Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Blaðsíða 14
af háum stigum, og hlaut að vera í silfurofnum kjól, með skartgripasamstaeðu úr demöntum og öðrum dýrum stein- um og herðaslá úr minkaskinni. Og svo mundi forstjór- inn aðalforstjórinn auðvitað, tilkynna það í veizlunni, að hann hefði hækkað Sören upp í það, að verða nánasta samstarfsmann sinn, sína hægri hönd. Og svo yrði hún kannski með tímanum sjálf forstjórafrú, að hugsa sér! Forstjórafrú með fína villu, bíl og allt a’ tarna. Og mamma flyttist til hennar, þegar henni sjálfri þóknaðist, og ætti náðuga daga í ellinni, silfurhvít á hár, mild og rósöm, elskuð og virt af öllum — tengadmóðir forstjórans. En það bezta, sem hent gæti væri þó það, ef mamma og pabbi sættust heilum sáttum, svo að hann gæti verið í veizlunni hennar, jafnvel haft Dagmar sína með sér, af því að það var orðið svo langt um liðið síðan hann var maðurinn hennar mömmu. Lisu datt ekki í hug, að láta neitt uppi um sína róman- tísku ungmeyjardrauma, enda hafði henni fljótlega skil- izt, hvílík fjarstæða þeir voru. Órðugra varð henni að þegja við því og sætta sig við það, að þau Sören skyldu ekki fara í neina brúðkaupsferð. framhald SPEGILMYNDIN Evu fylltust af tárum. Hún faðmaði hann að sér. — Hvað þú ert góður drengur, snökti hún — Þú ert ein- mitt eins og ég vissi alltaf, að þú værir, skilningsríkur og óeigingjarn. Ég vildi óska, að ég gæti elskað þig, verið bálskotin í þér. Það kom kökkur í hálsinn á honum. Hann kyssti Evu á kinnina og þau óku þögul til baka. Eva gekk hægum skrefum heim, tíguleg, ung og fagurlimuð í Ijósum kjól. Hann hefði ekki þurft að segja nema eitt orð, — að hann gæti ekki lifað án hennar, — og hún hefði komið til baka. — En hann þagði. Enn stóð hann frammi fyrir speglinum og leysti slifsis- hnútinn,. Bráðókunnugur maður kom á móti honum innan frá. Þreyttur maður með samanklemmdan munn og samvizkubit. í fyrsta sinn á ævinni hafði hann sér vit- andi komið illa fram við Evu. Það var, þegar hún sagðist hafa hitt annan, og vissi nú fyrst hvað það er að vera ástfangin. Hún hafði ekki spurt, hvort hann hefði ekki líka tekið sinnaskiptum. Hingað var hann kominn til að halda loforð sitt um að giftast Evu. Hafði ekki einurð til að svifta hana fram- tíðardraumum sínum. Og svo var það hún, sem þráði að losna, og þá lét hann sem hann færði fórn á henn- ar hamingjualtari. Hann var blauður — óhreinskilinn — óræsti. Eva minntist hans sem göfugs og mikils manns. Hún fengi aldrei að vita, að hann væri lítilmenni. Og það átti hans verðandi eiginkona heldur ekki að fá að vita. — Um kveldið símaði hann til hennar og sagði, að trúlofuninni við Evu væri slitið. — Já hann var óræsti og hann skammaðist sín. En ef til vill er gott að hafa eitthvað að ásaka sig fyrir, vera ekki gallalaus í eigin augum, af því verða menn bljúgir. Honum ætti að vera nægilegt að vera gallalaus í augum Evu og konunnar, sem beið hans, þar sem hann hafði dvalið árlangt. Guðrún H. Hilmarsdóttir húsmœðrakennari PERUTERTA 100 gr hveiti 89 gr smjörlíki 20 gr flórsykur Krem : 2 cggjarauður 30 gr sykur 2 matarlímsblöð V2 dl sherry 2 dl rjómi etv. 1 stífþeytt eggjahvíta 50 gr makkarónukökur 8 hálfar niðursoðnar pcrur 9 soðnar sveskjur eða plómur IV2 dl fjómi ctv. saxaðir hnctukjarnar Búið til hnoðað deig og látið bíða á köldum stað 1 klst. Flatt út og bakað í tertumóti ca 15 mín við 200° C. Kremið: Eggjarauðurnar cru hrærðar vel með sykrinum. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn, tekið upp úr og brætt yfir gufu, kælt með sherryinu og blandað í eggja- hræruna þegar varla finnst af því velgja. Þcgar þetia byrjar að stífna er þeyttum rjómanum og etv. hvítunni blandað í. Muldum makkarónukökunum blandað í krem- ið. Kreminu síðan hellt yfir kökubotninn og pcrunum og sveskjunum raðað yfir. Þeyttum rjóma sprautað utan- með. — Hægt er að nota aðra ferska eða niðursoðna ávexti og einnig má að síðustu hclla yfir kökuna ávaxta- safa blönduðum matarlími. IVi blað matarlím í hvern dl af vökva. Borin fram scm ábætisréttur eða mcð kaffi. SKREYTTARANANASSNEIÐAR 1 lítil dós ananas 100 gr suðusúkkulaði IV2—2 dl rjómi 2 tesk sykur kokteilbcr og möndlur Ananasinn látinn í sigti svo sígi vcl af honum safinn. Súkkulaðið brætt í skál yfir hcitum vatnspotti, gætið þess, að ekki fari vatn cða gufa í súkkulaðið. — Ananas- sneiðarnar cru smurðar að ofan mcð súkkulaðinu, raðað á smjörpappír og súkkulaðið Iátið harðna. — Rjóminn stífþeyttur með sykrinum. Ananassnciðum raðað á fat og skreyttar utan með þeyttum rjóma, söxuðum möndlum og kokteilberjum eða öðrum niðursoðnum, eða frystum, berjum. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.