Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Side 2
Efni: 400—450—450, 2 hnappar, tcygja: ca. 55 cm, 40 cm
band, 1 cm brcitt. Ilcklunál nr. 6, gimbunál ca. 6 cm brcið.
Festa: 11,5 fl. og 13 raðir = 10 cm. Eingöngu heklaðar
fastar 1.
Vefnaðar-
stofan
Ásvallagötu 10A
Þessi mörgæs er hnýtt (Rya), grunnur ljósblár, dýrið
svart og hvítt, verð með nál og spýtu kr. 285.— Tekklisti
til að halda myndinni uppi getur fylgt ef óskað er, kr. 50.—.
Neðsta línan er hnýtt lengri svo að myndist kögur. — Líka
fæst blár ullarjafi til að hnýta í og þarf þá ekki að hnýta
nema dýrið. Verð þá kr. 200.—. Fæst á Vefnaðarstofu
Karólínu Guðmundsdóttur, Asvallagötu 10A.
Þá hefur Vefnaðarstofan lofað að afgreiða efni í Klukku-
strenginn (á bls. 5 og 6) fínan hvítan jafa 35x110 cm
ásamt gami og einnig tekkhöldur. I klukkustrengnum
verða alls 8 myndir, 6 eru í þessu blaði, en 2 þær neðstu
koma í næsta blaði.
Peysa og húfa með
ryakögri ó 2-4-6 óra
Bak: Fitja upp 40—42—44 1. (32—34—36 cm), snúa við
og hekla 39—41—43 fl., fara fyrst niður í 2. 1. frá heklu-
nálinni og 1 1. fitjuð upp alltaf er snúið cr við. Þegar bakið
mælist 10 cm er 1 I. fclld úr í báðum hliðum. Er það mæl-
ist 24—26—28 cm fellt úr fyrir handveg 3 1. hvorum meg-
in, þannig að draga ósýnil. I. yfir 3 fyrstu 1. og sleppa 3
síðustu I. þá felldar úr, 1 1. báðum megin í annarrri hvorri
röð, 7—9—10 sinnum og síðan í hverri röð 4—2—2 sinnum.
Framst.: Heklað eins og bakið unz það mælist 24—26
—28 cm, þá skipt réttu megin, svo 18—19—20 fl. vcrði í
hægri hlið (vinstra framst.) og 23—24—25 fl. (hægra
framst.). Fyrst heklað vinstra framst.: Felldar úr 3 1. fyrir
handvegi, hekla 15—16—17 fl., slíta garnið. Fitja upp 6
nýjar 1. og hckla yfir þær 5 fastar 1., þeim bætt framan
við vinstra framst., svo heklað áfram yfir allar lykkjurn-
ar. Fellt úr fyrir handveg eins og á bakinu, en úrt. í
hverri röð er aðcins 3—1—1 sinni. Þegar 14—15—15 1. eru
eftir, fellt af hálsmcgin í hvcrri röð, 5, 3, 2, 1 1. Tvær síð-
ustu 1. í einu.
Hægra framst.: Eins, en engu bætt við það. Eftir ZVz
cm, heklað fyrsta hnappagatið 2 1. frá brúninni, fitjaðar
upp 2 1. og hlaupið yfir 2. Næsta hnappagat eftir 3 cm.
Hægri ermi: Fitja upp 22—24—26 1. (18—19—20 cm)
og hekla á uppf. 21—23—25 fl., bæta 1 fl. við hvorum
megin þrisvar sinnum með 5 cm millib., þá tvisvar 3.
hvern cm. Er ermin mælist 23—25—27 cm, fella úr 3 1. í
hvorri hlið, þá 1 I. í hvorri hlið í annarri hvorri röð 7—9—
10 sinnum, síðan í hverri röð 3—1—1 sinni, fella þá úr
hægra megin 2—3—3 1. og hckla 3—4—4 fl. og slíta gamið.
Vinstri ermin eins, nema síðasta affellingin frá gagnstæðri
hlið.
Ilálsmál: Ermarnar saumaðar við bak og framst. og
heklað í hálsbrúnina: 64—68—70 fl. allt í kring.
Húfa: Fitja upp 54—56—58 I. (46—48—50 cm) og hekla
53—55—57 fl. Er húfan mælist 15—16—17 cm er úrt. þann-
ig: 4 fl., 2 fl. saman, cndurt. út umferðina og síðan aðra
hvora umf. þrisvar sinnum í viðbót, þá 2 og 2 saman í
næstu 2 umf.
Rya-kögur í hálsinn og framan um húfuna: Mæla band-
ið eftir hálsinum, vcfja garninu um gimbunálina og leggja
bandið yfir mitt á milli nálaroddanna og sauma kögrið
niður, gaminu samtímis ýtt af nálinni. Kögrið má hafa
þétt eftir vild.
Frágangur: Teygja til stykkin og leggja votan klút
yfir, láta þau bíða og þorna. Sauma hliðar og ermasauma
og ryakögrið í hálsinn, kappmclla hnappagötin og festa í
hnappa, sauma litla ncslu og hnapp í ryakögrið. Sauma
húfuna saman, brjóta upp á hana ca. 5 cm og sauma rya-
kögrið efst á uppslagið. í stað bandsins í hálsinn er teygj-
an fest inn í ryakögrið á húfunni. Hekla hnapp og festa í
kollinn. Ryakögrið er bæði hlýtt og mjög klæðilegt á litl-
ar stúlkur.