Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Fjölmiðlum barst í fyrradag tölvu-póstur frá Silju Báru Ómars- dóttur, stjórnmálafræðingi, með yf- irskriftinni „fréttatilkynning frá nefnd um erlendar fjárfestingar“. Silja var ásamt fjórum öðrum kjör- in í nefndina af Alþingi 11. ágúst síðastliðinn.     Í fréttatilkynn-ingunni stóð m.a.: „Nefndin hefur fengið spurningar um það hvort Magma Energy Sweden AB, sem virðist uppfylla skilyrði laganna að forminu til, uppfylli efnisleg skil- yrði laganna. Nefndin mun fjalla um það á næsta fundi sínum. Nefnd- in telur að skoða þurfi aðkomu er- lendra aðila að fjárfestingum hér- lendis í nýju ljósi vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í íslensku samfélagi.“     Nú skyldi ætla af þessum texta aðnefndin hefði komið saman og sammælzt um þetta álit. Annað kemur þó í ljós.     Viðskiptaráðherra ber að skipaformann og varaformann úr hópi nefndarmanna, skv. 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.     Viðskiptaráðherrann skipaði hinsvegar engan formann fyrr en í gær og þá vandast málið, því að samkvæmt sömu lagagrein er for- maðurinn sá eini, sem getur kallað nefndina saman til funda.     Tilkynningin, sem var fréttaefnimargra fjölmiðla, var með öðr- um orðum send frá formannslausri nefnd, sem hafði aldrei hitzt.     Dregur það hugsanlega úr vægitextans? Hvað segir stjórn- málafræðingurinn? Silja Bára Ómarsdóttir Nefndin sem aldrei hefur fundað Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 léttskýjað Lúxemborg 16 skýjað Algarve 24 léttskýjað Bolungarvík 6 rigning Brussel 18 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 13 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað London 16 skúrir Róm 26 léttskýjað Nuuk 4 léttskýjað París 17 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Amsterdam 17 skýjað Winnipeg 22 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 18 skýjað Montreal 17 alskýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 20 skýjað New York 23 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Vín 22 skýjað Chicago 27 skýjað Helsinki 16 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.22 3,4 10.30 0,7 16.40 3,9 23.03 0,5 6:55 19:51 ÍSAFJÖRÐUR 0.28 0,4 6.32 1,9 12.35 0,4 18.37 2,3 6:57 19:59 SIGLUFJÖRÐUR 2.24 0,3 8.47 1,3 14.33 0,4 20.48 1,4 6:40 19:42 DJÚPIVOGUR 1.25 1,8 7.30 0,5 13.57 2,1 20.11 0,6 6:24 19:21 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Suðvestan 8-13 m/s, rigning og síðar skúrir, en léttir til aust- anlands um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag og laugardag Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri um landið norð- austanvert. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast A-lands. Á sunnudag og mánudag Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í sunnan 8-13 m/s með rigningu og súld, fyrst suðvest- antil en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Kólnar heldur í veðri. MEÐALGRUNNLAUN SFR- félaga í febrúar 2009 voru 266 þúsund og meðalheildarlaunin 320 þúsund krónur. Grunnlaun félagsmanna hækkuðu að meðaltali um 6% frá fyrra ári og heildarlaunin um 5%. Lægstu laun hækkuðu hlutfallslega mest en launahæstu SFR-félagar lækkuðu að meðaltali um 2% frá fyrra ári. Töluvert dregur úr kyn- bundnum launamun en hann mælist nú 11,8% borið saman við 17,2% í fyrra. Þetta kemur fram í launakönnun SFR stéttarfélags, en þetta er þriðja árið í röð sem félagið birtir slíka könnun. Niðurstöðurnar í ár bera þess merki að það er annað ástand í þjóðfélaginu nú en fyrir ári. Könnun SFR gefur m.a. vísbendingar um það hvernig laun eru að breytast í krepp- unni. Athygli vekur að lægstu launin hækka meira á milli ára í prósentum talið en hærri launin. Þetta skýrist m.a. af því að samningsbundin launa- hækkun á síðasta ári var í formi fastr- ar krónutöluhækkunar sem kom hlutfallslega betur út fyrir lægri laun. Könnun SFR sýnir að það dregur úr launamun kynjanna frá fyrra ári. Kynbundinn launamunur mælist nú 11,8%, þegar tillit hefur verið tekið til aldurs, starfsaldurs, vinnutíma, vaktaálags, starfsstéttar og mennt- unar. Í fyrra var kynbundni launa- munurinn 17,2%. Lægstu laun hækkuð meira en hærri laun  Dregur úr kynbundnum launamun  Mælist núna 11,8%, en var 17,2% Morgunblaðið/Árni Sæberg Könnun Minni launamunur kynja. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Ragnheiður Skúla- dóttir er listamaður Reykjanesbæjar 2009-2013. Heiðursnafnbótin er veitt á fjögurra ára fresti og tekur Ragn- heiður við af Rúnari heitnum Júl- íussyni en hann var listamaður Reykjanesbæjar þegar hann lést. Sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auð- velda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Gripurinn er afsteypa af verki Erlings Jóns- sonar „Hvorki fugl né fiskur“. Jafn- framt er nafn listamannsins skráð á stall listaverksins, sem stendur í skrúðgarðinum við Tjarnargötu. Ragnheiður tók á móti heiðurs- nafnbótinni úr hendi Böðvars Jóns- sonar, formanns bæjarráðs, á hátíð- artónleikum nýverið. Þar kom fram tónlistarfólk af Suðurnesjum og flutti hverja söngperluna á fætur annarri. „Ragnheiður hefur verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi Keflavíkur og Njarðvíkur, síðar Reykjanes- bæjar, í um 50 ár, bæði sem píanó- leikari og tónlistarkennari. Hún er sérlega næm á listræna túlkun tón- listar og hefur leiðbeint mörgum nemendum, sem og fullburða lista- mönnum, á því sviði, í hlutverki und- irleikarans,“ segir í áliti bæjarráðs. Morgunblaðið/Svanhildur Eirík „Hún er sérlega næm á listræna túlkun“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.