Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
MEÐ margháttuðum aðgerðum
hyggst Landspítalinn hagræða í
rekstri um 400 milljónir króna til ára-
móta. Nákvæm útfærsla liggur ekki
fyrir eða hvort grípa þurfi til upp-
sagna en Hulda Gunnlaugsdóttir, for-
stjóri Landspítalans, sagði á fundi
með fréttamönnum í gær að reynt
yrði eftir fremsta megni að komast
hjá uppsögnum starfsmanna.
Helstu aðgerðir eru þær að breyta
á sólarhringsdeildum í dagdeildir eða
fimm daga deildir, loka á tveimur
skurðstofum, lækka bifreiðakostnað,
lækka kostnað við innkaup á lyfjum
og öðrum aðföngum og lækka kostn-
að við endurmenntun starfsfólks.
Herða á reglur um breytilega yf-
irvinnu frá og með 15. september og
þeir fá ekki endurnýjun í starfi sem
hafa verið með tímabundnar ráðn-
ingu t.d. unglæknar og nýútskrifaðir
hjúkrunarfræðingar. Þá verður ekki
ráðið í störf þeirra sem hætta á spít-
alanum vegna aldurs. Einnig verður
þeim tilmælum beint til starfsmanna
að þeir sem eiga inni ótekið orlof geri
það frá 1. október til 31. desember í
samráði við yfirmenn.
Mikil áhrif af gengishruni
Áður en Hulda efndi til frétta-
mannafundarins ásamt Birni Zoëga,
framkvæmdastjóra lækninga, sem
mun gegna starfi Huldu í ársleyfi
hennar, höfðu starfsmenn spítalans
fengið kynningu á stöðunni, horfum í
rekstri og aðgerðum framundan.
Hulda sagði að tekist hefði að
mestu leyti að ná fram þeim mark-
miðum sem sett voru fyrir þetta ár án
þess að draga úr þjónustu við sjúk-
linga og öryggi þeirra, þ.e. að fækka
legudögum, fjölga sjúklingum á dag-
og legudeildum, stytta biðlista eftir
aðgerðum og draga úr yfirvinnu.
Gerð var krafa um hagræðingu í
rekstri upp á 2,8 milljarða króna á
þessu ári, eða 7,5% af fjárlögum
þessa árs. Hulda sagði það hafa tekist
að stórum hluta ef ekki hefði komið til
gengishruns, sem hafði m.a. áhrif á
innkaup á lyfjum og hærri afborganir
af erlendum lánum sem tekin hafa
verið vegna tækjakaupa.
Með gengisáhrifunum náðust að-
eins 40% af hagræðingarkröfunni en
ella hefði hlutfallið orðið um 70%.
Að óbreyttu stefndi í 1,6 milljarða
króna halla á þessu ári en með boð-
uðum aðgerðum til áramóta er vonast
til að hallinn verði í kringum 1,2 millj-
arðar. Hallinn fyrstu sex mánuði árs-
ins var 825 milljónir króna, þar af
voru 325 milljónir vegna geng-
isþróunar.
Fram kom á fundinum með Huldu
og Birni að fyrirsjáanlegur halla-
rekstur væri á næsta og þar næsta
ári og þá gæti spítalinn þurft að grípa
til enn meiri hagræðingar. „Það
skiptir mig miklu máli að starfsfólk
hefur náð gríðarlegum árangri á spít-
alanum en því verðum við að grípa til
harðari aðgerða þar sem enginn er
varasjóðurinn,“ sagði Hulda.
Spara 400 milljónir til áramóta
Morgunblaðið/Eggert
Kveðjustund Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, hélt starfsmannafundi í gær þar sem hún kynnti
stöðu spítalans og fyrirhugaðan sparnað. Hún kvaddi starfsmenn jafnframt þar sem hún fer núna í ársleyfi.
Starfsmenn Landspítalans fengu í gær kynningu á alvarlegri stöðu framundan Reynt verður að
komast hjá uppsögnum Tveimur skurðstofum lokað Stefndi í 1,6 milljarða halla í ár að óbreyttu
Staða Landspítalans er verri en
nokkru sinni. Fyrirsjáanlegur er
frekari niðurskurður á næstu ár-
um og biðlistar eftir aðgerðum
gætu lengst. Áhersla lögð á að
verja neyðar- og grunnþjónustu.
Hvað eru skammtímaskuldir
Landspítalans miklar?
Skuldirnar námu 4,3 milljörðum
króna í lok júní sl. og höfðu aukist
verulega frá áramótum. Ber þar
hæst skuld við birgja spítalans.
Hvað með útgjöld og tekjur?
Rekstrargjöld spítalans á fyrri hluta
ársins námu 21,3 milljörðum og
tekjur 20,5 milljörðum. Gjöld af
reglubundinni starfsemi voru 4%
umfram tekjur. Launagjöldin voru
sem fyrr stærsti kostnaðarliðurinn,
eða 64%, sem var nokkuð umfram
áætlun. Föst laun hafa aukist en yf-
irvinna dregist saman.
Af hverju er forstjórinn að taka
sér ársleyfi frá störfum?
Hulda Gunnlaugsdóttir sagði á fundi
með blaðamönnum í gær að hún
væri að fara í leyfi fyrst og fremst af
persónulegum ástæðum, það hefði
ekkert með starfið að gera eða heil-
brigðisráðherra! Hún sagðist reikna
með að koma aftur til starfa að ári.
Hver tekur við af Huldu?
Björn Zoëga, framkvæmdastjóri
lækninga, gegnir starfi forstjóra í
ársleyfi Huldu. Hún sagði hann mjög
hæfan til að standa í brúnni sem og
þá framkvæmdastjórn sem hún
hefði valið.
S&S
2.800
milljóna kr. hagræðing
í rekstri árið 2009
1.600
milljóna króna halli árið
2009 án aðgerða
1.200
milljóna króna halli árið
2009 með aðgerðum
825
milljóna kr. halli fyrstu
sex mán. ársins
BJÖRN Zoëga,
verðandi forstjóri
Landspítalans í
ársleyfi Huldu,
segir fyrirhug-
aðar aðgerðir
bitna á öllu
starfsfólki en
með mismunandi
hætti.
Nákvæm út-
færsla á aðgerðunum muni liggja
fyrir á næstu vikum. Fundirnir í gær
hafi verið hugsaðir til að upplýsa
starfsfólk um þá alvarlegu stöðu
sem spítalinn er kominn í og af
hverju þurfi að grípa til aðgerða.
„Við látum þetta vinnast nánar úti
á stóru sjúkrahúsunum því það væri
ómögulegt fyrir forstjóra eða fram-
kvæmdastjórn að handstýra hverju
einasta verkefni,“ segir Björn. Til að
gefa einhverja hugmynd um hve nið-
urskurður geti bitnað á mörgum
starfsmönnum bendir hann á að hátt
í þúsund starfsmenn fái bifreiða-
styrk vegna gæsluvakta. Um 200-
300 starfsmenn eru með tímabundna
ráðningu, sem ekki verður end-
urnýjuð, en minni yfirvinna muni
bitna á hátt í tvö þúsund starfs-
mönnum. Alls eru starfandi vel á
fimmta þúsund manns hjá Landspít-
alanum. Óljóst er hvað endurmennt-
unarkostnaður verður lækkaður
mikið en Björn segir engar breyt-
ingar verða á framlögum til rann-
sóknastarfs og kennslu, a.m.k. ekki
á þessu ári. bjb@mbl.is
Bitnar á öllu
starfsfólki
Björn Zoëga
Starfsfólk óttast uppsagnir
mbl.is | SJÓNVARP