Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 34

Morgunblaðið - 05.09.2009, Page 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 ✝ Hreiðar Karlssonfæddist í Saltvík í Reykjahverfi 16. des- ember 1944. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. ágúst sl. Foreldrar hans voru Karl Jak- obsson bóndi á Narfa- stöðum í Reykjadal, f. 1. desember 1901, d. 27. janúar 1986, og Herdís Sigtryggs- dóttir, ljósmóðir og húsfreyja, f. 13. feb. 1906, d. 23. sept- ember 1999. Systir Hreiðars er Helga, skrifstofumaður, f. 20. ágúst 1948, maki Þórir Páll Guðjónsson, kennari, f. 26. apríl 1945. Hinn 26. júlí 1969 giftist Hreiðar Jónínu Árnýju Hallgrímsdóttur kennara, f. 18. janúar 1943. For- eldrar hennar voru Hallgrímur Óli Guðmundsson, bóndi f. 29. sept- ember 1897, d. 14. september 1954, og Kristjana Árnadóttir húsfreyja, f. 21. september 1907, d. 11. sept- ember 1987. Börn Hreiðars og Jón- ínu eru 1) Hallgrímur, f. 9. desem- skóla 1965-1967 og dvaldi við nám í Kaupmannahöfn 1967. Á uppvaxtarárunum starfaði Hreiðar við almenn sveitastörf og síðar við barnakennslu í Reykjadal einn vetur. Hann vann hjá Meitl- inum hf. í Þorlákshöfn síðari hluta árs 1967. Á árunum 1967-77 stund- aði hann bókhaldsstörf hjá Kaup- félagi Þingeyinga á Húsavík og rak eigin bókhaldsstofu 1977-1979. Ár- ið 1980 tók hann við stöðu kaup- félagsstjóra hjá Kaupfélagi Þing- eyinga og gegndi henni til ársins 1994. Hann var framkvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf. frá 1994- 2003. Hreiðar rak eigin bókhalds- þjónustu frá árinu 1996 til æviloka. Jafnframt sinnti hann ýmsum stjórnarstörfum í þágu Sam- vinnuhreyfingarinnar og landbún- aðarins um áratugaskeið. Hugðarefni Hreiðars voru marg- vísleg. Hann var m.a. félagi í Rót- arýklúbbi Húsavíkur, Framsókn- arfélagi Húsavíkur, vísnafélaginu Kveðanda, Stangaveiðifélagi Húsa- víkur og söng með Kirkjukór Húsa- víkur. Þá var hann stjórnarmaður og einn af stofnfélögum í Hinu þingeyska fornleifafélagi. Útför Hreiðars verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 5. sept- ember, og hefst athöfnin kl. 14. ber 1969, maki Dagmar Kristjáns- dóttir, f. 7. maí 1967. Synir þeirra eru Snorri, Egill og Bragi. 2) Kristjana, f. 19. febrúar 1971, maki Áki Áskelsson, f. 3. september 1958. Dóttir þeirra er Ásta Ögn. 3) Herdís, f. 1. október 1972, maki Björn Maríus Jón- asson, f. 13. febrúar 1968. Börn þeirra eru Jónína Huld og Jónas Ingi. 4) Karl, f. 28. nóvember 1979, maki Unnur Ösp Guðmundsdóttir, f. 28. febrúar 1980. Sonur þeirra er Jakob Fróði. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Hreiðar á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal en þegar hann var á fimmta ári flutti fjölskyldan að Narfastöðum í sömu sveit. