Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Side 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Side 4
Klettafjallaskáldið, Stephan G. Stephansson. Mér finnst ég heyra svar hans, liógvært, hljóðlátt, al- vöruþrungið: „Ég hef verið að spyrja um sál þína í hvert sinn, er ég hef minnst þín í kvæðum mín- um.“ Stefán segir í einu bréfa sinna: „Því er ekki að leyna, að ég cr orðinn dauðleiður á mörgum til- finningakveðskap, sem flestum fellur, finnst hann koma frá hjarta, sem tómahljóð er í, vera óp fremur en næmleiki og þá lítilmannlegur. óskákllegur. Ég met ekki tilfinningar eftir því, hve hátt er haft, heldur hvernig hjartað titrar. Ég kýs mér tilíinn- inguna, sem gengur um, fáorð og aðhlynnandi, með viðkvæmni í svipnum og hlýindin í hand- tökunum eins og móðurástin." Stephan G. hefur ort vísuna „Fjallið Einbúi". Finnst mörgum það vera sjálfslýsing og er það ekki fjarri sanni. Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt og klettablóm táfestu missa. Þó kalt hljóti nepjan að næða hans tind svo nakinn hann hopar þó hvergi. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. „Stuðlar hann við strit stórþjóðarvit. Engan meir ég met né metið get.“ Svo kveður Guttormur J. Guttormsson til Stephans G. Þau orð vildi ég gera að minum orðum og svo mun um fleiri, er hafa frá barnæsku fylgzt með flestu því merkasta, sem hann hefur ort. Aðeins einn mansöngur og eitt minni kvennal Þetta „Minni kvenna" orti hann nýkominn hing- að til lands vorið 1917 og flutti það á útisamkomu hér í Reykjavík á hátíðisdegi kvenna 19. júní. Það var vel til fallið og táknrænt, því fá skáld hefðu sem Stephan G. samfagnað konum með fengin réttindi, skilið betur hverja þýðingu þau hafa og glaðzt innilegar yfir því að konur kynnu að meta þau. Þetta sýna margar kvenlýsingar hans ótví- rætt. Þar eru engin væmin ástaljóð, enginn fagur- gali. Þau eru þar hvergi til þessi „vesælu logn- molluljóð" um „ lífið mitt blíða“ og „elskan mín fríða". Hann krefst þess líka af konum, að þær hafi til að bera heilbrigði og andlega göfgi. Þá eig- inleika kann hann að meta. Hann markar þá með fám orðum en skýrum. Og mér finnst hver kona oft vera betur sæmd af að fá viðurkenningu frá Stephani í tveimur, þremur ljóðlínum, en af löng- um lofkvæðum af venjulegri gerð. Ég mundi fljótt hafa getið mér til um höfundinn að vísuorðum sem þessum: 2 „Og drottningarhjarta er viðkvæmt og varmt, þó varirnar fljóti ekki í gælum.“ Hann hefur líka opið auga fyrir sumri kvenfegurð. „Og vorsins yndi og öruggt traust mér ofið fannst í svip þinn inn, og viðmót hýrt og hispurslaust“ segir hann í þessum eina mansöng, sem til er í And- vökum. Þar finnur hann, að vorið sjálft hefur tekið sér gervi iþessarar konu. Hann er viss um það, því allir eiginleikar liennar eru eiginleikar vorsins. í yfirlit hennar er vorfegurð. En sál hennar er líka þrungin af geislum og heiðríkju vorsins: „Og mér fannst æ við orðin þín mér opnast heimur fagurskýr, og allt hið forna sökkva úr sýn, en sjónarhringur birtast nýr. Svo breytir vorið velli og björk og víkkar heimsins endimörk. Það var sem innst i öndu mér að augun þín þú hefðir fest og eins og vísað væri þér á versin þau, sem kvað ég bezt. Svo ratar vor á blómablað, sem býr í skugga á eyðistað." Það væri engin tízkubrúða né tildurdrós, sem fengi svona kvæði. Ljóðin til þeirra eru öðruvísi. Þar er „Hlaðgerður" fremst í flokki. Þar kveður við annan tón: „Nú skil ég hví hönd þín var hvít eins og ull. en haldlaus — og þetta sem skein eins og gull í silkiþráð glitað, þitt glóbjarta hár var gefið til sýnis, en engum til fjár. Þú hefðir ei léð það til liðþurfta manns, í lífshættu stöddum, í bogastreng hans. Nú sé ég að augun þín svelldoða-gljá sem sævarós lagður en djúpöldu-blá — en tennurnar, hvirfing úr hafperlum gjör um hláturinn tamda, er svaf þér á vör — og heiðslétta ennið og í-roðin kinn var allt saman gert fyrir spegilinn þinn.“ Ég hef oft undrazt hvernig hægt var að koma svo glöggri mynd og jafn sárbiturri ádeilu fyrir í tveim erindum. En hann skyggnist líka dýpra: „Trúðu mér Hlaðgerður aðeins um eitt, ég yrki ekki til þess að sakast um neitt." Afsökunin er þessi: — Venjumar heimta þig svona til sín, úr siðum og háttum er innrætni þín. Og það er oss sveinunum sjálf-þakkavert, því svona við höfum vor boð til þín gert.“ NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.