Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
reiknum töluna frá í fyrra miðað við
38% hækkun kemur í ljós að með-
altalsverðið hefur lækkað úr tæpum
1.400 krónum í 1.240. Þetta segir
okkur nákvæmlega það sem við
höfðum á tilfinningunni; að við-
skiptavinir okkar eru að kaupa
ódýrari vöru í dag en þeir gerðu fyr-
ir ári,“ segir Gissur.
Sala á rauðvíni í kössum hefur að-
eins aukist um 2% en samdráttur í
sölu rauðvíns í flöskum er 11% Það
eru um 43 þúsund lítrar, eða 58 þús-
und flöskur, fyrstu sex mánuði árs-
ins. Uppreiknað meðaltalsverð
rauðvínsflösku í fyrra var 1.496
krónur en 1.350 krónur í ár. Í rauð-
víni eins og í hvítvíninu hafa ódýrari
tegundir verið að færast upp í hóp
söluhæstu tegunda.
Sala á brenndum vínum hefur
dregist verulega saman, eða um
11,4%. Þetta gera rétt um 22.700
flöskur eða um 17 þúsund lítrar.
Aðeins ein tegund af brenndum
drykkjum hefur tekið sölukipp, en
það er hindberjaromm. Aukninguna
tengir Gissur stórminnkaðri sölu á
blönduðum drykkjum, sem almennt
eru kallaðir „breezerar“. Um þetta
segir Gissur: „Þannig teljum við að
yngri kynslóð viðskiptavina sé nú
farin að blanda sína drykki frá
grunni.“
Bjórsala hefur aukist hratt og
örugglega á síðustu árum og er
langmest selda áfengistegundin í
lítrum talið. Ein íslensk tegund,
bjórinn Lager frá Víking, hefur tek-
ið mikið stökk upp á við og er nú
komin í annað sætið yfir bjór í 500
ml flöskum.
„Kreppuvín“ vinnur á
Fólk kaupir minna af léttvíni í flöskum en áður Ódýrari tegundir vinna á og
kassavínið er hástökkvarinn í sölu Unga fólkið byrjað að „blanda“ á nýjan leik
Morgunblaðið/Heiddi
Vínbúðirnar Gestir ÁTVR virðast velja ódýra vínið frekar en það dýra.
Íslendingar virðast ekki hafa
dregið úr áfengisdrykkju í kjölfar
bankahrunsins. Hins vegar hefur
neyslumynstrið breyst og fólk
kaupir nú frekar ódýrari tegundir
en það gerði áður.
Sala áfengis fyrstu 8 mánuði
þessa árs jókst um 0,3% í
magni miðað við sama tímabil í
fyrra, samkvæmt upplýsingum
frá ÁTVR.
Á sama tímabili voru tekjur
ÁTVR af sölu áfengis rúmir 13,8
milljarðar króna, samanborið
við tæpa 11,3 milljarða króna
sömu mánuði í fyrra. Nemur
aukningin 2,5 milljörðum, eða
23%.
Skýringin á auknum tekjum
er fyrst og fremst hækkanir
sem orðið hafa á útsöluverði
áfengis í kjölfar bankahrunsins.
Sala rauðvíns dróst saman um
1,4% fyrstu 8 mánuði ársins,
sala hvítvíns jókst um 6,4%, en
sala á brandí dróst saman um
21,5%. Sala á ókrydduðu
brennivíni og vodka dróst sam-
an um rúm 7% og aðrar bjórteg-
undir en lagerbjór og öl um rúm
35%. Svipaður samdráttur er í
blönduðum drykkjum eða
36,6%. Lagerbjór sem er tæp
79% af allri magnsölu Vínbúð-
anna seldist í rúmlega 10,7
milljónum lítra fyrstu 8 mánuði
ársins og jókst salan um 1,8%.
Auknar tekjur
VELTA í sölu á tóbaki fyrstu 8
mánuði ársins jókst um rúm 19%,
fór úr 5,6 milljörðum í 6,6 milljarða,
samkvæmt upplýsingum frá Áfeng-
is og tóbaksverslun ríkisins.
Sala vindlinga, sem eru tæplega
92% af veltu tóbaks, minnkaði hins
vegar í magni á tímabilinu um tæp
6%. Seldust 1.011 þúsund karton á
móti 1.072 þúsund kartonum sömu
mánuði í fyrra. Sala vindla minnk-
aði í magni um 2%.
Hins vegar jókst sala á reyktób-
aki umtalsvert milli ára, eða um
33%. Til reyktóbaks telst píputóbak
og tóbak sem fólk notar til að vefja
vindlinga.
Þá jókst sala á neftóbaki um 19%,
eða úr 12,8 tonnum í 15,2 tonn.
sisi@mbl.is
Sala á sígarettum
dregst saman
VÍSITALA íbúðaverðs á höfuð-
borgarsvæðinu, sem Fasteignaskrá
Íslands reiknar út, hækkaði í ágúst
um 0,8% frá fyrra mánuði. Er þetta
annar mánuðurinn í röð þar sem
vísitala íbúðaverðs hækkar.
Vísitalan, sem mælir breytingar
á vegnu meðaltali fermetraverðs,
hækkaði um 0,3% í júlí. Síðastliðna
3 mánuði hækkaði vísitalan um
0,7%, síðastliðna 6 mánuði hefur
hún lækkað um 6,4% og lækkun síð-
astliðna 12 mánuði var 10,3%.
Fasteignaverð hækk-
ar tvo mánuði í röð
Morgunblaðið/Sverrir
LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir
tilboðum í vinnubúðir og rofahús
sem eru staðsett á virkjunarsvæði
Kárahnjúka. Þetta kemur fram á
vef Landsvirkjunar.
Meðal þess sem verið er að selja
er 259 m² þjónustumiðstöð, 111 m²
skrifstofuhús, 297 m² svefnskáli, 14
stakir 11,7 m² svefnskúrar og fjög-
ur rofahús, en hvert hús er 34 m².
Fram kemur að vinnubúðirnar
verði til sýnis í dag og á morgun,
fimmtudag.
Vinnubúðir til sölu!
GERÐ verður ný aðkomuleið frá
Fossaleyni inn á bílastæðin við Eg-
ilshöll og er það í samræmi við ný-
lega samþykkta breytingu á deili-
skipulagi. Framkvæmdin við
aðkomuleiðina er á vegum Reykja-
víkurborgar og samþykkti fram-
kvæmda- og eignaráð hana á fundi
sínum nú í vikunni. Kostnaður við
hlut borgarinnar er áætlaður um
sjö milljónir króna og rúmast hann
innan heildaráætlunar vegna
gatnaframkvæmda á árinu 2009.
Nýja aðkomuleiðin er hluti af end-
anlegum frágangi á bílastæðum við
Egilshöll. Önnur vinna við bílastæð-
in fer fram á vegum skilanefndar
Landsbankans og er samkvæmt
sérstöku samkomulagi við Reykja-
víkurborg. Nú þegar heimild fram-
kvæmda- og eignaráðs liggur fyrir
verður farið í að semja við verktaka
með það að markmiði að ljúka verk-
inu sem allra fyrst.
Bæta aðgengi
akandi að Egilshöll
!"
#$"%"%&'%& $
! "% "($$"
)'"*+"
,""%*+" ' "
,%-.'
/
!
"
#
$
#!#
#
!"( '
%01% "
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
GISSUR Kristinsson vínráðgjafi
hefur skoðað sölu áfengis fyrstu sex
mánuði þessa árs og borið saman
við sömu mánuði ársins 2008,
skömmu áður en kreppan skall á.
Greinir Gissur frá athugun sinni í
nýjasta hefti Vínblaðsins, en blaðið
fæst ókeypis í vínbúðum ÁTVR.
Hvítvínið er sú tegund léttvíns,
sem hefur aukist mest í sölu á und-
anförnum árum. Það sem af er
þessu ári hefur salan á hvítvíni auk-
ist um 6,4% miðað við í fyrra. Gissur
segir ómögulegt að segja hvers
vegna þetta hafi þróast þannig.
„Sumir vilja tengja það hlýnun und-
anfarinna ára hér á landi og hún
hafi ýtt undir það að fólk drekki
frekar kælda drykki heldur en þá
drykki sem við venjulega drekkum
við stofuhita,“ segir Gissur.
Meðaltalsverðið lækkar
Þegar Gissur skoðar þróunina
kemur í ljós að hvítvín í kössum er
sá vöruflokkur sem hefur tekið
stærsta stökkið í sölu milli ára.
Nemur magnaukningin rúmlega 47
þúsund lítrum, eða 26,9%. Á sama
tíma hefur sala á hvítvíni í flöskum
dregist saman um tæplega fimm
þúsund lítra, eða 2,12%.
„Verðbreytingar hafa verið tíðar
síðustu mánuði og ef við lítum á
meðaltalsverð á selda flösku og upp-
INNAN skamms lýkur framkvæmdum við nýtt hringtorg við norðurenda
Álftanesvegar en hafist var handa í júlí. Þarna voru áður hefðbundin kross-
gatnamót, nýja torgið er á núverandi vegi og snertir því ekki deilurnar sem
verið hafa um nýtt vegstæði á nesinu. Að sögn hönnuðarins, Hilmars Finns-
sonar, deildarstjóra á suðvestursvæði Vegagerðarinnar, er vonast til að
hringtorgið dragi úr umferðarhraða á veginum sem sé verulegt vandamál.
Frá torginu munu liggja þrjár leiðir, ein að Bessastöðum, sem sjást í baksýn,
en einnig liggja frá því Norðurnesvegur og Suðurnesvegur.
Morgunblaðið/RAX
Nýtt hringtorg á Álftanesi