Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 20

Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Þetta helst ... ● KRÓNAN veiktist um 0,3% í gær og stendur gengisvísitalan í 234 stigum, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyr- isborði Íslandsbanka. Dollarinn kostar 126,7 krónur, evran 180,7 krónur og danska krónan í 24,2 krónur. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Ís- landi hækkaði um 2,6% í gær og er lokagildi hennar 820 stig. Viðskipti með hlutabréf námu um 102 milljónum króna. Viðskipti með skuldabréf námu hins vegar um 16,1 milljarði króna. gretar@mbl.is Krónan veiktist í gær ● FYRIRTÆKIÐ Bergplast, sem hefur framleitt plastumbúðir frá árinu 1996, hefur tekið yfir eignir þrotabús Reykja- lundar plastiðnaðar í Mosfellsbæ, samkvæmt samningi fyrirtækisins við iskiptastjóra búsins. Alls bárust 22 til- boð í þrotabúið. Segir í tilkynningu frá Bergplasti að það sé von aðstandenda fyrirtækisins að samningar muni takast um ráðningu sem flestra starfsmanna Reykjalund- ar plastiðnaðar til áframhaldandi starfa. Eigendur Bergplasts eru Magnús P. Karlsson og Hallgrímur Axelsson. Þá koma tveir nýir hluthafar inn í félagið tengt yfirtökunni, þeir Ágúst Bjarki Magnússon og Bjarni Axelsson. gretar@mbl.is Bergplast yfirtekur eignir Reykjalundar ● ÍSLAND, Lett- land og Pakistan voru meðal þeirra hagkerfa heimsins sem harðast urðu úti í kjölfar falls Lehman Brothers, bandaríska fjár- festingarbankans, sem leiddi til falls ríkisstjórna, mótmæla á almannafæri og aukins ofstækis. Þetta er meðal þess sem segir í grein í breska blaðinu The Guardian. Í kafla um Ísland er sagt að þar sé annar angi í fréttinni að koma í ljós – að hrunið hafi ekki verið venjulegt hrun. Sett hafi verið á laggirnar rannsókn vegna gruns um saknæmt athæfi helstu bankanna. mbl.is Ekkert venjulegt hrun og Ísland varð verst úti TALIÐ er að fjármálaráðherrar og seðlabankastjór- ar G20 ríkjanna séu sammála um nauðsyn þess að ríkin haldi áfram að stuðla að aðgerðum til að örva efnahagslíf heimsins. Segir í frétt á fréttavef Wash- ington Post að þetta verði ein af meginniðurstöðum fundar ráðherranna og seðlabankastjóranna sem lýkur í London í dag en þeir funduðu einnig í gær. Ráðherrarnir og seðlabankastjórarnir funda í London til að undirbúa leiðtogafund G20 ríkjanna, þ.e. tuttugu helstu iðnríkja heims, sem haldinn verð- ur í Pittsburgh í Bandaríkjunum 24. og 25. sept- ember. Leiðtogar stærstu Evrópuríkjanna, Þýska- lands, Frakklands og Bretlands, hafa látið í ljós þá skoðun að þeir telji mikilvægt að á fundi G20 ríkjanna verði ákveðnar takmarkanir á arðgreiðslur til bankastjórnenda. Washington Post segir hins vegar litlar líkur á því að leiðtogafundurinn muni fallast á þær hugmyndir. Vísað blaðið í ummæli Timothy F. Geithners, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, því til staðfestingar, þar sem hann gerir minna úr þessu máli en leiðtogar Evrópuþjóðanna. gretar@mbl.is Sammála um þörf á aðgerðum áfram Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NORSKIR fjárfestar eru nú hér á landi í boði Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, en þeir hafa áhuga á að koma að end- urreisn íslensks efnahagslífs. Fjárfestarnir eru undir forystu Endre Røsjø, Norðmanns með ára- tugareynslu af fjárfestingum. „Til- gangur veru okkar hér er að skoða kauptækifæri á