Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 15
D Ú K K A N Fitja upp 8 1. á pr. nr. 2 og prjóna 26 pr. slétt prjón, setja þá lykkjurnar á hjálparprjón. Fitja aftur upp 8 1. og prjóna 26 pr. Setja lykkjurnar á einn pr. og 2 1. á milli (18 1.), prjóna 96 pr. (skrokkurinn og höfuðið). Prjóna svo aftur 8 1., 26 pr. yfir annan fótlegginn, fella af 2 miðl. og prjóna hinn fótlegginn. Leggja stykkið saman og sauma dúkkuna saman í hliðunum. Stoppa upp höfuðið og skrokkinn með vatti eða ull, sauma innanfótarsauma og stoppa fæturna vel. Binda fast um hálsinn svo fallcgt lag komi á liöfuðið. Fætur: Fitja upp 8 1., prjóna 18 pr. slétt prjón, fella af og sauma þá sanian í hliðunum, stoppa þá upp og sauma þá á fótleggina svo þcir standi fram. Handleggir: Fitja upp 12 1. Prjóna 28 pr. slétt prjón, fella af, sauma þá saman í hliðunum og að framan og stoppa vel upp. Sauma þá á skrokkinn. Vefja bandi fast utan um handvcgina (axlarliðina). Andlitið: Sauma fyrst kringlótt livít augu með mörgum sporum, hvert ofan í annað. Sauma síðan minni svartan augastcin ofan í. Augabrúnir fyrir ofan. Með þversporum er mótað nef, mcð sama garni og er í dúkkunni. Munnurinn er saumaður með 3—4 rauðum sporum. Með rauðum litarblýant fá kinnarnar og nefbroddurinn líflcgri litarliátt. Hárið: Undið er gult ullargarn utan um hönd sér, nokk- uð þykkt, tekið af og vafið bandi utan um allan vafninginn annars vegar og klippt upp úr liinum megin (sjá litlu mynd- ina). Saumað fast á höfuðið við hnútinn í miðjum hnakkan- um og laga svo liárgreiðsluna. Hárið fest niður í liörundið hér og þar með gulum smásporum, saumuð einnig föst lengri spor og klippt upp úr, svo hárið vcrði eðlilegt, og binda svo hárbandi um hnútinn. Sokkabuxurnar: Fitjaðar u*'o 24 1. og prjónaðir 4 pr. snún., 1 r., 1 sn., síðan 14 pr. slétt prjón skipta þá lykkjun- um, 12 1. livorum megin. Prjóna 20 pr. á þessar 12 1., taka þá úr í byrjun hvers prjóns unz 2 1. eru á, dregið upp úr. Hinn helmingurinn eins. Síðan prjónaður hinn helmingurinn. Treyjan, bak: Fitja upp 30 1., prjóna 2 pr. snúna, 1 r., 1 sn., síðan 30 pr. slétt prjón, fellt af. Framst.: Eins, en er prjónaðir liafa verið 20 pr. er skipt í miðjunni og hver lilið prjónuð fyrir sig, og nú 3 1., næst miðjunni, prjónaðar með réttu prjóni, en hinar með sléttu prj. unz komnir eru 30 pr., fellt af. Ermar: Fitjaðar upp 20 1. Prjóna 2 pr. snúna, 1 r., 1 sn., þá 20 pr. slétt prj., fellt af. Hin eins. Sauma axlar- og hl ð- arsauma. Snúin eða liekluð snúra dregin í hálsinn, ca. 25 cm löng, og linýtt í slaufu framan á. Blómin á framst. cru saumuð með rauðu ullargarni. Sauma hring og annan fast innan við og fylla upp miðjuna með gulu. Græn blöð og stilkar, og litlir gráir krossar milli blómanna. Húfan: Fitja upp 40 1. með svörtu, prjóna fyrst 4 pr. snúna, 1 r., 1 sn., þá 6 pr. slétt prjón, taka þá grænt garn og prjóna á 1. pr. 5 1., 2 saman, 5 1., 2 saman, þannig út prjón- inn, prjóna þá 5 pr. án úrt.. en taka svo úr á ný á næsta pr., en þá eru 4 1. milli úrtakanna, prjóna 4 pr., og taka úr með 3 1. á milli á næsta pr., scinast eru prjónaðar 2 og 2 1. sam- an, drcgið upp úr. Húfan saumuð saman aftan á. Skúfur settur í toppinn og blómstur saumuð um litasamskeytin. Trefillinn: Fitja upp 8 1. Fyrsti pr.: 1 r., 1 sn. — Annar pr.: rétt. Þessir 2 pr. endurteknir unz liann er ca. 25 cm langur, fellt af. Klippa garnenda 6 cm langa og d^aga þá tvöfalda með heklunál á enda trcfilsins. Skórnir og rúllu- skautarnir eru keyptir í búð. „Kjörinn til kraftaverka er kærleikurinn einn" Þess vegna vísar klerkurinn og kennarinn og uppeldis- fræðin til móðurinnar, hún sé bezti uppalandinn og móti sálarlíf barnsins. Hún starfar og ann barni sínu og nýtur þess vissulega — en barnið bæri meira úr býtum ef það ynni henni að sama skapi, en það kemur ekki eins af sjálfu sér. Og þess vegna þarf að kenna barninu elsku og umburðarlyndi, það verður að lærast ekki síður en annað. í síðasta erindi kvæðis Ólínu Andrésdóttur „Svarað bréfi“ lætur hún í ljós hugarþel sitt til þess, sem kenndi henni að „unna“. Þó heimili byði heimurinn mér við hefðar og nautna brunna, að meta þá tign sem maklegt er það myndi ég ekki kunna. — En eilífðin ein vinnst að þakka þér, að þú hefur kennt mér að unna. Þarna er að vísu vitnað til fullorðinsáranna. En maður stendur líka að baki æskunnar við hlið móðurinnar. Elska föðurins til barnsins síns þyrfti á hinn raunverulegasta hátt að verða barninu að hði í þessum efnum, og upphaf þeirrar liðveizlu er það, að hann kenni því að „unna“ og virða móður sína, að ástunda að verða við óskum henn- ar, þá eigum við óumflýjanlega hugprúða og gjörvulega æsku. Nýtt kvennablað óskar kaupendum sínum, útsölukonum 09 öllum samstarfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi órs með þökk fyrir viðskiptin ó gamla órinu.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.