Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 30

Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Heimili og hönnun Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingum á heimilum sínum. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105, kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 14. september. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og Hönnun föstudaginn 18. september 2009 Meðal efnis verður : Ný og spennandi hönnun.. Innlit á falleg heimili. Áberandi litir í haust og vetur. Lýsing á heimilum. Sniðugar lausnir á heimilum. Upprennandi hönnuðir. Stofan. Eldhúsið. Kósý hlutir fyrir haustið. Þjófavarnir. Ásamt mörgu öðru spennandi efni. SUMARIÐ 1999 hófst íslenzka ævintýr- ið, sem svo hefur verið kallað, þegar rík- isbankarnir þrír voru látnir kaupa hlutabréf í deCODE af áhættu- fjárfestum í Banda- ríkjunum og umboðs- mönnum þeirra hér á landi fyrir sex millj- arða króna. Það voru gríðarlega miklir peningar. Um þessi gráu bréf slógust Íslendingar eins og börn um sælgæti frá her- flugvél í kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar eftir sögu Davíðs Odds- sonar. Árið 1999 kom út bók, sem mér hefur orðið einna kærust – Jón- as – eftir Pál Valsson. Með alúð reisti Páll sér glæsilegt minnis- merki. Einn fjölmiðlamaður spurði hann hvort við ættum nokkurn Jón- as Hallgrímsson í dag. Engan einn, en væri hann neyddur til svars kæmi sér í hug blanda af nátt- úrufræðingnum Össuri og skáldinu Davíð. Ég skrifa þetta eftir minni, en svo mikið varð mér um, að ég man þetta svona. Það breytir ekki því, að árið 1999 var Davíð kóngur yfir Íslandi og vei þeim, sem reyndu að andæfa honum. Fræg varð spurning hans: „Hverjir eru í stjórn Læknafélags Íslands?“ Enn harðar brást Davíð Oddsson við Orcan- hópnum, sem spillti fyrir honum einkavæð- ingu FBA-bankans með því að klófesta tveggja milljarða króna hlut, sem öðrum var ætlaður. Fyrir ná- kvæmlega tíu árum. Listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson var alla tíð fátækur. En hann var, eins og Einar Ólafur Sveins- son prófessor lýsti öðr- um betur, snillingur: „Skáldið sem sá hina hreinu fegurð.“ (Skírnir 1957.) Einar segir Jónasi hafa verið gefin sérstök gáfa, sem voru furðu- leg augu, augu gædd sérstökum skýrleika á fegurð himins og jarðar. „Við eins konar gullgerðarlist breyt- ist allt, sem hann snertir við, í skír- an málm.“ Einnig: „Eitt aðal- einkenni í öllum hans verkum er hlýja, samúð, góðvild. Mannást hans kemur hvarvetna fram, ekki sízt samúð með þeim, sem eiga bágt.“ Tengdafaðir minn sagði að siðferði væri góðvild. Alkunnugt er þunglyndi Jónasar. Það hefur þroskað afburða skilning hans og gáfur: „þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til“. Vafalítið hefur óhófleg áfengisneyzla Jónasar verið í senn smyrsl og salt í hjartasárin. Eitt kvæða hans, mér einkar hjart- fólgið, heitir „Grátittlingurinn“. Þrátt fyrir þunglyndið skín í gegn trú Jónasar á hjálpræði guðs. Í kvæðinu fer sakbitinn lítill drengur að leita gulla sinna, hrúts og tripp- isins Toppu, sem skyndilegt haust- hret hafði hrakið og gert hann fullan kvíða. Drengurinn finnur lítinn grá- tittling „frosinn niður við mosa.“ Og frelsar hann með kossi! Kalinn drengur í kælu á kalt svell, og ljúft fellur, lagðist niður og lagði lítinn munn á væng þunnan. Lítill fugl skaust úr lautu, lofaði guð mér ofar, sjálfur sat ég í lautu sárglaður og með tárum. Felldur em eg við foldu frosinn en má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun ég þá huggast. Mig langar að vekja athygli á einu atriði, sem ekki er algengt að heyra eða sjá í dag. Jónas lætur fuglinn þakka guði lífgjöfina. Ekki sér. Það er það sem gerir gæfumuninn. Siðferði er góðvild Eftir Jóhann Tómasson » Jónas lætur fuglinn þakka guði lífgjöf- ina. Ekki sér. Það er það sem gerir gæfumuninn. