Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MIKLAR og langar umræður fóru
fram á ríkisstjórnarfundi í gær um
þá óvissu sem uppi er um framhald
orkuverkefna. Ágreiningur hefur
verið á milli stjórnarflokkanna um
stefnu og áherslur en reynt verður
að leiða málin til lykta í sérstökum
vinnuhópi sem skipaður verður fjór-
um ráðherrum, forsætisráðherra,
iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra
og umhverfisráðherra.
Litið til ríkisstjórnarinnar um
næstu skref í orkumálum
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segist lengi hafa beðið eftir að
ríkisstjórnin færi svo ítarlega yfir
þessi mál eins og gert var í gær.
,,Það er mjög litið til ríkisstjórnar-
innar um næstu skref í orkumálum.
Það er komið að þeim tímapunkti að
við þurfum að fara yfir þessi mál frá
a til ö og það gerðum við í morgun,“
segir Katrín.
Hún segir að annars vegar þurfi
að móta sýn til framtíðar á uppbygg-
ingu á léttum iðnaði í græna geir-
anum. „Hann þarf á orku að halda og
við þurfum því að hugsa orkugeirann
öðruvísi og hafa meira tilbúið vegna
þess að þetta eru verkefni sem ekki
geta beðið. Langtímauppbyggingin
hentar þar ekki eins vel og í stóriðj-
unni, sem hingað til hefur verið
stærsti raforkukaupandinn. Við
þurfum að fara að átta okkur á þeirri
stöðu sem við þurfum að koma á í
orkumálum.
Hins vegar eru svo mál sem
standa út af og snúa að stöðugleika-
sáttmálanum, t.d. í Helguvík og fleiri
slík verkefni.“
Spurð um fyrirhugað álver Alcoa á
Bakka segir Katrín: „Við erum vakin
og sofin yfir því að reyna að leysa
þau mál farsællega. Það sem ég hef
fyrst og fremst að markmiði er að
koma þessari orku í vinnu og búa til
atvinnu fyrir norðan með þessari
orku. Mér er nokk sama um hvað sá
heitir sem það mun gera og að því er-
um við að vinna,“ segir hún.
Ýmsar hugmyndir eru uppi að
sögn hennar.
Reyna að leysa
orkuhnútinn
Þurfum að fara yfir þessi mál frá a til ö,
segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
KÓNGSSVEPPURINN sem Margrét Sigurðardóttir fann í Almenningum í
Fljótum nýverið er engin smásmíði, 22 sm í þvermál og vegur 1,5 kíló.
Sveppurinn ku góður til átu en er fremur sjaldgæfur.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
KÓNGUR OG DROTTNING
„EKKI liggur fyr-
ir að svo stöddu
hvernig efla megi
sérþekkingu dóm-
ara í efnahags-
brotamálum, en
nefna má þann
möguleika að
komið verði á fót
sérdómstól um
þessi mál með
sömu rökum og komið var á fót emb-
ætti sérstaks saksóknara,“ segir
Helgi I. Jónsson, dómstjóri við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur og starfandi for-
maður Dómstólaráðs. Spurður um
þetta segir Helgi að Dómstólaráð hafi
ekki rætt við dómsmálaráðuneytið
um þann möguleika, að sérdómstóll
fjalli um þau mál sem upp kunna að
koma í kjölfar bankahrunsins.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra sagði í Morgunblaðinu á sunnu-
daginn að hún teldi að Dómstólaráð
og dómarar yrðu að vera vakandi fyr-
ir því að efla sérþekkingu á efnahags-
brotum þannig að dómstólar séu
undirbúnir þegar kemur að því að
fjalla um afleiðingar bankahrunsins.
Dómarar við öllu búnir
„Dómarar þurfa að vera við því
búnir að leysa úr öllum málum sem
lögð eru fyrir þá, sama hvers eðlis
þau eru,“ segir Helgi. „Fyrir dómara
eru lögð fjölmörg flókin lögfræðileg
álitaefni á öllum sviðum réttarins á
ári hverju sem þeim ber að leysa úr.
Sú skylda hvílir á þeim, sem leggja
mál fyrir dómstóla, að gera þau þann-
ig úr garði að unnt sé að leysa úr
þeim á grundvelli gildandi laga. Efna-
hagsbrotamál eru þar ekki undan-
skilin. Þá skal á það bent að ef mál
eru þess eðlis að dómari telji sér-
þekkingar þörf er heimilt að kveðja
til sérfróða meðdómendur.“
sisi@mbl.is
Helgi I. Jónsson
Möguleiki
að stofna
sérdómstól
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„BRÁÐAVISTUN í neyðartilfellum,
þ.e. þegar unglingar fara á vergang
eða strjúka að heiman, hefur farið
vaxandi á árinu,“ segir Bragi Guð-
brandsson, forstjóri Barnavernd-
arstofu. Aukning hafi verið á neyð-
arvistun unglinga á árinu og mikið og
vaxandi álag sé í neyðarvistun
meðferðarstöðvarinnar Stuðla. „Það
hefur oft verið fullt þar [á neyð-
arvistun Stuðla, innsk. blm.] og bið-
listi myndast sem auðvitað á ekki að
gerast í neyðarvistun,“ segir Bragi.
