Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Qupperneq 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Qupperneq 7
á litla elskulega andlitinu. Ætti hún að fara niður á prestssetrið og biðja maddömuna að lána sér einn pela af lýsi. Hún er búin að segja það við mömmu sína, án þess að athuga hvað erfitt það væri að yfir- gefa heimilið: „Mamma, ég ætla að biðja einhverja að lána mér á lampann.“ „Já, gerðu það, en legðu þá Boggu fyrir ofan mig í rúmið, það er þó alltaf hlýjan, og Árni litli hjálpar okkur. En vertu ekki lengi.“ Álfheiður hleypur út túnið, það er komið niða- myrkur, en hún ratar. Þetta er svo örstutt og hún hefur oft farið þessa leið, þegar hún var vinnu- kona á prestssetrinu. En að biðja maddömuna um hjálp! Hvað ætti hún að segja? Hvernig ætti hún að koma orðum að því? Ekki gat hún beðið að selja sér, þar sem hún hafði enga peninga. En lána sér? Hún vissi að lýsi var þar nóg, því Jón hennar hafði verið fenginn til að skera niður selspik í haust í marga potta. Hún er komin heim á hlaðið á prestssetrinu, þarna þekkti hún hvern stein. Bara að Dísa gamla væri nú í eldhúsinu. Hún barði á bæjardyrahurð- ina. En í því kom Dísa gamla mcð taðpoka á bak- inu fyrir skemmuhornið. „Sæl og blessuð, Dísa mín. Heppin var ég, að hitta þig hér.“ Dísa tók kveðju hennar vel og bauð henni inn í eldhús með sér. „Hér er látið loga nótt og dag, í þessum hlóðum, börnin eru öll með kíghóstann og við erum látnar vaka með heita bakstra og heitt vatn nætur og daga. Maddaman er ékki mönnum sinnandi út af Pétri sínum, hann varð veikastur. Hún lætur hann varla deyja fyrir handvömm, prestsefnið sitt. Það er betra. að hún Dísa gamla komi ekki inn í „kam- esið“ með reykjar- og taðlykt, en Dísa er nógu góð til að bera tað og vatn og halda við eldi á nóttinni. En hvað er þér á höndum heillin. Eru ekki veik- indi hjá þér?“ „Jú, Dísa mín. Börnin eru með kíghóstann og ósköp lasin. Bogga litla svo mikið veik. Og ég á ekkert lýsi á lampann minn. Jón fór út í Nes í dag til að reyna að fá lýsi. Ég kom hingað til að reyna að fá eina mörk af lýsi. En nú finn ég, að ég kem mér ekki að því að tala við maddömuna. Dísa mín, gætir þú spurt fyrir mig, hvort þau vildu gera svo vel og lána mér þetta?“ „Ég get reynt það,“ sagði Dísa með semingi. „En ég má ekkert tefja, ég bíð hér á meðan.“ Dísa fór inn göngin til baðstofu. Litlu síðar heyrði Álfhciður mynduga rödd maddömunnar: „Það verður ekki látið neitt lýsi af þessu heim- ili. Ég ætla ekki að venja neinn á það að ganga hleypur í hjónaband og heldur það sé leikur einn. NÝTT KVENNABLAÐ hingað eftir einu eða öðru. Þetta vesalings fólk Nei, það er bezt að hver bjargi sér, og svo ekki meira um það. Þú lætur ekki kólna vatnið í pott- inum, ég þarf að fá heita flösku í rúmið hans Péturs míns.“ Álfheiður ætlaði að hníga niður af vanmætti sínum gegn orðum þessarar harðorðu konu. Dísa kom fram göngin. „Nei, það var nú ekki því að heilsa. Ég hef víst ekki vaxið í áliti við að færa henni svona skilaboð. Hún hefur nú annað á heil- anum núna en miskunnsemi við náunga sinn. Það er leitt að vera vanmáttugur eins og ég, svo góð varstu mér, meðan við vorum hér báðar vinnu- konur, að mig vantar ekki viljann til að hjálpa þér. Ég á ekkert nema hálft tólgarkerti síðan á jólunum í fyrra, bíddu meðan ég næ í það.“ Hún hljóp inn göngin og kom að vörmu spori aflur með lítinn böggul í hendinni: „Þetta dugir skammt Álfheiður mín. í bögglin- um eru líka sokkar. sem þú átt að liafa handa drengjunum þínum. Ég hef prjónað þá, þegar aðrir sofnuðu rökkurblundinn." Álfheiður kyssti Dísu gömlu með tárin í augun- um og flýtti sér út úr bænum. Hún hraðaði ferð sinni sem mest hún mátti. Áhyggjur út af börnun- um hennar og sú lítilsvirðing, sem fólst í orðum maddömunnar þrengdi að hjarta hennar. Hún var fátæk móðir, sem elskaði börnin sín af öllu hjarta, án þess að hafa stóra framtíðardrauma um hefð þeirra og metorð í heiminum, er þau kæmust. á manndómsárin. Það var rifahjarn og hafði dregið úr rokinu. Hún er þegar komin heim að bæjardyrum. Hún gengur hægt til baðstofu. Allt er hljótt, börnin sofa og mamma hennar. Hún læðist út aftur og fer í fjósið og mjólkar kúna. Fer síðan að lífga eldinn. Hún ætlar að elda graut og færa þeim í rúmin. Hún kveikir ekki á kertinu, því eina, sem hún á. Hún ætlar að geyma það, þar til hún fer inn með matinn. Skammdegisnótt — af hverju er Álfheiður svo óstyrk. Litla kertið hennar brennur á borðshorn- inu. Drengirnir sofa. Þeim er að batna hóstinn. Hún hefur látið heitar vatnsflöskur í rúmið þeirra og bundið ullarklút um hálsinn á þeim. Mamma hennar sefur líka. Hún ein vakir með Boggu litlu í fangi sér — og alltaf dregur af barninu. Litla kertið er líka bráðum útbrunnið, þá slokknar ljósið. Á einnig hennar hjartaljós að slokkna? Guð minn, miskunna þú mér! Hún horfir á náfölt andlitið. 5

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.