Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 13
þá að endurgreiða henni peningana, en fljótlega hafði hann farið að hugsa um það, hvað henni væri málið skylt, og sennilega mundi hún, hvort sem var, vilja leggja eitthvað fram til að stuðla að þessari heimilis- stofnun, sem virtist ekki vera henni svo lítið kappsmál. „Nú er þetta komið í lag og þarf ekki meira um það að ræða,“ sagði Sören hæglátlega og kveikti sér í pípu, en Lísu fannst örla á gremju og jafnvel þráa í rödd hans. Það hefði átt að vera henni viðvörun, en hún gat ekki að sér gert að segja: „Svo mamma hefur þá drifið í þessu ,.. . og kannske borgað ... ,“ síðustu orðin beit hún í sig, hún hafði tekið eftir aðvarandi augnaráði móð- ur sinnar. Um kvöldið, þegar hjónaefnin voru gengin til náða, sitt í hvoru lagi læddist frú Holmström inn til dóttur sinnar. „Við skulum tala lágt, þú veizt, hvað hljóðglöggt er hér í húsinu. Ég kom til að tala um það við þig, að fyrst svo er komið fyrir þér, að þú átt ekki annars úrkosta en gifta þig hið fyrsta, þá held ég, að þú verðir að reyna að sætta þig við, þó að ýmislegt sé öðruvísi, en þú hefðir kosið. Mikið var fyrir því haft að ná í íbúð, ekkert ómak sparað, því máttu trúa og ólíkt hefði ég átt hægara með að koma ykkur í sæmilegt húsnæði hérna í bænum, ef Sören hefði þýðzt það að setjast hér að, hugsaði hún, en sagði það ekki upphátt. í rauninni voru líka komnar vomur á hann með þetta, það var svo notalegt að vera heima hjá mömmu, eða nálægt henni. „Ég trúi því og treysti, að Sören sé vænn og vandaður maður, og komi þess vegna til með að veita heimili góða forsjá. Hann er greinilega óvanur því að hugsa um aðra en sjálfan sig, og gera annað en honum sjálfum sýnist í tómstundum sínum. En þannig er það með unga menn yfirleitt. Og það veltur nú víst hreint ekki lítið á konunni, hvernig þeir rækja húsbóndahlutverk sitt. Ef ég lít í eigin barm ... Æ, ég ætla annars ekki að fara að rifja það upp, maður sér svo margt eftir á, og ekki stoðar að sakast um orðinn hlut.“ Frú Holmström andvarpaði og þagði ofurlítið við, svo vék hún talinu að íbúð þeirri, er Sören hafði tekið á leigu, lýsti henni ítarlega, eða svo hélt Lisa þá, en eftir á fannst henni sem lýsingin mundi hafa verið allmikið fegruð, því að naumast gat verið, að móðir hennar hefði ekki vitað betur, og þó ... sumir ókostirnir gátu auð- vitað leynzt við fyrstu sýn. „Ég tel það mesta kost þessarar íbúðar, hvað hún er nálægt vinnustað Sörens. Mér finnst þú ekki vera eins einmana í borginni, þegar ég veit af honum svona nærri þér. Hann getur komið heim um hádegið og það styttir daginn svo mikið fyrir þér, skiptir honum í tvo hluta, og þá verður léttara að þreyja. Sören getur verið fljótur heim að vinnu lokinni. Um hádegið og í heimleiðinni seinnipartinn getur hann annast aðdrætti fyrir heim- ilið, raunar eru allar daglegar nauðsynjvörur rétt við húsvegginn hjá þér, já jafnvel í húsinu sjálfu, svo að þetta getur ekki þægilegra verið. Hvað sem því líður þarf Sören að venjast á það að vera þér hjálplegur, en það kann að vera, að til þess þurfi sérstakt lag.