Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Page 9

Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Page 9
Jólasveinar einn og átta JÓLAGJAFIR JÓNU Úti i horni unir Jóna, eldhúsbekknum situr á, situr rauða sokka að prjóna sinni góðu mömmu hjá. Fitjar, lueðir, hœl og tá, hver mun þetta djásnið fá? Gersemina góðu á gráa, litla kisa. Úti í horni unir Jóna, eldhúsbekknum situr á, vettlingana vcenu að prjóna, veiztu, hver á þá að fá? Handarbakið horfðu á, hárauð rós og fagurblá. Gersemina góðu á greyskinnið hann Snati. Uti i horni unir Jóna, eldhúsbekknum situr á, álfahúfu er að prjóna, ósköp er hún fin að sjá; hvit og rauð, og rauð og blá, röndótt, fagur skufur á. Þetta dýra djásn skal fá Dengsi, litli bróðir. Þetta kvæði er tekið upp úr barnaljóðum Margrétar Jónsdóttur „Á léttum vængjum“, það er nýjasta bókin hennar, prýdd teikningum eftir Þórdísi Tryggvadóttur. NÝTT KVENNABLAÐ Borðrenningur ca. 60 cm langur, 32 cm breiður, saumaður í hörefni með bómullargarni. Þegar áætl- að hefur verið fyrir faldi borðrenningsins, er byrjað í miðju á útsaumnum, á jólatrésfætinum. Miðsporið í honum er miðja renningsins. Sauma síðan útfrá því. Á myndinni sést aðeins helmingur annars enda borðrenningsins, en hinn helmingurinn er saum- aður á móti. Það á að gefa bömum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum. 7

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.