Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Síða 7
Stefnir landfrœðileg pekking einkum í suður? „Venjulega veit fólk miklu minna um þá, sem norðar búa á jörðinni en það sjálft, en hina, sem sunnar búa,“ var haft eftir Eiríki gamla í Vogsósum. Varla yrði nú auðvelt að fá úr skorið, hvort þessi ummæli eru réttilega eignuð hinum forna fimbulklerki — enda varla neitt höf- uðatriði. Oft hafa þau þó komið mér í hug hin síðustu tuttugu og fimm árin — eða nánar tilgreint síðan ég sett- ist að norður á Melrakkasléttu. Hef ég oft á því tímabili verið spurður ýmissa spurninga, sem kunnugum koma á óvart, um þennan norðurhjara, er sanna það, að spyrj- endurnir líta svo á, að svo norðlægt svæði sé tæplega byggjandi mönnuðu fólki, — eins konar náströnd. Ég var fullorðinn, þegar ég kom fyrst á Sléttu; þá dvaldi ég þar tvö ár. Svo fjarri fór, að hún verkaði fráhrindandi á mig þá, að hvar sem spor mín lágu síðan, hugsaði ég þangað, ráðinn í að fara þangað aftur, lifandi eða dauður. Líkt hefur fleirum farið, sem kynnzt hafa þessari út- kjálkasveit. Fyrir hálfum öðrum áratug ætlaði að flytjast þangað roskin kona, sem dvalið hafði í Reykjavík flest sín manndómsár — án þess að geta verulega fest rætur þar. Vinkonur hennar í Reykjavík voru alveg andaktugar yfir slíkum ósköpum, og héldu að henni segði fyrir, að láta þvæla sér í slíka útlegð, sem frá þeirra sjónarmiði jafngilti helzt Síberíuvist. (Síðan hefur hvarflað að mér, að líklega væri Síbería ekki sem verst, ef maður þekkti hana eitthvað nánar en af afspum, sem fangahirzlu grimmdar og harðstjórnar.) Konan fór samt — og festi fljótlega yndi á Sléttu, svo að síðan vill hún helzt ekkert þaðan fara, og verður þeirri stundu fegnust, sem hún kemst heim aftur, ef hún verður að víkja sér burtu. Þó þetta munu engin einsdæmi vera, skal það ekki fremur fjölyrt hér. Á fleiri hina afskekktu hluta þessa lands hef ég heyrt minnzt í líkum tón og Sléttuna, þegar maður er staddur í fjölbýlinu — sem margir trúa að umspenni allt það, sem heitið geti menn- ing — til dæmis Hornstrendur. Þar er ég alveg ókunnug- ur, en þekkt hef ég fólk þaðan, sem virtist miklu fremur bera af öðrum að prúðmennsku og manndómi, en að það bæri nokkurn ómenningarbrag. Veturinn 1962 voru allmikil frost þegar eftir áramót; syðra var jörð snjólaus að mestu og fraus því djúpt. Þeg- ar menn fóru í Reykjavík að fást við kartöflugarða sína, úr miðjum maí, var þar varla stunguþítt, og var talið að þá væri þar a.m.k. 70 cm frostlag í jörðu. Þá flaug ég heim 2. júní. Kunningjar mínir í Reykjavík sögðu þá við mig — líklega bæði í gamni og alvöru, að ekki væri álit- legt fyrir mig að vera að fara norður í allan rækalls kuld- ann. Þegar ég fór, var hér lágskýjað og heldur svalt — blindflug norður um Eyjafjörð. Þaðan til Kópaskers höfð- um við alltaf landsýn; þegar ég kom svo heim eftir 5V2 tíma með töfum, var svipað veður nyrðra, eins og verið hafði syðra um morguninn, þó öllu hlýrra og bjartara en þar. — Jörð var þá orðin frostlaus norður á Slétlu, og maður, sem gróf þar gryfju í febrúar, sagði mér að þá hefði jörð mátt heita frostlaus þar. Frost höfðu þó komið, álíka og syðra, en þó snjór væri ekki mikill, nægði hann til hlífðar við frostinu. Þegar ég fór að stinga upp garðinn minn, fann ég nokkr- ar eftirlegu-kartöflur; þær voru alveg óskemmdar, sem að hausti, — sælgæti með hýðinu, svo ekki hafa þær mætt miklu harðræði. Hel'ur svo verið á hverju vori, síðan ég gerði mér garð. Ég kom aftur suður seint í júní og vann þá um þrjár vikur austur á Keldum á Rangárvöllum. Þegar ég fór þaðan aftur, undir miðjan júlí, var þar sýnilega enn mikið frost í jörðu, og engar horfur á að sláttur gæti hafizt þar fyrir alvöru fyrr en undir júlílok (1962). Víst má taka með í reikninginn að Sléttan — sem landið í heild, nýtur nú þess hlýviðrisskeiðs, sem við höfum oft- ast notið síðan 1920, en ég þekkti hana ekki fyrr en 1925. Þó veit ég að hún var vel metin löngu fyrr, því þá voru sveitir, jafnvel fremur en nú, metnar eftir því, hversu auðvelt var að afla þar matfanga, en hlunnindin á Sléttu voru mjög rómuð og víða kunn. Tóku þær frásagnir stundum á sig nokkurn ævintýrablæ í öðrum sveitum; var þá heldur ekki trútt um að menn ályktuðu út frá þeim, að það hlytu að verða letingjar einir, sem byggju í svo gjöfulli sveit. Hlunnindin, þau hin góðfrægu, ganga nú mjög úr sér á Sléttu — mest vegna fólksfækkunar. Fornar jarðir, þó góðar þættu, leggjast í eyði hin síðustu ár; en stofnuð nýbýli vega nokkuð upp á móti. Þessi er þróun tímans — og gengur örðuglega að snúa henni við — hvernig sem manni geðjast hún. Til er vísa svohljóðandi, eignuð Látra-Björgu: „Slétta er hvorki leið né Ijót, leitun er á betri sveit; hver sem á henni festir fót, farsælastan byggir reit.“ Sagan segir reyndar, að þetta sé bragarbót hennar á eig- in hrakbögu. Sú saga hefur mér alltaf þótt mjög ótrúleg. Sem sagt, var Slétta lengi kunn og víða fræg af matföng- um sínum, — og þá áreiðanlega ekki síður á þeim hung- urs- og hallærisárum, sem Björg lifði og leið. Væri stór- um sennilegra, að einhver hefði af strákskap eða grá- glettni snúið vísu Bjargar. Trúi ég þess vegna að vísan sé dómur Bjargar — samhljóða almennri reynslu um þessa gjöfulu sveit, — þó sönnunum verði ekki að því komið, sem dómhæfar þættu. Ekki hef ég ætlað mér að semja hér neina tæmandi landfræðilýsingu þessarar kæru fóstru minnar — en af þeim atriðum, sem ég hef drepið hér á, hygg ég að góð- gjarnt fólk megi skilja og ráða að hún sé þó a.m.k. enginn Niflheimur. En jafnvel þó einhverjum dytti í hug að rengja mig, tek ég það ekki nærri mér; jafnvel okkar ógæta landa Vil- hjálmi Stefánssyni gekk ekkert of vel að sannfæra hinn menntaða heim um gjafmildi norðursins — þó hann væri sjálfur áþreifanlegt tákn þess að hann sagði satt, sá spak- vitri fóstri og postuli „heimskautalandanna unaðslegu“. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.