Morgunblaðið - 16.09.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
ÁR ER liðið síðan að íslensk stjórn-
völd og Mitusbishi Motors og Mitsu-
bishi Heavy Industries undirrituðu
viljayfirlýsingu um prófanir á i-MiEV-
rafbílnum hérlendis. Á sama tíma var
undirrituð viljayfirlýsing um þróun
þjónustunets fyrir rafbíla á Íslandi.
Einn helsti hvatamaður þessa verk-
efnis er Ichiro Fukue, aðstoðarfor-
stjóri Mitsubishi Heavy Industries í
Japan. Hann var á meðal fyrirlesara á
þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni, Dri-
ving Stustainability sem lauk í gær á
Hilton Nordica.
Af fyrirlestrinum að dæma er verk-
efnið gífurlega viðamikið en fyrstu til-
raunarbílarnir eru væntanlegir til
landsins á næstu misserum.
Tilraunastöðin Ísland
„Verkefnið fór af stað á síðasta ári
og nú erum við að fara yfir ákveðin
smáatriði og athuganir í tengslum við
innleiðingu þjónustunets fyrir raf-
magnsbíla og dreifingu rafmagns,“
segir Fukue. Hann bætir við að Ís-
land sé hin fullkomna tilraunastöð
fyrir prófanir á rafmagnsbílum og
þjónustuneti fyrir bílana.
„Yfir 80% af orkunotkuninni hér á
landi samanstendur af hreinni og
endurnýjanlegri orku. Stóri kostur-
inn er auðvitað hversu ódýr orkan er
á Íslandi.“ segir Fukue. Hann segir
auk þess að Íslendingar myndi vinna
stóran sigur ef hægt yrði að knýja af-
ganginn, þ.e. bílaflotann og skipaút-
gerðina, með hreinni orku.
En hvenær megum við búast við að
sjá ávinning af verkefninu?
„Innan tveggja ára vonumst við til
að geta samið um einhvers konar
framkvæmdir á tilrauna-þjónustuneti
á höfuðborgarsvæðinu.“
Fyrstu bílanna er sem fyrr segir að
vænta öðruhvorumegin við næstu
áramót til Heklu sem hefur umboð
fyrir Mitsubishi á Íslandi og er
Fukue bjartsýnn á framhaldið.
„Ef prófanirnar ganga að óskum
þá munu fleiri bílar verða sendir til
landsins í lok næsta árs og þá í al-
menna sölu,“ útskýrir Fukue.
Þáttur stjórnvalda er mjög mik-
ilvægur í þessu verkefni en hvers
kyns ívilnanir af hálfu ríkisins til að
greiða veg rafmagnsbílsins á Íslandi,
t.d. með afnámi virðisaukaskatts á
slíka bíla, eru í rauninni lykilþáttur í
því að verkefnið gangi eftir. Og að er
ekki síst mikilvægt fyrir næstu skref í
átt að rafbílavæðingu á Íslandi.
Nýir rafbílar í árslok
Ichima Fukue, aðstoðarforstjóri Mitsubishi Heavy Industr-
ies, bindur miklar vonir við íslenskt samstarf með rafbíla
LAUSNIR í kerfisinnleiðingu sjálfbærrar orku í samgöngur voru á meðal
helstu viðfanga þriðju alþjóðlegu ráðstefnunnar Driving Sustainability sem
lauk í gær í Nordica Reykjavík. Í ár var sérstök áhersla lögð á norrænt sam-
starf og var fjallað um ýmsar aðferðir sem stjórnvöld og fyrirtæki annars
staðar á Norðurlöndunum hafa beitt á síðustu árum til að efla framþróun
sjálfbærra samganga annars vegar og hinsvegar til að hvetja almenning til
að skipta yfir í „grænni“ samgöngumáta. Var það almennt álit fyrirlesara að
oft hefði verði þörf en nú væri nauðsyn fyrir kerfisinnleiðingu sjálfbærra
orkugjafa á Íslandi, bæði í efnahagslegu og umhverfislegu tilliti. Spurningin
er ekki lengur hvort umskiptin munu eiga sér stað heldur hvenær.
Norræn samvinna í öndvegi
Morgunblaðið/Heiddi
Framsýnn Ichima Fukue, aðtoðarforstjóri hjá Mitsubishi Heavy Industries, segir að Íslendingar eigi góða mögu-
leika á að verða fyrsta þjóðin í heiminum til að neyta eingöngu hreinnar og endurnýjanlegrar orku.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjálfbærar lausnir Ráðstefnunni
Driving Sustainability lauk í gær.
Fyrstu rafbílarnir frá Mitsubishi
Motors, sem ætlaðir eru til próf-
unar hér á landi, eru væntanlegir
um áramótin. Gangi prófanir að
óskum má búast við bílunum í al-
menna sölu á Íslandi á næsta ári.
DRÖG að lagafrumvarpi um nýskip-
an á rannsókn samgönguslysa eru nú
til umsagnar hjá samgönguráðu-
neytinu. Frumvarpið felur í sér sam-
einingu laga um rannsókn sjóslysa,
laga um rannsókn flugslysa og laga
um rannsóknarnefnd umferðarslysa,
í heildstæða löggjöf um slysarann-
sóknir í samgöngum. Gert er ráð fyr-
ir að nefndirnar verði sameinaðar í
eina fimm manna rannsóknarnefnd.
Hin nýja nefnd, rannsóknarnefnd
samgönguslysa, mun heyra undir
ráðherra samgöngumála.
