Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 7
JÓLAKJÓLARNIR T í Z K A N Tvískipti kjóllinn á 4. síðu úr ljósbláu ull- arefni, þreföld röð af leggingaböndum, hvít og dökkblá, sett fram- an á ermarnar og kringum hálsmálið. — Hnepptur að framan. Kjóllinn til vinstri: Pífa allt í kring og upp að framan og fest niður með rós. Miðkjóllinn, saum- aðar tungur með sama lit neðan á pífurnar og framan á ermarnar. Kjóllinn lengst til hægri úr köflóttu ull- arefni eða orlon. Hvit- ur kragi og uppslög. Silkiborði dreginn í að framan og slaufa í mittinu. Eftir stríðið var Montessoriskólum lokað í mörgum löndum. Þegar móðir mín flúði frá Spáni á brezku herskipi, settist hún að í Amster- dam. Hún fékk boð frá Indlandi, og við fórum þangað til þess að kenna uppeldisfræði. Ítalía dróst inn í stríðið, meðan við dvöldum í Ind- landi, og þó að við værum talin „fjandsamlegir útlendingar", hélt móðir mín áfram að kenna. Móðir mín hvarf heim til Evrópu að styrjöld- inni lokinni. Hún var þá sjötug. Kenningar hennar voru þá í hávegum hafðar að nýju og Montessoriskólar og kennaraskólar þutu upp allt í kring. Hún eyddi tímanum við lestur og skrift- ir í sumarbústað fjölskyldunnar í Hollandi. Dag einn í Maí, þegar túlipanarnir stóðu í blóma, snæddi ég morgunverð með henni við glugga með yndislegu útsýni yfir haf og blóma- breiður. Eg sagði henni, að ég hefði hitt emb- ættismann í stjórn Ghana, sem átti bráðum að fá sjálfstæði. Það vantaði mjög skóla þar. Hann vildi gjarnan fá okkur mömmu til þess að mennta uppeldisfræðinga. „Ef nokkur börn þarfnast hjálpar, þá eru það litlu vesalingarnir í löndum Afríku,“ sagði mamma. „Við verðum auðvitað að leggja af stað.“ Ég minnti hana á hitann og hin frumstæðu skilyrði. Hún var þó orðin áttatíu og eins árs. „Þú vilt sem sé ekki hafa mig með,“ sagði hún í blíðum ávítunarrómi. „Einn góðan veð- urdag legg ég ef til vill af stað og skil þig eftir heima.“ „Þú getur aldrei farið þangað sem ég get ekki fylgt þér,“ sagði ég eins og þegar ég var lítill drengur. Ég gekk út úr stofunni til þess að leita að landabréfi af Afríku. Þegar ég kom inn aftur, var móðir mín látin. Hún hefði fegin viljað fara til Ghana eða hvert á land sem var, þar sem börn þörfnuðust hennar — ( þ ý 11). NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.