Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 12
verið meðan þau voru samvistum, ekki var það þó af því að hann væri sjálfs sín herra, nei, hann vann hjá öðrum eins og hann hafði áður gert. Hann vék að því að mikið væri að gera þar sem hann ynni, einkum hefði verið mikil „törn“ upp á síðkastið. Lísa skildi að með þessum orðum var pabbi hennar að afsaka það, hvers vegna hann liti ekki betur út. „En, pabbi, hvers vegna hefurðu ekki stofnað þitt eigið verkstæði? Það hlyti að verða mikið arðvænlegra fyrir þig, en vinna hjá öðrum,“ sagði Lísa og fannst hún mjög hyggin. „Þú fengir áreiðanlega mikið að gera, jafn fær og þú ert í þinni grein.“ „Heldurðu það,“ sagði pabbi hennar með gömlu, góðu kankvísinni sinni, svo sagði hann alvarlegur í bragði: „Það þarf mikið stofnfé til að koma upp smíðaverkstæði með öllum þeim vélakosti, sem til þarf, og þó að ein- hvemveginn væri hægt að klófesta fé, sem ekki er nú reyndar auðhlaupið að, þá held ég að mig langi ekki til að standa í öllu því brambolti og taka á mig þá ábyrgð og áhyggjur, sem atvinnurekstri fylgja. Ég er nú ekki meiri maður en þetta, Lísa mín, og það ferð þú varla í grafgötur um.“ Þegar hann fékk að vita, að Lísa ætti nú heima í borg- inni varð hann harla glaður við því að nú hlyti hún að geta skroppið í heimsókn til hans, án þess að gera nokkrum gramt í geði. „Ekki þarftu að kvíða henni stjúpu þinni, Dagmar mín er indælis kona og stendur sig furðu vel í baslinu með mér, og börnin eru efnileg, og þau eru svo ein- staklega skemmtileg, litlu skinnin. Ég er viss um að þú mundir hafa gaman af þeim. Og Dagmar tekur þér vel. Henni fellur svo illa að fáleikar séu með okkur, finnst sem það sé eitthvað henni að kenna, sem ekki er.“ Jú, sem einmitt er, hafði Lísa hugsað. Ef þessi kona hefði ekki orðið á vegi pabba, kannski gert allt, sem hún hefur getað til að krækja í hann, þá hefði hann komið heim aftur og sætzt við mömmu, og þá hefði ég sloppið við að alast upp í skugga hjónaskilnaðar. Faðir hennar tók myndir upp úr veski sínu og sýndi henni. Henni fannst sem Dagmar mundi vera mjög að- laðandi kona, og bömin þrjú vom falleg og hraustleg. „Þessi litla hnáta er augasteinninn minn. Hún var strax svo lík þér að við létum hana heita Lísu.“ Þá hafði það snert Lísu djúpt og sárt, að faðir hennar skyldi hafa litið svo á, að hann væri búinn að missa hana alveg, og að þessi nýja Lísa, sem honum fannst líkjast henni hefði átt að vera honum uppbót. Hún hefði átt að geta skroppið til hans, án þess að gera öðrum gramt í geði með því. Sören hefði ekki feng- ið sér það til, þó að hún hefði farið án hans, en ein vildi hún fara að heimsækja föður sinn í fyrsta sinn. En það varð bara ekkert af því að hún færi, og því var það, að samvizkan sló hana, er hún fékk hinar hjartanlegu heillaóskir hans. Það hafði ekki reynzt nein vanþörf fyrir hann, að koma sér upp nýrri Lísu. — „Jæja, blessuð mín,“ sagði ína, stóð upp og tók kaffi- bakkann. „Mér dugar nú víst ekki að hangsa lengur. Og þá man ég það, að hún mamma þín var búin að biðja mig að færa þér hingað inn síðustu móðblöðin, svo að þú gætir flett þeim útafliggjandi, ef þig langar til að vera í rúminu fram eftir. Og það sé ég, að hún hefur byrgt þig upp með góðgætið. Því segi ég það, að mikill og góður má þinn ektamaki vera, og mikið má hann dekra við þig, ef þér á aldrei að bregða við dálætið, sem hún móðir þín, blessunin, hefur sýnt þér.