Markmið frumvarpsins er að auka
öryggi í samgöngum með því að efla
og bæta slysarannsóknir á Íslandi.
Einn megintilgangurinn með sam-
einingu nefndanna í eina nefnd er að
leitast við að ná fram hagræðingu og
efla um leið rannsókn samgöngu-
slysa og styrkja starfsmenn annars
mjög fámennra nefnda í einstökum
slysaflokkum svo þeir hafi stuðning
og styrk hver af öðrum við umfangs-
miklar rannsóknir.
Ekki beitt sem sönnunar-
gögnum í sakamálum
Þá er ráðgert að mögulegt verði að
fela nefndinni aukin verkefni er lúta
að skráningu og greiningu sam-
gönguslysa. Skýrslum nefndarinnar
um rannsókn einstakra slysa skal
ekki beitt sem sönnunargögnum í
sakamálum og skal ekki leitast við að
skipta sök eða ábyrgð.
Í júní 2007 kom samgönguráð-
herra á fót starfshópi með þátttöku
forstöðumanna rannsóknarnefnd-
anna til að vinna að þessu verkefni.
Andri Árnason hæstaréttarlögmað-
ur var ráðinn til að vinna með starfs-
hópnum og að semja drögin. Í upp-
hafi árs 2009 voru frumvarpsdrögin
endurskoðuð í samgönguráðuneyt-
inu.
Frumvarpið var sent til umsagnar
hagsmunaaðila seint í febrúar.
Komu fram fjölmargar athugasemd-
ir sem tekið var tillit til og frumvarp-
inu breytt í samræmi við þær, segir á
heimasíðu ráðuneytisins. Unnt er að
senda inn umsögn um drögin til og
með miðvikudagsins 23. september
næstkomandi á netfangið postur-
@sam.stjr.is. aij@mbl.is
Ein nefnd rann-
saki öll slys
í samgöngum
Fimm manna nefnd komi í stað þriggja
Í HNOTSKURN
»Víða var leitað fanga ogvar m.a. gerð greining á
fyrirkomulagi slíkra rann-
sókna í nokkrum löndum, t.d.
á Norðurlöndunum, Bretlandi,
Bandaríkjunum og Kanada.
»Við endurskoðun á drög-unum var bætt nokkrum
ákvæðum að teknu tilliti til
þjóðréttarlegra skuldbind-
inga.
ANNA Marta Guð-
mundsdóttir, bóndi á
Hesteyri við Mjóafjörð,
lést á sunnudag á
Fjórðungssjúkrahúsinu
í Neskaupstað, tæplega
áttræð að aldri. Anna
fæddist á Hesteyri, hún
bjó ein en varð lands-
þekkt fyrir að taka öðru
hverju að sér drykk-
fellda útigangsmenn.
Anna var mikill skör-
ungur og sagði eitt sinn
í sjónvarpsviðtali að
hún væri fegin að hafa
ekki gefið karlmanni færi á að stjórna
sér. Ævisaga hennar, Ég hef nú sjald-
an verið algild, kom út í fyrra og var
það Rannveig Þórhallsdóttir sem rit-
aði hana.
Jón Kalman Stefánsson rithöf-
undur segir í grein í Morgunblaðinu
1995 frá Önnu en hann
heimsótti þá Mjóafjörð
með Ragnari Axelssyni
ljósmyndara. Anna seg-
ist helst vilja bera bein-
in í kirkjugarði stað-
arins. „Mér þætti ósköp
viðfelldið að hvíla í
garðinum, loka graf-
reitnum með því að vera
síðasta manneskjan í
honum,“ sagði hún. „En
ef ég myndi deyja í öðr-
um landshluta, þætti
mér rangt að eyða pen-
ingum í að láta flytja
mig hingað, peningum sem gætu orð-
ið lifandi fólki að liði,“ sagði hún.
Anna var mikill dýravinur, hún ól
endur, gæsir og dúfur og geymdi
fuglafóðrið í aftursætinu á gömlum og
vélarlausum Skóda við bæinn, segir í
greininni. kjon@mbl.is
Andlát
Anna Marta Guðmunds-
dóttir á Hesteyri MAÐURINN sem klemmdist millidráttarvélar og veggjar í Gríms-
staðarétt á Mýrum upp úr hádegi í
gær rifbeinsbrotnaði og hlaut minni-
háttar innvortis áverka, að sögn
læknis á slysadeild Landspítalans.
Maðurinn var fluttur á Landspít-
alann eftir rannsókn á sjúkrahúsinu
á Akranesi.
Rifbeinsbrot og
innvortis áverkar
í slysi í réttum
FRÆÐSLUFUNDIR fyrir karl-
menn sem greinst hafa með krabba-
mein hefjast að nýju í dag, miðviku-
dag, á vegum Ljóssins, endur-
hæfingar- og stuðningsmiðstöðvar,
á Langholtsvegi 43. Haldnir verða
átta sérhæfðir fundir en líkt og síð-
ast stýrir Matti Ósvald heilsufræð-
ingur fundunum. Meðal fyrirlesara
eru Helgi Sigurðsson krabbameins-
sérfræðingur og Högni Óskarsson
geðlæknir.
Fræðsla fyrir karla
með krabbamein
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Dragtir
Svartar – bláar – gráar – brúnar
FRÁBÆR BUXNASNIÐ
NÝKOMIÐ – SVARTAR KVARTBUXUR OG GALLABUXUR
EINNIG KLASSÍSKAR SVARTAR OG BRÚNAR,
SPARI- OG VINNUBUXUR
MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR