Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 6

Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær umsókn Menntaskólans ehf. um stofnun sjálfstætt rekins grunnskóla fyrir 5- 10 ára börn. Umsóknin var samþykkt með níu greiddum atkvæðum, sex borgarfulltrúar minni- hlutans greiddu hins vegar atkvæði gegn henni. Menntaskólinn verður í húsinu þar sem Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur var til margra ára, við Barónsstíg. Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs, mælti fyrir tillögunni og sagðist m.a. binda vonir við að nýi skólinn yki fjölbreytni í skólastarfi í Reykjavík, enda tryggðu fleiri sjálfstætt starf- andi grunnskólar í Reykjavík borgarbúum aukið val um nám barna sinna. Þeir fyrirvarar eru gerðir við samþykkt borg- arstjórnar að starfsemin verði í samræmi við grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Einnig að starfsemi skólans skuli fullnægja kröf- um heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits og vinnuverndar. Meðal þess sem kom fram í máli fulltrúa Sam- fylkingarinnar var að óverjandi væri að setja fé í nýjan skóla þegar nemendum í borginni fækkaði auk þess sem þrengt væri að grunnskólum. Fjárhagslegt umhverfi grunnskólanna á næsta ári væri jafnframt verulega ótryggt. Fleiri skólar veikja skólastarfið Borgarfulltrúar Vinstri grænna töldu málið unnið af of miklum hraða og meðferðin væri ekki ásættanleg. „Skólanámskrá er ekki fullunnin, t.d. liggja áfangamarkmið ekki fyrir auk þess sem ekki er gerð grein fyrir hvernig skólinn hyggst mæta þörfum nemenda með sérþarfir,“ segir í bókun fulltrúa VG og einnig að það fé sem fari úr borgarsjóði til skólans skerði fjárframlög til grunnskóla borgarinnar. Borgarfulltrúarnir telja að með fjölgun grunnskóla nýtist skattféð verr og veiki starfið í þeim skólum sem fyrir eru. Menntamálaráðuneytið veitir sjálfstætt starf- andi skólum lögbundna viðurkenningu til að hefja starfsemi að fengnu samþykki mennta- ráðs. Það er því ráðuneytið sem gefur út hið end- anlega starfsleyfi. Umsókn um einkaskóla samþykkt  Sjálfstætt rekinn grunnskóli fyrir 5-10 ára gömul börn verður til húsa í Heilsuverndarstöðinni  Borgarfulltrúar minnihlutans telja ekki rétt að fjölga skólum á meðan nemendum fækkar Í HNOTSKURN »Áheyrnarfulltrúar Skóla-stjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavík- ur bókuðu í menntaráði að á tímum niðurskurðar og fækkunar nemenda væri ekki þörf eða forsenda fyrir stofn- un nýs grunnskóla. »Einnig að almennirgrunnskólar væru full- færir um að sinna skóla- göngu allra barna í borginni og það án sérstakrar gjald- töku. »Umsóknin fer nú tilmenntamálaráðherra, sem á lokaorðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Byggingin Úr heilsuvernd í fræðslustarf. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is UNDIR háværum hrópum og frammíköllum staðfesti borgar- stjórn Reykjavíkur á sannkölluðum hitafundi sínum í gær samning um sölu á 32% hlut Orkuveitu Reykja- víkur (OR) í HS orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Var samningurinn staðfestur með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö at- kvæðum minnihlutans. Felldar voru tillögur minnihlut- ans um að fresta málinu þar til við- skiptaráðherra og nefnd um erlend- ar fjárfestingar úrskurðuðu um lögmæti samningsins við Magma Energy. Einnig voru felldar tillögur Samfylkingar og VG um að fá óháða aðila til að leggja mat á virði skulda- bréfsins sem kemur til greiðslu fyrir 70% af söluandvirðinu á hlut OR. Fjöldi fólks var samankominn á pallana í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu en hópur er kallar sig Vaktin hafði hvatt til mótmæla á pöllunum. Lögreglan hafði verið kölluð á staðinn og eftir að salernis- rúllu var kastað niður af pöllunum um það leyti sem atkvæðagreiðslu um málið lauk var einn maður hand- tekinn og tveir til viðbótar sem reyndu að stöðva handtökuna. Meðal þess sem fólk hrópaði að borgarfulltrúum meirihluta sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna var „vanhæf borgarstjórn“ og „það eru landráð að samþykkja samning- inn“. Einnig féllu orð af pöllunum eins og „lygarar“ og „svikarar“. Gera þurfti hlé á fundi borgar- stjórnar um stund, á meðan ró var komið á mannskapinn. Þegar næsti dagskrárliður kom til umfjöllunar, um einkarekna grunnskóla, tæmd- ust pallarnir svo gott sem. Frammíköllin hófust strax í upp- hafi fundar þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kynnti málið. Hún sagði það ekki snúast um að verið væri að selja auðlindir, heldur einfaldlega að selja hlut Orkuveitunnar í HS orku og gæta hagsmuna eigenda fyrirtækisins; borgarbúa, í erfiðri fjárhagsstöðu þess. Auðlindirnar væru í eigu Reykjanesbæjar, ekki Reykjavík- urborgar eða OR. „Auðvitað hefði verið betra að selja þennan hlut við aðrar að- stæður. En aðrar aðstæður eru ekki fyrir hendi og ekkert okkar veit hvenær svo verður,“ sagði Hanna Birna meðal annars. Fulltrúar minnihlutans gagn- rýndu samninginn við Magma harð- lega í sínum ræðum. Ekki væri verið að huga að hagsmunum almennings heldur hagsmunum einkaaðila og fjármagnseigenda. Þannig sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar, áhættuna í sölunni alla vera almennings megin, mögulegur gróði myndi lenda í höndum einka- aðila. Sala samþykkt á hitafundi  Hróp gerð að meirihluta borgarstjórnar og þrír handteknir í ólátum á pöllunum  Borgarstjórn staðfesti sölu á hlut OR í HS orku til Magma Energy Morgunblaðið/Heiddi Hróp á pöllum Fjölmargir voru viðstaddir borgarstjórnarfund þegar rætt var um söluna á hlut OR og gerðu hróp að borgarfulltrúum meirihlutans. Meira á www.mbl.is/sjonvarp Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu ÓSKAR Bergs- son, borgar- fulltrúi Fram- sóknarflokks, velti því upp í borgarstjórn í gær hvort raun- verulegur meiri- hluti í HS orku hefði farið í hendur erlendra kröfuhafa, þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra skrifaði undir samning við skilanefnd Glitnis. Vísaði hann þar til þess að Íslandsbanki er einn helsti lánardrottinn Atorku en fé- lagið, sem er í greiðslustöðvun, á stóran hlut í HS orku gegnum Geysi Green Energy. „Hvað var formaður ykkar flokks að gera?“ spurði Ósk- ar borgarfulltrúa VG. Þegar í eigu erlendra aðila? ÞORLEIFUR Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sagðist ekki skilja orð Óskars Bergssonar og það væru út- úrsnúningar að tala um að meiri- hlutinn í HS orku hefði farið til útlendinga með samn- ingi við skilanefnd Glitnis. Vildi Þorleifur vekja athygli Óskars á því að Geysir Green væri ekki gjald- þrota og hið opinbera, ásamt inn- lendum fjárfestum, væri að und- irbúa yfirtöku á fyrirtækinu. Innlendir aðilar að kaupa Geysi Green SIGRÚN Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, kynnti í ræðu sinni í gær mat ALM fjár- málaráðgjafar, sem Samfylk- ingin óskaði eftir á skuldabréfinu sem kemur til greiðslu á 70% söluandvirðisins í HS orku. Í minnisblaðinu komi fram að núvirt virði skuldabréfsins sé að teknu tilliti til skuldaálags að hámarki um 70% af nafnverði höf- uðstóls bréfsins, eða um 5,9 millj- arðar af 8,4 milljarða höfuðstól. Með 3,6 milljarða útborgun Magma sé heildarvirði samningsins því að hámarki 9,5 milljarðar. OR hafi greitt alls 15,7 milljarða fyrir hlut- inn í HS orku og því sé tapið á söl- unni 6,2 milljarðar króna. Sex milljarða tap á sölunni til Magma? Hvað er Orkuveitan að fara að selja Magma Energy? Um er að ræða 32% hlut OR í HS orku, áður Hitaveitu Suðurnesja, en þar af er tæplega 15% hlutur Hafn- arfjarðarbæjar sem deilt hafði verið um í viðskiptum við OR. Með sölunni til Magma Energy verða þau viðskipti gerð upp og endi bundinn á tveggja ára ágreining fyrir dómstólum. Hver er kaupandinn? Magma Energy er kanadískt orkufyr- irtæki, sem stofnaði sænskt dóttur- félag um kaupin í HS orku vegna tak- markana á íslenskum lögum, sem heimila ekki fjárfestingar aðila utan EES-svæðisins í orkugeiranum. Hvert er söluverðið? Hluturinn í HS orku er seldur Magma á rúma 12 milljarða króna á genginu 6,31. Magma staðgreiðir um 30%, eða um 3,6 milljarða króna. Afgang- urinn, 70%, er á skuldabréfum frá OR sem Magma á að greiða af eftir sjö ár. OR hafði áður keypt hlutina í OR á genginu 7. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.