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Húsavík. Hreiðar tók lands- próf frá Héraðsskólanum á Laug- um 1961. Síðar stundaði hann nám við Samvinnuskólann á Bifröst árin 1963-1965, framhaldsnám við sama Elskulegur mágur og svili er látinn, svo ótímabært og sárt það er. Við minnumst hans sem vinar og fjölskyldumanns en látum öðrum eftir að fjalla um störf hans utan heimilis. Þau voru mörg ábyrgðarmikil, en hann var mjög farsæll í öllu því sem hann vann að. Fyrst heyrði ég af Hreiðari ferm- ingarárið okkar en við erum jafngöm- ul. Umræðan snerist um gáfaðan og góðan dreng frá Narfastöðum í Reykjadal. Leiðir okkar lágu saman í Héraðs- skólanum á Laugum en þar vorum við Ninna systir og Hreiðar í tvo vetur. Strax á þessum árum hafði hann auga- stað á Ninnu, en fór sér hægt. Þarna var hornsteinn lagður að ævarandi vináttu í áhyggjuleysi og gleði ung- lingsáranna. Ekki brást það sem ég hafði áður heyrt um drenginn. Stærð- fræðiþrautir, Hreiðar leysti þær, flók- in erlend orðasambönd, Hreiðar kom þeim á gott mál, allt tengt sögu og fróðleik, það var svo sjálfsagt og eðli- legt að hann vissi þetta. Þá var var hann bráðskemmtilegur og fyndinn. Alltaf héldust tengsl, en Hreiðar fór í Samvinnuskólann að Bifröst. Síðar fór hann til Danmerkur í frekara nám en hugurinn stefndi heim. Ég minnist þess í nóvember 6́7 þar sem ég lá á fæðingardeildinni að þó nokkrar umræður voru fyrir framan stofuna og inn kom ljósmóðir og sagði, það er ungur maður sem vill endilega hitta þig, kemur frá Dan- mörku og er að fara norður. Þar var kominn Hreiðar og vildi vita hvernig staðan væri áður en hann færi norður að hitta Ninnu syst- ur. Ég veit ekki hvort okkar var glað- ara, því ljóst var að hann ætlaði að tengjast inn í fjölskylduna. Hreiðar og Ninna giftu sig sumarið 6́9, hafa alltaf búið á Húsavík og þar eru börnin þeirra fjögur fædd. Mjög fljótt urðu menn okkar systra góðir vinir en báðir höfðu mikinn áhuga á lax- og silungsveiðum. Margs konar skemmti- og fjölskylduferðir voru farnar á uppvaxtarárum barna okkar og Gummi bróðir slóst einnig í hópinn með sína fjölskyldu. Hreiðar var allt- af með handbækur og miðlaði fróð- leik til okkar hinna á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Einnig var hann Volvo-aðdáandi á þessum árum og átti nokkra slíka en fólk raðaðist ótrúlega vel í þessa bíla- tegund. Eitt var það sem Hreiðar gerði, sjálfum sér og öðrum til mik- illar ánægju: að búa til vísur. Margar glettnar og gamansamar um atburði og mannfólk, einnig með hlýju og næmleik til afabarna og annarra lít- illa barna í fjölskyldunni. Það eru svo svo ótal margar dýr- mætar minningaperlur sem þyrlast um hugann og margt var ógert, en efst í huga okkar Dóra er þakklæti og gleði yfir því að hafa fengið að eiga Hreiðar í Grímshúsafjölskyldunni. Það er ekki lengra síðan en 16. júní í sumar að Bogga systir var jarðsung- in. Þau höfðu gaman af því að glettast saman, hún og Hreiðar og oftar en ekki fékk Bogga vísu. Mjög líklegt er að þau taki upp fyrri siði. Elsku systir og mágkona, Hall- grímur, Kitta, Dísa, Kalli og ykkar fjölskyldur, þið eruð frábær og verðið það áfram og ég veit að eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, hann Hreið- ar, er stoltur af ykkur. Elsku Hreiðar hafðu þökk fyrir allt. Helga og Halldór. Látinn er sæmdarmaðurinn Hreið- ar Karlsson á Húsavík. Fjölskyldur okkar voru náskyldar, þar eð móðir Hreiðars, Herdís heitin Sigtryggs- dóttir, var yngsta systir Björns afa míns á Brún, þau voru fædd og uppal- in á Hallbjarnarstöðum. Gott var á milli þeirra