Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 3
NYTT
KVENNABLAÐ
1. tbl. janúar 1964
25. árgangur
Mansöngur
minni kvenna
eftir
Ingibjörgu Benediktsdóttur
Ingibjörg Benediktsdóttir. Fædd 11. ágúst 1885. Dáin 9.
október 1953. Hér birtist það síðasta, sem hún samdi til
flutnings. Erindið mun hafa verið flutt í útvarpið 1949,
en ekki birt á prenti fyrr en nú.
Enn er mér minnisstætt, þegar ég sem unglingur
í'ór að hugsa um hvað orðið mansöngur þýddi. Það
var formáli hverrar einustu rímu og allt voru það
ástaljóð, eða einhverjar gælur við kvenfólk, oft
dýrt kveðið og háttbundið. Ég vissi að það, að selja
mansali var sama og þrælasala. Man hlaut því að
þýða þræll, líklega gilti það jafnt fyrir bæði kynin:
þræl og ambátt. Mér þótti samt ótrúlegt að öll
þessi seiðandi ástaljóð væru kölluð ambáttarljóð.
Seinna var mér sagt að man þýddi kona. — Það
var söngur til konu. — Þá skildi ég. Það átti víst
að vera til að létta lundina og hýrga skapið, svo
þeim leiddist ekki rímurnar sjálfar. Og í man-
söngnum var auðvitað leikið á þá strengi, sem
menn héldu að konur gætu helzt skilið, einu og
einustu strcngina, sem menn álitu og álíta enn að
kveneðlið eigi til.
Og í veizlum eða á samkomum, þar sem ræðu-
höld hafa fram farið, hefur lengi vel verið einn af
sjálfsögðustu veizlukostunum íburðarmikil ræða
NÝTT KVENNABLAÐ
fyrir minni kvenna með orðskrúði, húrrahrópum
og söng á eftir: „móðir, kona, meyja, meðtak lof
og prís“ og „lifi því veigar og lifi því sprund“. —
Ég býst við að það séu margar fleiri konur en ég,
sem höfum oft kosið að ganga út, eða snúa baki
við slíkurn flutningi. Okkur hefur oft boðið við
því. Svo væmið og vesælt hefur okkur fundizt það.
Og þessi framleiðsla af mansöngvum og minn-
um kvenna mætir okkur unnvörpum í hverri
ljóðabók og kvæðakveri, misjafnar eins og höfund-
arnir, en oftast eins og náðarmolar, sem fleygt er
af borðum hinna ríku og þiggja á með þakklæti
og blíðu brosi, samfara nægjusemi.
En ef íslenzka konan íengi loks nóg af að hlusta á
skjallið og fagurgalann og stæði upp í allri sinni
reisn, þeirri reisn, sem hún hefur alltaf átt og oft
sýnt frá því á landnáms- og söguöld til vorra tíma.
—Já, ef íslenzka konan gæti einum rómi ávarpað
alla þesa mörgu og mælsku höfunda að mansöngv-
um og minnum kvenna, lagt fyrir þá nöprustu og
átakanlegustu spurninguna, sem kona hefur lagt
fyrir karlmann á örlagastund í nokkru íslenzku
skáldriti, bituryrði Steinunnar til Galdra-Lofts:
„Hefur þú nokkurn tíma spurt um sál mína?“ —
Mundi þeim flestum verða svarafátt og það að
vonum?
Þó að einurn undanteknum, sem ekki þyrfti að
verða niðurlútur við þessari spurningu. Það er
1