Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
MATTHÍAS
Halldórsson
landlæknir mun
ásamt föruneyti
frá Landlækn-
isembættinu,
funda með for-
svarsmönnum
Landspítala á
morgun. Á fund-
inum verður far-
ið yfir þær
sparnaðaraðgerðir sem ráðast þarf
í á spítalanum vegna niðurskurðar í
heilbrigðiskerfinu.
Embættið mun einnig gera úttekt
á þjónustu spítalans og fylgja eftir
sparnaðartillögum hans með auknu
eftirliti. andri@mbl.is
Funda um niður-
skurð á Landspítala
Matthías
Halldórsson
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„ÁHRIF kreppunnar hér á landi
eiga eftir að koma betur í ljós á
næstu árum. Kreppan í Finnlandi
kom niður á öllum á endanum og
mikilvægt er fyrir kirkjuna, stjórn-
völd og alla aðra hagsmunaaðila að
grípa inn í sem fyrst. Mestu skiptir
að koma strax til móts við skuldug
heimili og þá sem verst standa, áður
en vandamálin fara að hrannast
upp,“ segir Heikki Hiilamo, finnskur
prestur og doktor í þjóðfélags-
fræðum og heimspeki, sem kom
hingað til lands í vikunni til að taka
þátt í fundi fulltrúa frá norrænum
kirkjum um kreppuna og viðbrögð
við henni.
Hiilamo hefur rannsakað viðbrögð
við kreppunni í Finnlandi á níunda
og tíunda áratug síðustu aldar út frá
ýmsum hliðum, m.a. viðbrögð kirkj-
unnar. Margvíslegu hjálparstarfi
var komið á laggirnar á vegum
finnsku kirkjunnar á þessum tíma,
eins og með matarúthlutun, súpueld-
húsum og fjárhagslegum stuðningi
við fólk sem var með miklar skuldir.
Þá stóðu safnaðarheimilin opin fólki
og sums staðar urðu þau að fé-
lagsmiðstöðvum fyrir atvinnulausa.
Atvinnuleysi fór í 22%
Hiilmao bendir á að fyrir krepp-
una í Finnlandi hafi atvinnuleysi um
nokkurn tíma ekki verið mikið, eða í
kringum 3%. Á skömmum tíma fór
það upp í 22% og fjöldi finnskra
heimila lifði við fátæktarmörk.
„Þetta varð mjög djúp kreppa og
mér sýnist vera uppi mjög svipaðar
aðstæður hér á landi og voru hjá
okkur. Þegar kreppan skall á hjá
okkur voru finnsk heimili mjög
skuldsett og íbúðirnar veðsettar upp
í topp. Síðan
hrundi fast-
eignaverðið og
margar fasteignir
fóru á uppboð.
Fjöldi fólks missti
allt sitt og þetta
var nokkuð sem
enginn bjóst við
að gæti gerst í
Finnlandi,“ segir
Hiilamo, sem telur mikilvægast að
taka á vanda þeirra sem skulda
mest. Sá vandi geti fylgt fólki í mörg
ár sé ekkert að gert.
Fátæktin viðvarandi
Kreppan í Finnlandi hafði þau nei-
kvæðu áhrif til langs tíma að fátækt
hefur verið viðvarandi vandi meðal
stórs hóps. Atvinnuleysi og félagsleg
aðstoð er þannig umfangsmeiri í dag
en fyrir kreppuna. Að sögn Hiilamo
er finnska kirkjan enn að úthluta
mat og veita fólki fjárhagslega að-
stoð.
Hann segir íslensku þjóðkirkjuna
og aðrar hjálparstofnanir margt
geta lært af viðbrögðum finnsku
kirkjunnar. Hún hafi fyrir kreppuna
í Finnlandi ekki þurft að glíma við
sambærileg verkefni; ekki staðið að
matarúthlutun eða veitt fjárhags-
lega aðstoð nema að takmörkuðu
leyti, og þá helst til aldraðra. Kirkj-
an hafi orðið að gjörbreyta starfs-
háttum sínum á skömmum tíma og
veita fleirum hjálp. Einnig kom hún
á ráðgjöf til handa skuldsettum
heimilum og síðar tóku sveitar-
félögin upp sama fyrirkomulag.
