Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Það er800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
38
91
8
INTERNET SÍMANS
Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging
Leið 3:
Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu,
Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess
fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum.
Hraði,
16 Mb/sek*.
Gagnamagn,
120 GB.
Verð 7.190 kr.
* Hraði allt að 16 Mb/sek.
ingsgeta til heimila ræðst af getu
endabúnaðar en Gagnaveitan er í dag
að setja upp endabúnað með flutn-
ingsgetu sem er 100 Mb á sek.
Birgir Rafn Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir
að fyrirtækið sé ekki að stilla sér upp í
samkeppni við fjarskiptafyrirtækin,
það sé aðallega í heildsölu. „Við erum
að bjóða þjónustu yfir ljósleiðara, sem
er ekki í boði hjá einkaaðilum. Við
höfum fengið gríðarlega góðar viðtök-
ur og viðskiptavinum okkar hefur
fjölgað um hundrað prósent á þessu
ári,“ segir Birgir. Hann segir að ljós-
leiðarinn hafi þjónustað hundruð fyr-
irtækja árum saman. „Eftirspurn eft-
ir þessari flutningsleið er klárlega
fyrir hendi.“ Birgir vísar til þess að
hagnaður af almennum rekstri
Gagnaveitunnar sé góður. Taprekst-
ur í fyrra hafi verið vegna gengisá-
hrifa.
Á liðnum árum hefur verið fundin
upp tækni sem eykur notkunar- og
flutningsmöguleika koparsins
(POTS). Því er hægt að ná miklum
hraða á grundvelli þessarar gömlu
tækni án þess að fara út í mjög kostn-
aðarsamar framkvæmdir.
Erfitt er að sjá að markaður sé fyr-
ir sölu á Gagnaveitunni í dag þannig
að viðunandi verð fáist. „Það stendur
ekki til að selja Gagnaveituna eins og
staðan er núna,“ segir Guðlaugur
Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður
OR. Hann vildi ekki tjá sig um Gagna-
veituna að öðru leyti.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„MITT álit á þessu er ein-
faldlega að þarna hefur al-
mannafé um árabil verið
sóað í uppbyggingu á neti
sem byggt hefur verið
upp með mjög óhag-
kvæmum hætti,“ segir
Sævar Freyr Þráinsson,
forstjóri Símans, um
Gagnaveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið,
sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) og þar með reykvískra skatt-
greiðenda, tapaði þremur milljörðum
króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur
fengið 4,7 milljarða króna í formi eig-
in fjár á sl. tveimur árum frá OR og
skuldar OR í dag 6,2 milljarða króna.
Gagnaveitan er í grunninn sama
fyrirtæki og Lína.net, en uppbygging
þess félags olli á sínum tíma miklum
deilum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hlutverk Gagnaveitunnar er að bjóða
heimilum og fyrirtækjum aðgang að
gagnaflutningskerfi. Í dag veitir fyr-
irtækið t.d. Vodafone, Tali og Hring-
iðunni aðgang að ljósleiðara. Fyrir-
tækin selja síðan aðgang til sinna
viðskiptavina.
Óþörf uppbygging
Að sögn Sævars býður Gagnaveit-
an ekki neina þjónustu í dag sem
einkaaðilar bjóða ekki. „Þarna er í
raun óþörf uppbygging á kostnað
borgaranna,“ segir hann. Að sögn
Sævars eru líklega tólf milljarðar
króna farnir í uppbyggingu á Gagna-
veitunni, en fyrirtækið hefur náð að
tengja rúmlega 26 þúsund heimili.
Sævar segir að fyrir 500 milljónir
króna geti Síminn tengt fjörutíu þús-
und heimili með allt að 100 Mb hraða
á sekúndu.
Ljósleiðaraþráður Gagnaveitunnar
getur flutt allt að 10 Gb á sekúndu, en
ýmsir mismunandi staðlar ná yfir
gagnaflutninga yfir ljósleiðara. Flutn-
Segir Gagnaveitu
„sóun á almannafé“
Guðlaugur
Gylfi Sverrisson
Sævar Freyr
Þráinsson
Birgir Rafn
Þráinsson
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
FJÁRFESTINGAR íslenska vogun-
arsjóðsins Boreas Capital Fund hafa
skilað 70 prósent ávöxtun það sem af
er þessu ári. Í júlí var ávöxtunin 17,95,
sem var besti mánuður sjóðsins frá
upphafi, og 12,16% í ágúst.
Boreas Capital Fund var nýlega
skráður í vísitölu norrænna vogunar-
sjóða, The Nordic Hedge Fund In-
dex. Við uppfærðan lista lítur út fyrir
að Boreas Capital hafi náð bestum ár-
angri þeirra 125 sjóða sem skráðir
eru á listann á árinu 2009. Vísitalan
sem telur alla sjóðina hefur hækkað
um 9,97% á árinu.
Frank Pitt, einn stjórnenda sjóðs-
ins, segir ekki annað hægt en að vera
ánægður með þennan samanburð
með svona mikla umframávöxtun í
samanburði við 125 sjóði á Norður-
löndunum. „Að geta farið á móti
markaðnum eins og fara með honum
gefur tækifæri á að fá góða ávöxtun í
hvaða árferði sem er, svo lengi sem
við ákveðum rétta stefnu í hvert
skipti.“
Frank segir fjárfestingagetu sjóðs-
ins vera um átta milljarða króna. Í
kjölfar hrunsins á Íslandi þurfti að
greiða stórum kjölfestufjárfestum,
eins og Landsbankanum og Straumi,
út. Því sé nú lokið og stefnt að því að
stækka sjóðinn enn meir. Þeir horfi
meðal annars til íslenskra lífeyris-
sjóða sem geti fært fé, sem þeir þegar
eiga í útlöndum, til sjóðsins. Eins sé til
skoðunar að fá erlenda fjárfesta inn.
„Það er ánægjulegt að tveir lífeyr-
issjóðir með sextíu þúsund sjóðs-
félaga hafa verið fjárfestar í sjóðnum
frá byrjun. Við vonumst bara til að
góður árangur sjóðsins geri það að
verkum að fleiri lífeyrissjóðir setji
eignir til okkar og gefi okkur tækifæri
til að vinna í hag fleiri hluthafa,“ segir
Frank.
Hann telur miður hvernig íslenskir
fjölmiðlar og jafnvel fræðimenn hafi
talað um vogunarsjóði (Hedge Funds
á ensku) og yfirleitt kallað þá áhættu-
sjóði og gefið í skyn að þeir stundi
ósiðleg viðskipti.
„Þetta er röng alhæfing. Heimildir
vogunarsjóða til að taka skortstöður
gera þeim kleift að vera síður háðir
sveiflum hlutabréfavísitalna,“ segir
Frank.
Efstur á lista
vogunarsjóða
Boreas Capital Fund skráður í vísitölu
125 norrænna vogunarsjóða
Í HNOTSKURN
»Boreas Capital Fund ermeð allar sínar fjárfest-
ingar í evrum og utan Íslands.
»Sjóðurinn leitar tækifæraá Norðurlöndum en horfir
líka til Evrópu og BNA.
»Nú er mikill hluti fjárfest-inga sjóðsins í Noregi enda
veðja stjórnendur Boreas á
styrkingu norsku krónunnar.