systkinanna, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Herdís var ljós- móðir og tók m.a. á móti undirrituð- um. Hún ól frumburð sinn, Hreiðar heitinn, á heimili foreldra minna, sem þá áttu heima í Saltvík, skammt sunnan við Húsavík. Karl Jakobsson maður Herdísar kom úr allstórri fjöl- skyldu, á Narfastöðum í Reykjadal. Faðir minn var mikill vinur Karls, enda unnu þeir oft saman á yngri ár- um. Fyrst man ég eftir Hreiðari sem ungum dreng á Hallbjarnarstöðum um 1948, en í fáein ár eftir giftingu sína voru Karl og Herdís heimilisföst þar, í sambýli við Örn, bróður hennar. Þau fluttu svo yfir ána, að Narfastöð- um, þar sem þau bjuggu með systk- inum Karls. Hreiðar og Helga, systir hans, ólust því fyrst og fremst upp á Narfastöðum. Frá því að foreldrar mínir komu aftur í Brún frá Saltvík 1951 var samgangurinn við Narfa- staðaheimilið mjög mikill og náinn, enda stutt á milli. Hreiðar var ein- staklega ljúfur piltur og vildi öllum vel. Um 1955 stofnuðum við nokkur ungmenni í Fram-Reykjadal hálfgert leynifélag sem hét því frumlega nafni „Íþróttir, frímerki og grasafræði“, og sýnir heitið hver helstu áhugamálin voru. Gefið var út handskrifað blað sem gekk á milli félagsmanna og hét „Fífill“. Auk okkar systkinanna á Brún og þeirra tveggja á Narfastöð- um man ég til að Ingólfur Ingólfsson í Vallholti og Þórhallur Geirsson í Víð- um væru í félaginu. Hreiðar var um skeið ritstjóri blaðsins, enda hafði hann góða rithönd. Hreiðar reyndist afburða góður námsmaður í skóla, var að því leyti í sérflokki. Hann fór til verslunarnáms í Kaupmannahöfn en sneri þaðan fljótt aftur, og mun þar hafa komið við sögu aðdráttarafl Jónínu Hall- grímsdóttur sem hann kvæntist síð- an. Þau fluttust til Húsavíkur og þar gerðist Hreiðar kaupfélagsstjóri. Í mörg ár lágu leiðir okkar frænda ekki mikið saman. Þó man ég að um 1988 birtust þau Jónína í heimsókn á Ísafirði. Á seinni árum var Hreiðar mjög virkur félagi í Rótarý-klúbbi Húsavíkur og kom fyrir að við hitt- umst á vettvangi þeirrar hreyfingar, og lagði hann jafnan gott til mála. Hagmælska hans kom einkum í ljós á seinni árum. Þá bar hann mjög gott skynbragð á tónlist og lék á hljóð- færi. Greinilegt var nú undanfarið að líkamlegt heilsufar Hreiðars var ekki nógu gott, og virtust ýmsir kvillar teknir að hrjá hann. Andlega heilsan var hins vegar hin besta. Síð- ast hittumst við frændurnir 23. júní nú í sumar heima hjá Tryggva Finnssyni á Húsavík á fundi í nefnd um undirbúning sýningar um sögu Kaupfélags Þingeyinga og hinnar ís- lensku samvinnuhreyfingar, sem var Hreiðari mjög hugleikið efni. Ég sendi Jónínu Hallgrímsdóttur og af- komendum þeirra Hreiðars, svo og öðrum vandamönnum, innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hins mikla ágætismanns Hreið- ars Karlssonar. Björn Teitsson. Minn góði vinur, Hreiðar Karls- son, er farinn í þá ferð sem enginn fær umflúið. Hins vegar kom ferju- maðurinn óþarflega snemma. Það er huggun harmi gegn að minningin lif- ir þótt maðurinn deyi. Hreiðar hélt í heiðri hin gömlu gildi, heiðarleika og tryggð, enda þótt hvorugt væri bein- línis í tísku. Hann sýndi ættingjum sínum og vinum og raunar samferða- fólki