Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 14

Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 14
14 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði í gær um 0,2%, og var lokagildi hennar 796 stig. Mest lækkun varð á hlutabréfum Bakkavarar, 6,3%. Mest viðskipti voru með hlutabréf Öss- urar, eða fyrir um 32 milljónir króna, og hækkaði gengi þeirra um 0,4%. Engin viðskipti voru á milli- bankamarkaði með krónur í gær. gretar@mbl.is Lækkun í Kauphöllinni ● NORSKI eftir- launasjóðurinn, sem sér um að ávaxta hagnað Norðmanna af ol- íuvinnslu og geng- ur jafnan undir heitinu olíu- sjóðurinn, er stærri en nokkru sinni fyrr. Í sjóðnum eru nú 2.522 milljarðar norskra króna, eða um 53.000 millj- arðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að eignir íslensku lífeyrissjóð- anna nema um 1.800 milljörðum ís- lenskra króna. Olíusjóðurinn jókst um 56 milljarða norskra króna í ágúst, en hefur aukist um 600 milljarða króna frá því staðan á hlutabréfamörkuðum var erfiðust í mars. gretar@mbl.is Olíusjóðurinn stærri en nokkru sinni fyrr ● BOTNI hefur ekki verið náð á dönskum íbúðamarkaði. Verðið mun halda áfram að lækka á þessu ári og því næsta að mati sérfræðinga í svo- nefndu efnahagsráði, Det Økon- omiske Råd. Á síðasta ári spáðu sérfræðingar efnahagsráðsins að húsnæðisverð í Danmörku myndi að jafnaði lækka um 22% á tímabilinu frá 2008 til 2011. Verðið hefur nú þegar lækkað um 15%, samkvæmt frétt danska við- skiptablaðsins Børsen. Hefur blaðið eftir einum nefndarmanni efnahags- ráðsins að verðið eigi væntanlega eftir að falla um 7% til viðbótar. Það muni því halda áfram að lækka á þessu ári og einnig á því næsta. Í danska efnahagsráðinu eiga sæti fulltrúar stjórnvalda, seðlabankans og atvinnulífsins í Danmörku. Ráðið kem- ur saman tvisvar á ári til að meta að- stæður í efnahagslífinu. gretar@mbl.is Áfram lækkun á dönsk- um íbúðamarkaði unblaðið benda þeir á að þessi gjörningur geti verið í andstöðu við lög um hlutafélög. Í 104. grein laga um hlutafélög segir: „Hlutafélagi er hvorki heim- ilt að veita hluthöfum, stjórnar- mönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá.“ Í ann- arri málsgrein segir: „Hlutafélag má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móð- urfélagi þess hvort heldur móður- félagið er hlutafélag eða einka- hlutafélag.“ Milestone ltd. virðist ekki bara hafa fengið peninga frá Milestone til að greiða Ingunni 2,5 milljarða. Í úttektinni kemur fram að sam- kvæmt lánardrottnareikningi skuldi Milestone ltd. til Milestone 6,1 milljarð króna 22. júní 2009. Karl Wernersson kaus að svara ekki spurningum um þetta mál. Greiddu systur sinni með fé frá Milestone Kröfuhafar efast um lögmæti ráðstöfunar á peningum Milestone til tengdra aðila Wernerssystkinin Karl og Steingrímur Wernerssynir keyptu Ingunni syst- ur sína út úr Milestone. Tilkynnt var um brotthvarf hennar 26. apríl 2007. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is KARL og Steingrímur Werners- synir greiddu systur sinni 2,5 millj- arða króna árið 2007 með pening- um frá Milestone samkvæmt úttekt Ernst & Young á félaginu. Um var að ræða lokagreiðslu til Ingunnar Wernersdóttur eftir að hún seldi bræðrunum hlut sinn í Milestone samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Jóhannes A. Sævarsson, hæsta- réttarlögmaður og umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum Milestone, fékk endurskoðunarfyr- irtækið Ernst & Young til að gera úttekt á samningum og viðskiptum Milestone 22. júní 2007 til 22. júní 2009. Áttu kröfuhafar meðal annars að meta hvort einhverjar ráðstaf- anir félagsins væru hugsanlega riftanlegar. Í úttektinni er bent á að Mile- stone greiddi Ingunni Werners- dóttur þessa 2,5 milljarða króna ár- ið 2007. Þessi upphæð var færð sem skuld Milestone ltd. við Milestone. Milestone ltd. er félag í eigu Karls og Steingríms. Samkvæmt þessu fengu bræðurnir peninga frá Mile- stone til að greiða fyrir hlut systur sinnar í félaginu. Vakti athygli kröfuhafa Þetta er meðal þess sem hefur vakið athygli kröfuhafa Milestone, sem höfnuðu nauðasamningi félags- ins í fyrradag. Í samtali við Morg- Í HNOTSKURN »Félag Karls og SteingrímsWernerssona, Milestone ltd., skuldaði Milestone 6,1 milljarð króna 22. júní sl. »Endurskoðandi ársreikn-ings 2007 var Sigurþór Ch. Guðmundsson, einn eigandi KPMG. »Milestone verður tekið tilgjaldþrotaskipta. