Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Side 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1966, Side 13
„Einkennileg tilviljun, það er konan mín líka, sú seinni á ég við.“ „Meira tár? Það var ekkert, sem þér fenguð yður áðan, og svo eruð þér að treina yður þennan leka. Fyrst allt er í sátt og semju heima hjá yður er varla saknæmt, þó að þér komið heim ögn hýr, gæti meira að segja verkað örvandi, þér skiljið." „Ekki fyrir það, en ég get svo sem þegið ofurlitla við- bót, yður til samlætis." „Skál!“ „Skál!“ „Þér voruð eitthvað að minnast á það áðan, hvernig mér hefði líkað við tengdamútter. Skrambinn hafi það, sem ég er fullkomlega klár á því, og ætti þó að vera það. En ég er, eins og ég var víst að segja yður áðan, ekki sérlega djúpskyggn á manneðlið — eða segjum kveneðlið. Tengdamóðir mín var og er enn, ef hún er ofan moldar, mesta myndar- og atorkukona, en gölluð hlýtur hún að hafa verið í sambúð, fyrst tengdafaðir minn, sem mun vera meinhægðarmaður, hrökklaðist frá henni. Ég ætla engan fullnaðardóm að leggja á hjónaband þeirra, þó að ég hafi mínar grunsemdir um það, á hverju það muni hafa strandað. En hitt fullyrði ég, að tengdamóður minni hafi mistekizt hrapallega uppeldið á dóttur sinni. Hún hefur ekki reynt, eða henni ekki tekizt, að kenna henni að aga skap sitt, svo að hún yrði sambúðarhæf. Stelpan, ég meina konan mín, var mesta meinhorn, vanstillt, heimtufrek, sá mig aldrei í friði né sat á sárshöfði við mig, þegar ég var heima, eða hún gat náð til mín. Og þegar ég reyndi að humma þetta fram af mér varð hún svo uppstökk og skömmótt, að ég hef engu þvílíku kynnzt, hvorki fyrr né síðar. Á bernskuheimili mínu voru engin illindi, faðir minn var húsbóndi á sínu heimili og réði því, sem hann kærði sig um að róða. Móðir mín var nægjusöm og vann skyldustörf sín þegjandi eins og vera ber. Ég held að það hafi ekki hvarflað að henni, að snatta og siga okkur karlmönnunum þær stundir, sem við ætl- uðum að taka okkur hvíld. Væri eitthvað, sem faðir minn þurfti að vinna í þágu heimilisins hafði hann sína hentug- leika með það, og ég man ekki eftir neinum eftirrekstri af hálfu móður minnar, enda hefði faðir minn fi'áleitt tekið slíku vel, því að hann er mikill skapmaður, og ég held að hann eigi það til að vera töluvert þver, ef því er að skipta. — Konu minni var þannig varið, að það var eins og hún gæti með engu móti séð mig hvílast, né yfir- leitt hafa mína hentisemi á nokkurn hátt. Alltaf var yfir- fullt af verkefnum fyrir mig heima, hjólpa henni með heimilishaldið sjólft og barnið, sem hvorugt hefði átt að vera ofverkið hennar, enda í hennar verkahring. Nú og svo þurfti að ýmsu að dytta, við bjuggum allan tímann í gömlu húsnæði, fyrst leiguplássi, sem var » nið- urníðslu, þegar við tókum við því. Svo keypti ég hús, sem ætlunin var að standsetja, og það hefði komizt í verk, ef ég hefði mátt vera sjálfráður og konan ekki sí- fellt verið að nudda í mér og reka á eftir mér. Hún var svona fljóthuga, tilætlunarsöm og vanstillt. En ég er nú einu sinni þannig skapi farinn, að ég þoli ekki rex, vil ráða því sjálfur, hvað ég geri, og hvenær ég geri það. Nú, og ef ég er slóði, þá bætir ekki úr skák að ausa yfir mig blóðugum skömmum, elta mig með skömmum, halda vöku fyrir mér með skömmum. Það var naumast heilbrigt, hvernig konan lét, og ekki aðeins heima hjá