Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 2
ALDREI hafa fleiri sagst andvígir
aðild að Evrópusambandinu frá því
Samtök iðnaðarins hófu að láta
gera fyrir sig kannanir. Í nýrri
könnun Capacent kemur fram að
um 50% svarenda eru andvíg aðild,
33% sögðust hlynnt og 17% hvorki
hlynnt né andvíg.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði, telur að skýra
megi þessa niðurstöðu með hliðsjón
af hegðun vinaþjóða Íslands, s.s. í
Icesave-málinu. „Engin af okkar
nánustu vinaþjóðum stóð með okk-
ur og allar lögðust þær á sveif með
hollenskum og breskum stjórnvöld-
um. Almennt tel ég að þetta hafi
fyllt þjóðina vantrú á alþjóðlegu
samstarfi. Í ljósi þess kemur þetta
ekki á óvart,“ segir Baldur sem var
í framboði fyrir Samfylkinguna í
síðustu kosningum.
Capacent spurði einnig hvernig
svarendur myndu greiða atkvæði ef
aðild að ESB væri borin undir þjóð-
aratkvæði í dag. 61,5% sögðu lík-
legt að þau myndu sennilega eða
örugglega greiða atkvæði gegn að-
ild en 38,5% sennilegt eða öruggt
að þau myndu greiða atkvæði með
aðild. andrikarl@mbl.is
Aldrei fleiri sagst andvígir
aðild að Evrópusambandi
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VESTLÆG átt var á nánast öllu
landinu í gær og mikið rok á miðhá-
lendinu. Fór vindstyrkur þar sums
staðar upp í um 28 metra á sekúndu,
að sögn Haralds Eiríkssonar, veð-
urfræðings á Veðurstofunni. Á
gervitunglamynd frá bandarísku
geimrannsóknastofnuninni, NASA,
hér að ofan sést svæði á Austurlandi
þar sem mikið moldrok gaus upp.
Victor Kr. Helgason er jarðfræð-
ingur og verkefnisstjóri landupplýs-
inga hjá Landsvirkjun Power ehf.
Hann segir að augljóst sé að mikill
rykmökkur hafi gosið upp á til-
tölulega litlu svæði sunnan við Öskju
eins og oft gerist við ákveðnar að-
stæður og í ákveðinni vindátt. Þurrt
hefur verið um hríð á norðaustan-
verðu landinu.
Vatn er farið að minnka í jökulám
vegna lækkandi hitastigs og því
verður sums staðar til mikið af þurr-
um leir við árfarvegi. Hann er afar
léttur og fýkur því auðveldlega í
miklum vindi.
Mikil uppspretta af ryki
„Á gervitunglamyndinni er skýja-
hula yfir stórum hluta landsins,“
segir Victor. „En það er skýlaust á
svæði norðan við Vatnajökul, við
sjáum Öskjuvatn, Hálslón, Lagar-
fljót og Austfirði en ský allt um
kring. Fyrir sunnan Öskjuvatn er
ljós flekkur og eins og slæða frá
þessum flekki í norðaustur.
Það er ekki að sjá að það bætist
neitt við slæðuna heldur færist hún
áfram í norðaustur, yfir norðurhluta
Lagarfljóts og Egilsstaði en þynnist
náttúrlega stöðugt. Það er rok á öllu
hálendinu en þarna er aðalefnið í
moldrokið.“
– En við sjáum ekki vel hvað er að
gerast þar sem skýjahulan er eða
hvað?
„Nei en við sjáum greinilega að
þarna er mikil uppspretta af ryki,
fyrir sunnan Öskjuvatn. Þarna eru
aurar Jökulsár á Fjöllum. Ég hef oft
flogið þarna yfir í áætlunarflugi og
séð hvernig moldviðri gat komið
bókstaflega allt af svæði á stærð við
einn eða tvo fótboltavelli. Moldin og
rykið áttu ekki upptök sín á ein-
hverju risastóru svæði. Þetta er kall-
að Holuhraun og er fyrir neðan
Dyngjujökul.
Nú er farið að kólna, árnar farnar
að skreppa saman. Framburður
sumarsins bíður þarna tilbúinn eftir
rokinu. Þetta er alþekkt meðal jarð-
fræðinga og þetta er mikilvægasti
uppblásturinn. Myndin sýnir vel
hvaðan rykið kemur.“
Victor segir að umrætt svæði á
aurunum með upptökum ryksins sé
sennilega 40-50 ferkílómetrar en
hann vill ekki giska á magnið af jarð-
vegi sem hafi fokið af staðnum. Til
þess þurfi hann meiri upplýsingar.
Upptök á litlu svæði
Á veðurmynd sést moldrok fara af stað á 40-50 ferkílómetra
svæði sunnan við Dyngjujökul í vestanáttinni í gær
Skýjahula Tungl NASA senda á hverjum degi frá sér veðurmyndir. Hér er mynd af Íslandi í gær, tekin úr Terra.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ENDURSKIPULAGNING á skuld-
um heimila og fyrirtækja er næsta
skref í því að takast á við kreppuna.
Ganga þarf í það verk án þess að ýta
skuldavandanum á undan sér eða
fela hann í bankakerfinu, að sögn
Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, hag-
fræðings í Seðlabanka Íslands.
