Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.09.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 ÞEIR geta verið roggnir af skólanum sínum, snáðarnir tveir sem hér eru uppteknir við vega- saltið á skólalóðinni. Í gær fagnaði leikskólinn Grandaborg nýrri viðbyggingu sem og gagn- gerum endurbótum á eldra húsnæði og var mik- ið um dýrðir af því tilefni. Í skólanum eru nú 82 börn á fjórum deildum og hafa guttarnir atarna því fjölmarga leikfélaga innan seilingar. Eflaust mun sá fríði flokkur kunna vel að meta nýjung- arnar og þá aukningu á leiksvæði sem breyting- arnar höfðu í för með sér, en m.a. var leik- skólagarðurinn stækkaður til muna. Grandaborg fagnar viðbyggingu og gagngerum endurbótum á aðstöðu Morgunblaðið/Heiddi Skemmta sér í skínandi fínum leikskólagarði Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ALLIR sem sækja um nám í þroska- þjálfun við Háskóla Íslands, og hafa til þess tilskilin réttindi, fá inngöngu, segir Vilborg Jóhannsdóttir, lektor við HÍ og námsbrautarstjóri þroska- þjálfabrautar. Miðað er við stúdents- próf eða 25 ára aldur. Salóme Þórisdóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir vissulega rétt að þroskaþjálfa vanti á sambýli fatlaðra en það sé mikil ein- földun hjá Sigríði Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi, í Morgun- blaðinu í vikunni, að ástæðan sé fyrst og fremst sú að Háskóli Íslands út- skrifi ekki nógu marga. „Málið snýst miklu frekar um aðstæður þeirra sem fagmanna í búsetuþjónustu fatl- aðra. Þær hafa ekki verið góðar,“ segir Salóme við Morgunblaðið. Langflestir þroskaþjálfar sækja í störf í leik- og grunnskólum. Ástæð- una segir Salóme ekki síst að vakta- vinna þyki ekki spennandi, en fyrst og fremst þyki þroskaþjálfum launin þó allt of lág. Starf þroskaþjálfa er lögverndað en ekkert er í lögum eða reglum, segir Salóme, um að þroskaþjálfi þurfi að starfa á sambýli enda hafi sum þeirra verið rekin árum saman án þess að þar væri starfsmaður með slíka menntun, „og það er mjög slæmt fyrir umbjóðendur okkar, fatlaða fólkið“. Ófaglært starfsfólk er í miklum meirihluta á sambýlum, segir hún. Allir vilji þeir auðvitað vel en ekki sé hægt að ætlast til að þeir leysi nauð- synleg verkefni jafn vel af hendi og faglærðir. Sambýli í Kópavogi komst í fréttir í síðustu viku þegar sumarstarfs- maður fótbrotnaði þegar hann flúði undan heimilismanni. „Í þjónustu við fatlaða gerast oft hlutir sem þarf mikla fagþekkingu til að taka á,“ segir Salóme. Ef hún er spurð um mikilvægi þess að þroskaþjálfi sé á sambýli spyr hún stundum á móti hvort fólk vilji liggja á sjúkrahúsi í viku án þess að hitta lækni allan tímann og hugs- anlega hjúkrunarfræðing í tvo tíma. Sjúkraliði kæmi kannski stöku sinn- um en aðrir starfsmenn væru skóla- fólk. „Þetta er sambærilegt. Það er flókið að sjá um fatlað fólk í daglegu lífi og í dag eru alltof margir sem fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga skil- ið,“ segir formaður Þroskaþjálfa- félagsins. Mörg sambýli án þroskaþjálfa  Allir sem vilja, og hafa til þess tilskilin réttindi, komast í þorskaþjálfanám í HÍ  Ekkert í lögum eða reglum um að þroskaþjálfi þurfi að vera fyrir hendi á sambýli  „Mjög slæmt fyrir umbjóðendur okkar“ Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Síldarvertíð er enn í full- um gangi á Þórshöfn og við höfnina hefur því verið mikil athafnasemi þegar skipin koma í röðum til að landa síld, taka frystar afurðir eða mjöl frá bræðslunni. Undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sam- fleytt á sólarhringsvöktum við síld- arbræðslu í verksmiðju Ísfélagsins. Þessi sumarsíld úr norsk-íslenska stofninum hefur verið góð hingað til og veiðist núna grunnt undan Norðausturlandi svo það er stutt sigling til Þórshafnar. Búið er að bræða tæp 37.000 tonn og mjölinu hefur þegar verið skipað út til Nor- egs að mestu leyti þar sem það er nýtt sem fiskeldisfóður og er verðið nokkuð gott, að sögn Rafns Jóns- sonar rekstrarstjóra hjá