öllu mikla ræktarsemi. Hvað mig varðar þá hringdi hann yfirleitt vikulega, svona rétt til að taka stöð- una. Hann gladdist þegar öðrum gekk vel og þórðargleði var ekki hans stíll. Hreiðar sleit barnsskónum á Narfastöðum í Reykjadal. Tryggð hans við æskustöðvarnar var sönn og einlæg. Hann viðaði að sér örnefnum þaðan og vildi helst þekkja hverja þúfu í landi jarðarinnar. Einnig kynnti hann sér sögu þess fólks sem átt hafði heima á Narfastöðum og í Narfastaðaseli í Seljadal. Í skógar- lundi, vestan Reykjadalsár, í Narfa- staðalandi byggði fjölskyldan sér sumarhús. Hreiðar gekk í Samvinnuskólann og skrifstofustörf urðu hlutskipti hans. Hann stýrði Kaupfélagi Þing- eyinga um árabil og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum þar fyrir utan. Allt leysti hann farsællega af hendi. Hann annaðist gjarna framtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þótti mönnum sínum málum vel borgið í hans umsjá. Um árabil taldi hann fram fyrir okkur Pálínu. Venjulega sendum við honum ruglingslega pappírshrúgu á einmánuði en alltaf breyttist sú hrúga í fyrirmyndar skattskýrslu. Heiðarleikinn og ná- kvæmnin brugðust ekki. Rétt skyldi vera rétt. Hreiðar var hagyrðingur góður og hafði unun af kveðskap. Hann dáði þá sem voru hraðkvæðir og náði sjálfur leikni í íþróttinni. Stundum þegar við töluðum saman í síma fæddist á einu augabragði vísa varð- andi umræðuefnið. Stakan hans Páls Ólafssonar lýsir Hreiðari vel: Allar nætur yrki ég, ógn er vísna grúinn. Óðar en ég andann dreg, oft er vísan búin. Gaman var þegar kveðandi tróð upp á mannamótum. Þá var mikið ort og margt gott. Þá lét Hreiðar sitt ekki eftir liggja. Vinátta Hreiðars var mér mikils virði. Við vorum báðir með snert af fortíðarþrá og höfðum ánægju af vísnagerð. Einu sinni röltum við saman um Fljótsheiði. Þá var hann í essinu sínu. Við skoðuðum Gafl og rústir af fleiri býlum. Við reyndum að sjá fyr- ir okkur lífsbaráttu heiðarfólksins. Öðru sinni lá leiðin upp Laxárdal. Tilgangurinn var að líta á tóftir Hamars. Við kölluðum þetta vísinda- ferðir. Alltaf stóð til að fara í leið- angur á Þegjandadal. Nú verður sú ferð að bíða betri tíma. Lífið var að mörgu leyti gott við Hreiðar. Hann átti einstöku barna- láni að fagna og vandfundin mun betri kona en Jónína. Mér er til efs að nokkurn tíma hafi borið skugga á sambúð þeirra hjóna. Heimilið var fullt af rammíslenskri alúð og hlýju. Við Pálína vottum Jónínu, börnunum og öðrum vandamönnum innilega samúð okkar. Guð blessi minningu Hreiðars. Hann var sannur öðlingur. Blærinn hefur breytt um lag bátinn upp í naustið settir þú við sólarlag síðan kemur haustið. Einar Georg Einarsson. Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur. (E. Ben.) Í september fyrir fjörutíu og sex árum kom hópur ungmenna saman að Bifröst í Borgarfirði til að setjast á skólabekk í Samvinnuskólanum. Borgarfjörðurinn skartaði sínu feg- ursta, en við vorum ekkert sérstak- lega upptekin af fögrum haustlitum í hrauninu sem umvefur skólann. Allir voru að reyna að átta sig á nýjum heimkynnum og nýjum verkefnum. Við horfðum forvitnum augum hvert á annað og á þessum dögum hófust kynni sem aldrei