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. ÞÓ AÐ Ísland, Fær- eyjar og Grænland, liggi ekki þétt saman landfræðilega séð, eiga þau margt sameig- inlegt. Þetta eru „litl- ar“ þjóðir í alþjóð- legum samanburði. Engu að síður eru þær ríkar að auðæfum til lands og sjávar. Landfræðileg lega þeirra og sambærileg skilyrði í at- vinnulífi og menningu gera að verk- um að hagsmunir þjóðanna fara á margan hátt saman. Sömuleiðis þær ógnanir og áskoranir sem þær standa frammi fyrir. Má þar nefna auknar pólsiglingar sem skapa bæði tækifæri og hættur í norðurhöfum; vaxandi alþjóðavæðingu með mikl- um fólksflutningum milli landa og samkeppni um mannafla og atgervi. Allar horfast þjóðirnar þrjár í augu við brottflutning ungs fólks sem leitar út fyrir landsteina eftir menntun, en skilar sér misvel til baka. Allar eru þær miklar fisk- veiðiþjóðir. Ekkert er því mikilvæg- ara efnahagslífi þeirra en sjávar- útvegurinn … og mannauðurinn. Vestnorræna ráðið – sem er póli- tískur samstarfsvettvangur land- anna þriggja – hélt í síðustu viku ársfund sinn í Færeyjum. Fundinn sóttu fulltrúar landsdeildanna þriggja sem skipaðar eru sex þing- mönnum hver. Ég átti þess kost sem formaður Íslandsdeildar Vestnor- ræna ráðsins að sitja fundinn. Ekki þarf að koma á óvart að sjávar- útvegsmál og menntun voru þar í brennidepli. Samstarf í menntamálum Eining var um það á ársfundinum að tryggja bæri aukið samstarf Ís- lands, Færeyja og Grænlands á sviði menntamála. Var meðal annars sam- þykkt að hvetja ríkisstjórnirnar til að koma á samstarfi milli mennta- stofnana um nemendaskipti milli mennta- og fjölbrautaskóla í lönd- unum þremur. Fundurinn hvatti menntamála- ráðherra landanna til að koma á til- raunaverkefni milli landanna um fjarnám. Einnig var samþykkt tillaga Íslands um að efla samstarf um bók- legt og starfstengt nám, m.a. iðn- og verk- menntir fyrir ófaglært starfsfólk í löndunum. Lögðum við til sérstakt tilraunaverkefni tiltek- inna menntastofnana í þessu skyni í þeim til- gangi að hvetja þá sem ekki hafa stundað framhaldsnám til að auka á þekkingu sína svo þeir verði betur búnir undir hugsanlegar breytingar á atvinnumarkaði. Hafa Mennta- skólinn á Ísafirði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða lýst sig reiðubúin til að taka þátt í verkefninu af Íslands hálfu. Þessi áhersla á samstarf í mennta- málum er ekki að ófyrirsynju. Aldrei fyrr hafa þjóðirnar þrjár þurft svo mjög á því að halda að standast sam- anburð við umheiminn – standast samkeppnina um unga fólkið og þar með framtíðarbyggð landanna. Sam- keppnin um unga fólkið veltur ekki hvað síst á möguleikum þess til menntunar og framtíðaratvinnu. Efnahagsleg stoð undir hvort tveggja er sjávarútvegurinn í þess- um löndum – en sjávarútvegsmál voru annað aðalumfjöllunarefni árs- fundarins. Samstarf í sjávarútvegsmálum Þingfulltrúar ársfundarins beindu sjónum að þörfinni fyrir aukið sam- starf milli landanna á sviði sjávar- útvegs. Annars vegar varðandi rannsóknir á ástandi fiskistofna og sjávarspendýra á norðlægum slóð- um, sem ráðið hefur ályktað um áð- ur. Hins vegar varðandi hagnýtingu fiskistofnanna og fiskveiðistjórnun landanna. Í ályktun fundarins var því beint til sjávarútvegsráðherra Íslands, Færeyja og Grænlands að láta gera nákvæma úttekt á því sam- starfi sem löndin eiga með sér um bæði rannsóknir á lifandi auðlindum hafsins og um stjórnun fiskveiða, ekki síst varðandi deilistofna. Jafnframt var samþykkt – að frumkvæði okkar Íslendinga – að þemaráðstefna ráðsins næsta ár skyldi helguð samanburði á mismun- andi fiskveiðistjórnunarkerfum Ís- lands, Grænlands og Færeyja. Um- rædd þemaráðstefna er undirbúningur fyrir ársfund Vest- norræna ráðsins 2010 og verður hún haldin á Sauðárkróki í byrjun júní næsta sumar. Þar er ætlunin að kryfja fiskveiðistjórnunarkerfi land- anna og meta kosti þeirra og galla. Sú umræða er tímabær á þessum vettvangi, nú þegar við Íslendingar stöndum frammi fyrir endur- skipulagningu okkar eigin fisk- veiðistjórnunarkerfis. Grænlend- ingar hafa sömuleiðis ýmis vandamál að kljást við í sínu kerfi. Þar er m.a. um að ræða ágreining vegna fiskveiðasamningsins við ESB – en þannig vill til að ESB er einnig að endurskoða eigin fiskveiðistjórn- unarstefnu. Þemaráðstefna Vestnor- ræna ráðsins um fiskveiðistjórnun gæti því orðið innlegg í þá stefnu- mótun, ef vel er á málum haldið. Það var lærdómsríkt að sitja þennan ársfund Vestnorræna ráðs- ins og upplifa þá vináttu og sam- kennd sem ríkir milli þjóðanna þriggja. Víst er að þessar þjóðir þurfa að standa saman um þá hags- muni og gagnvart þeim hættum sem steðja að fámennum samfélögum á norðlægum slóðum. Fiskurinn og fólkið eru verðmæt- ustu auðlindir okkar – og vestnor- rænu löndin eiga í samkeppni við umheiminn um hvort tveggja. Samkeppnin um fólkið og fiskinn Eftir Ólínu Þorvarðardóttur »Ekkert er mikilvæg- ara efnahag Íslands, Færeyja og Grænlands en sjávarútvegurinn og mannauðurinn. Við eig- um í samkeppni við um- heiminn um hvort tveggja. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er alþingismaður og vara- formaður Vestnorræna ráðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.