Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Hraði,
2 Mb/sek*.
Gagnamagn,
10 GB.
Verð 4.190 kr.
Það er800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
38
91
6
Leið 1:
INTERNET SÍMANS
Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging
Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu,
Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess
fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum.
* Hraði allt að 2 Mb/sek.
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Þrátt fyrir að nafn Ástu
Birnu Magnúsdóttir sé orðið vel
þekkt í golfíþróttinni hér á landi eru
kannski færri sem vita að stúlkan er
frá Djúpavogi og tók sínar fyrstu
sveiflur þar við æfingar og keppni
ung að árum með dyggum stuðningi
frænda síns, Jóns Rúnars Björns-
sonar, en segja má að hann hafi öðr-
um fremur átt heiðurinn af þeirri
uppbygginu sem varð í golfíþróttinni
á Djúpavogi á sínum tíma.
Ásta Birna, sem hefur æft á síðustu
árum með Golfklúbbnum Keili, hefur
stimplað sig inn sem ein af þeim bestu
hér á landi og það hefur hún sann-
arlega undirstrikað með góðum ár-
angri á síðustu tveimur árum.
Á árinu 2008 náði Ásta Birna frá-
bærum árangri en þá varð hún í 2.
sæti í stigamótaröðinni og vann þar af
eitt stigamótið, þá varð hún Íslands-
meistari í holukeppni sama ár og þar
að auki varð hún Íslandsmeistari í
sveitakeppninni með Golfklúbbnum
Keili. Þá tók Ásta Birna sömuleiðis
þátt með Keili í Evrópumóti fé-
lagsliða í fyrra og þar urðu þær í 8.
sæti af 15 liðum.
Í ár var árangurinn sömuleiðis frá-
bær en þá varð Ásta Birna í þriðja
sæti í stigamótaröðinni og í öðru sæti
í holukeppninni og vann síðan annað
árið í röð sveitakeppnina með Keili.
Þann 20. sept. næstkomandi tekur
Ásta Birna svo þátt í Evrópumóti fé-
lagsliða annað árið í röð.
Æfir í Þýskalandi
Þegar Ásta Birna var á ferð á
heimaslóðum sínum á Djúpavogi fyr-
ir skemmstu þótti forsvarsmönnum
sveitarfélagsins Djúpavogshrepps
tilhlýðilegt að veita Ástu Birnu sér-
staka viðurkenningu frá íbúum sveit-
arfélagsins fyrir árangurinn, auk
þess sem Ásta Birna er góð hvatning
fyrir ungt íþróttafólk á Djúpavogi
sem er að stíga sín fyrstu spor á vell-
inum. Ásta er góð fyrirmynd innan
sem utan vallar og ber mikla virðingu
fyrir leikreglum golfíþróttarinnar.
Ásta Birna sem er mikil keppnis-
manneskja og stefnir hátt. Hún er á
förum til Lippstadt í Þýskalandi þar
sem hún mun dvelja næstu þrjú árin
við æfingar og keppni ásamt því að
stunda nám í sjúkraþjálfun.
Hvað framtíðarmarkmiðin varðar
segist Ásta Birna stefna á úrtökumót
í desember á næsta ári fyrir Evr-
ópsku mótaröðina. Það verður því
gaman að fylgjast með Ástu Birnu
Magnúsdóttir á næstu árum með þau
metnaðarfullu markmið sem hún hef-
ur sett sér í golfíþróttinni.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Golfari Ásta Birna hefur náð miklum árangri í golfíþróttinni. Hún heimsótti
heimahagana á Djúpavogi á dögunum, en hún æfir golf í Þýskalandi.
Ásta Birna heiðruð
á heimavelli
„STEFNAN er að veita eins mörg-
um erlendum fjölmiðlum viðtöl og
þess óska og hægt er. Það er mik-
ilvægt að tala við þá sem sýna því
áhuga, til að koma því á framfæri
sem verið er að gera hérna til þess að
takast á við afleiðingar kreppunnar,“
segir Urður Gunnarsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
Haft var eftir Hughes Beaudouin,
fréttaritara TF1, stærstu sjónvarps-
stöðvar Frakklands, í Morgun-
blaðinu í gær að hann hefði í tvígang
óskað eftir viðtali við Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra en án
árangurs Urður segir gagnrýnina
aðeins segja hálfa söguna.
Áðurnefndur Beaudouin hafi kom-
ið í maílok og þá tekið viðtal við Öss-
ur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra og svo aftur í lok ágúst. Síðara
viðtalið hafi verið um 15 mínútur og
sýnt í þættinum Gestur vikunnar,
sem svo má þýða á íslensku. Með líku
lagi hafi fréttamenn France24 ný-
lega tekið um 13 mínútna viðtal við
Össur sem hafi verið sýnt í síðustu
viku, auk innslags í fréttaskýringa-
þátt um síðustu helgi.
Urður segir þá Gylfa Magnússon
viðskiptaráðherra og Steingrím J.
Sigfússon fjármálaráðherra einnig
hafa farið í fjölda viðtala við erlent
fjölmiðlafólk, enda sé stefnan sem
fyrr segir að anna því sem hægt er.
Yfir 20 viðtöl
Hjá Elíasi Guðjónssyni, upplýs-
ingafulltrúa fjármálaráðuneytisins,
fengust þær upplýsingar að Stein-
grímur hefði sennilega farið í á milli
20 og 30 viðtöl við erlenda fjölmiðla á
síðustu tveim mánuðum, m.a. frá
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Bretlandi, Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Ástralíu og Hollandi.
baldura@mbl.is
Fóru ekki tóm-
hentir heim
Steingrímur
J. Sigfússon
Össur
Skarphéðinsson