Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 11
síðan ég fæddist, að undanskildum þessum misserum, sem ég hef verið í borginni, það má því virðast undar- legt, að ég skuli ekki vita, hvernig það komst í eigu mömmu og pabba. Mér hefur þó fundizt líklegt, að pabbi hafi einhvernveginn klófest það, því að mamma er að- flutt í bæinn.“ „Þá veit ég betur,“ sagði Ina hróðug. „Pabbi þinn átti arfshlut í þessu húsi og svo keypti hann af hinum erfingjunum, þegar þau mamma þín voru í þann veginn að giftast. En mig grunar nú reyndar að hún hafi verið hvatamaður að kaupunum og greitt bróðurpartinn af hússkuldinni, því að mér er næst að halda, að hún hafi sett upp saumastofuna vegna þess að þau hafi verið í kröggum. Nú og upp úr því hefur hún verið ofurseld forsjá heimilisins að meira eða minna leyti. Það er nú svona, þegar konan er dugleg, þá hættir manninum til að nota sér það heldur freklega. Nú reyndar er ekki að kynja, þó að þau þyrftu að snúa bökum saman, foreldrar þínir, svona fyrst í stað, þvi að það var ekki aðeins kaupverð hússins, sem þau þurftu að standa straum af, heldur gerðu þau þessi ósköp fyrir það. íbúðarhæðina innrétt- uðu þau svona líka skemmtilega, alveg eftir nýjustu tízku þá, því að mamma þín hefur aldrei gert sér að góðu nema það fullkomnasta. Nú og svo hækkuðu þau loft- hæðina til þess að hún gæti fengið þar rúmgott sauma- verkstæði, mátunarherbergi og vörugeymslu, því að á tímabili lagði mamma þín til efni í þann fatnað, sem hún saumaði. Eg er ekki í vafa um það, að hefði hún átt mann, sem var hennar jafnoki hefðu þau komizt í góð efni, því að þá hefði hún fært út kvíarnar, sett upp verkstæði og búð á verulega fínum stað. Maðurinn verið meðeigandi og séð um verzlunarreksturinn með henni. En það var nú ekki því að heilsa, að þetta gæti orðið, nú og svo fór sem fór um hjónabandið. Það er mikil raunasaga, Lísa mín, meiri en þig grunar, því að hún mamma þín er bæði trygglynd og ærukær.“ „En mamma hefur ekki gert allt, þó að hún sé dugleg, þegar húsinu var breytt hlýtur pabbi að 'hafa unnið að því.“ „Þó nú væri sjálfur smiðurinn. En garðurinn hérna er alveg verk móður þinnar. Hún lét fella sumt af elztu trjánum til þess að fá meira ljós og loft í garðinn og hann er eins nosturslegur hjá henni og stofur eru hjá flestum öðrum. En mikla vinnu kostar þetta og því ekki að undra, þó að hún mamma þín sé farin að finna til slit- gigtar. Hún þyrfti að fá ungar hendur til að hjálpa sér. Það 'hefði verið óskandi, Lísa mín, að þið Sören hefðuð setzt að hérna í bænum. Mér finnst það nú fremur verk fyrir fullhraustan karlmann en fullorðna konu að pæla garð og strita og bogra við að hreinsa, gróðursetja og allt þetta, sem garðvinna útheimtir.." „Ég veit ekki, hvort Sören hefur nokkuð vanizt garð- yrkju, ég er hrædd um að hann hafi yfirleitt ekki vanizt því að hjálpa mikið til 'heima hjá sér, og hann fór ungur að heiman.“ „Þá þarftu að vera dugleg að kenna honum, heillin mín, því að hrædd er ég um, að henni móður þinni líki ekki til lengdar við tengdasoninn, ef hann lætur sér ekki annt um fjölskyldu sína og heimili og hlynnir að því á allan ÉG HEYRI SÁL MÍNA SYNGJA Eg heyri sál mina syngja seiðandi fagurt lag. Vonirnar vakna að nýju, ég verð að kveða’ um pœr brag. í œskunnar bjarta blóma brostu þœr hlýtt til mín. Ó, gæti ég alla œvi átt þessa fögru sýyi. Það gefur lifinu gildi að gleðjast af lífi og sál. Umhverfið ber mér angan og unaðarfagurt mál, mál, sem talar i tónum við töfratidi strengjaspil, hin víðfeðma voröld lifsins vefur mig sinum yl. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. hátt, bæði í stóru og smáu. Hún veit sem er, að dekur- stúlka eins og þú þarf að eiga notalegan eiginmann." „Ekki líkaði henni við pabba, og þó held ég að hann hafi verið notalegur, mikið var hann góður við mig. Og ekki vantaði það að hann væri lagvirkur, og alltaf til taks að dytta að öllu, sem aflaga fór á heimilinu." „En þar með er ekki sagt, að hann hafi alltaf verið eins fljótur til og hún vildi, þessi mikla áhuga- og at- orkumanneskja. Eða þá framtaksleysið og deyfðin með efnahag og afkomu, og Láta sér lynda að eiginkonan þrælaði sér út, svoleiðis skapferli átti ekki við hana móður þína. Henni gengur víst betur að umbera hann, seinni konunni, það er sagt að sambúðin sé góð, þó að efnahagurinn sé víst í tæpasta lagi, gott ef þau hafa í sig og ó sem kallað er. — Heyrðu, Lísa, hefurðu annars aldrei tekið þér ferð á hendur til að heimsækja föður þinn og sjá hálfsystkini þín?“ „Nei,“ svaraði Lísa stutt í spuna, því að hún var gröm við sjálfa sig. — Einu sinni hafði hún hitt föður sinn í borginni af hendingu, hann var þar á ferð. Þó að bæði hefðu lítinn tíma hafði hann fengið hana til að koma með sér í kaffi- stofu á næsta horni, svo að þau gætu talast við á meðan þau fengju sér hressingu. Þau höfðu ekki sézt lengi og Lísu hafði hnykkt við að sjá, hvað hann var breyttur, svo fjarska þreytulegur og slitinn að sjá. En þegar þau fóru að tala saman stafaði bjarma af rósemd hans og innri gleði. Lísu fannst sem faðir hennar mundi nú á einhvern hátt öruggari með sjálfan sig en hann hafði NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.