okkur, held- ur bar það við, að hún kæmi á vinnustað minn, jafnvel matsölustað, þar sem ég keypti mér hádegisverð. Allt þetta umhverfði mér svo, að ég hefði ekki haldið það að óreyndu að ég ætti slíkt til. Já, hún náði ekki úr mér kostunum, konan mín, svo mikið er víst. Svo að ég sé ekki að orðlengja þetta, þá get ég sagt með sanni, að ég var illa svikinn af konunni. — Ekki get ég sakað tengda- móður mína um það, að hún hafi í upphafi reynt að troða okkur saman, þó að hún hafi að vísu gengið rögg- samlega fram í því að koma okkur í hjónabandið, þegar henni fannst sem það, af vissum ástæðum, mætti ekki lengur dragast. Og áreiðanlega óraði hana ekki fyrir því í upphafi, að hjónaband okkar yrði með slíkum endemum og raun varð á, enda held ég, að konan mín hafi aldrei sýnt móður sinni þá hlið, sem að mér sneri. Já, það eru margir fletir á manneskjunni. Kynni okkar hjónaefnanna voru ekki löng, og þar sem ég er maður, sem ekki er gjarnt til að hrapa að hlutunum, þá fannst mér alltof fljótlega undið að giftingunni. Nú enda sýndi það sig, að hjónabandið var bráðræðisflan. — Nú hef ég sannarlega látið móðan mása, það má víst segja með sanni, að vín leysi tunguhöftin. Ekki veitir af að væta kverkarnar. Verið nú svolítið með.“ „Þakka yður fyrir, ég er ennþá með lögg, og ætla að láta hana duga. — Þetta er mikil raunasaga, sem þér hafið verið að segja mér, og þar sem þér lítið út fyrir að vera hið mesta prúðmenni, þykir mér rétt líklegt að kon- unni yðar hafi verið stórum áfátt fyrst hjónabandið varð strandsigling eins og Berg komst að orði.“ „Strandsigling, það er einmitt orðið, mér fannst ég líkt og hrekjast undan stormum og straumum, berast of ótt áfram, svo að ég gæti helzt heimfært upp á mig orðtæki Kínverja, að fara á undan sálinni í sjálfum mér. Mér er næst að halda, að einhleypingsvenjur mínar hafi verið grónar við mig, og ég hafi haldið áfram að vera einhleyp- iningur, svona innra með mér, þó að ég kvæntist, það hafi því bókstaflega verið hremming fyrir mig, að taka á mig skyldur heimilisföður. Einkum þegar konan var svona ung, reynslulaus og vanstillt. Að öllu samanlögðu var þetta vandræðaástand, ég var bókstaflega að verða að taugahrúgu, og út á það og fleira var mér dæmdur skiln- aður, svo alger að mér var heimilt, og meira að segja eindregið ráðlagt, að láta konuna ekkert vita, hvað af mér yrði, svo að ég yrði ekki fyrir neins konar ásókn af hennar hálfu. Ég notfærði mér ráðið til hins ýtrasta, fór til útlanda, og hef síðan eftir heimkomuna búið í öðrum landshluta. Segja mætti, að ég hafi verið í felum fyrstu árin eftir skilnaðinn. En síðan eru liðin mörg ár. Við skilnaðinn fékk konan í sinn hlut húsið, sem hafði verið svo mikið þrætuepli. Það hvildu á því töluverðar skuldir, og það var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi. Það kom vel á hana að þurfa að stríða við þetta. Samt vona ég, að hún hafi getað gert sér eitthvert verð úr húsinu, því að vafalaust hefur hún viljað fyrir hvern mun losna við það.“ „Hvað varð svo um konuna yðar?“ „Ég býst við að hún hafi flutt til móður sinnar, nema hún hafi þurft að dvelja langdvölum á taugahæli, því að varla hefur hún verið heil á sönsum eins og hún hagaði sér. Ég hef frétt á skotspónum, að hún hafi gifzt aftur, og varð hálffeginn, því að þar með fannst mér ég mundi NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.