Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Síða 10
LJÓSIÐ I KIRKJUGARÐINUM (Framh. aí bls. 3.)
Þór stóð lengi við gluggann, svo lengi, að snjó-
birta og stjörnuljómi breyttu myrkrinu fyrir hin-
um viðkvæmu innri sjónum hans. En allt í einu
hvarf bæði snjóbirta og stjörnuljós. Það var eitt-
hvað, sem logaði og Iýsti upp þarna niðri í kirkju-
garðinum. — í myrkri þarf ekki nema loga af einni
eldspýtu til þess að kveikja í hugmyndafluginu.
En hver kveikti á eldspýtu í kirkjugarðinum á
sjálfa jólanóttina? Það slokknaði á eldspýtunni, en
loginn sást áfram og blakti líkt og í dragsúgi.
Þór stóð lengi og horfði á þetta. Ilann var byrj-
aður að afklæða sig, en fór nú í fötin aftur, klæddi
sig í kuldaúlpu og setti á sig húfu og vettlinga.
Höfuðfat notaði hann sjaldan. Hann gekk hljóð-
lega ofan stigann, sem alltaf brakaði í, og fram í
útidyrnar. Úti var sárkalt. Hann gekk ofan hall-
ann í áttina til kirkjugarðsins. Kirkjan skyggði nú
á þann hluta garðsins, sem hann hafði séð ljósið
loga í.
Nú gekk hann fyrir kirkjugarðshornið. — Þar
lengst burtu í horninu lá einhver á hnjánum í
snjónum eins og á bæn. Fyrir framan hana, því
að þetta var kona í dökkum búningi, logaði á
kerti í liolu í snjónum, sem konan hafði auðsjáan-
lega búið til, til þess að skýla ljósinu.
Þór varð gagntekinn af þessari sjaldgæfu sjón.
Konan var fátæklega klædd, sennilega var hún ein
af alþýðufólki sveitarinnar, þessi sorgbitna, niður-
beygða vera. Á Ieiðinu, sem hún kraup við, var
kross, þakinn snjó, sem glitraði og endurspeglaði
logann frá kertaljósinu. — Þór stóð aðeins nokkrum
fótmálum fyrir aftan konuna. Hann stóð með út-
rétta hönd, eins og hann héldi á pensli og væri
að mála. Og í huganum málaði hann mynd. Á
nokkrum sekúndum var sem hann lyki við hana,
hugur hans var fullur sköpunargleði. — — Síðan
læddist hann burt og flýtli sér inn í herbergi sitt.
Þegar kirkjuklukkurnar hringdu á jóladagsmorg-
un, fylltust vegirnir af fólki, sleðabjöllur klingdu,
tjörublys blossuðu. Litla kirkjan var uppljómuð og
frá gamla námustjórabænum kom allur hópurinn,
Iiinir kátu höfuðborgarbúar. Þeir gengu í fylkingu
inn kirkjugólfið, framhjá troðfullum bekkjunum.
inn í kórinn og settust í bekk Óttastaðar, scm stór-
kauprnaðurinn opnaði fyrir gesti sína. — Þór sást
hverrgi fremur en venjulcga. Hann sat sjálfsagt í
einhverju skotinu. En þarna héldu menn nú saman
heilög jól, fálæklingar sveitarinnar og ríku gestirnir
auðmannsins frá Óttastað. Og bæði fátækir og ríkir
sungu:
„Heiðra skulum vér herrann Krist.
Heims í fallinna barna vist
flekklaus hann mærin fæddi um nátt,
fagnandi syngja englar dátt:
Sé drottni dýrð!“
Hvað fátæklingarnir hugsuðu þarna í kirkjunni
meðan sálmurinn var sunginn er ekki gott að segja,
og hvaða hugsanir hreyfðu sér í brjósti stórkaup-
mannsins er sjálfsagt jafn óþekkt. En presturinn
prédikaði, organleikarinn spilaði og fólkið söng.
Það voru jól og jólagleði.
Þegar sezt var að snæðingi á Óttastað kom Þór
heldur okki. Stórkaupmaðurinn varð órólegur. Innst
inni bærðist föðurhjarta i barmi hans. Hann fór
sjálfur upp á loft og drap á dyr í herbergi sonar
síns. Enginn svaraði. Það var tæplega orðið bjart
úti. Hann opnaði dyrnar. Inni í herberginu va)
kalt. Þór lá í rúminu og steinsvaf í öllum fötunum.
Hvað var eiginlega um að vera? Pilturinn var þó
ekki farinn að drekka? Listamenn var einatt erfitt
að reiða sig á.
Stórkaupmaðurinn gekk inn í herbergið. Þá kom
hann auga á mynd á málaragrind. Ó, já. Þór var
enn tekinn til við að mála. Líklega lrafði hann
haldið áfram alla nóttina. Veslings drengurinn. —
Hvenær skyldi hann gefast upp við þetta? Og hvar
skyldi þetta lenda? — Og þessi mynd! Fyrst sá kaup-
maðurinn ekkert. Honum sýndist það allt vera dökk-
blátt. En svo tók hann cftir kertaljósi, sem logaði,
krossi í snjónum og kvenmanni, sem lá þarna. Eða
kraup hún á kné? Vesalings Þór. Var hann orðinn
geggjaður? Þetta var nú eitthvað til að mála eða
hitt þó heldur. Kaupmaðurinn litaðist. um eftir
cinhverju til þess að breiða ofan á son sinn. Gam
all og slitinn skinnfeldur lá á gólfinu hjá ofninum.
Tók hann feldinn og lagði yfir piltinn. Síðan lædd-
ist hann niður.
Drengurinn sefur, sagði hann, — hefur verið að
mála í nótt.
Gestunum fannst viðeigandi að vera forvitnir.
— Málverk! sögðu þeir spyrjandi. Falleg mynd?
— Eitthvert nýtízku klaslur eins og vant er, svar-
aði faðirinn. Hann kærði sig ckkert um að fara
að skýra frá því, af hverju myndin væri.
Fjöldi Stokkhólmsbúa fór að skoða mynd Þórs
á sýningu í Listahöllinni. Þeir, sem vissu, að hann
var sonur hins þekkta miljónamærings, er átti lysti-
snekkjuna, höfðu aldrei haft mikla trú á listgáfu
hans. Sonur ríkismannsins verður sjaldan stórmenni.
En nú var því samt sem áður slegið föstu: „Ljósið
í kirkjugarðinum" var listaverk, og það meira að
segja göfugt listaverk.
8
NÝTT KVENNABLAÐ