Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 52

Morgunblaðið - 05.09.2009, Síða 52
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 11° C | Kaldast 7°C  Breytileg átt, 1-7 m/s, og dálítil rigning sunnan- og vestan- lands en úrkomulítið annars staðar. » 10                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +0,-/ **1-*. +2-+** +0-333 *4-104 **3-/ *-.,0, */4-2+ *30-+1 5 675 2# 89 6 +00/ *+,-,/ +04-2 **1-24 +2-+3+ +0-/1 *4-113 **/-+. *-.,2, */3-0* *30-41 +.2-*204 &  :8 *+,-// +04-/ **1-3* +2-.1. +*-0*+ *4-,0/ **/-1, *-.,3, */3-, *3*-+1 FÓLK Í FRÉTTUM» TÓNLIST» Orgelkvartettinn Appa- rat fer í gang. »44 Ferskleikinn á Reykjavík Dance Festival ber vitni um mikla þróun danslistar hin sein- ustu ár. »46 AF LISTUM» Danslistin blómstrar TÓNLIST» Nýjasta plata múm fær 3,5 stjörnur. »47 KVIKMYNDIR» Woody Allen vill stýra Cörlu Bruni. »45 Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Leitin að Rajeev, Rajeev Revisited, verður frumsýnt í október. »48 Rajeev heimsóttur KVIKMYNDIR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Agndofa og þakklátur 2. Reiknar með að snúa aftur 3. Uppskrift að stórslysi 4. Þrýstnar línur vekja fögnuð  Íslenska krónan veiktist um 0,3%  „ÞESSU tilboði var ekki hægt að neita. Maður veit aldrei hvort tækifæri sem þetta kemur upp í hendurnar á manni á nýjan leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðs- maður í handknattleik, í viðtali á íþróttasíðum blaðsins í dag, en Snorri skrifaði undir 10 mánaða samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen í gær. Talið er að félagið hafi greitt GOG í Danmörku um 50 milljónir króna fyrir Snorra. Snorri verður þriðji Íslendingurinn í herbúðum þessa stjörnum prýdda liðs en fyrir eru þar Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Snorri á 50 milljónir  KONUR hafa tekið völdin í bæjarstjórn Snæfellsbæjar en í sumar hætti Ásbjörn Óttarsson í bæjar- stjórn. Í hans stað kom Fríða Sveins- dóttir inn í bæjarstjórn. Ásbjörn var fyrr á árinu kosinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ásbjörn sat í bæjarstjórninni í 15 ár eða allt frá því sveitarfélagið var stofnað. Nýr forseti bæjarstjórnar Snæfells- bæjar er Kristjana Hermannsdóttir en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti í Snæfellsbæ. Fjórar konur sitja í bæjarstjórn Snæfellsbæjar og þrír karlar. 200. fundur bæjarstjórnar var haldinn á fimmtudag og voru konur þar í fyrsta skipti í meirihluta. Konur með meirihluta  PÍLUKAST er íþróttagrein sem litla umfjöllun hefur feng- ið hér á landi. Það vita því eflaust ekki margir að nokkur pílukastsfélög eru starfrækt á landinu, hvað þá að einn félaganna, Sigríður Jónsdóttir, hef- ur náð það mikilli færni að hún mun taka þátt í heimsmeistaramóti í pílu- kastskeppni í Charlotte í N- Karólínuríki Bandaríkjanna 23.-26. september nk. Sigríður státar af mörgum titlum hér heima en hún æfir nú af fullum krafti fyrir mótið. Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt því hún keppti einnig árið 2007 og komst þá í 16 manna úrslit. Heldur utan í pílukast „ÞETTA er alveg mögnuð stund,“ sagði Gunn- laugur Jónsson, þjálfari Selfyssinga eftir að lið hans lagði Aftureldingu 6:1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Selfoss sér sæti í efstu deild að ári í fyrsta sinn. Gunnlaugur sagði markmiðið hafa verið að ná fótfestu í fyrstu deildinni en er á leið sumarið hafi menn séð að það væri möguleiki á að komast lengra og þá hefði verið kýlt á það. Selfyssingar héldu upp á árangurinn með viðeigandi hætti í gærkvöldi en nú er markmið liðsins að sigra í deildinni. | Íþróttir SELFYSSINGAR KOMNIR UPP Í EFSTU DEILD Í FYRSTA SINN Þetta er alveg stórkostleg stund Ljósmynd/Guðmundur Karl Plötuútgáfan Naxos hefur gert samning við flautuleikarann Kolbein Bjarna- son og japanska tónskáldið Tos- hio Hosokawa um útgáfu á öll- um flautuverk- um tónskáldsins í flutningi Kol- beins. Naxos er stærsti útgefandi í heimi þegar kemur að klassískri tónlist. Líklega verða diskarnir tveir með flutningi Kolbeins. | 42 Naxos samdi við Kolbein Kolbeinn Bjarnason „ÞETTA er mjög spennandi. Aðal- rekstrarvandi Óperunnar í gamla húsinu er að þar eru bara 470 sæti,“ segir Stefán Baldursson óperustjóri, en ákveðið hefur verið að Íslenska óperan flytji í tónlistarhúsið. „Til þessa höfum við þurft að borga með hverju einasta sýningar- kvöldi, jafnvel þótt það sé fullt hús.“ Samvistir við Sinfóníuhljómsveitina bjóði upp á fleiri samstarfsverkefni. Eftir á að ganga formlega frá samningnum við Austurhöfn.| 42 Óperan fer í tónlistarhúsið Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MYNDIN gerist í ótrúlega skemmtilegu umhverfi, í hjólhýsa- hverfi á Íslandi. Það er mjög áhuga- verður heimur sem býður upp á margt enda er þetta heilt samfélag á einu litlu svæði, öll flóran af fólki í þrjátíu hjólhýsum,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari um kvikmyndina Kóngaveg 7 sem nú er í bígerð. Myndin er samstarfsverkefni leik- hópsins Vesturports og leikstjórans og klipparans Valdísar Óskars- dóttur, en um er að ræða gaman- mynd með dramatísku ívafi. „Það er ótrúlega gaman og gef- andi að vinna með Valdísi, enda draumaumhverfi allra leikara að fá að vera með í sköpun verksins frá upphafi og hafa áhrif á það sem ger- ist,“ segir Gísli, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vesturport vinnur með Valdísi því nokkrir leikarar úr leikhópnum fóru með hlutverk í fyrstu mynd hennar, Sveitabrúð- kaupi. | 44 Vesturport í bíó Leikhópurinn Vesturport og Valdís Óskarsdóttir leikstjóri leiða saman hesta sína við gerð dramatískrar gamanmyndar Í HNOTSKURN »Kóngavegur 7 er önnur kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur í stólileikstjóra, en hún er hvað þekktust fyrir vinnu sína við klippingar. »Á meðal leikara í myndinni má nefna Gísla Örn Garðarsson, Ingv-ar E. Sigurðsson og Nínu Dögg Filippusdóttur. Í fremstu röð Gísli Garðarsson og Ingvar E. Sigurðsson leika í Kóngavegi 7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.