Hann segir að þótt aukin eftirspurn
hafi verið eftir neyðarvistun hafi
eftirspurn eftir langtímameðferðum
farið minnkandi og sú þróun virðist
halda áfram.
Fram í maí á þessu ári leitaði lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu 74
sinnum að ungmennum en á sama
tímabili í fyrra voru 58 slíkar leitir
gerðar. Nýrri tölur liggja ekki fyrir
en í nokkrum tilfellum var um sama
ungmennið að ræða og ungmennin
því færri en tölurnar gefa í skyn.
Talsvert mikið hefur borið á að
auglýst hafi verið eftir týndum ung-
mennum á árinu og segir Bragi það
að hluta til mega skýra með breyttu
verklagi. „Fyrir ári eða svo var mikil
umræða um það í kerfinu meðal
barnaverndarstarfsmanna hvort ekki
væri rétt að auglýsa fyrr eftir börnum
en verið hefði til að ná fyrr til þeirra.
Ég held að sú umræða hafi skilað sér í
þessu,“ segir Bragi.
Bragi segir að Barnaverndarstofa
hafi kynnt sér ítarlega afleiðingarnar
sem efnahagskreppan í Finnlandi
hafði á barnaverndarstarf þar í landi á
tíunda áratugnum og reynt að nýta sér
þá vitneskju í starfi. Hann segir fyrir-
byggjandi vinnu gríðarlega mikilvæga.
„Þar kemur til sögunnar nýjung hjá
okkur sem Finnarnir voru ekki með,
svokölluð fjölkerfameðferð eða MST,
sem við byrjuðum með í nóvember.
Hana bjóðum við á vettvangi heimilis-
ins og er ætlað að varna því að þurfi að
skilja barnið frá fjölskyldunni og ráð-
stafa því á stofnun. Okkur sýnist
reynslan vera góð, tugir barna hafa
farið í gegnum það kerfi og örugglega
hefði hluta þeirra annars þurft að vista
á stofnun,“ segir Bragi.
Álag vegna neyðarvistunar unglinga
Biðlistar myndast í neyðarvistun meðferðarstöðvarinnar Stuðla Eftirspurn eftir langtímavistun
hefur ekki aukist Fyrr auglýst eftir ungmennum en áður Fjölkerfameðferð gefur góðan árangur
Morgunblaðið/Golli
Ungmenni Kreppan hefur misjöfn áhrif á unglinga og skipta heimilis-
aðstæður þar oft máli. Þessi ungi hjólabrettakappi tengist ekki fréttinni.
» Fram í maí leitaði
lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu 74
sinnum að ung-
mennum.
» Á sama tímabili í
fyrra voru 58 slíkar
leitir gerðar.
FYRSTA fundarboð nefndar um er-
lenda fjárfestingu verður sent út síð-
ar í vikunni og áætlað er að fundur
verði haldinn í næstu viku. Formað-
ur var skipaður í gær en Alþingi
skipaði nefndina 11. ágúst sl. Hún
mun meðal annars skoða aðkomu
Magma Energy Sweden að HS
Orku.
Unnur Kristjánsdóttir var skipuð
formaður nefndarinnar og Silja
Bára Ómarsdóttir varaformaður.
„Þetta mál [kaup Magma á hlut
Orkuveitunnar í HS Orku] verður
skoðað, aflað upplýsinga um það og
sett fram einhver skoðun á því
hvernig eigi að meðhöndla það,“ seg-
ir Unnur.
Nefndin hefur ekki getað fundað
fyrr en nú, þar sem það er verk for-
mannsins að kalla til fundar. Unnur
segir lítið hafa verið að gera hjá
nefndinni undanfarin ár en nú horfi
svo við að nokkuð mörg máli bíði af-
greiðslu.
Hún segir löggjöfina hins vegar
engan veginn miðast við þær að-
stæður sem uppi eru í dag, en hún er
í grunninn átján ára. „Það er ekki
gert ráð fyrir neinum skúffufyr-
irtækjum og ýmsu öðru sem er að
gerast í dag og þessi lög ættu að ná
yfir en gera það ekki.“ andri@mbl.is
Áætlað að funda í næstu viku
Mörg mál bíða af-
greiðslu nefndar um
erlenda fjárfestingu
Katrín Júl-
íusdóttir iðn-
aðarráðherra
segir að ráð-
herrahópur
muni vinna úr
orkumálunum
á næstu dög-
um og leggja
fram „skýra
sýn á þennan málaflokk innan
tíðar“. Í grunninn sé ekki langt
á milli stjórnarflokkanna í mál-
inu „en það er auðvitað áherslu-
munur um einstaka þætti“.
Ekki langt á milli
Katrín
Júlíusdóttir