Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Page 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Page 3
NYTT KVENNABLAÐ 6. tbl. — Olitóber 1966 27. árgangur Ur dagbók minninganna ÞEGAR ÉG YAR SAUTJÁN ÁRA Þessi tími ævi minnar finnst mér hafa ein- kennzt af þekkingarþorsta og hrifnæmi. Hæst ber í minningunni tvö sendibréf, fyrstu eftir- mæli eftir mig, sem voru sungin í kirkjugarð- inum við Hraunskirkju og loks ferðalög á skemmtisamkomur og hátíðahöldin að Hrafns- eyri á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Það held ég að hljóti að vera eftirminnileg- ur atburður bráðþroska, hrifnæmri stúlku að fá bónorðsbréf á seytján ára al’mælinu sínu, eink- um þegar bréfið er kryddað með ljóðum, bæði eftir stórskáld og höfund sjálfan, enda er ann- að innihald þessa bréfs horfið í djúp gleymsk- unnar. Það byrjaði á ljóði Einars Benediktsson- ar: Sólin hún roðnar rjóðast á mótum rökkurs og ljóss. Og bréfið endaði á vísu eftir höfundinn sjálf- an: Heiðursparta heims um skeið hljóttu, er vart má dylja. Eigðu bjarta ævileið. Ó, mín hjartans Lilja. ! Oft hefur mig langað til að semja smásögu út af litlu atviki í sambandi við þetta bréf, en úr því verður líklega ekki. En þess vil ég geta þessum látna aðdáanda mínum til hróss, að í bréfi, sem hann skrifaði mér síðar, talar hann um stúlku, sem var í sama húsi og hann og ástfangin af honum. Hún vissi hve hrifinn hann var af mér og var sífellt að benda honum á hina mörgu galla mína. í bréfinu spyr hann: „Hvers vegna sé ég ekki þessa galla þína, ef þeir eru svona margir og áberandi?“ Þarna hef ég orðið aðnjótandi hinnar rómuðu blindu ástar, sem skáldið segir að sé „mynd af sælu og synd, sam- ræmd yndislega.“ Annað bréfið var frá Pétri bróður mínum, sem var þá staddur í Glasgow á Skotlandi. Áð- ur en hann fór í utanlandssiglingar hafði hann stundað iðnnám í Reykjavík, kynnzt þar ung- mennafélagshreyfingunni og hrifizt af. Vildi hann veita mér hlutdeild í henni, þegar hann kom heim í sumarleyfum. Hafði hann, sem var ljóðelskur eins og ég, numið þar mörg hvatn- ingarljóð. Meðal annarra, sem hann lærði, var þetta: Með sterka sál og hrausta hönd og vilja að háu marki stefni hin unga sveit, læri sérhvert tímans tákn að skilja trúa á eigin kraft og bundin heit. Einnig jretta eftir Stephan G.: Ég veit það er lánsælt að lifa og njóta, leika og hvílast sem hugurinn kýs, en mér finnst þó stærra að stríða og brjóta í stórhríðum ævinnar mannraunaís. Þetta bréf frá Pétri held ég hafi verið eins konar framhald af þeirri kynningu, fullt af heilræð- um, lífsspeki og fróðleik. Tilfæri ég hér stutt- an kafla úr því: „Ég veit að þig, eins og mig, langar svo út í heiminn, út í það óþekkta og stóra. Okkur langar svo til að sjá, hvað er á bak við fjöllin háu, og mönnum með bjártsýni, léttlyndi og lífsfjöri æskunnar finnst allir vegir færir, hyggja alls staðar sól og sumarblíðu bak við þau fjöll.“ Hann ráðleggur mér líka að skemmta mér í hófi, segir að sér finnist ástundun skennntanalífsins gera menn óhæfari til að gegna skyldustörfum trúlega, og svo til að hugsa um lífið og til- NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.