gætt, að sjálf hátíðin sé svo undirbúin, að
heimilið geti notið kyrrlátrar stundar og sinnt
börnum sínum, þar sem þau eru. Gætið þess að
segja börnunum hvers vegna svo mikið er um undir-
búning hátíðar þessarar.
Segið þeim frá Jesú, meðan verið er að undir-
búa jólin, Lesið að endingu jólaguðspjallið á að-
fangadagskvöld. Farið með börnin í kirkju. og verið
áður búin að kenna þeim jólasálma, þeim börnum,
sem eru orðin þriggja til fjögurra ára, svo að þau
gleðjist við að heyra sálminn sinn í kirkjunni.
2
LJOSIÐ I KIRKJUGARÐINUM
Kirkjan og kirkjugarðurinn voru inni í miðjum
skóginum á barði einu, sem var um það bil hundrað
og fimmtíu fermetrar að stærð. Þjóðvegurinn lá
fast upp að nyrðri kirkjugarðsveggnum. Þarna var
aðeins einn mannabústaður, gamall námumanns-
bær. Kirkjan var ekki gömul, byggð í lok síðustu
aldar. Kirkjugarðurinn var í órækt og auðnarlegur.
Fátæklegur helgidómur í fátækri sveit, eftir að
stóriðnaðurinn hafði lagt litlu námugryfjurnar und-
ir sig.
Gamli námumannsbærinn hét Óttarsstaður, en
fólkið nefndi hann Óttastað. Þar hafði eitt sinn
búið námustjóri, konunglegur embættismaður, sem
stýrði litlu sókninni með harðri hendi. Allra harð-
astur hafði hann þó verið við konuna sína. Það
var hann, sem hafði komið því til leiðar, að gamla
kirkjan var rifin og önnur ný byggð í staðinn á
hans eigin landareign. Lóðina undir hana seldi
hann söfnuðinum háu verði.
Námustjórinn lagðist fárveikur, Kona hans var
dáin löngu fyrir aldur fram, södd lífdaga eftir kúg-
un og harðrétti. Sjálfur varð hann heldur ekki
Ljósadýrð kirkjunnar og fagur sálmasöngur og
helg orð textans samverkar allt til göfgandi gleði
fyrir barnið og verður því, er tímar líða, helgari
minning og fegri en allar gjafir, sem það fær, enda
þótt þær einnig auki gleði þess yfir jólum.
Hvað gerir Jesús þar sem honum er boðið hjarta-
rúm og húsrúm. Hann auðgar af kærleika, gleði,
von. Hann minnir á miskunnsemi. Hann minnir á
einhvern, sem annars hefði gleymzt. Og er vér
samt sem áður gleymum eða vanrækjum, þá er sök-
in ekki hans. Því að hann sagði: Þetta bar yður að
gjöra og annað ekki ógjört að láta.
Og þrátt fyrir allt, sem vér höfum til skaða og
sorgar ógjört látið, þá er hann samt vorkunnsamur.
Hann býður líiknar blessað ár. Hann býður dýpstu
að græða sár, því að það er hann, sem „frið og frelsi
gefur, og fallna reisir hjörð“,
Guð gefi yður gleðileg jól, ljós, er glæðist.
Allur vegurinn með honum liggur frá myrkri til
Ijóss.
Rósa B. Blöndals.
NÝTT KVENNABLAÐ