Að sögn Hiilamo breyttu finnsk
stjórnvöld löggjöfinni þar í landi, þar
sem hluti skulda fólks var lækkaður
eða afskrifaður, og greiðslubyrðin
aðlöguð getu hvers og eins. Íslensk
stjórnvöld verði að gera slíkt hið
sama til að koma fólki úr mestu
skuldasúpunni. Kirkjan hafi einnig
mikilvægu hlutverki að gegna og
systurstofnanir á Norðurlöndum
geti veitt þar margs konar aðstoð.
Mestu áhrif kreppunnar eru eftir
Finnskur prestur ráðleggur Íslendingum að grípa strax í taumana hjá skuldsettustu heimilunum
Segir aðstæður á Íslandi í dag að mörgu leyti svipaðar og í kreppunni í Finnlandi kringum 1990
Heikki Hiilamo
Heikki Hiilamo
segir það hafa
tekið finnsku
þjóðina þrjú til
fjögur ár að
komast út úr
verstu krepp-
unni, þó að áhrifa hennar gæti
enn sums staðar í dag.
„Segja má að við höfum haft
heppnina með okkur að nokkru
leyti,“ segir hann og vísar til
farsímabyltingarinnar á síðasta
áratug. Nánast einn og sér hafi
símarisinn Nokia reist finnskan
efnahag við með framleiðslu
sinni, þar sem fjöldi nýrra starfa
skapaðist.
„Vonandi upplifið þið svipað
kraftaverk og Nokia-undrið var
fyrir okkur,“ segir Heikki.
Þarf Nokia-undur?
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HJÖRDÍS Guðmundsdóttir segir að
fyrir um tveimur árum hafi móðir
sín 66 ára greinst með Alzheimer.
Sjúkdómurinn hafi ágerst mjög
hratt og síðastliðið vor hafi ástand
hennar verið orðið þannig, að mati
barna hennar, að hún gæti ekki búið
ein. Þá hafi verið sótt um vistunar-
mat fyrir hana vegna dvalar á sam-
býli. „Við fengum neitun þar sem
hún hafði ekki nýtt öll úrræði sem
voru í boði á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Hjördís.
Móðir hennar hafi til dæmis ekki
nýtt sér opinbera aðstoð eins og að-
stoð við að fara í bað heldur hafi hún
baðað sig sjálf. Hins vegar hafi hún
nýtt sér heimaþjónustu og dag-
þjálfun. „Sjúklingnum er refsað fyr-
ir að reyna að bjarga sér sjálfur eða
nýta sér aðstoð ættingja í stað úr-
ræða sem kerfið býður upp á,“ segir
Hjördís.
Bjargvættur í Stykkishólmi
Börnin fengu inni fyrir móður sína
í svokallaðri hvíldarinnlögn á St.
Franciskus-spítalanum í Stykk-
ishólmi, en slík aðstoð fékkst ekki á
höfuðborgarsvæðinu vegna pláss-
leysis. Til stóð að hún yrði á spít-
alanum í þrjár vikur en Hjördís seg-
ir að þar sem læknir spítalans hafi
snemma áttað sig á því að móðir
hennar gæti ekki búið ein hafi hann
ákveðið að framlengja dvöl hennar
um viku í senn, allt þar til að einhver
niðurstaða væri komin í hennar mál.
Þá hafi næsta skref í stöðunni ver-
ið að sækja um hið svokallaða vist-
unarmat og hafi umsókn verið send
inn um mitt sumar. Neikvætt svar
hafi borist frá vistunarmatsnefnd
höfuðborgarsvæðisins skömmu
seinna og því hafi móðir hennar
þurft að dvelja áfram á spítalanum á
meðan annarra úrræða hafi verið
leitað, en dvölin í Hólminum hafi
staðið í þrjá mánuði í stað þriggja
vikna. „Það er bara einstakri góðvild
læknisins og hjúkrunarforstjórans
að þakka að hún fékk nauðsynlega
umönnun í sumar og starfsfólk spít-
alans reyndist henni og okkur sér-
staklega vel,“ segir Hjördís.
Börnin mótmæltu mati vist-
unarmatsnefndarinnar til nefnd-
arinnar, sem hélt fast við sinn keip,
og næsta skref var að kæra það til
Landlæknisembættisins, eins og
þeim var ráðlagt. Ítrekað var að
móðir þeirra gæti ekki búið ein en í
svarinu var sagt að bíða þyrfti leng-
ur og sjá til þar sem hún hefði ekki
nýtt öll úrræðin.
