Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Samgöngu- ráðuneytið hefur fallist á nýjar samþykktir um fundarsköp Reykjavíkur- borgar. Í frétta- tilkynningu frá borginni segir að það eyði vafa um hæfi Guðlaugs Sverrissonar, stjórnarformanns OR, sem vara- manns í borgarráði. Fulltrúar minnihlutans gerðu ágreining um kjör Guðlaugs og til að eyða óvissu um kjörgengi breytti meirihlutinn samþykktum borgarinnar. Guðlaugur hæfur til setu í borgarráði Guðlaugur Sverrisson LÖGREGLAN í Borgarfirði og Döl- um lýsir eftir vitnum að umferðar- óhappi rétt norðan við Borgarnes rétt fyrir kl. 21:00 á sunnudag sl. Þá mun ljósum fólksbíl hafa verið ekið í suður, eða í átt að Borg- arnesi, og fram úr bílaröð. Þessum bíl mun svo hafa verið ekið utan í bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Leitað að vitnum UNDIRRITAÐUR hefur verið sam- starfssamningur milli Landhelgis- gæslunnar og slysa- og bráðasviðs Landspítalans, um gagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu Landhelgis- gæslunnar og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði Landspítalans, til að auka þjálfun þeirra sem sinna sjúkraflutningi á þyrlum Landhelg- isgæslunnar. Þjálfun Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og LSH. Samstarf um þjálf- un í flutningum ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoð- anakönnun MMR. 72,1% taldi sig ekki geta nefnt neinn ein- stakling í samfélaginu sem sé eða geti orðið sameiningartákn fyrir ís- lensku þjóðina. Af þeim sem nefndir voru fékk Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flestar tilnefningar (4,5%) og Davíð Oddsson, fyrrver- andi ráðherra og seðlabankastjóri, næstflestar (3,8%). Þar á eftir komu þau Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra með ríf- lega 2%. Forsetinn ekki sameiningartákn Ólafur Ragnar Grímsson LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda sveitarfélaga, sem fram fór á Ísa- firði, samþykkti ályktun þar sem skorað er á stjórnmálaflokka og önnur framboð að tryggja jöfn kynjahlutföll í efstu sætum á fram- boðslistum fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar á næsta ári. „Það er á ábyrgð þeirra sem bjóða fram lista við kosningar að jafna hlutdeild kynja við ákvarðanatöku í stjórn- málum,“ segir í ályktuninni. Jöfn kynjahlutföll STUTT ÍSLENSKIR aðalverktakar, ÍAV, hafa náð þeim áfanga að hljóta ISO- gæðavottun samkvæmt staðlinum 9001:2008, fyrstir íslenskra verk- takafyrirtækja í alhliða verktaka- starfsemi. Vottunin nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins, þar með tal- ið þróunar-, hönnunar- og verkefna- stýringar í bygginga- og mann- virkjagerð. Er þá átt við allar gerðir húsbygginga, lagningu vega, hafnar- gerð, jarðgangagerð, byggingu virkjana o.fl. ÍAV hafa í um 15 ár unnið samkvæmt gæðakerfi sem byggt var upp af fyrirtækinu sjálfu. Fyrir um tveimur og hálfu ári tók stjórn og framkvæmdastjórn fyrir- tækisins ákvörðun um að endur- skoða gæðakerfið og aðlaga það að kröfum staðalsins ISO 9001. BSI á Íslandi annaðist vottunina en forúttekt á gæðakerfinu fór fram í febrúar á þessu ári og sjálf úttektin í júní síðastliðnum. Öll starfsemi ÍAV fær gæðavottun Ljósmynd/ÍAV Starfsmenn Afhending á gæðavottunarskírteini fór fram í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurhöfn þar sem allir starfsmenn ÍAV komu saman. Fyrstir alhliða verktaka til að fá vottun Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum ísle nsk fra mle iðsl a DL-634 3+1+1 Aspen-lux NICE man-8356 3+1+1 ísle nsk fra mle iðsl a Roma Aspen Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a Bonn Man 8279 Tau bogasófi 199.90 0 kr verð á ður 399.90 0 kr Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 SWS horn takma rkað m agn ef tir 149.90 0 kr verð á ður 399.90 0 kr ísle nsk fra mle iðsl a Bonn horn 269.90 0 kr verð á ður 319.90 0 kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.