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ANNA Kristín Traustadóttir, löggiltur endurskoð- andi og Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður, skiptastjórar þrotabús Baugs, kynntu í gær þá ákvörðun fyrir kröfuhöfum að ákveðið hefði verið að rifta sölunni á Högum til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. Hagar, sem eru móðurfélag yfir Bónus, Hag- kaupum, 10-11, Útilífi o.fl verslunum, voru seldir til 1998 ehf., sem er dótturfélag Gaums, í júlí á síðasta ári fyrir þrjátíu milljarða króna með láni frá Kaup- þingi. Um var að ræða viðskipti tengdra aðila, en kaupandi og seljandi var í grunninn sami aðili. Kaupverðið var síðan notað til þess að greiða til- teknar skuldir Baugs Group við Kaupþing og Glitni, en skiptastjórarnir telja að sú ráðstöfun hafi falið í sér mismunun því hún hafi ívilnað þessum tveimur kröfuhöfum Baugs á kostnað annarra. Þýðir ekki að þrotabúið eignist Haga Jón Ásgeir Jóhannesson, eigandi 1998 ehf., hafn- ar alfarið ákvörðun skiptastjóranna. „Þegar Hagar eru seldir er Kaupþing með fyrsta veðrétt í eign- inni. Þeir halda sínum rétti þegar þetta færist yfir til 1998 ehf. Skiptastjórinn getur ekki breytt því. Það sem ruglar fólk í ríminu er að þetta er kallað fjárhagsleg riftun. Þetta þýðir ekki að þrotabúið sé að eignast Haga,“ segir hann jafnframt. „Ef við komumst ekki að samkomulagi okkar á milli um leiðréttingu kaupverðs verður þetta dómsmál,“ ar sem í hlut eiga lögðu fram greinargerðir í gær þar sem frávísun var mótmælt. Að sögn Erlends tefur óvissa um verðmæti undirliggjandi veða fyrir búskiptunum. Stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar Óhætt er að fullyrða að gjaldþrot Baugs sé eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, en kröfur í þrotabúið nema rúmlega 319 milljörðum króna. Að sögn fulltrúa kröfuhafa sem rætt var við má búast við að búskiptin taki nokkur ár. Almennt voru menn vongóðir um að eitthvað myndi skila sér upp í almennar kröfur, en allflest fjármálafyrirtæki og lánastofnanir á Íslandi, lífs og liðin, eiga hagsmuna að gæta. segir hann. Að sögn Jóns Ásgeirs vill þrotabúið fá í kringum fimm milljarða króna svo salan til 1998 ehf. haldi. Jón Ásgeir hafnar því en hann telur að kaupverðið á Högum hafi verið eðlilegt. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaup- þings, segir að það verði verkefni lögfræðinga að greiða úr því sem snúi að bankanum ef af riftun verði, en Nýja Kaupþing er með veð í 1998 ehf. og þar með 95,7 prósent hlut í Högum. Að sögn Erlends Gíslasonar var fundur með kröfuhöfum í gær „tíðindalítill“ að mestu leyti. Skiptastjórarnir vísuðu frá kröfum stærstu kröfu- hafanna, sem eru skilanefndir föllnu bankanna, með fyrirvörum þar sem kröfulýsingu var ýmist ábótavant eða frekari gögn vantaði. Þeir kröfuhaf- Skiptastjórar rifta sölu Haga  Telja að kröfuhöfum hafi verið mismunað með sölunni  Jón Ásgeir segir að dómsmál sé í uppsiglingu ef ekki næst sátt um leiðréttingu kaupverðs Morgunblaðið/RAX Kröfuhafafundur Skiptastjórar þrotabús Baugs Group funduðu með kröfuhöfum í húsakynnum Logos. 234% 234% ## #   234% %!4 %!! #$   5&%6& 7 8 % $# %#  ! 9:/; 5,4 !% !%  !  234% 234%! " $#  " ● FJÁRFESTAR í Bandaríkjunum fyllt- ust mikilli bjartsýni þegar birtar voru í gær upplýsingar sem sýndu að sala á neysluvörum hefði aukist um 2,7% í ágúst í samanburði við mánuðinn á undan. Þetta var mun meiri aukning en sérfræðingar höfðu spáð. Til saman- burðar þá dróst sala á neysluvörum saman um 0,2% í júlímánuði í sam- anburði við júní. Aðgerðir ríkisstjórnar Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, um sér- stakar greiðslur til þeirra sem keyptu nýja bíla í stað eldri og eyðslufrekari bíla, vógu þungt, að því er fram kemur í frétt Bloomberg-fréttastofunnar. Aukningin í neysluútgjöldunum í ágúst er sú mesta sem mælst hefur á milli mánaða í Bandaríkjunum í þrjú ár. gretar@mbl.is Neysla í Bandaríkjunum jókst meira en spáð var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.