“ Lag til að snatta honum í sendiferðir og snúa honum í kring um mig. Ég held nú síður, ég er ekki svo ómynd- arleg eða meinlöt að ég geti ekki hugsað um heimilið að mínum hluta, hugsaði Lísa og lá við að henni fyndist mamma sín gera lítið úr sér, enda tók hún ekki undir við hana. Frú Holmström tók eftir svipnum á dóttur sinni, var að hugsa um að gera gleggri grein fyrir sjónarmiði sínu, en hætti við það og lét sér nægja að segja: „Sören er ugglaust vænsti piltur, reglusamur og útsláttarlaus, En hrædd er ég um, að hann geti átt það til að vera óþjáll, ef þú kemst ekki upp á gott lag með hann. Sérhver hefur sína galla eins og kosti.“ 15. Hveitibrauðsdagar. Það varð að ráði að gifting Lísu og Sörens færi fram í kyrrþey. Þau voru gefin saman í ráðhúsi borgarinnar árdegis. Bæði voru klædd eins og bezt hæfði slíkri at- höfn á þeim stað og voru hin þekkilegustu brúðhjón. Lísa bar það ekki með sér, hvernig komið var fyrir henni, hún var ferskleg, björt og fríð, kvenlega mild og hæfilega hátíðleg og glöð í bragði á heiðursdegi sínum. Sören var einnig fínlegur á sinn karlmannlega hátt. Fyr- irmannlegur var hann, er hann bjóst sínum beztu fötum, og ætla mátti að þar færi maður, er ætti framtíðina fyrir sér, í þeirri merkingu, sem þau orð eru oft notuð. Lísa var tvítug og Sören að verða tuttugu og átta ára, er þau voru gefin saman í hjónaband. Frá ráðhúsinu lá leið þeirra i ljósmyndastofu, þar sem tekin var af þeim vel heppnuð brúðhjónamynd. Brúðurin stóð framar á myndinni en brúðguminn og hallaðist ögn að honum líkt og hún styddist við hann. Hún hélt brúðarvendinum að brjósti sér, vonglatt bros lék um fagurlega formaðar varir hennar. Eftir myndatökuna borðuðu brúðhjónin, ásamt frú Holmström og svaramönnunum í einu af fínustu veit- ingastöðum borgarinnar. Meðan þau sátu þar að snæð- ingi hóf hljómsveit hússins síðdegistónleika sína með því að leika brúðarmarsinn eftir Mendelssohn. Svaramennirnir fylgdu brúðhjónunum til járnbrautar- stöðvarinnar, þau ætluðu heim með frú Holmström og eyða hjá henni hveitibrauðsdögunum. Foreldrum brúðgumans og systkinum, öðrum en bróður hans, sem var svaramaður, hafði ekki fundizt það ómaks- ins vert, að taka sér ferð á hendur til að hitta brúðhjónin, þar sem ekki átti að vera það sem þau kölluðu sómasam- leg brúðkaupsveizla. Það var ekki frítt við að þeim fynd- ist £átt um tengdirnar, og frú Holmström hlyti að vepa samansaumuð maurasál, fyrst hún sló ekki á stórt, þegar hún gifti burt einkadóttur sína. Heima hjá frú Holmström beið brúðhjónanna blóm- skreytt hús og viðhafnar kvöldverður. Dagurinn virtist í heild ánægjulegur. En undir niðri var Lísa vonsvikin, hana hafði dreymt um kirkjubrúðkaup, þar sem hún stæði frammi fyrir altarinu í hinu fegursta brúðarskarti með blómskreyttri brúðarblæju og þá vitanlega brúðar- vönd, sem hæfði slíku skarti. Svo yrði haldin vegleg brúðkaupsveizla í hóteli bæjarins, sem var nýlegt og þótti vel hæfa til hvers konar hátíðahalda. Heima hjá mömmu væru auðvitað alltof þröng húsakynni, þegar við fólk þeirra mæðgna bættist allt skyldfólk Sörens, vinir hans og uppáhalds vinnufélagar. Ef til vill kæmi sjálfur aðal- forstjórinn í brúðkaupsveizluna, ásamt frú sinni, sem var NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.