Íslandi,“ segir Røsjø sem er hér á landi í þriðja sinn en það var Øygard sem átti frumkvæði að komu hans hingað til lands. Í banka, sjónvarpi og síma Røsjø vill, ásamt öðrum norskum fjárfestum í gegnum félagið First Securities, koma að stofnun fjár- festingarsjóðs með íslenskum lífeyr- issjóðum. Í gær fundaði hann með Øygard og fulltrúum íslenskra líf- eyrissjóða með það fyrir augum að stofna slíkan sjóð. Røsjø, sem er frá Ósló, hefur komið víða við, en fyr- irtæki hans, Pinemont Securities, er framarlega í skuldabréfamiðlun í Noregi. Hann átti um tíma tvo banka í Bandaríkjunum sem hann seldi síðar með góðum hagnaði. Hann kom einnig að stofnun sjón- varpsstöðvarinnar TV3 og fjar- skiptafyrirtækisins Tele 2 sem hann átti þátt í að byggja upp frá grunni með sænska athafnamanninum Jan Steinbeck heitnum. Røsjø segist vera íhaldssamur og varfærinn bankamaður og sér mikil tækifæri á Íslandi, en vill þó aðeins koma að fjárfestingum í samstarfi við trausta innlenda aðila. Í tengslum við fjárfestingar sínar á Íslandi leitar hann nú að starfs- krafti. „Ég þarf að finna íslenskan for- stjóra til að gæta hagsmuna minna hér á landi,“ segir hann, en hann hefur fundað síðustu daga með vel menntuðum Íslendingum sem koma til greina í starfið. Hann segir aldur ekki skipta máli, svo lengi sem menn séu hæfir, en hann gerir að eigin sögn mjög ríkar kröfur. Á í viðræðum við MP Banka Óháð fjárfestingum með öðrum á hann nú í viðræðum við eigendur MP Banka um hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. „Ég er alvarlega að íhuga að kaupa fyrir 50-60 milljónir norskra króna [1-1,2 milljarðar ís- lenskra króna] í formi nýs hlutafjár í MP Banka,“ segir Røsjø, en hann á sem stendur í viðræðum við Mar- geir Pétursson, stofnanda og stjórn- arformann MP, um mögulega kaup. Norskir fjárfestar á Íslandi í boði Øygard Forsvarsmaður hópsins hefur komið víða við í fjárfestingum Morgunblaðið/Eggert Varkár Endre Røsjø sér mikil tæki- færi í fjárfestingum á Íslandi. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SAMDRÁTTURINN í lands- framleiðslunni á fyrri helmingi þessa árs er minni en almennt var spáð. Samdrátt- urinn var hins vegar meiri en sést hefur hefur lengi. Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist óttast að um sé að ræða tilfærslu í tíma og að sá samdráttur sem ekki kom fram á fyrri helmingi árs- ins muni gera það nú á haustmán- uðum. Landsframleiðslan er talin hafa dregist saman um 2,0% að raungildi frá fyrsta fjórðungi þessa árs til ann- ars ársfjórðungs, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands. Fyrstu sex mánuði ársins er lands- framleiðslan hins vegar talin hafa dregist saman um 5,5% að raungildi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Það er engin launung á því að þetta eru jákvæðari niðurstöður en spáð var,“ segir Gylfi. „Við fundum það í sumar að það voru meiri umsvif í hagkerfinu en spáð hafði verið. Ice- save-málið tók hins vegar mikinn kjark úr landsmönnum. Ég ætla ekki að gera lítið úr áhyggjum manna af þessum skuldum, sem eru skelfilegar, en það er ekki mjög upp- byggilegt að rökræður séu heitar um það að við sem þjóð séum gjald- þrota. Það hvetur ekki til mikilla framkvæmda eða þróttmikillar upp- byggingar. Þess vegna óttumst við að sá samdráttur sem ekki kom fram á fyrri helmingi ársins muni koma fram nú á haustmánuðum. Mér finnst það