Síðsumars komst móðir Hjördísar
inn á Foldabæ, sambýli fyrir átta
Alzheimers-sjúklinga. „Þetta er eini
staðurinn á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ekki þarf vistunarmat, stórkost-
legur staður og þar er unnið frábært
starf,“ segir hún. Hjördís bætir við
að allir séu settir undir sama hatt við
framkvæmd vistunarmatsins og það
gangi ekki.
„Það er augljóst að sextug mann-
eskja með heilabilun en fulla lík-
amlega virkni hefur ekki sömu þarf-
ir og getur ekki uppfyllt sömu
skilyrði vistunarmats og níræður
einstaklingur sem hefur óskerta
andlega getu en er orðinn lélegur á
skrokkinn. Vistunarmatsfyr-
irkomulagið virðist ekki gera ráð
fyrir fólki sem glímir við Alzheim-
er.“
Morgunblaðið/RAX
Galið kerfi Hjördís Guðmundsdóttir segir að móðir sín hafi alls staðar fengið góða aðhlynningu og börnin verið
ánægð með hana en kerfið gangi ekki upp því ekki gangi að meta alzheimerssjúklinga á sama hátt og aldraða.
Vistunarmatið ekki fyrir
Alzheimers-sjúklinga
Hjördís Guðmundsdóttir segir að
ekki gangi að meta Alzheimers-
sjúklinga á sama hátt og aldraða
og sjúklingarnir og aðstandendur
þeirra rekist víða á fyrirstöður í
kerfinu.
Gengur ekki upp að meta Alzheimers-sjúklinga á sama hátt og aldrað fólk
„Samdrátturinn í heilbrigðiskerfinu
mæðir mest á fólki með heilabilun
sem getur ekki bjargað sér og
staða þess fer versnandi,“ segir
María Th. Jónsdóttir, formaður Fé-
lags áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra
skyldra sjúkdóma.
Félagið er með dagþjálfun á
þremur stöðum, í Drafnarhúsi í
Hafnarfirði og í Fríðuhúsi og Mar-
íuhúsi í Reykjavík, þar sem boðið er
upp á andlega og líkamlega þjálfun
fyrir Alzheimers-sjúklinga alla virka
daga. Biðlistar eru langir og María
segir að sjúklingum fjölgi stöðugt
og ekki sé staðið við loforð um
fjölgun hjúkrunarrýma. Verði ekkert
að gert sé hreinlega verið að búa til
hóp niðursetninga eins og áður hafi
þekkst.
María bendir á að aðstandendur
geti ekki séð um umönnunina nema
í algerum undantekningartilvikum
og ekki sé hægt að ætlast til þess.
„Það er líka ljótt að ætlast til þess
að aldraður einstaklingur annist
sjúkling með heilabilun,“ segir hún.
Mæðir mest á fólki með heilabilun
SAMBAND lífeyrisþega ríkis og
bæja, SLRB, lýsir áhyggjum sínum
yfir fyrirhuguðum niðurskurði í heil-
brigðis- og velferðarkerfinu. Ekki sé
einungis um að ræða hvort skera
skuli niður, heldur hvar innan vel-
ferðarkerfisins skorið verði niður og
hvernig staðið er að slíkum nið-
urskurði. Einnig hvort nægilega
góðar upplýsingar séu til staðar í
kerfinu, hvort einhverskonar skipu-
lagt áhættumat og/eða spár liggi
fyrir um langtíma áhrif nið-
urskurðar og samdráttar af því tagi
sem stefnt er að. Þetta kemur fram í
ályktun frá sambandinu.
Skorar SLRB á heilbrigð-
isráðherra að beita sér fyrir því að
slíkt áhættumat fari fram áður en
tekin verður ákvörðun um stór-
felldan niðurskurð innan velferð-
arkerfisins, með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Þá fer sambandið fram
á í ályktun að stjórnvöld beiti sér
fyrir því að þingsályktunartillaga
um að koma á fót embætti umboðs-
manns aldraða, verði samþykkt svo
fljótt sem auðið er.
Áhættumat
á undan
niðurskurði