Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Fréttir af tilraunaverkefniMorgunblaðsins og SkjásEins um samstarf í sjónvarpsfréttum virðast hafa farið eitthvað öfugt ofan í Óðin Jónsson, fréttastjóra Ríkisútvarpsins.     Í viðtali við vefritið Pressuna ígær sagði Óðinn: „Ef Morgun- blaðið telur sig geta náð betri ár- angri á ljósvak- anum heldur en á prentmarkaði, þá er sjálfsagt rétt af þeim að láta á það reyna.“ Þetta var fallega sagt hjá Óðni.     Svo bættifréttastjóri RÚV við: „Vonandi leiðir það þó ekki til þess að rekstrarvandi blaðsins aukist. Lík- lega þykir skattborgurum nóg komið af afskriftum í rík- isbankakerfinu vegna fjölmiðla í eigu umsvifamanna sem komu hér öllu í þrot.“     Óðni til huggunar má upplýsa,að ekki er gert ráð fyrir mikl- um kostnaði við þetta til- raunaverkefni.     Til þess er einmitt efnt vegnaþess að bæði fyrirtækin, Ár- vakur hf., útgáfufyrirtæki Morg- unblaðsins, og SkjárEinn, eiga að- stöðu, efni og mannskap sem þau telja sig geta samnýtt með litlum tilkostnaði.     Hitt er svo annað mál aðkannski hafa skattborgararnir einhverjar athugasemdir við rekstur fyrirtækisins, sem Óðinn starfar fyrir.     Eða hefur áralangur hallarekst-ur Ríkisútvarpsins, sem ekki sér fyrir endann á, verið greiddur af einhverjum öðrum en skatt- greiðendum? Óðinn Jónsson Öfugt ofan í Óðin Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Algarve 31 heiðskírt Bolungarvík 10 rigning Brussel 16 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Akureyri 10 léttskýjað Dublin 15 skúrir Barcelona 28 léttskýjað Egilsstaðir 8 skýjað Glasgow 14 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 18 heiðskírt Róm 29 léttskýjað Nuuk 8 skúrir París 17 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Ósló 13 skýjað Hamborg 17 léttskýjað Montreal 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 13 skúrir Vín 17 skúrir Chicago 23 léttskýjað Helsinki 17 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 5. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.45 0,4 6.46 3,8 12.53 0,4 18.59 4,0 6:23 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 2.52 0,3 8.43 2,0 14.56 0,3 20.53 2,2 6:22 20:41 SIGLUFJÖRÐUR 5.11 0,2 11.23 1,2 17.10 0,3 23.29 1,3 6:05 20:25 DJÚPIVOGUR 3.58 2,1 10.05 0,4 16.15 2,1 22.23 0,4 5:51 20:02 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 1-7 m/s, og dálítil rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið annars staðar. Hlýjast inn til landsins. DRAUMUR hins gangandi vegfar- anda í Reykjavíkurborg mun verða að veruleika í dag, þegar hluti af Laugaveginum, frá Frakkastíg og niður úr, verður lokaður bílaumferð og aðeins opinn gangandi vegfar- endum milli klukkan 14 og 17. Þetta er tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg í samráði við kaup- menn og íbúa og kallast Tökum „Strikið“ á Laugaveg og ætlað til að fólk geti notið lífsins í miðborginni í friði fyrir bílaumferð og því áreiti sem henni fylgir. Á Laugaveginum er blómleg verslun, veitingastaðir, mannlíf og menning sem vert er að njóta. Í tengslum við þetta mun verða boðið upp á lifandi tónlist og ýmis skemmtiatriði undir berum himni á þessum sama tíma, bæði á Laugavegi, á Lækjartorgi og á Skólavörðustíg. Gestir og gangandi geta búist við að heyra í Hjálmum, Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni, DÓRA DNA, Halla töframanni HELMUT und DALLA, Davíð Þór Jónssyni og Helga Svav- ari Svavarssyni sem og Kvennakór- unum Vox Feminae, Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur. „Strikið“ tekið á Laugaveginum Mannlíf á Laugavegi Lokað verður á akandi umferð í dag. HAUST 4 Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára enda líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Flogið verður til Frankfurt og gist fyrstu nóttina í Ulm. Þaðan verður ekið til Riva del Garda og gist í 5 nætur. Farið í siglingu á Gardavatni til Limone og í áhugaverðar skoðunarferðir, svo sem til Feneyja og Veróna. Áfram er haldið til Seefeld í Tíról, Austurríki, en þar er mikil náttúrufegurð. Gist í 3 nætur í Seefeld og síðan í 2 nætur í Würzburg í Þýskalandi í lokin. Þrátt fyrir mikið tjón í stríðinu skartar borgin enn gömlum byggingum. Farið verður á útimarkað, hádegisverður snæddur í kastala hjá vínbónda og margt fleira. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Verð: 189.800 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 24. september - 5. október Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Gardavatn Á sunnudag Hæg suðaustlæg átt og skúrir en austan 10-15 og rigning S- lands undir kvöld. Hiti 8 til 13 stig. Á mánudag Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning, en þurrt að kalla N- og A-lands. Suðvestlægari og skúrir um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig. Á þriðjudag Hæg vestlæg átt og víða skúrir, en bjartviðri SA-lands. Milt veð- ur. Á miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir suðvestlæga átt með smáskúrum. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.