Ísfélaginu. Mikil vinna við síldarfrystingu Síldarfrysting hófst í júní, rólega til að byrja með en jókst þegar leið á og stóran hluta ágústmánuðar hefur verið unnið á sólarhrings- vöktum við frystinguna og leita hefur þurft eftir mannskap í næstu byggðarlögum til að manna bæði vaktir við frystingu, upp- og útskip- anir og landanir. Rífandi vertíð- arstemming hefur því ríkt á Þórs- höfn og allir vinna sem vettlingi geta valdið; „það er nógur tími til að sofa í vetur,“ sagði einn starfs- maðurinn í síldinni. Sumardval- argestir hafa jafnvel skellt sér á síldarvakt og sagði ung Reykjavík- urstúlka það hafa verið skemmti- lega upplifun en hún hafði ekki áð- ur kynnst slíkri vinnu. Það eru líka uppgrip fyrir unglingana á Þórs- höfn að komast í svona tarnavinnu en þeir ná þarna í góðan skilding sem kemur sér vel þegar burt er haldið í framhaldsskólana. Það sem af er sumri þá hafa verið fryst um 2.000 tonn af síldar- og makríl- afurðum sem er að mestu farið á Austur-Evrópumarkað og er þokkalegt verð á þeim, að sögn Sig- geirs Stefánssonar framleiðslu- stjóra. Veiðistjórnun á makríl Makríllinn hefur verið í æ meira magni sem meðafli með síldinni og er hlýnun sjávar talin ein af ástæð- um þess. Á Þórshöfn telja menn að gæfulegast hefði verið að kvóta- setja makrílinn strax í upphafi eða nota einhverja aðra stýriaðferð og vinna hann til manneldis fremur en að setja hann í bræðslu sem með- afla sem þýðir margfalt lægra verð fyrir afurðirnar. Vertíðarbragur á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Síld Mikil vinna er á Þórshöfn þessa dagana því að síldin veiðist ágætlega. HLYNUR Jóns- son, formaður skilanefndar SPRON, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur mið- vikudaginn 10. september næstkomandi. Þar mun Grímur Sigurðsson hrl, lögmaður Davíðs Heiðars Hans- sonar, spyrja Hlyn hver var seljandi stofnfjárbréfa í SPRON að upphæð rúmar 55 milljónir króna, sem Dav- íð keypti í júlí 2007. Hlynur hefur áður neitað að svara þessari spurn- ingu, en Hæstiréttur hefur dæmt að honum sé skylt að svara spurning- unni fyrir dómi. Ef í ljós kemur að seljandinn var stjórnarmaður í SPRON, hyggst Davíð höfða mál og krefjast þess að kaupverðið verði endurgreitt. sisi@mbl.is Svarar því í næstu viku hver seldi í SPRON SAMFOK, sam- tök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hafa ráðið nýjan framkvæmda- stjóra, Guðrúnu Valdimars- dóttur, til starfa. Guðrún er með hagfræðipróf frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað m.a. sem framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, hagfræðingur hjá OR, fararstjóri, blaðamaður og ritstjóri. Nýr framkvæmda- stjóri SAMFOKs Guðrún Valdimarsdóttir Byrjunarlaun þroskaþjálfa, strax eftir að námi lýkur, eru 246.008 krónur hjá ríkinu, segir Salóme Þórisdóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands. Samsvarandi laun hjá Reykja- víkurborg eru 263.068 krónur. Ríkið rekur Svæðisskrifstofur fatlaðra en sveitarfélögin reka leik- og grunnskólana. Salóme segir líklegt að þroskaþjálfi um þrítugt, sem starfað hefur í nokkur ár hjá Reykjavíkurborg, sé með um það bil 270.000 króna mán- aðarlaun. Ríkið greiðir minna Salóme Þórisdóttir Vilborg Jóhannsdóttir „EF strandveiðifiskurinn hefði ekki komið inn á markaðinn, hefðum við lent í verulegum erfiðleikum með að útvega hráefni inn á okkar mik- ilvægustu ferskfiskmarkaði erlend- is,“ segir Jón Steinn Elíasson, for- maður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Hann er ósammála Sigurði Sverrissyni, talsmanni LÍÚ, um að strandveiðarnar séu sóun á verð- mætum. „Í þessu tilfelli er ekki ver- ið að taka aflaheimildir frá öðrum sjómönnum eins og Sigurður talar um, þetta er hrein viðbót sem kem- ur sér vel fyrir aðra sem vilja stunda þessa kjölfestuatvinnugrein sem allir landsmenn eiga rétt á. Enda voru það margir kvóta- eigendur sem nýttu sér þessa strandveiðiúthlutun.“ Mikilvægt fyrir er- lenda markaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.