Án endurskipulagningar á þessum
skuldum er veruleg hætta á því að
hagkerfið lendi í vítahring gjald-
þrota, greiðsluerfiðleika og atvinnu-
leysis.
Þetta kom fram í erindi Þorvarðar
Tjörva í Seðlabankanum í gær. Sagði
hann að endurreisn bankakerfisins
hefði dregist mikið en tímabundnar
aðgerðir fyrir skuldara verið notaðar
til að brúa það bil. Nú styttist hins
vegar í að varanlegar lausnir þyrfti.
Þarf vel fjármagnaða banka
Lagði hann út frá reynslu annarra
þjóða af fjölmörgum kreppum sem
gengið hefðu yfir á síðustu áratug-
um. Tók hann meðal annars dæmi af
Mexíkó, S-Kóreu, Taílandi, Indó-
nesíu og Japan, þar sem reynst hef-
ur dýrkeypt að taka ekki á slíkum
skuldavanda heimila og fyrirtækja,
heldur eftirláta illa endurfjármögn-
uðum bönkum að leysa hann sjálfir.
Þeir hafi þá forðast að afskrifa
eignir, til að standa vörð um þegar
veika eiginfjárstöðu sína. Oft hafi
eignatengsl banka og skuldara í
bankakerfum líka haft óeðlileg áhrif
á þessa endurskipulagningu. „Hér
eins og víða annars staðar þarf að
búa þannig um að tengsl af þessu
tagi hafi ekki óeðlileg áhrif á lausn
vandans,“ segir Þorvarður Tjörvi.
Mjög muni reyna á eftirlit með bönk-
um og eins innra eftirlit þeirra á
næstunni.
Til samanburðar nefndi hann lönd
á borð við Noreg, Pólland og Chile
þar sem dæmi væru um vel heppn-
aða endurskipulagningu á skuldum
einkageirans eftir kreppu. Jafnvel
þótt í Chile hafi stjórnvöldum fyrst
um sinn gengið illa.
„Í Chile drógu þeir lappirnar í að
veita nægilegt fjármagn í eiginfjár-
stöðu banka, vanmátu umfang vand-
ans, hindruðu ekki áhrif krosseigna-
tengsla á meðferð skuldanna og
breyttu ekki gjaldþrotalögum,“ seg-
ir Þorvarður Tjörvi. Eftir nokkur ár
hafi þeir tekið sig á og farið að fram-
fylgja lögum og reglum af hörku.
Það sé reynsla sem læra megi af.
Tekið verði fljótt
á skuldum heim-
ila og fyrirtækja
Mun reyna mikið á eftirlit með bönkum
Morgunblaðið/Ómar
Skuldir SÍ vinnur að tillögum til
lausnar á skuldavanda heimila.
Í HNOTSKURN
»Stjórnvöld hafa þrjár leið-ir. Sú fyrsta er miðstýrð,
að ríkið sjái sjálft um end-
urskipulagninguna, til dæmis
á vettvangi eignaumsýslu-
félags.
»Önnur leiðin er dreifð, þarsem bankar eru studdir til
að sjá um endurskipulagn-
inguna sjálfir, í samstarfi við
skuldara. Þriðja leiðin er
blanda af hinum tveimur.
»Oftast hefur leið tvöreynst best, að sögn Þor-
varðar Tjörva. Stjórnvöld í
hverju landi þurfi þó að vega
og meta þessa reynslu og yf-
irfæra á sínar aðstæður.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness yfir karlmanni
sem handtekinn var í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar aðfaranótt 12.
september. Maðurinn kom með
flugi frá Varsjá í Póllandi og í fór-
um hans fundust 2.647 e-töflur,
faldar í niðursuðudósum. Maðurinn
mun sæta gæsluvarðhaldi – og ein-
angrun – til 2. október nk.
Meintur samverkamaður manns-
ins var jafnframt handtekinn í
flugstöðinni. Hann kom með sömu
flugvél og fundust í fórum hans
3.348 e-töflur, einnig í niðursuðu-
dósum. Mennirnir eru því grunaðir
um að hafa saman staðið að inn-
flutningi tæplega sex þúsund
e-taflna.
Samkvæmt því sem kemur fram
í greinargerð lögreglustjórans á
Suðurnesjum er rannsókn málsins
á frumstigi og m.a. þurfi að kanna
tengsl mannanna við hugsanlega
vitorðsmenn á Íslandi eða erlendis,
aðdraganda ferðarinnar og sakar-
feril þeirra.
Líkur á að mennirnir myndu
reyna að komast úr landi
Þar sem mennirnir eru af er-
lendu bergi brotnir telur lögregla
yfirgnæfandi líkur á að þeir reyni
að komast úr landi og hafa áhrif á
vitorðsmenn sæti þeir ekki varð-
haldi.
Lögregla segir að miðað við
magnið sem fannst í fórum mann-
nanna sé um stórfellt brot að ræða.
Verði þeir sakfelldir liggur allt að
12 ára fangelsisvist við brotinu.
Teknir í tollinum
með 6.000 e-töflur
Tveir menn í varðhaldi til 2. október