gleymast né fennir yfir. Einn í hópnum var Hreiðar Karls- son. Hann bar með sér hógværð, hlé- drægni, fremur fölleitur en í augum hans var eitthvert blik sem festi hug- ann fljótt, blik sem skapaði traust og virðingu, án þess að maður gerði sér strax grein fyrir hvers vegna. Strax á fyrstu vikunum kom í ljós að Hreið- ar bjó yfir óvenjulegum hæfileikum. Hann stóð okkur hinum framar á flestum sviðum í náminu. Allt lá fyrir honum sem opin bók og námsárang- ur hans var eftir því. Ef við hin gát- um ekki svarað einhverju, mátti ganga út frá að Hreiðar vissi svarið. Framkoma hans við aðra einkennd- ist ávallt af nærgætni og hjálpsemi. Hið fræga þingeyska loft virtist ekki vera til í honum. Það fór hinsvegar ekkert á milli mála hvaðan hann kom og hvað var honum kærast. Hann var tengdur sterkum böndum við heimahagana og sú taug slitnaði aldrei. Þjóðlegur fróðleikur stóð honum nærri. Hann hafði strax á þessum ár- um ótæmandi áhuga á kveðskap. Hann skrifaði hjá sér áhugaverðar vísur og var sjálfur mikill hagyrðing- ur. Kveðskapurinn fylgdi honum allt lífið og var honum mikill yndisauki. Eftir dvölina að Bifröst lá leiðin til Kaupmannahafnar til frekara náms, en þar varð viðdvölin stutt. Ekki skorti hæfileikana, en hann vildi frekar vera heima og honum var ekki gefin nægilega góð heilsa til mikilla átaka. Að námi loknu var Hreiðari treyst fyrir mörgum verkefnum heima í héraði. Hann gerðist fljótt starfs- maður Kaupfélags Þingeyinga og var kaupfélagsstjóri félagsins um árabil. Ég hef notið þess að vera í sambandi við Hreiðar frá því við kynntumst í skóla. Áhugi hans á þjóðmálum hefur alltaf verið mikill og brennandi baráttuandi fyrir framförum heima í héraði slokknaði aldrei. Þar eru sporin hans skýrust og margir hafa notið og eiga eftir að njóta verka hans. Síðast hittumst við á spítala í Reykjavík þegar við dvöld- umst þar samtímis. Samtal okkar varð langt um fortíð og framtíð. Hann var fullur af bjartsýni og eng- inn bilbugur á honum. Hann reynd- ist okkur afar vel og var afreksmað- ur og stórmenni í okkar huga. Hann var harðduglegur hugsjóna- og fé- lagsmálamaður sem bar hag sam- ferðamanna alltaf fyrir brjósti. Við Sigurjóna vottum Jónínu og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu góðs drengs, sem gott var að eiga að vini. Ég ber einnig kveðjur frá gömlu skólafélögunum en öll söknum við hans sárt og við fundum að Hreiðar mat gömlu kynnin mikils og nær ávallt er bekkurinn hittist kom Hreiðar á fund okkar þó að hann ætti lengri veg að fara en flestir aðrir. Halldór Ásgrímsson. Hreiðar Karlsson  Fleiri minningargreinar um Hreiðar Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI SIGURÐUR INGVARSSON fyrrv. ráðuneytisstjóri og sendiherra, Þorragötu 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 9. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Barnaheill. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir, Bergljót Ingvadóttir, Einar Guðmundsson, Hólmfríður Guðlaug, Ástríður Guðrún, Guðni Grétar og Guðfinna Anna, Ingvi Ágústsson, Þórhildur Þórmundsdóttir, Ingvi Sigurður, Þór Trausti og Ágúst Örn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.