áhyggjuefni að það er enn verið að tala okkur niður. Það er óþarfi. Eina leiðin til að vinna okkur upp er að við náum tökum á efna- hagsmálunum, gjaldeyrinum, vaxta- stiginu og umfram allt atvinnustig- inu,“ segir Gylfi Samdráttur undir spám Morgunblaðið/Eggert Dugar ekki Lágt raungengi íslensku krónunnar hefur ekki dugað til að stuðla að vexti í útflutningi á undanförnum misserum. Forseti ASÍ óttast að samdrátturinn komi fram síðar Gylfi Arnbjörnsson Í HNOTSKURN » Fjármálaráðuneytið spáði9,6% samdrætti á árinu og Seðlabankinn 9,9%. » Samdráttur í fjárfest-ingum, einkaneyslu og inn- flutningi vegur þungt í þeim samdrætti sem orðið hefur. HLUTI af samkomulagi Byrs við er- lenda kröfuhafa felur í sér að spari- sjóðurinn skuldbindi sig til þess að greiða ekki út arð til stofnfjáreig- enda næstu árin, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er endurskipulagning spari- sjóðsins nú á lokastigi en allir helstu kröfuhafar Byrs, alls nítján að tölu, hafa skrifað undir bindandi sam- komulag sem felur í sér að þeir fella niður verulegan hluta krafna sinna á hendur sparisjóðnum. Hluti af samkomulaginu er blátt bann við arðgreiðslum til stofnfjár- eigenda, en það er gert m.a. af sann- girnisástæðum. Hugmyndafræðin sem býr að baki er að eðlilegt sé að kröfuhafar bankans njóti góðs af ef afkoma sparisjóðsins er jákvæð. Þessi liður samkomulagsins er þó ófrágenginn, samkvæmt heimildum. 13,5 milljarða arðgreiðsla til stofn- fjáreigenda Byrs á síðasta ári olli nokkrum deilum. Tekin var ákvörð- un um arðgreiðsluna, sem var vegna rekstrarársins 2007, í apríl 2008. Hagnaður af rekstri Byrs á árinu 2007 var 7,9 milljarðar króna sam- kvæmt samstæðuársreikningi ársins 2007. Því var greiddur út 5,6 millj- örðum hærri arður en sem nam hagnaði þess árs. Umsókn Byrs um 10,6 milljarða stofnfjárframlag frá ríkissjóði er ófrágengin í fjármálaráðuneytinu. thorbjorn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn BYR sparisjóður Frá aðalfundi sparisjóðsins í maí síðastliðnum. Vilja banna arðgreiðslur UNNIÐ var að því í gær að ná fram efnislegu samkomulagi stjórnvalda og skilanefndar Glitnis um upp- gjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Ís- landsbanka í kjölfar bankahrunsins á síðasta ári, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnt mun vera að því að undirrita samninga um uppgjör í næstu viku. Heimildir Morgunblaðsins herma einnig að ágætur gangur sé í við- ræðum um uppgjör Landsbankans og að þær gangi samkvæmt áætlun. Í fyrradag var undirritaður samningur um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Kaupþingi yfir í Nýja Kaupþing. Kröfuhafar bank- ans gætu eignast 87% í Nýja Kaup- þingi innan tíðar. gretar@mbl.is Samningar í næstu viku                                     ● LITHÁEN, sem glímir við mikla fjármálakreppu heima fyrir, gæti hugsanlega tekið upp evru um miðj- an næsta áratug, svo fremi að land- ið nái tökum á rík- isfjármálunum. „Miðað við núverandi ástand þá ætt- um við að horfa til miðs næsta áratugar en allt veltur á því að dregið verði úr fjárlagahallanum,“ segir Günter Ver- heugen, sem fer með iðnaðar- og fyr- irtækjamál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Verheugen segir að Litháen sé á réttri leið til að taka upp evruna. mbl.is Evra hugsanleg um miðjan næsta áratug

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.