“ 14. Húsnæðisvandamál hjónacfnanna leyst. Frú Holmström var í borginni til helgar og þá kom Sören heim með henni. Þau voru bæði hress í bragði og frú Holmström hróðug yfir því, að henni skyldi hafa tekizt að hafa upp á íbúð, sem vel væri hægt að bjargast við, eins og hún sagði. Stærsti kostur hennar væri sá, að hún væri rétt hjá vinnustað Sörens, og því gæti hann komið heim í hádegisverðarhléinu og verið fljótur heim að lokinni vinnu, nema þegar hann þyrfti að tefja sig á aðdráttum fyrir heimilið, en það væri nú líka kost- ur, að allar nuðsynjar væri hægt að fá i sama húsi eða við húsvegginn. Og eitt var það, að íbúðin var ekki eins fokdýr og búast hefði mátt við, miðað við það, að hún var í miðborginni, sem auðvitað var einn dýrasti staður borgarinnar. En þar sem hún var í mjög gömlu húsi, sem stóð til að rífa í mjög náinni framtíð, hafði henni lítt verið haldið við. Það væri líka synd að segja, að hún væri eftir nýjustu tízku, eða glansandi af góðu við- haldi eða hirðingu, hún bæri ekki fólkinu, sem þar bjó nú gott vitni. „Þetta er svo sem langt frá því að vera eins og ég hefði kosið,“ sagði frú Holmström, „en hvað skal gera, þegar ykkur bráðliggur svona á íbúð. Það má að vísu úr ýmsu bæta, en ekki er þó vert, að þið leggið í mikinn kostnað fyrir stuttan tíma. Samt verður ekki hjá því komizt að veggfóðra og mála, þó að þið verðið að greiða þann kostnað úr eigin vasa. Það er ekki flytjandi inn í íbúðina fyrr en þetta hefur verið gert. Aðrar umbætur verðið þið að láta eiga sig, og reyna að setja ekki mikið fyrir ykkur það sem íbúðinni er áfátt, enda ætti tíminn að líða fljótt hjá ungum hjónum, sem eiga betra í vænd- um. Vonandi fáið þið nýja íbúð eftir tvö — þrjú ár,“ sagði frú Holmström í uppörvandi tón. „Ekki fyrr,“ sagði Lísa undrandi og vonsvikin. „Sören talaði um að röðin kæmi kannski að okkur á næsta ári.“ „Ég kalla það gott, ef þið þurfið ekki að bíða lengur en tvö ár eins og margir sækja um þessar íbúðir,“ sagði frú Holmström. „Það var kominn langur biðlisti, þegar Sören skrifaði sig á. Ég kynnti mér það, þegar ég fór með honum í skrifstofu byggingarfélagsins.11 „Var hann þá ekki búinn að skrifa sig á?“ spurði Lísa og varð felmt við. „Ég vissi ekki betur en þú værir búin að skrifa þig fyrir íbúð, Sören, og það sagði ég mömmu, það er ekki mér að kenna að ég skrökvaði að henni." Það var mikill óánægju- og ásökunarhreimur í rödd Lísu. „Tja, ég átti bara eftir að ganga formlega frá þessu, var búinn að fá allar upplýsingar í síma og segja til um þátttöku mína. En það dugði ekki, ég varð að koma í skrif- stofu byggingarfélagsins til að útfylla eyðublöð, gera samning, borga innritunargjald og fleira. Sören fór ekki nánar út í þesa sálma og lét þess því ekki getið, að hann hafði verið krafinn um greiðslu upp í fyrstu afborgun af íbúðinni, það fé hefði frú Holmström lagt fram. Nú, en hverju skipti það, auðvitað hafði hann ætlað sér það 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.