Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Qupperneq 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Qupperneq 5
M/nn/ng FRÚJÓHÖNNU STEFÁNSDÓTTUR ArncLísarstöðum. Hvað vissi ég, lítil telpa á Suðurlandi, um Þingeyjarþing annað en það, sem vökull kenn- ari hafði sagt mér af fríðleik héraðsins, þó að heimili foreldra minna hefðu gist hinir mæt- ustu þegnar þess byggðarlags. T. d. voru í þeim hópi þrír ráðherrar og forstöðukona kvenria- skólans að Laugum, fröken Kristjana Péturs- dóttir, og fleira fólk, er bar hvarvetna hróður héraðsins vegna óvenju atgjörvis. Eg hafði líka lært ljóð Guðmundar á Sandi, Indriða á Fja’li, einnig gengið til fundar við Jón Trausta og Þorgils Gjallanda. En hvers vegna var allt þetta fólk, sem ég kynntist, framar en fjöldinn? Ég varð þess líka vör, að ef einhver gekk á götu djarfur í fasi, brostu menn og sögðu: Þetta er sjálfsagt Þingeyingur. Mér sem barni fannst það eðlilegt. Það myndi sjálfsagt vera ljúft og létt að lifa þar. En svo urðu örlög mín þau, að setjast að í Þingeyjarsýslu. Hef ég nú dvalið þar rúmlega tuttugu ár. Veit ég nú, að fegurð henn- ar og unaður er bundin björtum vornóttum og kristalstærum vetrardögum. Þá ljós sólar brotn- ar í margskonar liti í hinu minnsta snjókorni. Undir frosti og fönn bíður lyngheiðin albúin komu vorsins. Víki fönn til hliðar blasa við auganu rauð sortulyngsberin, og lautin milli þúfnanna er full af fagurgrænu lynginu. Eini- runni með angandi ilman og fögru litarafti. Þeir blikna ekki þessir runnar fyrir frosti né fjúki. Melgrasskúfurinn harði bindur enda á rót- laust sandfokið. — Hvers vegna skyldu þá börn byggðarlagsins bera drjúpandi höfuð. Nú vil ég minnast einnar dóttur Þingeyjar- sýslu, sem mér er minnisstæð. En hún var ein af Joeim, sem ekki kunni að beygja sig þótt móti blési. Og vel á við um hana það, er skáldið kvað: „Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst“. Þessi kona var frú Jóhanna Stefánsdóttir, Arndísarstöðum í Bárðardal. Ég kynntist henni aldraðri konu þá aðfluttri til Reykjavíkur. Bjó hún þar með dóttur sinni, Elínu, sem var hennar yngri dóttir og auga- steinn. Oft gekk ég til fundar við þessa vin- konu mína, og fór þaðan ávallt andlega ríkari. Hún var gáfuð, unni bókum sínum, en örlög hennar voru að verða sveitakona með ærin störf. Sál hennar þráði fróðleik og menntun í æsku, en gjafir lífsins voru börn og móðurskylda. Hlúði hún að þeim og vék ei af vettvangi skyld- unnar í neinu, er henni var til trúað. Jóhanna var höfðingi heim að sækja, var veitul á líkam- legt og andlegt fóður, vissi ég líka, að þess nutu margir, Jdví að óvenju gestkvæmt var á heim- ili þeirra mæðgna. Sátu þar oft mætir menn á tali við frú Jóhönnu, og mun þeim ei hafa þótt tíminn of langur, er þeir höfðu til samræðna við svo gáfaða konu og skemmtilega. Hugur hennar var bundinn sveit og héraði, þótt hún yrði að yfirgefa hvort tveggja, eftir að hafa kvatt þrjú efnileg börn í blóma æskunn- ar og eiginmann, er hún unni og dáði. Hún bauð mér eitt sinn með í ferðalag norð- ur í Bárðardal. Ég þáði það. Var það mjög ánægjuleg samvera. Fólk sveitarinnar var alúð- legt, sumt ógleymanlegt. Enn man ég fyrsta morguninn í Lyngholti hjá Ólafi og Arnbjörgu. Þá skein sól í heiði. Gamla konan var nú komin heim aftur til sonar og tengdadóttur. Hún gekk út á tröppurnar, horfði yfir byggðina og farinn veg. Tár blikuðu í auga. Ég skildi hana vel. Þarna hafði hún átt léttustu sporin, einnig þau þyngstu, en hún talaði aldrei um þau. Með henni sá ég fyrst Þingeyjarþing, blómlegar sveit- ir, sumar afburða fríðar, þær voru líka stolt hennar. Hún sagði: „Nú mátt þú skilja það, góða mín, hvers vegna ég ann Norðurlandi og gleymi Jdví aldrei.“ — Hér var dagsins önn að verða lokið. Hún brosti við bókum sínum, naut þess að eiga næðis stund með þeim um leið og hún fór um þær mildum höndum. Blessaði einnig hin ljúfu þjóð- skáld, er kváðu um ástina, höfðu samúð með mállausum dýrum, sungu lof um sólbjarta júní- nótt, eða hreyttu í kaldan hafís. Aldrei gleymi ég geislandi svip hennar, er náinn ættingi rétti henni að gjöf ljóðmæli Guttorms Guttormsson- ar, eða hún opnaði Andvökur Stephans G. Þeim NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.